Morgunblaðið - 07.12.2017, Blaðsíða 108
108 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. DESEMBER 2017
Sæbjúgu innihalda mikið kollagen og yfir 50
tegundir af næringarefnum sem hafa öll mjög
jákvæð áhrif á lífeðlisfræðilega starfsemi
mannslíkamans
ÍSLENSKA FRAMLEIÐSLA: Framleiðandi sæbjúgna er Arctic Star ehf.
Allar nánari upplýsingar fást á arcticstar.is
.
Arctic Star sæbjúgnahylki fást í flestum apótekum og heilsubúðum og í Hagkaupum.
Arctic Star Sæbjúgnahylki
Sæbjúgu
eru þekkt fyrir:
• Hátt prótíninnihald og lágt fituinnihald
• Að minnka verki í liðum og liðamótum
• Að byggja upp brjósk og draga úr tíðni
liðskemmda
• Að bæta ónæmiskerfið og mótstöðu
líkamans gegn ýmsum sjúkdómum
• Að auka blóðflæði sem minnkar líkur á blóðtappa
• Að koma í veg fyrir æðakölkun
• Að auka orku líkamans, stuðla
að myndun húðpróteins
og insúlíns
Hér eru birt brot úr bókinni og fram-
an við hvert brot er stutt skýring á til-
urð þess.
Upptaktur að kafla um
Kristrúnu Jónsdóttur
frá Grenjaðarstað, fædd 1806
Mig minnir að ég hafi verið níu ára
á gúmmístígvélum í Jörvasveitinni
þegar ég kynntist Kristrúnu for-
móður minni frá Grenjaðarstað í
gegnum samræður foreldra minna.
Það var nafnið sem leiddi til okkar
kynna. Hún var langamma pabba og
hann bjó yfir stór-
brotnum tilfinn-
ingaskala.
„Hvernig gat
hann látið þessa
stórkostlegu konu
lofast sér og hald-
ið henni í festum í
sjö heil ár? Hann
sem þjóðin hefur
sett á spjöld Ís-
landssögunnar!“
Ég heyrði nafnið Baldvin en svo
ekki meira, því ég var í óðaönn að
koma hestinum mínum í hús fyrir
nóttina, taka af honum hnakkinn,
kemba, setja hey í bás og vatn í ker-
ald. Myrkrið var biksvart en augu
hestanna blikuðu í myrku hesthúsinu í
endurskininu frá tunglinu, sem varp-
aði ljósbroti inn um gluggana. Bald-
vin, jú ég þekkti einn Baldvin; Krist-
ján, móðurafi minn, fór að vinna hjá
honum í tryggingunum þegar hann
hætti á sjónum eftir að Reykjaborgin
hans var skotin niður í stríðinu þar
sem svo margir félagar hans dóu. Ég
kom til baka úr hesthúsinu til að und-
irbúa nestið fyrir morgundaginn og
koma mér í rúmið. Stemningin bauð
ekki upp á að ég spyrði mömmu eða
pabba um þennan Baldvin.
Árla næsta morgun gekk ég í stíg-
vélunum og köflóttu ullarúlpunni með
bræðrum mínum frá býlinu okkar út á
þjóðveginn til að ná morgunvagn-
inum. Eldri bróðir minn var kominn í
menntaskóla en hinn sótti sama skóla
og ég í borginni. Einhvern veginn gat
ég ekki losað mig við spurninguna
sem pabbi varpaði fram kvöldið áður.
„Hvernig gat hann haldið henni í fest-
um í heil sjö ár?“ Hvernig heldur
maður einhverjum í festum? Mig
langaði til að spyrja kennarann minn
út í það, en það var of flókið því ég
hafði ekki fengið botn í söguna.
Sorg Kristrúnar
á Grenjaðarstað
Við andlátsfregn Baldvins hrundu
varnir Kristrúnar á ný. Fyrir svo
stuttu hafði henni tekist að öðlast fót-
festu eftir sorgarfregnina um trún-
aðarrofið en nú var áfallað það mikið
að henni fannst hún gæti vart náð
andanum. Í fyrra skiptið hafði hún
misst ástina sína í hjónaband með
annarri konu. Eftir langt sorgarferli
hafði henni loks tekist að sjá Baldvin
og fyrirheit hans í stærra samhengi.
Eftir þá miklu úrvinnslu, þar sem hún
setti fyrirgefninguna í öndvegi, kom
næsta stóra höggið; andlát hans.
Kristrúnu fannst sem sameiginlegur
draumur þeirra Baldvins hefði dáið
með honum.
Þegar Kristrún náði áttum eftir
þetta mikla reiðarslag var henni efst í
huga hvort bréfið sem hún skrifaði
Baldvini hefði náð til hans áður en
hann varð fyrir slysinu. Hún leitaði
skjóls í einrúmi og bað fyrir honum
jafnt í kirkjunni sem á löngum göng-
um sínum úti í náttúrunni. Undir ber-
um himni gat hún betur leyft sér að
eiga við hann samtöl. Í þeim tjáði hún
honum allar þær hugsanir sem brotist
höfðu um innra með henni og hvernig
hin sanna ást til hans hefði að lokum
orðið öllu yfirsterkari. Þegar hún kom
loks til sjálfrar sín hefði henni orðið
ljóst að enginn og ekkert fengi breytt
tilfinningunum sem hún bar til hans.
Í faðmi lyngs og blóma fór hún end-
urtekið í huganum í gegnum það sem
hún hafði skrifað. Hún vonaðist frá
dýpstu hjartarótum til að bréfið hefði
náð til hans fyrir slysið. Þar hafði hún
sagt honum hvernig fyrirgefningin
kom til hennar og þá öðlaðist hún loks
friðinn í sál sinni. Það var augnablikið
sem öllu breytti. Hún gekk óvænt
fram á ljós í túnblettinum, hún leit
upp og kom auga á lítið op mitt í
þykkri skýjaslæðunni. Þetta eina litla
op hleypti þessum skæra geisla niður.
Á því augnabliki fannst henni sem
hún heyrði rödd hans innra með sér
segja:
Nú fyrst veit ég með vissu, mín
heitt elskaða Kristrún, það sem ég hef
svo oft áður haft forboða um, að við
munum sameinast í eilífðinni, þar sem
ást þeirra sem unnast mun enginn fá
aðskilið.
Ásta Júlía hittir Tómas
Í einni af heimsóknum læknisins
dró til tíðinda. Yngsta dóttirin, Ásta
Júlía, sem hafði farið til Kaupmanna-
hafnar að nema söng og píanóleik, var
nú nýkomin heim á Eyrarbakka.
Tómas læknir knúði samkvæmt venju
á dyr Hússins og var eins og ævinlega
vel tekið og boðið til veislu og gist-
ingar. Þegar Ásta Júlía leit hinn
glæsilega lækni augum í fyrsta sinn
sjóðhitnaði henni í vöngum. Á meðan
hún sat til borðs með lækninum og
fjölskyldunni lagði hún ekki mikið til
málanna. Hún fann skyndilega hvern-
ig áður óþekkt feimni helltist yfir
hana. Samverustundin í stássstofunni
eftir kvöldverð var föst venja. Um-
ræðan um stöðu lands og þjóðar, sam-
félag Íslendinga í Kaupmannahöfn
þar sem sjálfstæðisbaráttuna bar
hæst, var þeim öllum hugleikin og gaf
tilefni til frjórra skoðanaskipta. Þótt
Ásta hefði kynnst vel þeirri umræðu
og að auki dvalið heima hjá forystu-
manni baráttunnar á meðan hún var í
Kaupmannahöfn kaus hún að þakka
fyrir sig og fara upp eftir matinn í stað
þess að taka þátt í umræðunum. Frú
Sylvía settist að venju við píanóið og
eftir að hafa leikið nokkur lög kallaði
hún á dóttur sína. Ásta var vön því að
syngja í stofunni við ólík tækifæri og
kippti sér ekki upp við að koma fram
fyrir gesti, enda naut hún þess að
syngja. Nú brá öðruvísi við. Þegar
móðir hennar kallaði upp og bað Ástu
Júlíu að syngja fyrir Tómas lækni,
sem væri mikill listunnandi, hrökk
hún við og fann fyrir áður óþekktu
óöryggi. Andlit læknisins, rödd og
augnatillit fylltu hug hennar á þann
hátt sem hún hafði ekki upplifað áður.
Hún gekk hnarreist til stofu og gætti
þess að líta ekki á gestinn þegar hún
hóf að syngja. Hún fann að þótt hné
hennar skylfu var rödd hennar styrk
og hana langaði ekki til að hætta. Hún
uppskar kröftugt lófatak og skáskaut
augunum yfir til Tómasar læknis, sem
horfði beint í augu hennar og sagði
með sinni djúpu rödd: „Mikið yrði ég
þér þakklátur ef þú myndir vilja
syngja lag til viðbótar.“
Sýn höfundar á eiginleika
Kristrúnar Tómasdóttur
Hallgrímsson
Kristrún Tómasdóttir föðuramma
var sterkur persónuleiki. Strax á unga
aldri mátti sjá að í henni bjó merkileg
blanda af baráttukonu og tilfinn-
ingaveru. Skilningur minn á persónu
hennar hefur farið í margar áttir í
gegnum árin. Ég hef velt vöngum yfir
andstæðunum í fari hennar. Þá hvort
rekja megi þann ótrúlega styrk sem
hún bjó yfir, þegar brotsjóir lífsins
risu hvað hæst, til orkunnar sem verð-
ur til þegar andstæðir pólar mætast. Í
einni og sömu konunni bjó bæði vís-
indakona sem þráði að skilja lögmál
eðlisfræðinnar og áþreifanlegra stað-
reynda og á sama tíma andans kona
sem efaðist aldrei um hið eilífa eða
það sem okkur er ekki ætlað að skilja í
þessari jarðvist. Per ardua ad Astra
heitir eitt af hennar mörgu og merku
myndverkum sem hún teiknaði fyrst
og málaði, litaði síðan ullarbönd með
íslenskum náttúrulitum og saumaði
að lokum út með forníslenskum kross-
saumi. Verkið er um metri á breidd og
eins og hálfs metra hátt. Þeir sem sjá
þetta undraverk verða flestir fyrir
upplifun sem framkallar þörfina til að
skilja …
Í því má greina sýn ömmu á hvern-
ig orka mannsandans samtvinnast
orku náttúrunnar og himinhvolfanna.
Eftir svo margra ára sambúð með
þessu helga krosssaumsteppi hennar
eygi ég einnig í því sýn hennar á upp-
haf alls lífs og þróun þess inn í eilífð-
ina. Segja má að það sé eins konar
dulkóðun sem okkur er ætlað að ráða
fram úr til að skilja betur þessa
merku konu, hana föðurömmu mína.
Föðuramma hittir ástina
Einn daginn mætti hann á Hótel
Reykjavík við Austurvöll þar sem
Kristrún lék fyrir fullan sal gesta.
Þegar Kristrún stóð upp að afloknum
flutningi hélt listagyðjan áfram að
leika á hana og hugarástand hennar
var enn hlaðið ástríðu og spennu –
enda setti hún ávallt sálu sína í túlkun
á píanóverkum hinna stóru meistara.
Roði lék um vanga Kristrúnar þegar
hún stóð upp og hneigði sig. Eftir tón-
leikana gekk Árni Benediktsson til
hennar, kynnti sig og spurði hvort
hann mætti gerast svo framhleypinn
að bjóða listakonunni að drekka með
sér te. Hún sagðist löngu síðar enn
muna hversu funheitar kinnar hennar
urðu þegar dökkhærði maðurinn
gekk í áttina til hennar. Hún rétti úr
sér og bað unga manninn að hinkra
ögn á meðan hún gengi frá nótunum
og þerraði sig eftir átökin. Hún fór
bakatil og þvoði sér um hendur. Um
leið og hún leit í spegilinn hugsaði hún
með sjálfri sér: Þetta er hann!
Þau settust við gluggann og horfðu
út yfir Austurvöllinn um leið og
þjónninn færði þeim bakka með tei og
engiferkökum. Á meðan teið kólnaði
ofurlítið í bollunum þeirra talaði Árni
um hve píanóleikur hennar hefði verið
hrífandi og hve stórkostlegt það hlyti
að vera að hafa slíka þekkingu á tón-
list og svo gott vald á hljóðfærinu.
Hann tjáði henni að sjálfur hefði hann
ekki alist upp við tónlist en sótt tón-
leika í tvígang þegar hann var á Eng-
landi.
„Tónlist sker sig frá allri annarri
list, er ekki svo?“ spurði hann. „Hún
er hvorki snertanleg né sjáanleg en
fyllir samt vit manns.“ Kristrún hafði
aldrei áður vitað til þess að maður án
tónlistarþekkingar, að eigin sögn,
kæmi með svo áhugaverða at-
hugasemd um tónlist. Tónlistina sem
var líf hennar og yndi.
Um söguslóðir formæðra og -feðra
Það sem dvelur í þögninni er ættarskáldsaga eftir Ástu Kristrúnu Ragnarsdóttur þar sem hún sækir í sagnabrunninn sem hún
er alin upp við til að varpa ljósi á lífshlaup formæðra sinna. Sögusviðið er vítt og breitt um landið – meðal annars á Grenjaðarstað
í Aðaldal, Hólmum í Reyðarfirði, Bessastöðum, Arnarfirði, Eyrarbakka og Reykjavík auk þess sem siglt er út fyrir landsteinana.
Ljósmynd/Úr einkasafni
Kappsöm Ásta Júlía Thorgrímsen Hallgrímsson frá
Húsinu á Eyrarbakka með Kristrúnu og Guðmund, tvö
elstu barna sinna af fjórum.
Ljósmynd/Úr einkasafni
Heimskona Kristrún eftir heimkomu frá Ameríku með
þremur börnum sínum, Unni Sylvíu, Benedikt Agli og
Ragnari Tómasi, föður bókarhöfundar.