Morgunblaðið - 07.12.2017, Blaðsíða 98

Morgunblaðið - 07.12.2017, Blaðsíða 98
98 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. DESEMBER 2017 VIÐTAL Árni Matthíasson arnim@mbl.is Saga Ástu heitir skáldsaga Jóns Kal- mans Stefánssonar sem bókaforlagið Benedikt gefur út. Í bókinni er vissu- lega sögð saga Ástu, en sögurnar eru margar sem þræddar eru saman til að segja hennar sögu. - Þetta er saga Ástu en líka saga ástar – það er mikið af ást í henni – ástar sem leiðir til hamingju og ástar sem leiðir til óhamingju. „Á íslensku rímar ást við brást. Ég veit ekki til þess að það gildi um önn- ur tungumál, að þessi tvö ólíku orð rími saman. Er það tilviljun? En ég held það sé alveg rétt hjá þér að hreyfiaflið í þessari bók er ást en því miður líka brást. Það er harmur lífs- ins, en ég held raunar að þetta eigi bara býsna vel við sögu mannkynsins, enda ástin, þörfin fyrir að elska, vera elskaður, eitt sterkasta aflið í okkur, og í raun það sem gerir okkur að manneskjum. Sú þörf, sú þrá, stýrir líklega lífi okkar meira og minna, og hefur einnig stýrt heimsveldum. Haft áhrif á dómgreindina, breytt ákvörð- unum. Stórum og smáum. Til góðs og til hins verra. Þetta er mjög merkileg tilfinning sem getur bæði skapað og eytt stundum gert bæði samtímis. Ég hef alltaf verið bæði hugsi og heill- aður yfir þessu fyrirbæri.“ - Sem lesandi leyfi ég mér að halda fram allskyns hlutum sem eru kannski allt annað en þú hafðir í huga þegar þú varst að skrifa, en mér hef- ur fundist sem ástin sé rauður þráður í höfundarverki þínu – að þú haldir kannski stundum að þú sért að skrifa um eitthvað allt annað, en sért í raun að skrifa um ást. „Það er stundum sagt að hver höf- undur sé alltaf að skrifa sömu bókina aftur og aftur. Eins og allar fullyrð- ingar um skáldskap er það bæði rétt túlka beri endalok einhverrar bókar, og svo framvegis. Ég er oft mjög hik- andi við að koma með skýr svör við slíkum spurningum, því fólk hefur þá tilhneigingu til að taka orð höfundar sem eitthvert guðlegt vald, og þá er sú hætta ég brenni fyrir túlkunar- möguleika lesandans. Hver lesandi mætir verkinu með sitt líf, sínar til- finningar, sína reynslu og sér eða skynjar kannski eitthvað í verkinu sem höfundurinn hafði aldrei hugsað út í. Ekki einu sinni vitað af. Því góð- ur skáldskapur er svo margslunginn og leysir margt úr læðingi sem höf- undurinn sá ekki fyrir. Það er alltaf gaman þegar ég er einhverstaðar að tala um verk mín og einhver stendur upp og fer að lýsa einhverju í þeim sem ég hef aldrei hugsað útí. Það er gaman vegna þess að þá veit ég að eitthvað hefur heppnast hjá mér.“ - Undirtitill bókarinnar er „Hvert fer maður þegar engin leið er út úr heiminum“, en maður ber heiminn innra mér sér og þaðan er engin leið. „Það er sumpart harmurinn í þess- ari bók. Í henni er fólk sem lendir í ákveðinni reynslu og það er þannig með lífið að við getum ekki tekið aftur það sem við höfum gert. Þess vegna er svo vandasamt að lifa. Það er sama hversu langt þú nærð í lífinu, hversu vel heppnað þitt líf er á yfirborðinu, þú kemst aldrei undan sjálfum þér. Það er stundum svo yfirþyrmandi að finna fyrir sjálfum sér alltaf, sér- staklega ef þú ert með sárar minn- ingar. Þá reynir þú ósjálfrátt að kom- ast frá þeim og það er oft uppspretta ógæfu. Það er það sem sumar af persónum bókarinnar eru að glíma við. Þær komast ekki burt frá eigin lífi og þeim mistókst að gera það sem þær ætluðu að gera. Um leið er þetta algild spurning og efi sem á líka við okkur sem manneskjur hér og nú. Það hefur alltaf verið mér mjög hugleikið hvar lífið nemur staðar, eða nemur það staðar? Er eitthvað handan lífsins, handan alheimsins? Þetta eru spurn- ingar sem ég hef haft áhuga á frá því ég man eftir mér og ég er alltaf að reyna að finna svar við þessum spurningum í skáldskap mínum, að reyna að komast framúr lífinu og inn í dauðann, fá að vita hvað leynist þar. Mér finnst það skylda mín sem höf- undar að komast að því.“ að vera sífellt að fjalla um ástina. Mig grunar t.d. að ekki minna en 80% af rokktextum sögunnar fjalli um ást- ina. Sjáum t.d. yfirburðamenn eins og Bob Dylan. Fólk heldur kannski að arfleifð hans sé þjóðfélagsrýni og gagnrýni, en það sama gildir um hann: stór hluti texta hans fjallar um ástina, og eftir því sem hann eldist, því meira og sárara. Hann er oft að fjalla um sína erfiðleika þar og sökn- uð eftir einhverju eða einhverri sem hann hefur misst. Okkur kemur ekk- ert við hver sú manneskja er, og ég hef í sjálfu sér engan áhuga á því, en hann nær alltaf að snerta mann og hans sársauki verður minn sársauki. Það er það sem listin snýst um, að snerta aðra, hreyfa við öðrum. Um- fjöllunaratriðið er í sjálfu sér auka- atriði. Því takist þér að setja inn í það eitthvað sem er miklu stærra en þú sjálfur, þá byrjar þú að snerta aðra lesendur. Skáldskapur á að vera þannig, á að vera það margslunginn að hann geti snert strengi inni í les- andanum sem höfundurinn var ekk- ert að hugsa um. Skáldskapurinn á að öðlast miklu fleiri raddir en ein mann- eskja býr yfir. Það er galdurinn og það er hið dásamlega og óskiljanlega við skáldskapinn. Og ég held að ástæðan fyrir því að lengi framan af var þessi goðsögn um að skáldskap- urinn kæmi frá guðum vegna þess að fólkið sá og upplifði það sem höfund- urinn var að skapa var stærra en hann sjálfur. Það taldi sig kannski þekkja höfundinn inn og út, en þá kom hann með verk sem var mun margslungnara og stærrra en hann sjálfur. Hver er skýringin á því önnur en að það komi frá guði? Þess vegna verður fólk oft fyrir vonbrigðum þegar það hittir lista- manninn,“ segir Jón og glottir - „það undrast hvaðan stærðin sem það skynjaði í verkinu hafi komið. Þetta er fegurðin, og þess vegna getum við aldrei skilið skáldskapinn til fulls. Við eigum auðvitað túlka og skoða verkin, en öll túlkun, sama hversu fær þú ert, hlýtur að byggjast á, þegar allt kemur til alls, þinni per- sónulegu skoðun. Síðan kemur annar með allt aðra túlkun og kannski eru báðar réttar. Ég er stundum spurður út í hvað ég hafi verið að fara með þessu eða hinu, hvernig eigi að túlka þessa persónu, þetta atvik, hvernig eftir því sem maður eldist. Maður verður alltaf og í sífellu að reyna að finna nýja leið til að skrifa skáldsögu og segja sögur. Ég held það sé mik- ilvægt að vera meðvitaður um það, og eins vera meðvitaður um sínar eigin takmarkanir og veikleika sem höf- undar. Maður verður stöðugt að að ögra sjálfum sér, gangast á hólm við sjálfan sig. Það afl sem þú þarft að hafa til að komast frá jörðinni er kall- að sleppihraði, og það sama gildir um höfundinn, hann þarf að finna þennan kraft í sér til að geta yfirstigið sjálfan sig. Þetta á ekki að vera hægt, en ég held og vil trúa því, að þú ef þú veist hvar takmarkanir þínar liggja, og hefur þá gæfu að geta endurnýjað sjálfan þig, þá tekst þér hið ómögu- lega. En það er stöðug barátta, og höfuðatriði er að efast um þig alltaf. Ef það dofnar þá ertu búinn að vera. Ég er náttúrlega ekki einn um það og útí hött. En ef þú ferð í gegnum höfundarverk þeirra sem skrifað hafa nokkrar skáldsögur þá uppgötvarðu að það er yfirleitt rauður þráður sem tengir verkin innbyrðis. Þessi rauði þráður er einfaldlega persónuleiki höfundarins. Sama gildir um persón- ur höfunda, þeir ráða bara yfir ákveðnu galleríi. Hvort sem þú ert að lesa Laxness, Hamsun Saramago eða einhvern annan, þá ferðu fljótlega, eða þegar þú ert búinn að lesa svona fimm eða sex skáldsögur eftir sama höfund, að rekast á keimlíkar persón- ur. Það er ekkert að því, það er eðli- legt. En styrkur höfundar liggur í því hvernig hann vinnur með þetta. Mað- ur hefur séð það gerast að smám saman hægist á sköpun höfunda og þeir hætta að koma manni á óvart, maður getur reiknað þá út. Þetta er það sem maður er alltaf að glíma við sem höfundur, sérstaklega Þú kemst aldrei undan sjálfum þér  Í Sögu Ástu veltir Jón Kalman Stefánsson fyrir sér ástinni og dauðanum Morgunblaðið/Einar Falur Efi Jón Kalman segir að höfundur verði stöðugt að ögra sjálfum sér. Íslenski leikarinn Sverrir Guðna- son mun leysa breska leikarann Daniel Craig af sem Mikael Blom- kvist í nýjustu mynd Sony-sam- steypunnar byggðri á Millenium- bókaseríu Stiegs Larsson. Þetta kemur fram á vef Variety en Sony hefur ekki staðfest ráðningu Sverr- is opinberlega. Sverrir hefur fengið mikla athygli á síðustu mánuðum í kjölfar hlutverks síns sem Björn Borg í myndinni Borg/McEnroe. Kvikmyndin ber titilinn The Girl in the Spiders Web og er byggð á fjórðu bók seríunnar, Það sem ekki drepur mann. David Lagercrantz skrifaði bókina byggða á persónum Stiegs Larsson en bókin kom út eft- ir lát hins síðarnefnda. Sverrir verður í hópi úrvalsleikara en Claire Foy, úr sjónvarpsþáttunum The Crown, fer með hlutverk hinn- ar ódauðlegu Lisbeth Salander. Kvikmyndaver Sony segir myndina framhald af The Girl With the Dra- gon Tattoo, sem var fyrsta kvik- mynd Sony-samsteypunnar eftir bókum Larsson. Tökur á myndinni hefjast í Berlín og Stokkhólmi í jan- úar og er áætlað að Sverrir muni birtast á hvíta tjaldinu 19. október 2018. Sverrir Guðnason leysir Daniel Craig af Blomkvist Sverrir Guðnason bregður sér í hlutverk Blomkvists á nýju ári. Aðalheiður S. Eysteinsdóttir opnar árlega jólasýningu á eigin verkum í Kompunni, Alþýðuhúsinu á Siglu- firði, í kvöld kl. 19. Á sýningunni eru verk sem unnin voru nú á haustmánuðum og samanstanda af lágmyndum, skúlptúrum og mál- verkum. „Verk Aðalheiðar ein- kennast gjarnan af fundnum hlut- um og endurvinnslu hráefnis sem gefur hugmyndafluginu byr undir báða vængi. Eins og áður fjallar hún um samskipti og daglegt líf,“ segir í tilkynningu. Sýningin er op- in til 14. desember milli kl. 14 og 17. Jólasýning Aðalheiðar í Kompunni Hrafnar Meðal verka sem sjá má. Verð 8.995 kr Verð 12.995 kr Verð 5.490 kr Verð 8.995 kr Verð 7.995 kr Verð 6.890 kr Verð 12.500 kr Verð 11.990 kr Verð 4.990 kr Galleri Ozone | Austurvegi 35 | 800 Selfoss | S. 534 8040 | Skoðaðu úrvalið á | Sendum frítt um land allt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.