Morgunblaðið - 07.12.2017, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 07.12.2017, Blaðsíða 54
54 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. DESEMBER 2017 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Financial Tim-es fjallar umfólksflutn- inga samtímans og hvernig útlitið er þegar horft er til þróunar fólks- fjölda. Tölurnar eru umhugs- unarverðar og hljóta að verða hafðar til hliðsjónar við umræð- ur og stefnumörkun um þessi mál. Árið 1980 voru rúmlega 700 milljónir manna í Evrópu en um 500 milljónir í Afríku. Á tí- unda áratugnum fór fólksfjöld- inn í Afríku yfir fólksfjöldann í Evrópu, sem stóð í stað. Því er spáð að fjöldinn í Evrópu standi áfram í stað, en að fjöldinn í Afríku verði orðinn um 1.600 milljónir eftir tíu ár. Þetta skiptir máli þegar horft er til þess þrýstings sem er frá ólöglegum innflytjendum frá Afríku til Evrópu um þessar mundir. Að óbreyttu má ætla að þrýstingurinn aukist, en mik- ilvægt er að efnahagsþróunin í Afríku verði jákvæð og lífs- kjarabatinn hraður til að draga úr hvatanum fyrir íbúana að leggja í hættuför yfir Miðjarð- arhafið. Á sama tíma verða ríki Evrópu að fylgja sannfærandi stefnu í þessum efnum og átta sig á að íbúar í Evrópu geta ekki tekið við öllum þeim fjölda sem líklegt er að vilji flytja þangað. En þrýstingurinn kemur ekki aðeins frá Afríku heldur einnig frá Austurlöndum nær og fjær. Fjölmennustu hóparnir sem sóttu um hæli í Evrópu voru frá Sýrlandi, Afganistan, Írak, Pakistan og Nígeríu. Dómsmálaráðuneytið, sem fer með þessi mál hér á landi, hefur reynt að undan- förnu að auka skil- virkni og fylgja settum reglum með nokkrum árangri. Ekki er augljóst af stjórnarsáttmál- anum hvert ferðinni er heitið í þessum efnum. Þar er talað um að „taka á móti fleiri flótta- mönnum“ og svo segir: „Mann- úðarsjónarmið og alþjóðlegar skuldbindingar verða lögð til grundvallar og áhersla á góða og skilvirka meðhöndlun um- sókna um alþjóðlega vernd.“ Loks kemur fram að „þver- pólitískri þingmannanefnd“ verði falið „að meta framkvæmd útlendingalaga og eftir atvikum endurskoða þau.“ Reynslan af þverpólitískri þingmannanefnd í þessum málaflokki gefur ekki endilega góðar vonir um framhaldið, en engu að síður er ástæða til að vona að stjórnvöld og Alþingi sýni því vaxandi skilning að halda þarf þétt utan um þennan málaflokk eigi ekki að fara illa. Mikil hætta er á að gestrisni sé misnotuð, eins og sást til dæmis í frétt mbl.is í fyrradag þar sem sagði frá því að fjórir af hverj- um fimm flóttamönnum í Sví- þjóð sem sögðust vera yngri en 18 ára reyndust ekki vera það. Þetta voru þúsundir ein- staklinga sem þannig reyndu að villa á sér heimildir. Við mál af þessu tagi getur vissulega verið erfitt að eiga en það breytir því ekki að ríki Evrópu, þar með talið Ísland, eiga ekki um annað að velja en að fást við þetta af raunsæi og festu. Það þýðir ekki að stinga höfðinu í sandinn þegar erfið mál eru annars vegar} Vaxandi vandi Fullyrt er að fjöl-miðlafólk, sem stundum er kallað 4. vald hvers þjóð- félags, sem er þó of- sagt, endurspegli verr en aðrar stéttir skiptingu landa sinna eftir stjórn- málaskoðunum. Fjölmiðlaheimurinn sé mjög hallur undir hin vinstri sinnuðu sjónarmið og iðulega á ysta kanti þeirra. Á þessu er gefin sú skýr- ing að fjölmiðlar eigi að veita að- hald. Valdið sé íhaldssamt í eðli sínu og þar með liggjandi til „hægri“ og aðhaldið hljóti því að koma frá vinstri. Frumverkefni fjölmiðla er þó að segja fréttir, og þá fréttir sem full ástæða sé til að treysta. En vandinn er að afsökunin stenst sjaldnast skoðun. Fjölmiðlar í Bandaríkjunum og víðar um heim sem veittu George W. Bush verðugt aðhald sýndu eftirmann- inum Obama ekki sömu trakter- ingar. Allir sem vilja muna eftir framgöngu „RÚV“ gagnvart vinstri stjórn Jóhönnu og Steingríms, þar sem fréttastofan birtist óþægilega oft eins og í hlutverki upp- lýsingafulltrúa. Lengst gekk hún í Icesave-málinu og tók þá fullan þátt í atlögu rík- isstjórnarinnar gegn þjóðinni. Donald Trump forseti er vissulega mjög einstakt eintak af forseta, oft en ekki alltaf í nei- kvæðum skilningi orðsins. Bandaríska „fréttaelítan“ hefur lengi verið mjög einsleit, ekki síst í sjónvarpi. Ástralanum Rupert Murdoch tókst að tryggja fréttaskýringum, sem einnig horfðu til annarra átta, aukna vigt. Við það fór hin ein- lita hlutdeild úr ca 80% ofan í 20%. Trump telur sig jafna þennan mun enn með einstæðu tísti sínu. Það tekst oft en endar stundum sem ástralskur bjúg- verpill. Þeir sem aðeins hlusta á „RÚV“ vita ekki hvað er að gerast í banda- rískum stjórnmálum} Slagsíðan þekkt S amtök iðnaðarins héldu í gær sk. Framleiðsluþing í fyrsta sinn. Var þar gerð grein fyrir mikilvægi ís- lenskrar framleiðslu, tækifærum og áskorunum. Íslenskar fram- leiðsluvörur skapa mikil verðmæti. 9,4% allra launþega með 120 milljarða króna áætlaðar launagreiðslur sem skapa um 8,4% lands- framleiðslunnar og 23% prósent gjaldeyris- tekna. Þá greiddu 2087 íslensk iðnfyrirtæki um 23 milljarða króna í opinber gjöld. Íslensk framleiðsla nýtur trausts og erum við mörg sem veljum hana fram yfir erlenda þegar kemur að því að velja í innkaupakörfuna. Neytendur eru fljótir að þekkja muninn á gæðum og lakari vöru. Neytendur þekkja líka mikilvægi þess að vara sem þeir kaupa þurfi að endast, standast kröfur og standa undir þeim væntingum sem gefnar eru. Matvæli eru þar engin undantekning. Krafan um holl og góð matvæli er sjálfsögð og þegar kemur að því að velja er mikilvægt að neytendur hafi allar upplýsingar á reiðum höndum. Vitað er að við matvælaframleiðslu er víða erlendis notað mikið magn af sýklalyfjum (gefið dýrum) og margfalt meira en gert er á Íslandi. Á sama tíma og þetta er vitað er ljóst að ónæmi manna gegn sýklalyfjum er orðið að vandamáli. Íslenskir neytendur hljóta því að krefjast þess að fá upp- lýsingar um það hvort þau matvæli sem boðin eru innihaldi mikið eða lítið magn sýklalyfja. Einungis þannig geta þeir valið á milli þess sem er heilsusamlegt og ekki. Þessar upplýsingar ber að gera aðgengilegar neytendum með skýrum hætti. Benda má á nokkrar leiðir til þess. Réttasta og besta leiðin er vitanlega sú að á sölupakkningum komi fram það magn lyfja sem notað var við framleiðslu vörunnar. Þannig get- ur neytandinn borið saman innfluttu vöruna og þá íslensku. Eftir því sem best verður séð mun þetta ekki stangast á við skilyrði þeirra samninga sem Ís- land er aðili að þar sem framleiðendur/ seljendur sitja allir við sama borð, merkja þyrfti allt með sama hætti. Sé þetta vand- kvæðum háð eða að stjórnvöld hafi ekki vilja til að ganga fram með svo skýrum hætti mætti skylda verslanir til að koma á framfæri í versl- uninni með upplýsandi hætti sömu upplýs- ingum. Það skiptir í sjálfu sér ekki máli hvaða vörur um er að ræða, matvæli, húsgögn eða eitthvað annað, gæði og áreið- anleiki er það sem flesta skiptir máli. Neytendur hljóta að eiga rétt á því að fá sem mestar og bestar upplýsingar um þær vörur sem þeim eru boðnar. Það ættu því að vera sam- eiginlegir hagsmunir atvinnurekenda, neytenda og stjórn- valda að setja lög og reglur sem tryggja að bestu fáanlegu upplýsingar um öryggi og heilsu manna séu aðgengilegar öllum. Gunnar Bragi Sveinsson Pistill Veljum íslenskt Höfundur er þingmaður Suðvesturkjördæmis og þingflokksformaður Miðflokksins. gunnarbragi@althingi.is STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen SVIÐSLJÓS Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Bílaumferðin á hringveg-inum og á höfuðborgar-svæðinu fer enn vaxandien viðhorfskannanir benda þó ekki til þess að ökumenn sitji ánægðir undir stýri því sá hópur fer síminnkandi sem segir þjóðvegi á Íslandi almennt vera góða skv. könnunum sem Vegagerðin lætur gera. Vegagerðin birtir reglulega greinargóðar upplýsingar um um- ferð skv. talningum og leiða nýjustu tölur í ljós að umferðin um 16 lyk- iltalningarstaði Vegagerðarinnar á hringveginum jókst um 7,2 prósent í nýliðnum nóvembermánuði þrátt fyrir talsverða ófærð. „Mest jókst umferðin á Suður- landi og þar mest um teljara á Mýr- dalssandi. Þar jókst umferðin um 30 prósent. Útlit er fyrir að umferðin aukist um meira en 10 prósent í ár, sem yrði næstmesta aukningin a.m.k. síðan 2005,“ segir í frétt á vef Vegagerðarinnar. Sérfræðingar Vegagerðarinnar gera ráð fyrir að umferðin muni aukast um 8% í desember miðað við sama mánuð á síðasta ári. „Gangi sú spá eftir mun umferðin aukast um 10,5% yfir mælisniðin 16, sem yrði þá næst mesta aukning, í þessum sniðum, frá því að þessi samantekt hófst.“ Svipað er upp á teningnum á höfuðborgarsvæðinu, en þar jókst umferðin um 5,5 prósent í nóv- ember. Útlit er fyrir að umferðin í ár á svæðinu aukist um átta prósent, sem er mikil aukning á einu ári, sú næstmesta síðan þessar mælingar hófust árið 2005, að því er fram kem- ur í annarri frétt á vefsíðu Vega- gerðarinnar. Nú þegar hefur umferðin á höfuð- borgarsvæðinu aukist um 8,2% frá áramótum miðað við sama tímabil á síðasta ári og spáð er áframhaldandi aukinni umferð út árið. Gert er ráð fyrir að umferðin milli desem- bermánaða aukist um sama hlutfall og milli nóvembermánaða, eða um 5,5%. „Verði niðurstaðan þannig þá eykst umferðin í heild um 8% milli áranna 2016 og 2017, sem yrði næst mesta aukning frá upphafi saman- tektar en aðeins milli áranna 2006 og 2007 hefur mælst hlutfallslega meiri aukning en þá jókst umferðin um rétt rúm 9% á milli ára.“ 1,1% segir vegina mjög góða Vegagerðin fær Maskínu til að vinna fyrir sig viðhorfskannanir um þjóðvegi landsins tvisvar á ári. Í síð- ustu könnuninni sem birt var í haust kemur m.a. fram að það fækkar enn í hópi þeirra sem eru ánægðir með ástand þjóðvega landsins og 63,7% segja þjóðvegi landsins vera fremur eða mjög slæma. Spurt var hvort svarendum fynd- ist þjóðvegir á Íslandi almennt vera góðir eða slæmir og var aðeins 1,1% á því að vegirnir væru mjög góðir. 7,8% sögðu þá fremur góða en 46% sögðu þá fremur slæma og 17,7% sögðu þjóðvegina mjög slæma. Þegar spurt var hvort menn teldu Vegagerðina almennt standa sig vel eða illa varðandi viðhald vega í þétt- býli voru 16,9% svarenda í Reykja- vík á þeirri skoðun að hún stæði sig vel við viðhaldið en 45,1% sagði hana standa sig illa. Yfir 60% svarenda í könnuninni voru svo á þeirri skoðun að Vega- gerðin stæði sig illa við viðhald vega í dreifbýli og aðeins 8,8% sögðu hana standa sig mjög eða frekar vel við viðhald veganna. Aka meira en eru ósáttir við vegina Morgunblaðið/Ómar Bílar Útlit er fyrir að umferðin á höfuðborgarsvæðinu aukist í ár um 8% og mögulega yfir 10% á hringveginum. Meðalumferð á dag eftir vikudögum í nóvember Summa þriggja mælisniða á höfuðborgarsvæðinu 2015-17, fjöldi ökutækja 180 160 140 120 100 Mánud. Þriðjud. Miðvikud. Fimmtud. Föstud. Laugard. Sunnud. Heimild: Vegagerðin .000 2015 2016 2017
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.