Morgunblaðið - 07.12.2017, Blaðsíða 84

Morgunblaðið - 07.12.2017, Blaðsíða 84
84 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. DESEMBER 2017 ✝ Viggó Þor-steinsson fædd- ist í Melstaðarsókn, V-Húnavatnssýslu 7. janúar 1934. Hann lést á líkn- ardeild LHS 20. nóvember 2017. Foreldrar hans voru Ögn Sigfús- dóttir, f. 19.12. 1907, d. 18.4. 2001, og Þorsteinn Georg Jónasson, f. 23.8. 1903, d. 7.7. 1986. Viggó var þriðji í röð níu systkina, þau voru Jónas Sigfús Þorsteinsson, f. 1930, d. 2011. Margrét Bjarnfríður Þorsteins- dóttir, f. 1932, d. 2003, Sverrir Þorsteinsson, f. 1936, Árni Sig- urjói Þorsteinsson, f. 1939, Sig- urður Þorsteinsson, f. 1945, Rósa Þorsteinsdóttir, f. 1950, og Sig- ríður Hansína Þorsteinsdóttir, f. 1953. Margréti, f. 1985, Viggó, f. 1987, og Þórð, f. 1990. 4. Salome Her- dís, f. 1962, gift Baldri Péturs- syni og eiga þau þrjú börn: Dav- íð, f. 1988, Sigurð, f. 1992, og Ólöfu, f. 1994. 5. Jón Bachmann Viggósson, f. 1967. Langafa- börn Viggós eru þrettán. Viggó ólst upp í Kirkju- hvammi fyrir ofan Hvamms- tanga og í Hveragerði. Hann lærði bifvélavirkjun við Iðn- skólann á Selfossi þar sem hann hóf búskap sinn með Guðríði en þau fluttust síðar til Hvera- gerðis og svo árið 1970 til Reykjavíkur. Viggó starfaði lengst af sem verkstæðisformaður við Búr- fellsvirkjun og síðar við Lúk- asar verkstæði í Reykjavík. Hann kom að stofnum fjöl- margra hljómsveita, meðal ann- ars Lúðrasveitar Selfoss. Hann var mikill íþróttamaður og kom einnig að stofnun Knattspyrnu- félags Selfoss. Eftir að Viggó hætti störfum hóf hann nám í ýmiss konar tölvufræðum. Útför hans verður gerð frá Bústaðarkirkju í dag, 7. desem- ber 2017, klukkan 13. Hinn 22.10. 1954 kvæntist Viggó Guðríði Eyrúnu Jónsdóttur, f. 22.10. 1936, d. 4.6. 2014. Hún var dóttir hjónanna Jóns Bachmanns Ólafs- sonar og Guðrúnar Ágústu Guðmunds- dóttur. Viggó og Guð- ríður áttu fimm börn. Þau eru: 1. Guðrún Ágústa, f. 1955, gift Helga Hólm Kristjánssyni og eiga þau þrjú börn: Kristjönu, f. 1974, Birgittu, f. 1979, og Jónas, f. 1991. 2. Rannveig Rúna Viggósdóttir, f. 1957, gift Gunnari Þórðarsyni og áttu þau tvær dætur, Unni, f. 1975, og Guðríði Eyrúnu, f. 1985, d. 2011. 3. Agnes, f. 1959, gift Júlíusi Þór Jónssyni og eiga þau fjögur börn: Jón Þór, f. 1981, Það er svo ótal margs að minnast þegar ég kveð yndisleg- an föður. Faðir minn var traustur, hvetjandi og áreiðanlegur. Fal- legar og skemmtilegar minning- ar úr bernsku streyma fram er ég minnist hans. Hann sá yf- irleitt það jákvæða í öllum að- stæðum og hugsa ég til þess með bros á vör þegar ég klippti í sundur sparikjólinn hennar mömmu og saumaði úr honum dúkkuföt á dúkkur okkar systra. „Hún er svo myndarleg í hönd- unum hún Ranna mín, hún ræð- ur ekki við sig,“ sagði hann mér til málsbóta. Við fjölskyldan ferðuðumst mikið með pabba og mömmu og var dásamlegt að upplifa ferða- lög með þeim. Þau voru ynd- islegir ferðafélagar. „Litla ferðafélagið“ kölluðum við okkur þegar við fjölskyldan fórum í langa bíltúra um landið og var pabbi þá leiðsögumaður. Þá sat pabbi með hundinn okkar Buddha í fanginu, naut útsýn- isins og sagði okkur áhugaverða hluti um það sem fyrir augu bar. Pabbi var alltaf til staðar fyr- ir mig eftir að við misstum Ey- rúnu okkar. Hann kom keyrandi í öllum veðrum til að vera með okkur og eiga með okkur sam- verustundir. Pabbi átti mikið myndefni af Eyrúnu frá því að hún var lítil og yljaði hann sér oft við að horfa á það og rifja upp skemmtilegar minningar með okkur. Pabbi var skemmtilegur og glæsilegur maður. Hann kom iðulega í mat til okkar og rifjaði oft upp sniðugar sögur af sjálf- um sér þegar hann var ungur og er ég nú þakklát fyrir að hafa skrifað þær margar niður. Það er erfitt að missa foreldri en eitthvað svo endanlegt að missa bæði á svo skömmum tíma. Pabbi vissi og skynjaði það einhvern veginn svo að hann barðist af miklum krafti við sinn sjúkdóm, ekki aðeins fyrir sig heldur okkur öll sem eftir stönd- um. Þegar raunir þjaka mig þróttur andans dvínar þegar ég á aðeins þig einn með sorgir mínar. Gef mér kærleik, gef mér trú, gef mér skilning hér og nú. Ljúfi drottinn lýstu mér, svo lífsins veg ég finni láttu ætíð ljós frá þér ljóma í sálu minni. (Ómar Ragnarsson/Gísli á Upp- sölum) Elsku pabbi, takk fyrir allt og allt. Rannveig Rúna. Faðir minn og tengdafaðir Viggó var fjölhæfur og frum- kvöðull á ýmsum sviðum. Þann- ig var hann á sínum yngri árum mikið í íþróttum, auk þess sem hann spilaði í hljómsveitum, m.a. hljómsveitinni Tónabræðr- um ásamt Gissuri Geirssyni og Hjördísi Geirsdóttur um 1960, hann var einnig í Lúðrasveit Selfoss. Viggó var lærður bifreiða- virki, og eftir að þau fluttu til Reykjavíkur vann hann á Lúk- asverkstæðinu. Hann fylgdist alltaf vel með á sínu sviði og fór m.a. til Danmörku að læra á nýtt stillingatæki sem var flutt til Íslands og var framför og nýjung á þeim tíma. Á eldri ár- um fór hann einnig á ýmis tölvu- námskeið til að nýta sér þá tækni. Viggó og Guðríður kynntust þegar Guðríður fór í Hús- mæðraskólann í Hveragerði. Þau giftu sig, komu sér upp fal- legu heimili í Hveragerði og eignuðust fimm börn; fjórar stelpur og einn strák. Árið 1970 fluttu þau til Reykjavíkur, keyptu sér fallega íbúð á góðum stað í Reykjavík þar sem var stutt í leikskóla, barnaskóla, gagnfræðaskóla og aðra þjón- ustu sem hentaði fjölskyldunni mjög vel. Pabbi og mamma voru mikið fyrir ferðalög og það voru ófáar útilegurnar sem við systkinin fórum með þeim í. Þau áttu hjól- hýsi í nokkur ár sem var stað- sett á Þingvöllum, svo komum við og gistum og sumir tjölduðu, börn og barnabörn. Það var oft kátt á hjalla og pabbi tók oft harmonikkuna með og spilaði fyrir okkur, hann var alltaf mjög stoltur af fjölskyldunni sinni. Þau voru bæði víðsýn og höfðu gaman af því að ferðast innan- lands sem utan. Við fjölskyldan vorum alltaf dugleg að finna upp á einhverju skemmtilegu, eins og t.d þegar mamma var á lífi hittumst við alltaf fyrsta hvern mánudag í mánuðinum í hádeg- ismat á Kringlukránni, þá komu þeir sem gátu, börn, barnabörn og aðrir ættingjar og vinir. Það var alltaf mjög stór hóp- ur á heimili þeirra á aðfanga- dagskvöld, jóladag og gamlárs- kvöld og þær eru óteljandi góðu stundirnar sem við höfum átt með þeim. Á seinni árum fluttu þau úr Ásgarði í Grafarvoginn. Leið þeim alltaf mjög vel þar enda með góða nágranna og samheldni í því að hafa um- hverfið snyrtilegt og fallegt, enda fengu þau viðurkenningar- skjal frá Reykjavíkurborg fyrir snyrtilegan frágang lóðar og fal- legt umhverfi. Eftir að mamma lést héldum við áfram að ferðast með pabba og var hann leið- sögumaðurinn. Eigum við litla ferðafélagið sem við kölluðum okkur svo góðar minningar frá seinustu sumrum þar sem við fórum í dagsferðir um landið, skoðuðum okkur um og fengum okkur að borða. Pabbi greindist með krabba- mein í vor og var svo lánsamur að geta búið heima þar til rúmri viku fyrir andlátið og var hann ótrúlega duglegur að kljást við veikindi sín fram á seinasta dag með stuðning fjölskyldunnar. Blessuð sé minning þín elsku pabbi, tengdapabbi, þú varst traustur og góður maður og þín er sárt saknað. Hér þótt lífið endi, rís það upp í Drottins dýrðarhendi. (Matthías Jochumsson) Salome og Baldur. Ég er ekki alveg að skilja það að afi Viggó er ekki lengur með- al okkar. Þegar ég hitti afa síð- ast var hann svo voðalega hress: „Bara smá gigt svona, en ég er ekkert að kvarta.“ Ég á eftir að fara í Laufrima, þar sem amma og afi bjuggu þegar þau fluttu úr Ásgarðinum, og finna hversu tómlegt er þar. Ég man afa sem myndarlegan, unglegan, kátan og sterkan mann. Hann var allt- af svo ánægður að fá okkur í heimsókn og var alltaf með eitt- hvað gott í ísskápnum sem hann vildi bjóða okkur upp á. Afi vildi fylgjast með fjöl- skyldu sinn og var stoltur af okkur öllum. Hann var alltaf með allt á hreinu, hvað við vor- um að gera og hvar við vorum stödd á hverjum tíma. Hann var þess vegna heldur ekki lengi að ná sér í „prófíl“ á Facebook til að fylgjast með okkur barna- börnunum og barnabarnabörn- unum og sendi okkur oft kveðj- ur á Facebook. Afi var nefnilega mjög nútímalegur og duglegur að læra allt nýtt og þá helst það sem tengdist tölvunum. „Það er svo gaman að skoða myndirnar á feisinu,“ eins og hann sagði stundum. Afi var allur í tækninni og tók meira að segja upp á vídeó þar sem hann var að spila á harmonikkuna og fékk svo smá hjálp við að lagfæra og setja inn á You Tube. Hann ætl- aði sko ekki að láta allt framhjá sér fara út af hækkandi aldri, en afi var alltaf smart og unglegur. Minning mín um afa með nikkuna er sterk. Hann sagði: „Jæja, krakkar mínir,“ tók fram harmonikkuna og spilaði oft fyr- ir okkur jólalög og barnalög. Skemmtilegt var að fá að prófa að vera píanómegin á harmon- ikkunni og spila með afa og hann var svo ánægður þegar hann komst að því að tónlistar- áhuginn erfðist á milli kynslóða. Það skipti mig svo ótrúlega miklu máli að afi vildi spila brúðarvalsinn í brúðkaupinu mínu og einnig var hann í essinu sínu með hljómsveitinni. Afi heimsótti okkur stundum hingað til Svíþjóðar. Eins og afi var mikið karlmenni kom okkur á óvart hvað hann hræddist þrumur og býflugur og minnist ég þess að í einni heimsókn hans til okkar er við vorum að spila krokket úti á lóð að allt í einu komu þrumur og afi hljóp og stökk yfir handriðið á verönd- inni (sem er a.m.k. 1,5 m á hæð) og inn í hús. Ég er nú ekki alveg viss um að hann hefði viljað að ég væri að segja frá þessu hér en okkur fannst þetta svo fyndið og oft höfum við hlegið að þessu saman og dáðst að því hvað hann var snöggur og mikill íþróttamaður. Nú er elsku afi kominn til ömmu og kærustuparið aftur saman. Það gerir gott í hjartað að vita af þeim saman, þar sem ástin á milli þeirra var sterk og afi hugsaði alltaf svo vel um ömmu og saknaði hennar svo. Elsku afi, þín verður sárt saknað en minning þín lifir áfram í okkur. Ég veit að amma kallaði og er ánægð með að fá þig til sín. Himneskir tónar í nótt falla, það er sólsetur. Út úr rökkrinu er röddin að kalla, það er sólsetur. Þegar fjólublá gluggatjöld merkja endalok dags. Ég mun heyra í þér, elskan mín, við sólsetur. (Þýð. úr ljóði eftir Platters) Kristjana Hólm Helgadóttir Berndtson. Afi Viggó, þú varst alltaf létt- ur í lund og það var gaman að spjalla við þig um litlu hlutina í lífinu eins og fréttir af hvers- dagslífi fjölskyldunnar. Það var alltaf ákveðin ró í Laufrimanum sem var þægileg. Ég man þegar ég var lítill hvað þér fannst gaman að gefa okkur krökkun- um nammi. Það er örugglega ástæðan fyrir því að Davíð bróð- ir hjólaði svo oft til ykkar þegar hann var lítill. Ég er svo þakk- látur fyrir stundirnar sem við áttum saman fyrir stuttu þegar ég kom til Íslands frá Dan- mörku í nóvember. Takk fyrir alla góðu samveruna, elsku afi. Sigurður Baldursson. Nú hvílir þú á himni, með elsku Gurrý þinni. Sárt munum við þín sakna, enn á sama tíma þakka dýrmætu stundirnar sem við áttum saman. Með ykkur var ávallt gaman. Hvíldu í friði, elsku afi okkar. Ólöf Guðrún Baldursdóttir. Það er skrítið að hafa ekki afa Viggó og ömmu hjá okkur leng- ur. Þið voruð alltaf svo hlý og góð og ávallt tekið vel á móti manni þegar maður kom í heim- sókn. Ég man hvað ég var spenntur þegar þið fluttuð úr Ásgarði í Laufrima þegar ég var yngri. Ótrúlega gaman að geta hjólað til ykkar oft í mánuði. Ég veit að þið eruð á góðum stað með vinum og ættingjum. Ég vil þakka ykkur fyrir allar þær yndislegu samverustundir sem ég átti með ykkur. Davíð Baldursson. Elsku afi minn. Yndislegar minningar koma upp í huga minn þegar ég hugsa um þig. Öll lögin sem þú spilaðir fyrir okkur á harmonikkuna, jól- in, áramótin og allar gleðistund- irnar með ykkur ömmu í Ás- garðinum mun ég varðveita. Þú hafðir alltaf svo mikinn áhuga á öllu sem ég tók mér fyr- ir hendur og þú vildir vita allt um barnabarnabörnin. „Æðis- legt, Magga mín,“ fékk ég oft að heyra frá þér. Bros þitt, hláturinn, húmor- inn, þolinmæðin og allra mest jákvæðnin gerði þig að yndisleg- um afa. Ég veit að amma tekur vel á móti þér. Hvíldu í friði, elsku afi. Margrét Kristín Júlíusdóttir. Í dag fylgjum við yndislegum manni, afa mínum Viggó Þor- steinssyni, síðasta spölinn. Eftir standa fallegar minn- ingar um frábæran, skemmtileg- an og hæfileikaríkan afa sem svo sannarlega var mér fyrst og fremst traustur vinur. Að þykja vænt um einhvern skilyrðislaust er dýrmæt tilfinning að eiga í hjarta sínu og þá tilfinningu ber ég og mun ávallt bera í hjarta mínu til afa míns. Þakklæti til Guðs fyrir lífið hans afa og að hafa fengið að hafa einmitt hann sem afa minn eru mér efst í huga. Trygglyndur er það orð sem mér finnst lýsa honum best. Afi minn og amma hefðu átt 60 ára brúðkaupsafmæli árið sem amma mín lést, en þau voru samferða lífsins veg í blíðu og stríðu. Afi minn var fórnfús og hjálpsamur bæði við hana og aðra og eru það dyggir mann- kostir. Afi minn var skemmtilegur og glæsilegur maður sem gaman var að spjalla við um heima og geima. Hann hafði ávallt opinn huga og hafði gaman af að kynna sér nýjungar, sérstaklega á sviði tækni. Afi nýtti sér tækni til að fylgjast með allri fjöl- skyldunni, sérstaklega í gegnum Facebook og Skype. Hann var alltaf sérstaklega duglegur að hafa samband við mig þegar ég var stödd erlendis og kanna hvernig væri á framandi slóðum. Hann vildi fá að sjá hvernig væri um að lítast á Skype og hringdi oft bara til að spjalla. Við áttum ýmislegt sameig- inlegt, við afi, en sérstaklega þótti okkur báðum gaman að fylgjast með eldliljum vaxa sem hann hafði fengið frá Margréti systur sinni og ræktaði af mikilli natni. Þegar tími var komin og liljurnar þroskaðar klippti hann þær og setti á leiði ömmu minn- ar og systur. Þetta fallega kær- leiksverk vann hann í hljóði. Mikið á ég eftir að sakna afa míns og verður sárt til þess að hugsa að jólin okkar, samtölin og samverustundirnar saman verði ekki fleiri. Allt breytist, Guð einn breytist ekki. Megi hann og heilög Guðsmóðir gæta afa míns nú og að eilífu. Elsku afi minn, ég skal gæta friðarliljanna þinna. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (Valdimar Briem) Unnur Guðný María Gunnarsdóttir. Hjartkær bróðir minn er lát- inn eftir erfið veikindi. Hann lést á líknardeild Landspítalans, þar sem hann naut góðrar umönnunar. Viggó bróðir var sérstaklega hjartahlýr maður sem bar mikla umhyggju fyrir ástvinum sínum og öðrum samferðamönnum. Hann reyndist okkur systkinun- um einstaklega vel og ekki síður móður okkar, sem hann umvafði hlýju og góðmennsku, en hann var alla tíð mikill mömmudreng- ur. Eftir að Viggó og Gurrý hófu búskap lögðu þau oftar ekki leið sína að Ljósalandi um helgar, með í för var Guðrún, frumburð- ur þeirra hjóna. Viggó kom oft með nikkuna með sér og æfði sig fyrir komandi dansleiki. Hann spilaði á böllum víða á Suðurlandi og hafði mikla tón- listarhæfileika af guðs náð. Það er mér í fersku minni þegar þeir bræður mínir Viggó og Sverrir voru með hljómsveit- aræfingu í skúr sem Viggó keypti og kom fyrir á lóðinni heima, skúrinn var kallaður Vinaminni. Þarna kviknaði fyrst tónlistaráhuginn hjá mér þegar ég fylgdist með þeim bræðrum að spila og hefur áhugi minn á músík verið óslitin síðan. Viggó lærði bifvélavirkjun hjá Aðalsteini Michelsen og rak um tíma bifreiðaverkstæði ásamt Jónasi bróður okkar að Sólvangi í Hveragerði. Viggó var mjög fær í sínu fagi og hörkudugleg- ur. Ég kom oft við á verkstæð- inu hjá honum á leið úr skól- anum. Það var aðdáunarvert að fylgjast með honum með heilu mótorana í frumeindum á gólf- inu og þessu púslaði hann öllu saman af mikilli natni. Þetta var á þeim tíma þegar bæði tæki og tól til viðgerða voru af skornum skammti og mikið reyndi á út- sjónarsemi bifvélavirkja. Í gegnum tíðina hefur sam- band okkar hjónanna við Vig- gósfjölskylduna verið einstak- lega gott og áttu Systa, konan mín, og Gurrý mjög góðan vin- skap alla tíð. Fyrir það erum við ævinlega þakklát. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. (Þórunn Sigurðardóttir) Ég bið þann sem öllu ræður að blessa fjölskyldu Viggós og minningu míns ástkæra bróður. Helgi Þorsteinsson. Elsku bróðir, það er erfitt að þurfa að skrifa minningargrein og þurfa að kveðja þig. Margar góðar minningar um elskulegan bróður koma i hugann minn. Það var alltaf skemmtilegt heima á Ljósalandi þegar við systkinin komum saman, engin lognmolla í kringum okkur, mik- ið hlegið og alltaf fjör. Sérstak- lega þegar harmonikkan var tekin og þanin. Allir bræður mínir og einnig mamma spilaði. Þú hafðir bestu taktana og spil- aðir yndislega. Stundum var fjörið og hávaðinn sem fylgdi okkur svo mikill að mamma okk- ar sagði stundum að þakið færi bráðum af kofanum og fyki út í buskann. Eftir að þú giftir þig elsku Gurrý þinni og eignaðist börnin þín fimm var alltaf nóg að gera en gleðin var alltaf til staðar. Við yngstu systkinin þín hlökkuðum alltaf til þegar fjöl- skyldan þín kom í heimsókn.Og eftir að þið fluttuð til Reykjavík- ur var stundum gist og þá var sofið alls staðar í öllum rúmum og búin til flet á gólfum. Þegar ég svo gifti mig og flutti í Hlíð- argerði fórum við svo oft til ykk- ar fjölskyldunnar í Ásgarðinn. Það voru góðar stundir sem við áttum þar saman og alltaf var eitthvað gott í pottunum hjá elsku mágkonu. Elsku bróðir, nú er örugglega glatt á hjalla hjá ykkur hjónunum og þú færð að hitta alla ættingja og vini sem farnir eru. Góði guð, bless- aðu minningu elsku bróður og vertu hjá börnum hans, barna- börnum og barnabarnabörnum og systkinum og vinum. Þín systir Rósa. Viggó Þorsteinsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.