Morgunblaðið - 07.12.2017, Blaðsíða 95

Morgunblaðið - 07.12.2017, Blaðsíða 95
stjörnu hótelinu Blakes í Kens- ington-hverfinu Í London. Peter hitti eiginkonu sína, Ólöfu Salmon Guðmundsdóttur, í London sumarið 1978. Þau fluttu til Íslands vorið 1981 og hafa síðan búið hér á landi. Fyrsta starf Peters á Íslandi var hjá Útvegsbanka Íslands í er- lendum viðskiptum. Hann varð síðan sölustjóri hjá Álafossi og sá þá um að selja ull og fullunna ullarvöru til Evr- ópu og Asíu. Peter hóf ásamt konu sinni, Ólöfu, og fjölskyldu hennar, innflutning á Trivial Pursuit og fleiri spilum á Ís- landsmarkað. Hann vann hjá Álafossi þar til fjölskyldufyrirtæki hans var orðið það stórt að hann gat helgað sig því starfi. Spilin urðu fleiri og fyr- irtækið flutti inn margar útgáfur af Trivial Pursuit, Pictionary, Monopoly og mörgum fleiri Spilum. Þegar verslunarmiðstöðin Kringlan var opnuð í ágúst 1987 keyptu Peter og fjölskylda hans húsnæði í þessari nýju verslunarmiðstöð og ráku þar Spilabúðina Genus um árabil. Peter tók ákvörðun um að flytja sig yfir í golfferðabransann árið 1994 og hefur síðan þá rekið golf- ferðaskrifstofur, fyrst golfdeild Úr- vals Útsýnar og síðan VITAgolf sem hann stofnaði árið 2008 og rekur enn. Það eru því nokkur þúsund Íslend- ingar sem hafa farið í spennandi golf- ferðir með Peter og fararstjórum hans til margra landa í Evrópu, Afr- íku, Asíu og víðar. Peter er íþróttamaður af lífi og sál, hefur spilað, krikket, rugby, hokkí og golf og var liðtækur í frjálsum íþrótt- um. Hann hefur spilað golf á Íslandi frá því hann flutti til landsins 1981, en þá gekk hann strax í GR (Golfklúbb Reykjavíkur). Segja má að Peter sé ættleiddur sonur Íslands sem hefur gegnum tíð- ina umvafið stórfjölskyldu sína og vini ást og umhyggju. Hann er kátur og hress í góðra vina hópi, hefur lif- andi frásagnarmáta og er skemmti- lega sérvitur. Hann hugar að hverju smáatriði og vill að allt sé fram- kvæmt eins og best verður á kosið. Golfferðir á hans vegum eru ekki farnar nema að hann sé sjálfur búinn að spila vellina, sofa í rúmunum og prófa matseðilinn. Fjölskylda Eiginkona Peters er Ólöf Salmon Guðmundsdóttir, f. 26.2. 1958, at- hafnakona. Foreldrar hennar eru: Guðmundur Guðveigsson, f. 23.6. 1937, d. 15.6. 2008, lögregluvarð- stjóri, og Kolbrún Indriðadóttir, f. 26.11. 1938, fyrrv. verslunarstjóri, búsett í Reykjavík Börn Peters og Ólafar eru 1) Tom- as Peter Broome Salmon, f. 17.6. 1982, skipulagsstjóri áhafna hjá Atl- anta flugfélaginu, búsettur í Kópa- vogi, kvæntur Önnu Salmon Snorra- dóttur, starfsmanni við auglýsingadeild 365 miðla og eiga þau þrjú börn, Mikael Breka, f. 2004, Viktoríu Líf, f. 2006, og Markús Elí, f. 2010, og 2) Tanja Karen Salmon, f. 3.5. 1991, flugfreyja hjá WOW air, búsett í Kópavogi en unnusti hennar er Daníel Karl Kristinsson, lögfræð- ingur hjá fasteignafélaginu Regin og er sonur þeirra, Tomas Peter, f. 2015. Bræður Tomasar eru Hugh Salm- on, f. 6.11. 1956, lengst af fram- kvæmdastjóri við auglýsingastofur, búsettur í Lonon; James Salmon, f. 16.10. 1959, framkvæmdastjóri í Englandi og fyrrv. landsliðsmaður Englands og Nýja-Sjálands (All Backs) í rugby, og Anthony Salmon, f. 19.5. 1962, forstjóri og eigandi aug- lýsinga- og markaðsstofu á Nýja- Sjálandi. Foreldrar Peters voru Gerald Mordant Broome Salmon, f. 27.9. 1921, d. 16.4. 2002, forstjóri P&O skipafélagsins í Hong Kong, sat einn- ig í stjórnum nokkurra fyrirtækja og stofnana og var stjórnarformaður viðskiptaráðsins þar og handhafi OBE-orðunnar frá Elísabetu II Bretadrottningu, og k.h., Margret Anne Salmon, f. Pike f. 13.10. 1929, d. 9.1. 2015, flugfreyja hjá BOAC og síð- ar húsfreyja. Peter J.B. Salmon Catherine Carroll húsmóðir í London James Carroll auðmaður í London Constance Pike, áður Carroll, húsmóðir í Barns Joseph Cecil Pike liðsforingi og listamaður í Barns í London Margaret Anne Salmon, áður Pike, flugfreyja og síðar húsmóðir í Kent Mary Ann Pike, áður Bush, húsmóðir í London William Joseph Pike lögmaður í London Henry Lionel Broome Salmon stórfylkisforingi (brigadier) í breska hernum og hlaut OBE-orðuna frá Elísabetu II fyrir framlag sitt til krúnunnar, rétt eins og faðir Peters, Gerald Maurdant Broome Salmon. Þeir bræður voru sem sagt báðir sæmdir OBE-orðunni Anthony John Broome Salmon býr í Auckland á Nýja-Sjálandi. Hann á og rekur þar markaðs- og auglýsingastofuna BIG Communications James Lionel Broome Salmon eini í heiminum sem hefur spilað rugby (ruðning) fyrir landslið Englands og einnig landslið Nýja-Sjálands (All Blacks) Jane Keys-Yong prófessor í íslensku (old norsk og old english) við Oxford háskóla Henrietta Keys-Yong, áður Macnaughton, húsmóðir í Kent Henry William Keys-Yong ofursti og landeigandi í Kent Henrietta Elizabeth Salmon, áður Keys-Yong, landeigandi og var Lady of the manor í Kent Lionel Mourdaunt Broome Salmon höfuðsmaður og landeigandi í Kent Maud Ethel Hancock húsmóðir í Kent Mourdaunt Broome Salmon höfuðsmaður og landeigandi í Kent Úr frændgarði Peter J.B. Salmon Gerald Mourdaunt Broome Salmon liðsforingi og síðar forstjóri í Hong Kong, síðar lengst af í Kent á Englandi, sæmdur OBE-orðunni af Elísabetu II ÍSLENDINGAR 95 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. DESEMBER 2017 Opið alla daga til jóla Fallegar jólagjafir Náttföt - Náttkjólar - Sloppar Bláu húsin v/Faxafen Sími 553 7355 • www.selena.is • Selena undirfataverslun • Næg bílastæði Sigríður Hagalín leikkona fædd-ist í Voss í Noregi 7.12. 1926en ólst upp á Ísafirði, dóttir Guðmundar Hagalín rithöfundar, og f.k.h., Kristínar Jónsdóttur hús- freyju. Guðmundur G. Hagalín var bróðir Þorbjargar, móður Gísla Sigurðs- sonar læknis. Guðmundur var sonur Gísla Kristjánssonar í Lokinhömr- um í Arnarfirði, bróður Odds, afa Þráins Bertelssonar. Móðir Guð- mundar Hagalín var Guðný Guð- mundsdóttir. Kristín var systir Jóns, tónskálds frá Hvanná, og dóttir Jóns, alþm. á Hvanná í Jökuldal Jónssonar. Móðir Kristínar var Gunnþórunn Kristjánsdóttir. Fyrri maður Sigríðar var Ólafur Ágúst Ólafsson forstjóri en seinni maður hennar var Guðmundur Páls- son, leikari og lengi framkvæmda- stjóri Leikfélags Reykjavíkur. Dætur Sigríðar eru Kristín Haga- lín Ólafsdóttir, bókasafnsfræðingur sem hefur, ásamt Jóhönnu Gunn- laugsdóttur, starfrækt Gangskör sf., og Hrafnhildur Hagalín Guðmunds- dóttir leikritahöfundur. Sigríður stundaði nám við Sam- vinnuskólann, Leiklistarskóla Lár- usar Pálssonar og Leiklistarskóla Þjóðleikhússins. Sigríður var leikkona hjá Þjóð- leikhúsinu og LR 1953-63 og var síð- an fastráðin hjá LR frá 1964. Auk þess lék hún í fjölda útvarps- og sjónvarpsleikrita og í kvikmyndum. Sigríður þótti afar fjölhæf leik- kona og var um árabil í hópi fremstu leikkvenna hér á landi. Meðal eft- irminnilegra hlutverka hennar má nefna Nell í Hitabylgju, 1970; Arka- díu í Mávinum, 1970; Frú Gogan í Plógi og stjörnum, 1971; Fonsíu í Rommí, 1980, og aðalhlutverk í kvik- myndinni Börn náttúrunnar, 1991. Sigríður hlaut silfurlampann, 1970, var tilnefnd til evrópsku Fel- ixkvikmyndaverðlaunanna sem besta leikkona í aðalhlutverki 1991 fyrir leik sinn í Börnum náttúrunnar og var kosin af Alþingi í heið- urslaunaflokk listamanna 1991. Sigríður lést annan í jólum 1992. Merkir Íslendingar Sigríður Hagalín 100 ára Guðrún S. Kristjánsdóttir 90 ára Rannveig Guðjónsdóttir 85 ára Lúðvíg Alfreð Halldórsson 80 ára Bragi Bjarnason 75 ára Ásta M. Bergsteinsdóttir Elísabet E. Guðmundsdóttir Guðmundur Hallvarðsson Jens Berg Guðmundsson Kristín Helgadóttir Magnús Emilsson Margrét Sverrisdóttir Ómar Friðriksson Pétur Pétursson Sjöfn Jónasdóttir Svanhildur Guðbjartsdóttir Tryggvi Þorbergsson 70 ára Brynjólfur Magnússon Elísabet Ólafsdóttir Finnbogi Bernódusson Gissur Sigurðsson Guðlaug Hjelm Margrét Káradóttir Ólafur Bjarnason Ólöf Jóna Stefánsdóttir Sigurður Bjarklind 60 ára Auður Árnadóttir Björgvin Karl Harðarson Guðbjörg Gunnarsdóttir Guðrún Gunnarsdóttir Gunnþórunn B. Gísladóttir Inga Jakobína Arnardóttir Jóhanna Björnsdóttir Jóhanna Úlfarsdóttir Jón Haukur Ingimundarson Jónína Björk Sveinsdóttir Mieczyslaw Wojtal Miroslaw Marek Zychlewicz Sigurgeir Halldórsson Steinunn Jónsdóttir Þórður Ölver Njálsson 50 ára Bríet Birgisdóttir Davíð Steingrímsson Friðfinnur V. Hreinsson Gerður Bolladóttir Grímur Helgi Pálsson Guðrún Inga Sigurðardóttir Hannes S. Guðmundsson Helma Rut B. Einarsdóttir Hermann Leifsson Hermína Dóra Ólafsdóttir Jóhannes P. Benediktsson Maria F.M.B. Barqueiro Ragnheiður Jóhannsdóttir Unnur Einarsdóttir 40 ára Agnieszka A.M. Kowalczyk Ben Andrew Hall Bergþór Stefánsson Dace Eva Rumba Gunnar Júl Matthíasson Hrönn Smáradóttir Jón Þórarinn Þorvaldsson Katrín G. Kristbjörnsdóttir Kristján J. Kristjánsson Kristján Þór Gústafsson Ragna Anna Skinner 30 ára Gestur Svavar Marteinsson Jón Friðrik Jónatansson Jón Örn Eyjólfsson Karl Friedrich Karlsson Kaspars Vilumsons Marta Kaminska Marteinn Kristjánsson Sólrún Lilja Ragnarsdóttir Tómas Guðmundsson Til hamingju með daginn 30 ára Daði ólst upp í Fellabæ, býr þar, lauk sveinsprófi í húsasmíði frá VMA og er umsjón- armaður fasteigna hjá Heimavöllum. Maki: Þórey Birna Jóns- dóttir, f. 1983, kennari. Börn: Ágúst Bragi Daða- son, f. 2008, og Snærós Arna Daðadóttir, f. 2012. Foreldrar: Sigurður Viðar Guðþórsson, f. 1963, og Berglind Sveinsdóttir, f. 1966. Sigmar Daði Viðarsson 30 ára Hafþór ólst upp í Hveragerði, bjó í Reykja- vík en býr nú aftur í Hverageri og starfar hjá Ölgerð Egils Skallagríms- sonar. Bróðir: Guðjón Hugberg Björnsson, f. 1982, verk- fræðingur hjá Landsneti. Foreldrar: Ásta Gunn- laugsdóttir, 1955, starfs- maður hjá dvalarheimilinu Ási, og Björn Guðjónsson, f. 1947, húsasmiður hjá Ási. Þau búa í Hveragerði. Hafþór Vilberg Björnsson 40 ára Sæunn Ósk ólst upp í Eyrarsveit, býr á Hvanneyri, er leikskóla- kennari frá HÍ og starfar við leikskólann Andabæ á Hvanneyri. Maki: Davíð Ólafsson, f. 1977, verktaki. Börn: Embla Dís, f. 1999, Þórunn Tinna, f. 2004, og Ólafur Fannar, f. 2011. Foreldrar: Kjartan Jósefsson, f. 1957, og Sig- ríður Diljá Guðmunds- dóttir, f. 1955. Sæunn Ósk Kjartansdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.