Morgunblaðið - 07.12.2017, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 07.12.2017, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. DESEMBER 2017 Bir tm eð fyr irv ar au m pr en tvi llu r. He im sfe rð ir ás kil ja sé rr étt til lei ðr étt ing aá slí ku .A th. að ve rð ge tur br ey st án fyr irv ar a. 21. desember í 11 nætur um jólin FUERTEVENTURA Síðustu sætin! Stökktu Frá kr. 159.995 m/allt innifalið Frá kr. 187.295 m/allt innifalið Frá kr. 159.445 m/allt innifalið Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/senda grein Prentun Landsprent ehf. Helgi Bjarnason helgi@mbl.is „Jarðhitinn er enn þá til staðar og það sýnir að það er langt í frá eðli- legt ferli þarna. Þetta er ekki ein- stakur atburður,“ segir Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur um stöðuna í Öræfajökli. Þrívíddar- mynd sem sérfræðingar á Jarðvís- indastofnun Háskóla Íslands hafa gert bendir til að sigketillinn í öskju jökulsins hafi dýpkað um rúma 20 metra frá því fljótlega eftir að hann sást fyrst og til 28. nóv- ember og sprungur aukist. Stóraukið sprungumynstur Þrívíddarmyndin er gerð eftir ýmsum upplýsingum, ekki síst ljós- myndum Ragnars Axelssonar, ljós- myndara Morgunblaðsins, sem flaug yfir jökulinn 19. nóvember og aftur 28. nóvember. Vísindamenn áætluðu að sigketillinn væri um 22 metrar á dýpt og um kílómetri í þvermál við fyrra flugið en tvöfalt dýpri við það seinna. „Við sjáum stóraukið sprungumynstur í kring- um ketilinn. Hann er nú meira dropalaga en hringlaga, það er að segja ílangur til suðvesturs,“ segir Ingibjörg Jónsdóttir, dósent við jarðvísindadeild Háskóla Íslands, sem vann að gerð þrívíddarlíkans- ins. Hún segir að fleiri sprungu- hringir sjáist nú við barm sigketils- ins. Þá nái sprungurnar upp í gegnum skafla sem myndast hafa á milli fluga. Það séu greinileg merki um áframhaldandi hreyfingu sprungunnar. Vísindamennirnir hafa þann fyrirvara á að þeir þurfi að prófa niðurstöður um dýpi ket- ilsins með nákvæmum mælingum á vettvangi. Enn skjálftahrinur Ármann segir að skjálftar séu ekki að ganga niður í Öræfajökli, enn komi skjálftahrinur. „Það þýðir að eitthvað er að hreyfa sig inni í fjallinu og það er ekkert annað en kvika,“ segir hann. Spurður hvort þessar upplýsing- ar bendi til þess að auknar líkur séu á gosi vekur Ármann athygli á skjálftavirkninni sem bendi til þess að eitthvað sé að gerast. „Það er ekki að ástæðulausu að öll þessi viðbrögð eru í gangi,“ segir hann og nefnir aukna vöktun eldstöðvarinn- ar og starf að almannavörnum. „Viðbúnaðurinn er viðhafður til þess að við fáum eitthvert svigrúm þótt fyrirvarinn verði skammur en við vonumst til að hann verði eitt- hvað meiri,“ segir Ármann Hösk- uldsson. Stóraukin vöktun eldstöðvar Skjálftavirkni jókst í Öræfajökli um miðjan nóvember og sást sig- ketillinn í öskju eldstöðvarinnar 17. þess mánaðar. Í kjölfarið lýstu al- mannavarnir yfir óvissuástandi við jökulinn og stóð það í nokkra daga. Jafnframt var unnið að upplýsinga- gjöf til íbúa og að rýmingaráætlun fyrir byggðina og unnið að aukinni vöktun svæðisins með ýmsum hætti. Sigketillinn dýpkaði um rúma 20 metra á níu dögum  „Eitthvað er að hreyfa sig inni í fjallinu“ segir Ármann Höskuldsson Morgunblaðið/RAX Eldstöð Síðast gaus í Öræfajökli á árinu 1727 en tæpum fjögur hundruð árum fyrr varð stærsta þeytigos sem orðið hefur á Íslandi á sögulegum tíma. Þrívíddarteikning/Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands Öræfajökull Sigketillinn hafði dýpkað um rúma 20 metra, hann sprungið meira og lögun hans breyst á níu dögum í nóvembermánuði. Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is Frétt Morgunblaðsins í gær um Bri- an Jakob Campbell, 39 ára mann sem er fastur í Viborg á Jótlandi án vegabréfs, vakti mikla athygli. Í fréttinni var rætt við hálfsystur Brians, Önnu Heiðu Kvist, sem berst fyrir réttindum bróður síns. Brian fæddist á Íslandi og flutti til Bandaríkjanna fimm ára gamall, þar sem hann ólst upp hjá föður sín- um. Hann ákvað að flytja til systur sinnar í Danmörku í leit að betra lífi og fékk útgefið bráðabirgðavega- bréf til að komast þangað. Hann undi hag sínum vel þar og var að læra dönsku þegar dönsk yfirvöld sögðu honum í sumar að hann ætti að fara heim til Íslands. Þá kom babb í bátinn, því að íslensk stjórn- völd sögðu að eftir nánari skoðun litu þau ekki á hann sem Íslending heldur Bandaríkjamann. Síðan hef- ur hann setið fastur. „Málsaðili er fæddur á Íslandi og með íslenska kennitölu. Móðir hans var íslenskur ríkisborgari en faðir hans bandarískur,“ segir í svari utanríkisráðuneytisins við fyrir- spurn Morgunblaðsins. „Maðurinn hafði verið búsettur í Bandaríkjunum um margra ára skeið þegar hann sótti um neyðar- vegabréf hjá einni af ræðisskrifstof- um Íslands í Bandaríkjunum 2016. Við útgáfu neyðarvegabréfsins töldu starfsmenn utanríkisráðu- neytisins sig hafa gengið úr skugga um að maðurinn væri íslenskur. Eftir að viðkomandi var kominn til Danmerkur leiddi ítarlegri Þjóð- skrárkönnun í ljós að hann er skráð- ur með bandarískan ríkisborgara- rétt. Það stafar af því að foreldrar hans voru í hjúskap þegar hann fæddist og hann öðlaðist því, skv. íslenskum lögum, ríkisborgararétt föður síns. Sendiráðið í Danmörku upplýsti málsaðila um þetta og hefur leitast við að finna lausn á því í samvinnu við viðkomandi,“ segir enn fremur. Hafa reynt að finna lausn fyrir hinn landlausa Brian  Fékk íslenskt vegabréf í fyrra  Er nú talinn bandarískur Mikill áhugi er meðal Íslendinga á að næla sér í miða á leiki á HM í Rússlandi næsta sumar. Annar hluti miðasölunnar hófst á heima- síðu FIFA á þriðjudags- morgun og fót- boltaóðir Íslendingar biðu ekki boðanna. Alls sóttu Íslendingar um 3.550 miða fyrstu 24 tímana eftir að salan hófst. Þetta staðfesti tals- maður hjá FIFA við Morgunblaðið í gær. Morgunblaðið spurðist einnig fyrir um hversu margir Íslendingar hefðu sótt um miða í fyrsta hluta miðasölunnar. Ekki lá fyrir hverjir mótherjar Íslands í keppninni væru né hvenær eða hvar leikið yrði. Þó vantaði ekki áhugann. Samkvæmt upplýsingum frá FIFA var Íslend- ingum alls úthlutað 1.365 miðum í fyrsta hluta miðasölunnar. Það þýðir að rétt tæplega fimm þúsund Íslendingar hafa nú sótt um miða. Miðasalan í öðrum hluta heldur áfram og stendur út janúarmánuð. Rétt er að geta þess að dregið verð- ur úr umsóknum um miða. Ekki skiptir því máli hvort sótt er strax um eða það gert á síðasta degi. hdm@mbl.is »28 Um 5.000 Íslend- ingar hafa sótt um miða á HM 2018 Innlifun Tólfan fer til Rússlands.  „Öll röskun á starfseminni hefur áhrif, en við vonumst til þess að samn- ingar náist áður en til þess kem- ur,“ sagði Guð- jón Arn- grímsson, upplýsinga- fulltrúi Ice- landair, í gær þegar hann var spurður að því hvort yfirvofandi verkfall flugvirkja hjá félaginu síð- ar í mánuðinum hefði ekki slæm áhrif á reksturinn. Stjórnendur fé- lagsins vilja bíða með að tjá sig um atkvæðagreiðslu flugvirkja þar til niðurstaða í kosningu þeirra liggur fyrir. Stjórn Flugvirkjafélags Íslands ákvað í fyrradag að efna til at- kvæðagreiðslu um verkfall hjá Ice- landair. Niðurstaða fæst vænt- anlega á morgun. Gunnar R. Jónsson, varaformaður félagsins, segir að komi til verkfalls muni það væntanlega hefjast fyrir áramót. Öll röskun á starf- semi hefur áhrif Flug Verkfall gæti skollið á fyrir áramót.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.