Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.12.2017, Síða 6

Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.12.2017, Síða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17.12. 2017 Ákvörðun Trumps Banda- ríkjaforseta um að viður- kenna Jerúsalem sem höfuð- borg Ísraels hefur víða verið mótmælt, bæði af leiðtogum ýmissa ríkja og fram- kvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna svo dæmi séu nefnd. Almennir borgarar í Bandaríkjunum hafa einnig lýst óánægju með ákvörðun forset- ans. „Þjóðern- ishreinsun er ekki minn Gyðing- dómur,“ segir á skiltinu. Myndin er tekin á mótmæl- um friðarhóps gyð- inga í bandarísku borginni Chicago. Magnea Marinósdóttir al-þjóðastjórnmálafræðingurbjó í Jerúsalem frá árinu 2014 þangað til í haust. Starfaði þar fyrir sænsk kvenréttinda- og frið- arsamtök og segir þá ákvörðun Do- nalds Trumps Bandaríkjaforseta, að viðurkenna Jerúsalem sem höf- uðborg Ísraels, hleypa forsendum friðarviðræðna í uppnám. „Það vita allir að þessi ákvörðun verður til þess að allt fer í bál og brand á svæðinu,“ segir hún við Sunnudagsblað Morgunblaðsins. Það hefur lengi verið á stefnuskrá bandarískra stjórnvalda að við- urkenna Jerúsalem sem höfuðborg Ísraels en sem hluta af hugmyndinni um tvö ríki hlið við hlið. Trump segir einfaldlega að tími hafi verið til kom- inn að láta verkin tala. „Lögin, sem samþykkt voru í Bandaríkjunum árið 1995 þess efnis að sendiráðið í Tel Aviv yrði flutt til Jerúsalem árið 1999, tengdust frið- arsamningunum 1993. Þar var gert ráð fyrir því að Jerúsalem yrði sam- eiginleg höfuðborg Ísraelsmanna og Palestínumanna og hugmyndin að gefinn yrði fimm ára aðlögunartími; að smátt og smátt færðust yfirráð yf- ir hernumdu svæðunum til Palest- ínumanna. Það gerðist hins vegar aldrei og staðan í Jerúsalem og hin- um hernumdu svæðunum hefur bara versnað. Landtökufólk þar var um 100 þúsund árið 1993 en er nú orðið um 600 þúsund, þar af rúmlega 200 þúsund í austurhluta Jerúsalem. Mér finnst eins og ísraelsk stjórnvöld hafi frekar verið að kaupa sér tíma með Oslóarsamningunum 1993 en raun- verulega semja um frið. Stjórnvöld í Ísrael eru mjög strategískt og sjá alltaf marga leiki fram í tímann,“ seg- ir Magnea. Hún rifjar að í upphafi árs, fljót- lega eftir að Trump tók við forseta- embættinu, hafi Lieberman, varn- armálaráðherra Ísraels, lýst því yfir að ekki væri forgangsmál að Banda- ríkjamenn færðu sendiráð sitt frá Tel Aviv til Jerúsalem. Nú hefði hann hins vegar hvatt til þess að það sögu- lega skref yrði stigið. „Ég held því fram að Trump sé í vasanum á harðlínumönnum í stjórn Netanyahus í Ísrael; forsetinn heldur jafnvel að hann sé að gera eitthvað annað en raunin er. Það vita allir að með slíkri yfirlýsingu fer allt í bál og brand vegna mótmæla. Og maður spyr sig: af hverju núna? Hamas að eftirláta heimastjórn Palestínu völd sín yfir Gasa í kjölfar þess að hafa gert verulegar tilslakanir á stefnu sinni í vor. Veigamesta breytingin var sú að viðurkenna ríki handan landa- mæra ríkis Palestínumanna, sem er Ísrael þótt það sé ekki nefnt á nafn, og það er grundvallarbreyting á stefnu Hamas sem fannst Ísrael ekki eiga sér tilverurétt vegna þess hvern- ig til þess var stofnað. Þessum tilslök- unum hefur ekki verið mætt með til- slökun af hálfu bandarískra forsetans né forsætisráðherra Ísraels. Þvert á móti.“ Magnea segir skipta miklu máli að gera greinarmun á annars vegar stjórnvöldum í Ísrael og hins vegar fólkinu sem býr í landinu, sem er bæði gyðingar og Palest- ínuarabar. „Skoðanir fólks á stefnu stjórn- valda eru mjög skiptar,“ segir hún og bætir við að ekki lofi góðu þegar órétt- læti gagnvart einum hópi sé upprætt með þeim hætti að það bitni á einhverjum öðrum. „Gyðingar voru ofsóttir um aldir, fyrst og fremst í Evrópu, og flúðu m.a. til Mið-Austurlanda. Vandamál þeirra átti að leysa með því að stofna Ísraelsríki í Palestínu en álitið er að 700 til 900 þúsund Palestínumenn hafi lagt á flótta þegar stríð braust út eftir stofnun Ísraelsríkis 1948. Þá var í raun gert ráð fyrir því að Jerúsalem yrði undir alþjóðlegri stjórn; þetta er fæðingarstaður allra Abrahams- trúarbragðanna, kristni, íslam og gyðingdóms og augljóst mál að aldrei yrði sátt um að einhver einn stjórnaði borginni eða hefði þar yfirráð.“ Íbúar Jerúsalem eru nú um 900 þúsund, þar af um 30 til 35% Palest- ínumenn. Þeir eru réttlausir eftir að borgin var innlimuð af Ísraelsmönn- um 1967, en hafa þar dvalarleyfi. Palestínumenn hafa lýst því yfir, í kjölfar yfirlýsingar Trumps, að Bandaríkjamenn geti ekki orðið milli- göngumenn í friðarviðræðum við Ísr- aela héðan í frá. Magnea segir eitt það athyglisverðasta í stöðunni að svo virðist sem Sádi-Arabar gætu orðið í lykilhlutverki í því að reyna að miðla málum. Augljóst að allt fer í bál og brand Magnea Marinósdóttir bjó í Jerúsalem frá 2014 þar til í haust. Hún segir viðurkenningu Trumps Bandaríkjaforseta á Jerúsalem sem höfuðborg Ísr- aels skipta miklu máli varðandi ástand á svæðinu. Ekki allir sammála AFP Palenstínskir múslímar við Al- Aqsa moskuna í Jerúsalem í vikunni. Þar safnast mikill mannfjöldi saman daglega. ’ Ég held því fram að Trump sé í vasanum á harðlínumönn- um í stjórn Netanyahus í Ísrael; forsetinn heldur jafnvel að hann sé að gera eitthvað annað en raunin er. Magnea Marinósdóttir, alþjóðastjórnmálafræðingur ERLENT SKAPTI HALLGRÍMSSON skapti@mbl.is EKVADOR QUITO Jorge Glas, varaforseti Ekvador, var í vikunni dæmdur í sex ára fangelsi vegna spill- ingar tengdrar brasilísku verktakafyrirtæki. Hann var handtekinn í byrjun október og er hæst setti stjórnmálamaðurinn sem sakfelldur hefur verið í þessu umfangsmikla máli, sem teygir anga sína um álfuna og raunar víðar.Talið er að Glas hafi þegið andvirði eins og hálfs milljarðs króna í mútur. KANADA TORONTO John Tory, borgarstjóri Toronto, lagði nýverið til að íþróttaleikvangur í Centennial Park yrði nefndur eftir einum forvera hans í starfi, Rob Ford. Sá var fyrst kjörinn í borgarstjórn árið 2000 en gegndi embætti borgarstjóra frá 2010 til 2014. Ford varð frægur að endemum fyrir óhóflega drykkju og mikla eiturlyfjaneyslu en sat áfram í borgar- stjórn til dauðadags, en hann lést í mars 2016, aðeins 47 ára.Tillagan um að nefna völlinn eftir Ford var kolfelld í borgarstjórn, 24-11. ÁSTRALÍA CHARLEVILLE Forráða- menn bæjarins Charleville í Queensland-fylki hafa varið drjúgum tíma og töluverðum fjármunum í undirbúning há- tíðahalda vegna 150 ára afmælis bæjarins á næsta ári. Þegar nánar var kafað í skjalasafn bæjarins kom hins vegar í ljós að of seint var í rassinn gripið; stofnað var til bæjarins 1865 en ekki 1868 eins og almennt var talið. Bærinn varð því aldar gamall og hálfri betur fyrir þremur árum. SVÍÞJÓÐ STOKKHÓLMUR Ráðamenn í sænsku höfuðborginni hafa stigið skref í þá átt að banna á almannafæri auglýsingar sem túlka má sem kynferðislegar eða teljast tengjast með einhverjum hætti kynþátta- hatri. Umferðarnefnd borgarinnar samþykkti á fimmtudag að kynntar yrðu siðferðilegar leiðbeiningar um útiauglýsingar og gert er ráð fyrir að nýjar reglur verði komnar til fram- kvæmda innan tveggja til þriggja mánaða.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.