Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.12.2017, Qupperneq 43

Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.12.2017, Qupperneq 43
kannski á þetta látlausa skrið a la Hamsun í sögum eins og Brekkukotsannál og Kristnihaldi undir jökli. “ Haraldur heldur einmitt til Taormínu, þessa litla bæjar á Sikiley þar sem Vefarinn varð til. „Já, það hefur mann dreymt um, eins og mað- ur hefur lifað sig inn í Vefarann og séð fyrir sér Taormínu sem kraumandi suðupott sköpunar en svo er hann eins og hver annar túristabær. Svipað, en á öðru plani, er með anarkistana í Róm, þetta fólk sem hafði haft ofboðsleg áhrif, hafði einhvern veginn komið með heiminn til okkar um og upp úr 1970; ég byggi það allt í sögunni á ítölsku kvikmyndagerðarmönnunum sem voru í kringum Rósku, en þegar maður mætir á svæðið tíu árum seinna hafa draumarn- ir að mörgu leyti snúist upp í andhverfu sína. Það breytir því þó ekki að fólkið er áhugavert og fyrir vikið jafnvel áhugaverðara. Maður hefur meiri áhuga á þeim sem lúta í lægra haldi held- ur en sigurvegurum. Svo er alltaf afstætt hver er hvað, hvað er normalt og hvað ekki, eins og í Englunum. Hver er sigurvegari og hver tapar.“ Eru fleiri ferðalög á döfinni, hjá Haraldi og jafnvel þér sjálfum? „Ég er með ákveðnar hugmyndir í kollinum með Harald og á talsvert af efni sem mig langar að koma til skila en ég er ekki yfirlýsingaglaður! Mér finnst að um leið og maður gerist skáld og höfundur þá fer maður að lifa á vissan hátt í skáldskapnum og þá verður ferðalagið ákveðinn partur af lífinu. Ég er dálítið hingað og þangað að miðla mínum skáldskap, bæði innanlands og utan; maður telur Norðurlöndin varla orðið með því þar er maður á heimavelli; að fara til Köben er orðið eins og að skjótast til Grindavíkur, en svo fer ég út fyrir þennan ramma og á þessu ári var ég í Kína og á Kýpur og er tiltölulega ný- kominn frá Brasilíu, þar sem Englarnir voru að koma út. Allt eru þetta bókmenntaleiðangrar, mér finnst samræða við aðra menningarheima mjög áhugaverð, ekki síst að heyra hverju þeir hafa að miðla og ég sá að mikill skyldleiki er í brasilískum bókmenntum og íslenskum; hetjur þeirra eru einmana kúrekar, ekki ólíkir sagna- hetjunum okkar. Bókmenntirnar eru sam- skiptaform sem sýnir okkur að kannski eru menn í stórum dráttum mjög svipaðir, hvar sem er. Þegar maður hittir aðra þá kynnist maður líka sjálfum sér.“ Ætli maður sé ekki svolítið að skálda sjálfan sig í Haraldi, seg- ir Einar Már Guðmundsson. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Mér finnst reyndar þessar þrjár stóru bækur Laxness, Salka Valka, Sjálfstætt fólk og Heims- ljós, alltaf slík meistaraverk að endalaust er að hægt að sækja í þær og þær skrifa sig inn í margvíslegar hefðir. Líka í Vefarann, þessa há- tíðlegu þroskasögu þar sem menn eins og Steinn Elliði eru úr þjóðfélagslegu sólkerfi sem er mjög fjarri flestum okkar. Laxness kemst 17.12. 2017 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 43 Kristín Helga Gunnarsdóttir er búin aðsenda frá sér bókina Vertu ósýnilegur –Flóttasaga Ishmaels og hefur þegar verið tilnefnd til Íslensku bókmenntaverð- launanna og Fjöruverðlaunanna fyrir hana. „Bókin fjallar um drenginn Ishmael sem er 14 ára þegar hann missir heimili sitt í Aleppó og þarf að leggja af stað í flóttaför sem er bæði stórhættuleg og skelfileg. Hún fjallar líka um Selmu sem er kvótaflóttamaður sem kemur til Íslands,“ útskýrir Kristín Helga. Ósýnilegur alls staðar „Þetta er heimildaskáldsaga um flóttafólk frá Sýrlandi. Ég vildi kynna mér þetta ferðalag frá Sýrlandi til Íslands; hvað manneskjur eru bún- ar að ganga í gegnum þegar þær koma hingað. Titillinn kom til af því að flóttamaðurinn þarf að vera ósýnilegur heima hjá sér til að komast af sem almennur borgari í stríðshrjáðu landi. Svo þarf hann að vera ósýnilegur þegar hann leggur af stað í þetta skelfilega ferðalag, og gerir til- raunir til að komast yfir eyðimerkur og landa- mæri, án þess að lenda í klóm mannræningja eða stigamanna, og þegar ferðalagið hefst upp Evrópu ef viðkomandi er svo heppinn að komast yfir hafið. Þá þarf maður aldeilis að vera ósýni- legur á landamærunum í Evrópu. Í raun og veru þegar flóttamaður er kominn á lokastað, getur hann alveg verið svolítið ósýni- leg í nýja heimalandinu gagnvart samfélaginu, þannig að við hin tökum ekki alltaf nógu mikið eftir því fólki sem er komið til okkar og er að reyna að fóta sig,“ segir Kristín Helga. Einangruð á upplýsingatímum „Rithöfundar eru alltaf að spegla tímana og mér finnst flóttamannavandinn vera stóra málið á þessum tímum sem við lifum. Mig langaði að eiga samtal við ungt fólk, unglinga. Mig langaði til að skapa vettvang í gegnum skáldskap þar sem ég gæti lagt fram mitt verk til umræðu inni í skólakerfinu og alls staðar. Skapa samfélags- legt samtal inn í heim ungs fólks sem er að stíga inn á fullorðinsár,“ segir höfundurinn um það hvað það var sem fékk hana til að skrifa bókina. „Þegar ég var að alast upp hlustuðum við bæði á fréttatímann í útvarpinu og sjónvarpinu, fylgdumst með öllu og allir upplifðu það sama í fjölmiðlunum og vissu það sama. Núna búum við á miklum upplýsingatímum, en í dag eru all- ir með sinn eigin fjölmiðlaheim sem er búinn að velja umhverfið fyrir þig, og unglingar geta far- ið í gegnum tilveruna án þess að vera mjög með- vitaðir um stóru málin. Og auðvitað við öll ef því er að skipta. Um leið og við höfum mikinn að- gang að upplýsingum erum við líka svolítið ein- angruð í okkar eigin upplýsingaheimi.“ Bók sem veitir innsýn „Ég skrifa fjölskyldubækur og þessi bók er fyr- ir alla, en mér finnst að ungt fólki ætti að lesa hana. Það fer bara eftir fólki. Stríð er fyrir alla þar sem er boðið upp á það, það er engin aldurs- greining í þeim bransa. Og við þurfum að ræða það og finna fyrir því, setja okkur í sporin. Mig langar að þessi bók rati inn í menntaskóla og grunnskóla. Við hliðina á þér getur setið mann- eskja sem er með svo stóran farangur með sér af lífsreynslu að hún mun aldrei geta opnað á það og á ekkert að þurfa að gera það.“ Hvernig getum við hjálpað flóttafólkinu að vera sýnilegra á landinu okkar? „Hvernig getum við gert heiminn betri? Þetta er risastór spurning sem ég get ekki svar- að ein,“ svarar Kristín Helga. „Við verðum öll að finna okkar takt í því, en upphafið er alltaf upplýsing. En skáldskapurinn með sterkum sannsögulegum tónum getur veitt innsýn í til- finningar og upplifun atburða. Hann getur auk- ið skilning og hjálpað okkur að umgangast hvert annað af kærleika, umburðarlyndi og víð- sýni,“ segir Kristín Helga að lokum. Stóri vandinn á okkar tímum Kristín Helga hefur skrifað um flóttafólk. Með bókinni um flóttadreng- inn Ishmael langaði Kristínu Helgu Gunnarsdóttur að skapa samfélagslegt samtal inn í heim ungs fólks. Hildur Loftsdóttir hilo@mbl.is Aftur og aftur bbbbn Eftir Halldór Armand. Mál og menning, 2017. Innb., 309 bls. Með Aftur og aftur hefur Halldóri Armand tekist að skrifa bráðskemmtilega skáldsögu með snjallri lýs- ingu á tilvist okkar á tímum snjallsíma og tilræða. … Halldór hefur í skrifum sín- um lýst veruleika þessarar kynslóðar og hefur enginn gert það betur í íslenskum skáldskap … Hann skrifar af innsæi og leiftrandi húmor og á auð- velt með að koma flóknum hugsunum til skila með einföldum hætti. Karl Blöndal Búrið bbbnn Eftir Lilju Sigurðardóttur. Forlagið 2017. Innb., 372 blaðsíður. Í þessari bók, eins og öðr- um bókum Lilju, leika sterkar og úrræðagóðar konur öll helstu hlutverkin, hvort sem það eru góðu eða vondu kall- arnir, og hún er býsna góð í að skapa trúverðugar persónur í bókum sínum. Sögupersónur eru marghliða og síður en svo einhverjar stað- almyndir fyrir tilteknar manngerðir. … Annars er Búrið dúndurendir á þessum fína þríleik og nú er ekkert annað að gera en að vona að Lilja sé þegar komin með hugmynd að einhverju nýju og spennandi. Anna Lilja Þórisdóttir Um lífsspeki ABBA … bbbmn Eftir Adolf Smára. Benedikt bókaútgáfa, 2017. Innb., 172 bls. Frásagnargleðin og hvað höfundurinn er óhræddur við að leika sér með textann er hiklaust helsti styrkur sög- unnar. Helsti veikleikinn hins vegar sá að eins skemmtilega og sagt er frá persónunum, þá er lesandanum nokkuð sama um þær. … Engu að síður er þetta vel heppnuð og góð frumraun og ástæða til að hvetja fólk til að lesa Um lífsspeki ABBA & Tolteka … og fylgj- ast með næstu skrefum höfundarins. Einar Falur Ingólfsson Elín, ýmislegt bbbbn Eftir Kristínu Eiríksdóttur Forlagið, 2017. Innb., 182 bls. Þetta er nokkuð spennandi saga og ákaflega vel sögð. Kristín hefur sérstakan og persónulegan stíl sem er krefjandi og heillandi. En upp úr standa persónurnar, Ellen og Elín, og frásagnarmáti El- ínar (Kristínar). … Smám saman teiknast þó upp fyrir lesandanum myndir og saga sem er full af sársauka, ein- manaleika og dramatískum atburðum. Hildigunnur Þráinsdóttir Ekki vera sár bbbmn Eftir Kristínu Steinsdóttur Vaka-Helgafell, 2017. Innb., 212 bls. Titillinn, Ekki vera sár, blekkir í einfaldleika sínum eins og viðfangsefnið sjálft sem býr yfir meiri marg- ræðni en virðist við fyrstu sýn. … Þótt það ætti auðvitað að vera sjálfsagt er samt allt- af jafn þakklátt og hressandi þegar eldra fólk er leitt fram í sviðsljósið sem raunverulegar manneskjur með skoðanir, tilfinningar, þrár og þarfir. Þótt sjónin daprist og líkaminn gefi aðeins eftir breytist manneskjan ekki. Þetta er ljúf- sár en skemmtileg saga sem mun gleðja marga. Maríanna Clara Lúthersdóttir Úr umsögnum

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.