Morgunblaðið - 23.12.2017, Side 8

Morgunblaðið - 23.12.2017, Side 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. DESEMBER 2017 Ísland ákvað á dögunum að takaafstöðu gegn Bandaríkjunum og Ísrael í deilum um Jerúsalem á þingi Sameinuðu þjóðanna.    Jón Magnússon,lögmaður og fyrrverandi alþing- ismaður, fjallar um deilumálið og segir: „Skilgreiningin á höfuðborg ríkis er: borg sem er mið- stöð stjórnsýslu og ríkisstjórnar. Samkvæmt þeirri skilgreiningu er Jerúsalem höfuð- borg Ísrael og hefur verið það frá 1949, en frá þeim tíma hefur stjórnsýslan, löggjafarvaldið og Hæstiréttur landsins verið í Jerúsa- lem. Það er ekki annarra ríkja að ákveða fyrir eitt ríki hver sé höfuð- borg landsins. Það er viðkomandi lands sjálfs að gera það.“    Hann bætir við: „Hvaðan skyldiSameinuðu þjóðunum koma vald til að ákveða það fyrir frjáls og fullvalda ríki hvar höfuðborg ríkisins skuli vera. Í sjálfu sér hafa Sameinuðu þjóðirnar ekkert með það að gera. Það er frjálsra og full- valda ríkja sjálfra að gera það. Ríkisstjórn Íslands ákvað að styðja tillögu Erdogan einræðis- herra í Tyrklandi þess efnis að Jerúsalem væri ekki höfuðborg Ísr- ael. Með því gekk Ísland í lið með meiri hluta þjóða, sem taka sér vald sem þau hafa ekki.“    Jón nefnir að andúðin á Trumpvirðist byrgja stjórnmálamönn- um sýn og koma í veg fyrir skyn- samlegar ákvarðanir, og segir svo: „Jerúsalem er höfuðborg Ísrael. Það er ekkert sem kæmi í veg fyrir það að hún yrði einnig höfuðborg sjálfstæðs ríkis Palestínu Araba ef tveggja ríkja lausnin verður ein- hverntíma að veruleika.“ Jón Magnússon Byrgir andúðin sýn? STAKSTEINAR Engjateigi 5 // 581 2141 // hjahrafnhildi.is OPIÐ Í DAG TIL KL. 20 24. DES. KL. 10-12 VERÐ 8.980 Við óskum landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári. Þökkum viðskiptavinum okkar samfylgdina á líðandi ári. GLEÐILEGA HÁTÍÐ Veður víða um heim 22.12., kl. 18.00 Reykjavík 3 skýjað Bolungarvík 3 rigning Akureyri 5 slydduél Nuuk 0 skýjað Þórshöfn 9 þoka Ósló 3 heiðskírt Kaupmannahöfn 4 heiðskírt Stokkhólmur -1 heiðskírt Helsinki 0 skýjað Lúxemborg 8 alskýjað Brussel 9 þoka Dublin 10 súld Glasgow 9 alskýjað London 10 alskýjað París 10 súld Amsterdam 6 þoka Hamborg 5 skýjað Berlín 5 skýjað Vín 6 skýjað Moskva -5 snjóél Algarve 17 heiðskírt Madríd 13 heiðskírt Barcelona 13 léttskýjað Mallorca 17 léttskýjað Róm 13 heiðskírt Aþena 4 rigning Winnipeg -12 snjókoma Montreal -15 snjókoma New York 3 alskýjað Chicago 3 þoka Orlando 18 þoka Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 23. desember Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 11:23 15:32 ÍSAFJÖRÐUR 12:10 14:54 SIGLUFJÖRÐUR 11:55 14:35 DJÚPIVOGUR 11:02 14:52 SMARTLAND Borgarráð samþykkti á aukafundi í morgun að heimila sölu á lóðum og byggingarrétti í Gufunesi til GN Studios, fyrirtækis í eigu Baltasars Kormáks. Salan er liður í því að koma upp kvikmyndaþorpi, miðstöð skapandi greina auk íbúðabyggðar og þjónustu í Gufunesi. Samningur- inn var undirritaður af Degi B. Egg- ertssyni og Baltasar Kormáki í gær með fyrirvara um samþykki borgar- ráðs. Kaupverð byggingarréttarins hljóðar upp á 1.290 milljónir króna en auk þess er áætlað að gatnagerðar- gjald verði um 350 milljónir króna, heildarupphæð samningsins nemur því um 1.640 milljónum króna. Baltasar Kormákur fjárfestir í Gufunesi

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.