Morgunblaðið - 23.12.2017, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 23.12.2017, Qupperneq 18
18 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. DESEMBER 2017 Söfnum í neyðarmatar- sjóð fyrir jólin til matarka hjá Fjölskylduhjálp Íslands fyrir þá fjölmörgu sem lægstu framfærsluna hafa. Þeim sem geta lagt okkur lið er bent á bankareikning 0546-26-6609, kt. 660903-2590. Fjölskylduhjálp slands, Iðufelli 14 Breiðholti og Baldursgötu 14 í Reykjanesbæ. Neyðarsöfnun í fyrir jólin Guð blessi ykkur öll Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Jólin eru annatími hjá séra Maríu Rut Baldursdóttur, presti á Horna- firði, rétt eins og öðrum kirkjunnar þjónum. Þau sr. Gunnar Stígur Reynisson sóknarprestur, sem þjóna á akrinum undir Vatnajökli, skipta með sér verkum og er skipan sú að á aðfangadagskvöld annast séra María miðnæturhelgistund í Hafnarkirkju og verður svo um jóladagana með messur á Hofi í Öræfum, Kálfafells- stað í Suðursveit og á Brunnhóli á Mýrum. Sr. Stígur sinnir athöfnum í öðrum kirkjum Bjarnarnespresta- kalls, en þær verða ellefu alls. „Ég þekki ekkert annað en að jólin snúist um helgihald og vinnu enda þótt samvera með fjölskyldunni og ættingjum skipti mig miklu máli. Faðir minn, séra Baldur Rafn Sig- urðarson, er sóknarprestur í Njarð- vík og á mínu æskuheimili bjuggum við okkur gleðileg jól milli athafna og skylduverka hans. Þar áttum við góðar stundir saman og tókum með- al annars í spil eins og margir lands- menn gera um hátíðarnar. Pabbi er enn í fullu fjöri þannig að jólahaldið verður svipað hjá foreldrum mínum og mér og minni fjölskyldu,“ segir sr. María sem vígðist til þjónustu á Hornafirði í byrjun þessa árs. Jólastress er val hvers og eins Síðustu daga hefur María verið að skrifa predikanirnar sem hún flytur um jólin. Og ekki vantar efniviðinn því frásögn Lúkasarguðspjalls af barnsfæðingu á Betlehemsvöllum er ævintýri sem alltaf nær í gegn. „Agnarsmá manneskja sem er barn fátækra hjóna, fögnuður, friður, kærleikur, væntumþykja og sam- vera. Þetta er boðskapur sem stend- ur allt af sér, enda þótt tímarnir breytist og mennirnir með. Prédik- unin er því alltaf að nokkru endur- ómur umræðu og aðstæðna líðandi stundar, þótt gleði og hátíðleiki ein- kenni athafnir,“ segir María Rut, sem kann vel við lífið austur á Höfn. „Takturinn í mannlífinu hér er allt öðruvísi en fyrir sunnan, þar sem við fjölskyldan vorum fyrr í vikunni. Þar var erill, margir í verslunum og mikil umferð. Annars er jólastress að nokkru leyti val hvers og eins – því þegar búið er að kaupa allt sem þarf, þrífa, baka, skreyta og svo framveg- is, þá ættu flestir að hafa tíma til að njóta samverunnar með ástvinum sínum, en við gerum eins mikið og tími gefst til. Jólin koma þrátt fyrir að við séum ekki búin að öllu sem við hefðum viljað. Annars finnst mér mun rólegra yfir öllu nú í aðdrag- anda jólanna hér austur á Höfn. Í sveitunum hér í kring er eins og til- veran sé í allt öðrum takti. Að koma þangað er talsverð upplifun fyrir þéttbýlisbarn eins og mig.“ Séra María Rut er í hálfu starfi sem prestur á Hornafirði og sinnir því ýmsum fleiri störfum, svo sem kennslu í söng, tónfræði og á flautu og fiðlu í tónskólanum á Höfn. Menntuð söngkonan hefur einnig sungið einsöng með kórunum á Höfn og er þannig leiðandi í menningar- starfi byggðarlagsins. Syngur fyrir söfnuðinn „Við miðnæturhelgistundina á að- fangadagskvöld ætlum við að taka Betlehemstjörnuna eftir Áskel Jóns- son. Það er óskaplega fallegt finnst mér. Það er svo yndislegt að fá tæki- færi til að syngja fyrir söfnuðinn. Einnig er gaman að syngja hátíðar- tón sr. Bjarna Þorsteinssonar, sem mun óma í kirkjunum um jólin,“ seg- ir söngkonan og presturinn og hlakkar til jólanna sem hún ætlar að eiga með Eyþóri Grétari Grétars- syni, eiginmanni sínum, og sonunum tveimur; Elíasi Bjarma sjö ára og Patrik Nóa þriggja ára. „Það er tilbreyting um þessi jól þegar fimm ára guðfræðinám er að baki að geta lesið bækur að eigin vali. Ég er spennt fyrir nýrri bók Yrsu Sigurðardóttur, Gatið; jafnvel þótt það séu jól höfða glæpasögur til mín. Í sama anda er bókin Fugla- skoðarinn eftir Stefán Sturlu Sigur- jónsson og hana ætla ég að lesa ein- hvern næstu daga.“ Ljósmynd/Katrín Birna Þráinsdóttir Jólin „Þau koma þrátt fyrir að við séum ekki búin að öllu sem við hefðum viljað,“ segir sr. María Rut Baldursdóttir, prestur á Höfn í Hornafirði. Gleði og hátíðleiki einkenni athafnirnar  Fyrstu jólin sem presturinn María Rut Baldursdóttir þjónar Morgunblaðið/Sigurður Bogi Hof Hér verður messað um jól. ÚR BÆJARLÍFINU Líney Sigurðardóttir Þórshöfn Fyrsta skóflustungan að nýjum leikskóla í Langanesbyggð var tekin í byrjun desember en byggt verður við núverandi húsnæði leikskólans. Skóflustunguna tók einn af fyrstu starfsmönnum leikskólans Barna- bóls, Edda Jóhannsdóttir sem á þar 32ja ára starfsaldur og man tímana tvenna í húsnæðismálum leikskól- ans, sem var meðal annars um tíma á neðri hæðinni á heimili hennar. Þorsteinn Ægir Egilsson, odd- viti Langanesbyggðar og einn af leikskólanemendum Eddu frá fyrri tíð, rakti sögu leikskólans á Þórs- höfn í stuttu máli og lýsti ánægju með þennan nýja áfanga í skóla- málum í bænum. Núverandi húsnæði leikskólans þarfnast töluverðra endurbóta og er auk þess of lítið og stefnt er að því að byggingarframkvæmdum ljúki haustið 2018.    Skólamál hafa verið í brenni- depli í sveitarfélaginu og hefur grunnskólinn verið endurnýjaður að stórum hluta. Áfram er haldið í upp- byggingu skólamála en spjald- tölvuvæðing er nú framundan í grunnskólanum og hefur sveitar- stjórn gert ráð fyrir þeim kostnaði í fjárhagsáætlun næsta árs. Keyptar verða spjaldtölvur fyrir nemendur 5. til 10. bekkjar og alla kennara ásamt því að unnið verði að fræðslu kenn- ara á möguleikum er varða tölvur, forrit, fjarvinnu og annað sem spjaldtölvunotkun tilheyrir. Form- leg innleiðing skal hefjast hið fyrsta en ekki síðar en næsta haust.    Árið sem er að líða hefur verið Langanesbyggð nokkuð hagstætt og fjárhagsstaða sveitarfélagsins hefur verið að styrkjast undanfarið. Fleiri framkvæmdir en leikskólabygging eru á döfinni því ákveðið hefur verið að hefja undirbúning að stækkun Hjúkrunar- og dvalarheimilisins Nausts en einnig verður ráðist í töluverðar endurbætur og viðgerðir á íþróttamiðstöðinni Veri ásamt fleiri verkefnum. Engin kyrrstaða er því á Þórshöfn á Langanesi og vinnandi hendur ávallt velkomnar. Húsnæðisskortur hefur þó verið vandamál á Þórshöfn, sveitarstjórn hefur því nýverið samþykkt gerð húsnæðisáætlunar. Hlutverk húsnæðisáætlana sveitarfélaga er að draga fram greinargóða mynd af stöðu húsnæð- ismála í sveitarfélaginu, greina framboð og eftirspurn eftir marg- víslegum húsnæðisformum og setja fram hugmynd að áætlun um hvern- ig sveitarfélagið gæti mögulega komið að og mætt húsnæðisþörf. Greiningarskýrsla hefur verið lögð fram þar sem farið er yfir fýsileika þess að sveitarfélagið hafi forgöngu um stofnun leigufélags og þar með aðkomu sveitarfélagsins að bygg- ingu húsnæðis á grundvelli laga um almennar íbúðir, reglugerðar um stofnframlög ríkis og sveitarfélag o.fl. Sveitarstjórn mun fara ítarlega yfir niðurstöður skýrslunnar og koma þeim síðan á framfæri við hlutaðeigandi ráðuneyti, að sögn Elíasar Péturssonar sveitarstjóra. Vinna við umrædda húsnæðisáætlun er hafin og vonir standa til að hún verði klár til umræðu í sveitarstjórn um miðjan febrúar. Eitt hið áhuga- verða við greininguna sem nú þegar hefur verið unnin er hve berlega kemur þar í ljós sá mikli munur sem er á sveitarfélögum á landsbyggð- inni í samanburði við höfuðborgar- svæðið og Akureyri. Samhengi byggingarkostnaðar og mögulegs leiguverðs er allt annað úti í hinum smærri samfélögum en hinum stærri, við því þarf að bregðast á einhvern hátt    Í haust var hafinn undirbún- ingur að byggingu nýs söluskála í stað þess sem brann fyrir ári. Húsið varð fokhelt í byrjun desember og reiknað er með að það verði tilbúið síðari hluta vetrar, að sögn forsvars- manna hjá N1. Bæði íbúar Langa- nesbyggðar sem og ferðamenn hafa sárlega saknað þessarar þjónustu- einingar sem söluskálar alltaf eru, auk þess var skálinn eins konar samkomustaður bæjarbúa sem þangað litu inn í kaffisopa og til að spjalla um daginn og veginn. Það verður því væntanlega hátíð í bæ þegar nýr skáli verður loksins opn- aður með hækkandi sól. Morgunblaðið/Líney Sigurðardóttir Framkvæmdir Edda Jóhannsdóttir tekur fyrstu skóflustungu að leikskóla. Skólamál í brenni- depli á Langanesi Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Margar áhugaverðar jarðir í sveitum landsins eru til sölu um þessar mund- ir. Ýmsar bjóða upp á möguleika í hefðbundum landbúnaði en margir sjá þær þó fyrir sér sem stökkpall til að hefja starfsemi í öðrum greinum, svo sem ferðaþjónustu. Sem dæmi um þetta má nefna jörðina Hlíðar- endakot í Fljótshlíð sem kom á sölu- skrá nú í haust. Ásett verð er 205 millj. kr Hlíðarendakot er innarlega í Fljótshlíðinni og eru byggingar þar undir brekkubrún; það er íbúðarhús, og stór skemma sem er nýtt sem fjár- hús. Einnig gamalt íbúðarhús í form- sterkum burstabæjarstíl sem var byggt árið 1918 en nýtt fram undir aldamótin síðustu. Ofan við bæinn, inn af brúnum, eru víðfeðm heiðar- lönd, skjólgóð og vel gróin en neðan þjóðvegar fram að Þverá er landið hálfgróið og skiptist í ræktað land, mólendi og lúpínu. Jörðin er talin um 700 hektarar, auk óskipts lands. Ásett verð eru 205 milljónir króna. „Svona góðar jarðir koma alltaf inn á markaðinn öðru hvoru. Oft getur tekið nokkurn tíma að koma sölu í gegn þrátt fyrir að margir sýni áhuga. Fjármögnun getur tekið sinn tíma og eins vinna við að stilla af skipulag og áætlanir um not sem kaupandinn hefur,“ segir Sveinbjörn Sveinbjörnsson hdl. og löggiltur fast- eignasali hjá Eignaborg í Kópavogi. Hann býst við að Hlíðarendakot selj- ist fyrr en síðar. „Mér finnst sennilegast að Hlíðar- endakot nýtist fyrir ferðaþjónustu, enda er stutt á áhugaverða staði og útsýnið er frábært; Eyjafjallajökull, Vestmannaeyjar, Dímon og Þórs- mörk. Svo er þarna í jöklanna skjóli mjög veðursælt. Þar bætist svo við að framlegð af búskap er í dag ekki svo mikil að hún ein og sér standi undir háu jarðaverði,“ segir Sveinbjörn Sveinbjörnsson. Hlíðarendakot er sennilega þekkt- ast fyrir að vera æskuslóð Þorsteins Erlingssonar skálds sem orti um bæ- inn braginn góða sem hefst á línum Fyrr var oft í koti kátt. Þorsteins- lundur sem er til minningar um skáldið er í landi jarðarinnar. Hlíðarendakot er komið á söluskrá  Fyrr var oft í koti kátt, orti skáldið Morgunblaðið/Sigurður Bogi Hlíðarendakot Góð jörð sem býður upp á hina ýmsu möguleika.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.