Morgunblaðið - 23.12.2017, Síða 28
28 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. DESEMBER 2017
Viðarhöfða 1, 110 Reykjavík | Sími 566 7878 | rein.is
Bakteríuvörn
Kvarts steinn frá Silestone er fáanlegur í fjölbreyttum áferðum og litum.
Silestone bjóða einir upp á borðplötur með varanlegri
bakteríu- og sveppavörn.
Gefðu heimilinu ferskleika og líf á þínum forsendummeð Silestone.
Blettaþolið Sýruþolið
Högg- og
rispuþolið
Kvarts steinn
í eldhúsið
silestone.com
Bókmenntir geta varpaðljósi á samfélagið. Þærgera okkur kleift að lifalífi annarra eins og Astrid
Lindgren orðaði það. Við getum
skilið aðstæður fólks sem lifir við
allt önnur kjör á öðrum tíma en við
sjálf. Við finnum til með skálduðum
persónum, reiðumst þeim sem níð-
ast á þeim og fögnum sigrum
þeirra.
Salka Valka er ein þeirra bóka
sem standa af sér tímans tönn og
segir frá örlögum lítilmagnans. Sag-
an byrjar þar sem Salka Valka
kemur með móður sinni á báti til
Óseyrar. Móðirin er nánast rænu-
laus af sjóveiki og neitar að fara
lengra. Þær mæðgur eru ferjaðar í
land og standa með einn pokaskaufa
vegalausar á nýjum stað, þekkja
engan og hafa fátt til að greiða með
mat eða húsaskjól. Þær fara á milli
manna að leita aðstoðar, móðirin
býður fram vinnufúsar hendur og
stúlkan eltir.
Móðirin leitar til kaupmannsins þar sem sonurinn á heimilinu er svo
hrokafullur og dónalegur að þær mæðgur forða sér út undir blótsyrða-
flaumi úr munni drengsins,
fara til prófastsins sem
hefur miklu meiri áhyggj-
ur af syndum móðurinnar
og því hvernig henni reiði
af eftir dauðann en frost-
inu úti sem getur orsakað
dauða þeirra og loks til
læknisins sem eftir mikið smjaður og blaður um að þær hafi heiðrað
hann með heimsókn sinni þakkar þeim fyrir komuna; Síðan opnaði hann
apóteksdyrnar og hleypti gestum sínum útá gaddinn. Þar stóðu þessar
tvær stúlkur varnarlausar í frostinu og eina húsaskjólið hjá Hjálpræðis-
hernum þar sem þær fá að kúldrast aðeins eina nótt.
Bjargvætturinn í lífi mæðgnanna bíður á kaffistofu hersins og veit
sem er að hvorki kirkja, kaupmaður né læknir muni aðstoða þessar tvær
kvensniftir sem öllum er sama um. Þær eru nýjar í þorpinu, sú eldri
með vafasama fortíð og barnið yfirgengilega roggið og svarar fullum
hálsi. Hann býður þeim húsaskjól þar sem er lítið og lágt til lofts en
hlýtt og gott rúm þar sem hann sjálfur býr hjá græskulausri föður-
systur og blindum manni hennar sem sér í gegnum kauða. Bjargvætt-
urinn rukkar björgunarlaunin í þeim eina gjaldmiðli sem móðirin hefur
og fljótlega er hann líka kominn með hendurnar í klofið á stúlkunni sem
er bara ellefu ára en svo skynsöm að hún telur eðlilegast að drepa karl-
inn fyrir káfið.
Fyrstu dagana í þorpinu hafa þær það sæmilegt meðan húsmæðurnar
eru að veiða sögur upp úr krakkanum um trúlofun móðurinnar og bjarg-
vættsins, sem gjaldfellir mannorð hennar en er fjöður í hatt hans sem er
sigldur kvennamaður, og krakkakvikindin í þorpinu eru enn að koma sér
saman um hvernig best sé að kvelja þessa nýju stúlku sem er ókunnug
og heldur að hún sé eitthvað. Eftir það er lífið helvíti, einelti og mann-
vonska í hverju horni, en líka paradís þar sem ástin og þráin eftir betra
lífi halda lífinu í Sölku Völku, eins og öðrum litlum stúlkum og drengj-
um sem fæðast inn í þennan heim, en eiga hvergi heima.
Salka Valka lifir
Tungutak
Lilja Magnúsdóttir
liljam@simnet.is
Samfélagsmál Bókmenntir geta
varpað ljósi á samfélagið.
Sl. miðvikudag gerðust þau tíðindi, að úrskurðirKjararáðs síðustu misseri komust á dagskráþjóðfélagsumræðna með afgerandi hætti. Alltþetta ár hefur ríkt nánast þögn um þá óþægi-
legu staðreynd að á síðasta ári úrskurðaði Kjararáð
launahækkanir til æðstu embættismanna, þingmanna og
ráðherra, sem voru ekki í nokkrum tengslum við launa-
hækkanir annarra hópa launþega og augljóslega til þess
fallnar að hleypa öllum kjarasamningum, sem fram-
undan voru og eru í uppnám.
Það er nú að gerast eins og augljóst var að yrði en
þingmenn í öllum flokkum hafa kosið að þegja nema Jón
Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, sem ítrekað hefur tekið
málið til umræðu.
Sl. miðvikudagsmorgun gerðist það hins vegar að einn
af ráðherrum Sjálfstæðisflokksins, Þórdís Kolbrún
Reykfjörð Gylfadóttir, fjallaði um úrskurði Kjararáðs í
tengslum við verkfall flugvirkja hjá Icelandair á Morg-
unvakt RÚV. Til þess þarf umtalsverðan pólitískan
kjark við núverandi aðstæður, sem
ber að meta.
Þórdís Kolbrún sagði:
„Ég átta mig fullkomlega á því að
það er ótrúlega erfitt að stíga inn í
þessa umræðu og ætla að sigra
hana.“
Eftir hádegi á miðvikudag sagði Katrín Jakobsdóttir,
forsætisráðherra í samtali við mbl.is, netútgáfu Morgun-
blaðsins:
„...það liggur fyrir að mikil reiði er enn vegna þeirra
úrskurða, sem fallið hafa undanfarin misseri...“
Sama dag sagði Halldór Benjamín Þorbergsson, fram-
kvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins í samtali við RÚV:
„Heilt yfir hafa ákvarðanir Kjararáðs ekki verið í
nokkru samhengi við almenna þróun á vinnumarkaði og
það er alveg sama hvort við lítum til skemmri eða lengri
tíma...Kjararáð er að setja vinnumarkaðinn í uppnám
með tilheyrandi tjóni fyrir almenning og atvinnulíf og
við það getum við ekki unað.“
Um fundi aðila vinnumarkaðar með ríkisstjórnar-
flokkunum sagði Sigurður Bessason, formaður Eflingar
í samtali við RÚV:
„Við bentum bara á þessa augljósu staðreynd að
kjararáð og úrskurðir þess væru eins og fíllinn í her-
berginu. Hann væri bara á miðju borðinu á milli okkar.“
Í samtali við Morgunblaðið degi síðar, sl. fimmtudag
sagði Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ:
„Geta okkar til að láta þetta hjá líða þverr með því að
kjararáð heldur uppteknum hætti og skenkir æðstu
embættismönnum okkar miklu meiri hækkanir en öðr-
um.“
Eins og af þessum tilvitnunum má sjá er samhljómur í
ummælum talsmanna atvinnurekenda og verkalýðs-
hreyfingar um þessi mál og tvær konur í ríkisstjórn eru
bersýnilega reiðubúnar til að viðurkenna og horfast í
augu við þennan vanda.
Í nýrri bók minni, Uppreisnarmenn frjálshyggjunnar
– byltingin sem aldrei varð, sem út kom hjá bókaforlag-
inu Veröld fyrir nokkrum vikum segir um þetta mál:
„Þeir sem eru inni í valdahringnum notfæra sér að-
stöðu sína út í yztu æsar. Nýleg dæmi um það eru launa-
ákvarðanir Kjararáðs, sem snúa að fámennum hópi
æðstu embættismanna, þingmönnum og ráðherrum og
eldri dæmi eru eftirlaunaréttindi opinberra starfsmanna
og þingmanna og ráðherra. Í öllum tilvikum er byggt á
lögum sem Alþingi hefur sett. Upphaflega eru drög að
lögunum samin í ráðuneytum þar sem sömu æðstu emb-
ættismenn og ráðherrar koma við sögu og þeir setja inn í
lagadrögin forsendur sem Kjararáð á að byggja á
ákvarðanir um launakjör höfundanna sjálfra. Þessi lög
eru svo samþykkt á Alþingi af þingmönnum sem eiga
sömu hagsmuna að gæta vegna þess
að Kjararáð ákveður líka launakjör
þeirra svo og ráðherra. Kjararáð út-
skýrir svo ákvarðanir sínar með því
að því beri að úrskurða á þennan veg
vegna þess að lögin gefi fyrirmæli um
það. Bjarni Benediktsson, þá fjár-
málaráðherra, lýsti fyrirhuguðum bónusgreiðslum til
starfsmanna Kaupþings sem „sjálftöku“ sumarið 2016.
En hvaða orð á að nota um það fyrirkomulag, sem hér er
lýst?“.
Jón Þór Ólafsson, alþingismaður Pírata, getur verið
ánægður með að hann er ekki lengur hrópandinn í eyði-
mörkinni á Alþingi um þessi mál. Tveir ráðherrar taka
nú undir með honum um alvöru málsins og forystumenn
aðila vinnumarkaðar hafa nú ítrekað rækilega sjónarmið
sem báðir aðilar settu vissulega fram fyrir ári.
Þögnin sem ríkt hefur um þessi mál fram að þessu
hefur verið vísbending um að þeir sem hlut eiga að máli
hafi gert sér vonir um að þeir mundu komast upp með að
nýta sér aðstöðu sína með þessum hætti.
En nú er svo komið í þróun samfélagsins að það sem
menn áður komust upp með gengur ekki lengur. Eitt af
því er að æðstu stjórnendur ríkisins verði sér út um
kjarabætur á kostnað skattgreiðenda og það jafnvel
mánuði og misseri aftur í tímann á sama tíma og stórum
hópum aldraðra og öryrkja er neitað um kjarabætur á
þeirri forsendu að samfélagið hafi ekki efni á þeim.
Eftir stendur svo spurningin hvernig núverandi rík-
isstjórn ætlar að komast út úr þeirri sjálfheldu, sem hún
og raunar þingið allt er í. Það eru fordæmi fyrir því á
síðasta aldarfjórðungi að slíkar hækkanir hafi verið af-
numdar með lögum en það var gert strax.
Hvers vegna var það ekki gert fyrir ári?
Það er ekki nóg að breyta enn einu sinni fyrir-
komulagi á ákvörðun kjara þeirra hópa, sem hér eru til
umræðu.
Það eitt og sér leysir ekki aðkallandi vanda á vinnu-
markaði eins og Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra,
gerir sér áreiðanlega grein fyrir.
Þögnin um Kjararáð
rækilega rofin
Hvað ætlar ríkis-
stjórnin að gera?
Af innlendum
vettvangi …
Styrmir Gunnarsson
styrmir@styrmir.is
Ensk-ungverski rithöfundurinnArthur Koestler varð heims-
frægur fyrir skáldsöguna Darkness
at Noon eða Myrkur um miðjan dag,
sem kom út á ensku 1941 og íslensku
1947. Þar reyndi hann að skýra hin-
ar furðulegu játningar sakborning-
anna í sýndarréttarhöldum Stalíns á
fjórða áratug. Skýringin var í fæst-
um orðum, að í huga sanntrúaðra
kommúnista hefði aðeins verið til
sannleikur flokksins. Ef flokkurinn
skipaði félaga að vera sekur, þá var
hann það, líka í eigin augum. Koestl-
er þekkti slíkt sálarlíf af eigin raun,
því að hann hafði um skeið verið ein-
dreginn kommúnisti. Skáldsaga
hans kom út á frönsku 1945 og átti
nokkurn þátt í því, að í maí 1946 töp-
uðu franskir kommúnistar í þjóðar-
atkvæðagreiðslu um stjórnarskrár-
breytingar.
Hitt vita færri, að Koestler skipti
líka nokkru máli í kosningum á Ís-
landi. Hann hafði 1945 gefið út rit-
gerðasafnið The Yogi and the
Commissar, Skýjaglópinn og flokks-
jálkinn. Þar er löng ritgerð um Ráð-
stjórnarríki Stalíns. Lýsti Koestler
meðal annars hungursneyðinni í
Úkraínu 1932-1933, fjöldabrottflutn-
ingum frá Eystrasaltslöndunum
1941 og hinu víðtæka þrælabúðaneti
Stalíns, Gúlageyjunum. Valtýr Stef-
ánsson, ritstjóri Morgunblaðsins,
fékk Jens Benediktsson blaðamann
til að þýða ritgerðina, og fyllti hún
fjörutíu blaðsíður í Lesbók Morgun-
blaðsins 29. desember 1945, nokkr-
um vikum fyrir bæjarstjórnarkosn-
ingar.
Íslenskir kommúnistar brugðust
við hart og gáfu út sérstakt blað,
Nýja menningu, til höfuðs Koestler,
og dreifðu í hús bæjarins. Ungur
hagfræðingur, nýkominn frá Sví-
þjóð, Jónas H. Haralz, skrifaði einn-
ig í Þjóðviljann, málgagn komm-
únista, að „falsspámaðurinn
Koestler“ hefði verið „afhjúpaður“.
Skipaði Jónas sjötta sæti á lista
Sósíalistaflokksins í bæjarstjórnar-
kosningunum, og gerðu komm-
únistar sér vonir um, að hann næði
kjöri. Valtýr Stefánsson svaraði Jón-
asi fullum hálsi og varði Koestler.
Úrslit kosninganna urðu kommún-
istum vonbrigði. Þeir fengu aðeins
fjóra bæjarfulltrúa kjörna. Sigur-
ganga þeirra á Íslandi var stöðvuð,
ef til vill að einhverju leyti með að-
stoð Koestler.
Athugasemdir og leiðréttingar vel þegnar
Hannes H. Gissurarson
hannesgi@hi.is
Fróðleiksmolar úr sögu og samtíð
Koestler í bæjar-
stjórnarkosningum