Morgunblaðið - 23.12.2017, Side 38

Morgunblaðið - 23.12.2017, Side 38
38 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. DESEMBER 2017 Verð 16.995 kr Galleri Ozone | Austurvegi 35 | 800 Selfoss | S. 534 8040 | Skoðaðu úrvalið á | Sendum frítt um land allt Þær gerast ekki flottari Þú færð Angelie Split buxurnar hjá okkur Jóhann Már Nardeau, trompetleikari í París, á 30 ára afmæli ídag. Hann hefur búið í París í meira en tíu ár og er sjálfstættstarfandi tónlistarmaður og trompetkennari. Hann á ekki langt að sækja tónlistarhæfileikana, en foreldrar hans eru Guðrún Sigríður Birgisdóttir og Martial Nardeau, en þau eru bæði flautuleikarar. Jóhann hefur að undanförnu spilað sem fyrsti trompet í Jólaóra- toríu Bachs. „Það kom mér í gott jólaskap, þetta er svo falleg tónlist. Trompet er eiginlega sólistahljóðfæri í þessu verki og því mæðir mik- ið á okkur. Svo er afskaplega gaman að spila á barokkhljóðfæri, það eru ýmis tæknileg atriði sem eru allt öðruvísi en á nútímatrompet, eins og t.d. blásturinn. Þetta var því mikil áskorun en ég er ánægður með afraksturinn og að hafa lært á hljóðfærið fyrir þrítugsafmælið. “ Jóhann er ekki enn kominn í jólafrí því hann verður að kenna í dag. „Skólarnir fara rosalega seint í frí þetta árið, en þeir byrja þá seinna og ég get því skroppið heim á nýja árinu. Svo ætlar konan mín að koma mér á óvart í dag og það eina sem ég veit er að ég á að fara í fínu fötin.“ Eiginkona Jóhanns er Aurélia Marchais-Nardeau og er hún fædd í París. Jólin eru haldin öðruvísi í Frakklandi en á Íslandi. „Þar er ekki þessi helgi klukkan sex heldur byrja jólin á miðnætti en þá er farið að vaka yfir jesúbarninu. Við tökum samt íslenska aðferð á þetta og fáum okkur risastóran málsverð á aðfangadagskvöld sem stendur yfir í fjóra, fimm tíma hjá tengdaforeldrum mínum. Ég ætla síðan að halda stóra afmælisveislu á gamlársdag, okkur vantar hangikjöt í hlaðborðið og ég lýsi eftir einhverjum sem getur reddað okkur því. Við erum tilbúin að sækja fólk út á flugvöll ef það kemur með hangi- kjöt! Ég fer heim til Íslands í rjúpu 2. janúar og verð fram yfir þrett- ándann. Þannig líta jólin út hjá mér.“ Trompetleikarinn Jóhann blæs í trompetinn sem mörgum finnst vera jólalegasta og hátíðlegasta hljóðfærið. Lýsir eftir hangi- kjöti í París Jóhann Már Nardeau er þrítugur í dag H allgrímur Skaptason fæddist á heimili for- eldra sinna, Bjargi á Grenivík, 23. desem- ber 1937. Ári síðar flutti fjölskyldan til Akureyrar þar sem faðir hans hóf störf við smíðar. Fimmtán ára hóf Hallgrímur nám í skipasmíði í Iðnskólanum á Akureyri og Slippstöðinni hf., sem faðir hans stofnaði ásamt fleirum árið 1952. Skapti Áskelsson var fram- kvæmdastjóri frá upphafi og eftir að hafa unnið við smíðar í nokkur ár varð Hallgrímur hægri hönd föður síns. Gegndi hann starfi fulltrúa framkvæmdastjóra til 1971 þegar hann stofnaði Bátasmiðjuna Vör ásamt fimm öðrum skipasmiðum úr Slippstöðinni. Þar var hann bæði smiður og framkvæmdastjóri fyrstu árin, en snéri sér síðan alfarið að stjórn fyrirtækisins. Vararmenn smíðuðu fjölda eikarbáta en sinntu ýmiskonar byggingastarfsemi og við- haldsverkefnum eftir að bátasmíði lagðist af. Hallgrímur var einn eigenda verk- takafyrirtækisins Norðurverks og sat í stjórn frá stofnun þar til fyrirtækið hætti starfsemi. Vann það m.a. að virkjanaframkvæmdum við Laxá, Smyrlabjargará og Lagarfoss. Hallgrímur var varabæjarfulltrúi fyrir Framsóknarflokkinn eitt kjör- tímabil fyrir margt löngu en gaf ekki kost á sér áfram. Sat hins vegar um árabil í hafnarstjórn og bygginga- nefnd Akureyrar fyrir Framsókn. Þá var Hallgrímur í bygginganefndum framhaldsskólanna á Akureyri, MA og VMA. Hallgrímur bjó frá barnsaldi á Oddeyri; er svokallaður Eyrarpúki og segist stoltur af. Eins og flestir á Eyrinni gekk hann í Íþróttafélagið Þór á unga aldri og varð í fyllingu tímans einn forkólfa þess; sat lengi í stjórn knattspyrnudeildar, lengst sem gjaldkeri en var einnig formaður um tíma og fulltrúi Þórs í stjórn Íþróttabandalags Akureyrar í nokk- ur ár. Þá var Hallgrímur gjaldkeri bygginganefndar Hamars, félags- heimilis Þórs. Hallgrímur hefur hlot- Hallgrímur Skaptason, skipasmiður og framkvæmdastjóri – 80 ára Barnabörnin Hallgrímur, Heba og barnabörn í gullbrúðkaupinu 2011. Frá vinstri: Sara Skaptadóttir, Heba Þórhild- ur Stefánsdóttir, Hallgrímur, Lilja Stefánsdóttir, Alma Skaptadóttir, Unnar Þór Sæmundsson, Birgir Orri Ásgríms- son, Heba, Heba Karitas Ásgrímsdóttir, Bára Stefánsdóttir, Arna Skaptadóttir og Sigríður Kristín Stefánsdóttir. Eyrarpúki og Þórsari Börnin Sólveig Hallgrímsdóttir, Heba Ásgrímsdóttir, Ásgrímur Örn Hall- grímsson, Hallgrímur Skaptason, Skapti Hallgrímsson og Guðfinna Þóra Hallgrímsdóttir. Mynd frá 1985 sem birtist í ævisögu föður Hallgríms. Guðmundur Birgir Haraldsson og Margrét Jóhannsdóttir eiga 50 ára gullbrúð- kaupsafmæli á morgun, aðfangadag. Þau voru gefin saman 24. desember 1967 í Mosfellskirkju í Mosfellsdal. Börn þeirra eru Unnur Linda og Jóhann Birnir. Jóhann Birnir er giftur Bryndísi Jónu Magnúsdóttur. Barnabörn eru Krista María, Davíð Snær og Margrét Júlía. Guðmundur og Margrét eru búsett í Heiðarhvammi 6 í Keflavík. Árnað heilla Gullbrúðkaup Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.