Morgunblaðið - 23.12.2017, Page 45

Morgunblaðið - 23.12.2017, Page 45
MENNING 45 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. DESEMBER 2017 Eyesland . Grandagarði 13 og Glæsibæ, 5. hæð . sími 510 0110 . www.eyesland.is Frábært verð á glerjum Einfókus gler Verð frá kr. 16.900,- Margskipt gler Verð frá kr. 41.900,- Gleraugnaverslunin Eyesland býður mikið úrval af gæðagleraugum á góðu verði – og þú færð frábæra þjónustu. Verið velkomin! Jensen JN8846 umgjörð kr. 18.900,- Við sem unnum með StyrmiGunnarssyni á Morgun-blaðinu vitum að hannsinnti starfi sínu frá morgni til kvölds í orðsins fyllstu merkingu. Hann starfaði á blaðinu í 43 ár, þar að 36 sem ritstjóri. Áður en hann gat fylgst með framvindu blaðsins á kvöldin í gegnum tölvu var hann við símann fram undir miðnætti eða lengur ef þurfti til að átta sig á lokafrágangi hvers blaðs. Vorið 2018 verða 10 ár frá því að Styrmir lét af ritstjórastörfum enda varð hann 70 ára fyrri hluta 2008. Nú þegar hann nálgast 80 ára afmælið sendir hann frá sér bókina: Upp- reisnarmenn frjálshyggjunnar – byltingin sem aldrei varð. Þetta er sjötta bókin sem Styrmir skrifar frá því að hann hætti sem ritstjóri. Hinar eru: Umsátrið – Fall Íslands og endurreisn (2009); Hrunadans og horfið fé (2010); Ómunatíð – saga um geðveiki (2011); Sjálfstæðisflokkurinn Átök og uppgjör (2012) og Í köldu stríði (2014). Fyrir utan ritun þessara bóka hefur Styrmir látið verulega að sér kveða í opinberum umræðum, ekki síst í baráttunni gegn aðild Íslands að Evrópusambandinu. Þá ritar hann reglulega greinar í Morgun- blaðið og er oft kallaður til sem ræðumaður eða viðmælandi og álitsgjafi í fjölmiðlum. Hann er með öðrum orðum í hópi þeirra sem láta ekki aldurinn aftra sér frá þátttöku í þjóðmálaumræðunum og skoðanir hans eiga enn fullt erindi í þær um- ræður. Styrmi má kalla „klassískan“ sjálfstæðismann. Hann hóf virka þátttöku í störfum Sjálfstæðis- flokksins fyrir um það bil 60 árum og hefur alla tíð síðan haldið um púlsinn á flokknum og átt náin samskipti við forystumenn hans. Áhrif hans innan flokksins og raun- ar einnig annarra flokka ná langt út fyrir það sem ráða má af skrif- um hans. Upphafsár bókarinnar sem hér um ræðir er 1978 eða nánar tiltekið 26. júlí þegar Heimdallur undir for- ystu Kjartans Gunnarssonar gekkst fyrir fjölsóttum fundi í Val- höll til að ræða úrslit borgarstjórn- arkosninganna vorið 1978 – þá tap- aði Sjálfstæðisflokkurinn meiri- hluta sínum í Reykjavíkurborg. Frummælendur voru Davíð Odds- son og Friðrik Sophusson en for- ystumennirnir Geir Hallgrímsson, Gunnar Thoroddsen, Albert Guð- mundsson og Ragnhildur Helga- dóttir tóku þátt í pallborðs- umræðum. „Með þessum fundi má segja að ný kynslóð hafi kvatt sér hljóðs og gefið til kynna að fram undan væru breyttir tímar,“ segir Styrmir og vísar auk þess til bók- arinnar Uppreisn frjálshyggjunnar sem boðaði þessa breyttu tíma. Styrmir teflir annars vegar fram því sem hann kallar „velferðar- pólitík“ Sjálfstæðisflokksins sem birtist meðal annars í gagnrýni á kaupmenn og hins vegar frjáls- hyggjunni þar sem áhrifa fjár- magnseigenda gætti sífellt meira. Styrmir segist ungur hafa hallast að frjálshyggju en áttað sig á gildi klassísku sjálfstæðisstefnunnar þegar hann komst til vits og ára. Það er sterkur þráður í allri bók Styrmis að eftir hrunið árið 2008 hafi skort samskonar uppgjör inn- an Sjálfstæðisflokksins og árið 1978. Í stað þess að ræða málið á þann veg sem gert var 1978 hafi flokkurinn spólað í sama farinu og misst verulegt fylgi. Þetta má til sanns vegar færa þegar litið er til þess að ekki fór af stað nein hreyfing innan flokksins sjálfs á borð við það sem varð árið 1978 þótt forystuskipti yrðu í mars 2009 þegar Bjarni Benediktsson tók við af Geir H. Haarde sem flokksformaður. Geir var þriðji flokksformaðurinn á eftir Þorsteini Pálssyni og Davíð Oddssyni sem átti grein í bókinni Uppreisn frjáls- hyggjunnar. Bjarni kemur úr ann- arri átt og Styrmir lítur á grein sem hann skrifaði með Illuga Gunn- arssyni 13. desember 2008 sem einskonar „pólitískt manifesto“ hans. Líklega er það oftúlkun. Uppreisnin var gerð 1978 en Þor- steinn tók ekki við af Geir Hall- grímssyni fyrr en 1983, eftir að fyrsta tilraunin til að fá kjósendur á band frjálshyggjunnar misheppn- aðist í kosningum í desember 1979. Bjarni Benediktsson stökk beint út í djúpu laugina í flokki sem þarfn- aðist fyrst og síðast áfallahjálpar. Hvað sem öðru líður hefur Bjarna tekist að halda sjó og tryggt flokknum aðild að ríkisstjórn frá árinu 2013 auk þess að kveða niður ESB-drauginn bæði innan flokksins og brotsins sem kvarnaðist úr hon- um vegna þess máls. Nú síðast tókst honum að láta draum Styrmis um „sögulegar sættir“ rætast. Hafi verið ástæða til að efna til uppreisnarfundar vegna fylgistaps Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík ár- ið 1978 er ekki síður ástæða til að gera það núna. Staða flokksins í borginni er dapurleg og dregur fylgi hans niður á landsvísu. Það er til marks um elju Styrmis Gunnarssonar að hann lætur ekki við gagnrýni á skort á umræðum um endurnýjun á stefnu og störfum Sjálfstæðisflokksins sitja heldur gerir hann eins manns uppreisn með bók sinni. Bókin er ekki aðeins úttekt á stjórnmálum og stefnu frá sjónar- hóli hans og Morgunblaðsins á með- an hann sat þar á ritstjórastóli. Þar er einnig að finna tillögur Styrmis um úrbætur til að rétta hlut Sjálf- stæðisflokksins. Árið 1978 efndu menn til fundar og gáfu út bók. Nú gefur reynslumikill höfundur út bók. Hún er tilefni málþings á veg- um Sjálfstæðisflokksins. Efnistök Styrmis vekja spurn- ingu um hvað gera á mikla kröfu til Sjálfstæðisflokksins sem upp- sprettu hugmynda. Hvarvetna í frjálsum samfélögum starfa hug- veitur, „sprotafyrirtæki“ nýrra hugmynda. Hugveiturnar halla sér til hægri eða vinstri. Hlutverk flokkanna er að rækta sambandið við kjósendur í krafti hugmynd- anna, slípa þær og móta sem stjórnmálastefnu. Á sínum tíma starfaði vísir að hugveitu fyrir Sjálfstæðisflokkinn að frumkvæði Ragnars heitins Kjartanssonar. Styrmir vísar oftar en einu sinni til uppgjörs innan breska Íhalds- flokksins árið 1955. Saga þess flokks undanfarin ár sýnir mikið bil á milli forystumanna og kjós- enda. David Cameron boðaði þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB til að tryggja betri aðild að ESB en tapaði; Theresa May rauf þing til að styrkja stöðu sína enn frekar í kosningum en tapaði. Í stjórnmálum er ekki unnt að treysta á „patentlausnir“ eins og sannaðist í kosningunum um leift- ursóknina árið 1979. Liður í því að kjósendur hrukku frá Sjálfstæðis- flokknum var stríðsfyrirsögn á forsíðu Morgunblaðsins þegar stefnan var kynnt. Til að skapa flokki heppilegan jarðveg meðal kjósenda þurfa margir að leggja hönd á plóginn. Galdur foryst- unnar felst í að laða sem flesta til samstarfs. Styrmir er lipur höfundur sem setur skoðanir sínar fram á þann veg að öllum er auðskilið. Frá- gangur bókarinnar er góður en hún skiptist í fimm meginkafla með undirköflum, fyrst eftir árum: 1978-1990; 1991-2008; 2009-2017; Stakir steinar og Ísland 21. aldar. Nafnaskrá hefði aukið gildi bók- arinnar. Styrmir Gunnarsson ritar bók sína ekki til að ná sér niðri á nein- um heldur af þörf fyrir að láta rödd sína heyrast í þágu mál- staðar sem er honum kær. Hann er enn sem fyrr óhræddur við að viðra skoðanir sínar og færa fyrir þeim rök með dæmum sem eru til marks um víðtækt áhugasvið, mikla reynslu og þekkingu á mönnum og málefnum. Uppreisnarmaður sjálfstæðisstefnunnar Morgunblaðið/RAX Álitsgjafi Rýnir segir það sterkan þráð í bók Styrmis Gunnarssonar að eftir hrunið árið 2008 hafi skort uppgjör innan Sjálfstæðisflokksins. Stjórnmál Uppreisnarmenn frjálshyggjunnar bbbbn Eftir Styrmi Gunnarsson. 234 bls., innb. Veröld 2017. BJÖRN BJARNASON BÆKUR Gjöfult samstarf ÁslaugarJónsdóttur, Kalle Güett-ler og Rakelar Helmsdalhefur skilað níu skrímsla- bókum á síðustu fjórtán árum. Í nýj- ustu bókinni, Skrímsli í vanda, kem- ur loðna skrímslið aftur í heimsókn til litla skrímslisins, en aðdáendur skrímslabókanna muna vafalítið eft- ir síðustu heimsókn loðna skrímslis- ins í bókinni Skrímsli í heimsókn frá árinu 2009 þar sem mikil átök áttu sér stað áður en málin leystust loks farsællega. Líkt og í fyrri bókinni óttast stóra skrímslið að gesturinn taki of mikla athygli frá litla skrímslinu sem hafi þá ekki tíma til að gera skemmtilega hluti með sér. Þegar stóra skrímslið reynir að fá loðna skrímslið til að fara aftur heim til sín kemur í ljós að loðna skrímslið á ekki lengur neitt heimili og er auk þess stórslasað. Sem fyrr bera stílhreinar, lit- sterkar og tjáning- arríkar myndir Áslaugar söguna áfram og sumt það mikilvægasta er ekki sagt berum orðum, sem er snjallt. Þannig svar- ar bókin því ekki hvers vegna svona illa er komið fyrir loðna skrímslinu, en nokkrum tillögum er velt upp sem gefur foreldrum færi á að ræða hlut- skipti fólks sem lendir í náttúru- hamförum eða stríðsátökum. Letur- breytingar í textanum þjóna hlutverki sínu vel til áhersluauka. Einfalt form húsa og glugga þjónar sem leiðarstef í gegnum bókina og undirstrikar þörf okkar allra fyrir öruggan íverustað. Aðal skrímslanna hefur ávallt ver- ið hversu mannleg þau eru í við- brögðum sínum og framkomu, sem gerir það að verkum að lesendur eiga alltaf auðvelt með að setja sig í spor þeirra hvort sem þau takast á við afbrýðisemi, gleði eða sorg. Margir deila vafalítið þörf skrímsl- anna til að láta gott af sér leiða og komast, líkt og skrímslin, að því að ef allir leggja sitt lóð á vogarskál- arnar er ekkert óyfirstíganlegt. Með samkenndina að leiðarljósi verður heimurinn að betri stað og það eru mikilvæg skilaboð til ungra lesenda. Hjálp í viðlögum Myndabók Skrímsli í vanda bbbbn Eftir Áslaugu Jónsdóttur, Kalle Güettler og Rakel Helmsdal. Myndir: Áslaug Jónsdóttir. Mál og menning 2017. 32 bls. SILJA BJÖRK HULDUDÓTTIR BÆKUR

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.