Morgunblaðið - 03.01.2018, Side 2

Morgunblaðið - 03.01.2018, Side 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. JANÚAR 2018 Að loknum veisluhöldum um jól og áramót flykkist landinn í líkamsræktarstöðvarnar sem aldrei fyrr. Hrönn Svansdóttir, framkvæmdastjóri Crossfit Reykjavík segir að líkamsræktin byrji vel eftir hátíð- arnar. „Crossfit Reykjavík hefur haft opið alla daga ársins frá árinu 2010. Við höfum haft opið upp á hvern einasta dag hvort sem það er jóladagur, nýársdagur eða páska- dagur. Það eru margir sem vilja æfa á hátíðisdögum og sleppa aldrei úr degi. Við komum til móts við þá með því að hafa opið í stuttan tíma þá daga. Það er oft mikil stemming á hátíðisdögum og fjölskyldan kemur öll saman. Þau yngstu fara í barnapössun á meðan aðrir í fjölskyldunni taka á í stöðinni,“ segir Hrönn. Hún segir að aðsókn hafi verið góð þá tvo daga sem liðnir eru af árinu. Fá góða kennslu og hafa gaman af Hrönn segir að þeir sem séu að byrja að hreyfa sig verði að passa sig á því að fara ekki of geyst af stað. „Fólk á að velja hreyfingu sem það hefur gaman af og fá góða kennslu og leiðbeiningar í upphafi. Þeir sem ekki hafa stundað líkamsrækt lengi og ætla að æfa í Crossfit þurfa að byrja á grunnnámskeiði sem stendur í fjórar vikur,“ segir Hrönn og bætir við að heilbrigði og heilsa ætti að vera aðalmarkmið líkamsræktar. Líkamsrækt í ársbyrjun Morgunblaðið/Árni Sæberg Laugar Mikil aðsókn var í Laugar World Class þegar ljósmyndara Morgunblaðsins bar að garði. Svipaða sögu var að segja frá öðrum líkamsræktarstöðvum landsins. Það á m.a. við um Crossfit Reykjavík þar sem mikið er um að vera. Líkamsræktin tekin með trompi GRAN CANARIA 23. janúar í 7 nætur Bir tm eð fyr irv ar au m pr en tvi llu r. He im sfe rð ir ás kil ja sé rr étt til lei ðr étt ing aá slí ku .A th. að ve rð ge tur br ey st án fyr irv ar a. Frá kr. 79.995 Sólarferð til Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/senda grein Prentun Landsprent ehf. Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Eftirlit lögreglu og Neytendastofu með sölu og notkun skotelda í lok síðasta árs og byrjun þessa hefur gengið vel til þessa. Ekki hafa verið gerðar margar athugasemdir. Hins vegar er erfitt, eðli málsins sam- kvæmt, að koma í veg fyrir að ein- staklingar skjóti upp flugeldum og sprengi á ókristilegum tíma. Lögreglustjórum og Neytenda- stofu er falið að hafa eftirlit með sölu og notkun skotelda samkvæmt nýrri reglugerð sem innanríkisráðu- neytið gaf út á síðasta ári. Þar er kveðið á um að allir skoteldar sem hér eru seldir skuli hafa CE-merk- ingu. Það þýðir að framleiðandi þeirra lýsir yfir að þeir standist fjölmargar lágmarkskröfur sem gerðar eru í Evrópu, meðal annars um öryggi og innihald mengandi efna. Neytendastofa kannaði málin á höfuðborgarsvæðinu fyrir áramótin og gerði athugasemdir við nokkrar vörur. Guðrún Bjarnadóttir, gæða- stjóri Neytendastofu, segir að al- mennt megi segja að vörurnar séu í þokkalegu lagi. Ekki hafi borist neinar tilkynningar um galla í skot- eldum, það sem af er. Það sé alveg nýtt. Tekur hún fram að lögreglan hafi ekki fengið upplýsingar um hvort galli var í skottertu sem sprakk með miklum látum á götu í Vesturbænum eða hvort rangri meðhöndlum var um að kenna. Samkvæmt myndbandi sem farið hefur víða virðist atvikið hafa valdið hættu fyrir fólk. CE-merkingin gildir á öllu Evr- ópska efnahagssvæðinu þannig að ekki er verið að selja hér skotelda sem bannaðir eru annars staðar. Þorsteinn Jóhannsson, sérfræðing- ur hjá Umhverfisstofnun, segir að þessar reglur eigi að tryggja að þungmálmar og þrávirk efni séu undir ákveðnum mörkum. Hann getur þess að mengunin á gamlárs- kvöld hafi stafað af svifryki sem verði til þegar miklu er skotið upp á litlu svæði. Veður var þannig að menguninni blés ekki jafnóðum í burtu. Lítið sem lögreglan getur gert Í reglugerðinni er tíminn sem skjóta má upp flugeldum styttur um þrjár klukkustundir á dag. Skoteldana má nota frá 28. desem- ber til 6. janúar, að báðum dögum meðtöldum, frá klukkan 10 að morgni til 10 að kvöldi. Áður var leyft að skjóta upp frá 9 að morgni og til miðnættis. Oddur Ólafsson lögreglumaður segir að áramótin hafi gengið nokk- uð snurðulaust fyrir sig. Hann seg- ist ekki hafa heyrt um það að meira hafi verið kvartað undan flugelda- skotum á nóttunni en áður. Lög- reglan sé send á staðinn, þegar til- kynnt er um slíkt, ef tök eru á. Eðli málsins samkvæmt sé atburðurinn löngu um garð genginn þegar lög- reglan kemur og því lítið hægt að gera. Hann segir að höfða verði til fólks um að sýna almenna kurteisi með því að skjóta ekki upp flug- eldum eftir að fólk er almennt gengið til náða. Einnig verði fólk að reyna að sýna umburðarlyndi á meðan þessi tími stendur yfir. Aukið öryggi og minni mengun  CE-merkingar krafist á öllum skoteldum, sem seldir eru hér á landi, samkvæmt nýrri reglugerð  Sömu kröfur og annars staðar í Evrópu  Ákvæði um hámark á þungmálmum og þrávirkum efnum Morgunblaðið/Hari Flugeldar Allt sem fer upp kemur aftur niður, stendur á vef Sorpu. Magnús Heimir Jónasson mhj@mbl.is Áramótaskaupið 2017 mældist með 72% áhorf samkvæmt bráðabirgða- tölum RÚV. Svokallað VOD áhorf og tímaflakk er ekki talið með inni í þeirri tölu og er búist við því að endanlegar áhorfstölur fyrir Áramótaskaupið 2017 verði í það minnsta 75%, samkvæmt upp- lýsingum frá RÚV. Það er meira áhorf en á Ára- mótaskaupið 2016, sem mældist með 73% endanlegt áhorf. Skaupið var auk þess með 99,1% hlutdeild þeirra sem voru að horfa á sjón- varp (mældar sjónvarpsstöðvar). Að sögn Skarphéðins Guðmunds- sonar, dagskrárstjóra RÚV, var kostnaðurinn við skaupið svipaður og undanfarin ár, eða um 30 millj- ónir króna. Áhorf breytilegt eftir árum Áhorf á Áramótaskaupið hefur breyst mikið á undanförnum árum. Árið 2011 voru endanlegar áhorfs- tölur Áramótaskaupsins 86,3% af þjóðinni. Árið eftir voru endanlegar áhorfstölur 82,5%. Áhorfið jókst ör- lítið að nýju 2013 og mældist end- anlegt áhorf 82,7%. Árið 2014 fór áhorfið hins vegar niður um heil 10% og var endanlegt áhorf 72,6%. Áhorf Íslendinga á Áramótaskaup- ið batnaði hins vegar töluvert árið eftir og náði 83,7% árið 2015. Almennt virtust Íslendingar ánægðir með áramótaskaupið í ár ef dæma má af samfélagsmiðlum og fjölmiðlaumfjöllun. Fleiri horfðu á Áramótaskaupið Skarphéðinn Guðmundsson  RÚV áætlar meira áhorf nú en ári fyrr

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.