Morgunblaðið - 03.01.2018, Side 18
18 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. JANÚAR 2018
Hlaupakettir
og talíur
Smiðjuvegi 66 • Kópavogi • 580 5800 • www.landvelar.isFuruvöllum 3 • Akureyri • 461 2288
Skaft- og keðjutalíur úr áli og stáli
- lyftigeta allt að 20.000 kg.
Rafdrifnar keðjutalíur
- lyftigeta allt að 4000 kg.
Borgarráð hefur samþykkt að út-
hluta Sorpu bs. lóð á Álfsnesi undir
nýja gas- og jarðgerðarstöð. Heim-
ilt verður að byggja 12.800 fermetra
hús á lóðinni.
Lóðin sem um ræðir er 82.195
fermetrar að stærð. Sorpa greiðir
Reykjavíkurborg 169,6 milljónir
króna fyrir byggingarrétt á lóðinni.
Verðið byggist á mati tveggja lög-
giltra fasteignasala og miðast við
13.250 krónur fyrir hvern heimilað-
an byggingarfermetra. Tekið er
fram í bréfi skrifstofu eigna og at-
vinnuþróunar borgarinnar að lóða-
mörk geti færst til vegna fyrirhug-
aðrar legu Sundabrautar og
veghelgunarsvæðis hennar eftir að
nýtt og breytt deiliskipulag hefur
tekið gildi. Sorpa á að greiða verð
lóðarinnar innan 90 daga frá sam-
þykki.
Útboð er nú í gangi á Evrópska
efnahagssvæðinu í hina nýju gas- og
jarðgerðarstöð í Álfsnesi. Tilboð
verða opnuð nú í janúar. Miðað hef-
ur verið við að stöðin kosti um þrjá
milljarða króna með tækjum, bún-
aði og öðrum kostnaði.
Með tilkomu stöðvarinnar verður
hætt að urða heimilisúrgang en í
staðinn verða gas- og jarðgerðar-
efni unnin úr honum. Stefnt er að
því að yfir 95% af heimilisúrgangi á
samlagssvæði Sorpu verði endur-
nýtt þegar stöðin er komin í gagnið.
Sorpa er byggðasamlag í eigu
sveitarfélaganna sex á höfuðborg-
arsvæðinu; Reykjavíkur, Hafnar-
fjarðar, Kópavogs, Seltjarnarness,
Mosfellsbæjar og Garðabæjar. Til-
gangur byggðasamlagsins er að
annast meðhöndlun úrgangs í sam-
ræmi við lög. sisi@mbl.is
Kaupir lóð undir
gasgerðarstöð
Sorpa borgar 170 milljónir fyrir lóð í
Álfsnesi Tilboð í stöð opnuð fljótlega
Morgunblaðið/Frikki
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
Nú í vikunni verður starfsemi
endurhæfingarstöðvarinnar Hæfis í
Egilshöll í Reykjavík ýtt úr vör. Þar
starfa nú þrír læknar og jafn marg-
ir sjúkraþjálfarar, sálfræðingur og
félagsráðgjafi – allt fólk sem hefur
góða þekkingu á hinum ýmsu þátt-
um endurhæfingar. Fagfólk þetta
vinnur að verulegu leyti sem þver-
faglegt teymi en til Hæfis getur
leitað fólk sem þarf þjónustu fag-
fólks, ýmist í einstaklings- eða hóp-
meðferð. „Við horfum til þess að
sinna fólki sem glímir við færni-
skerðingu sem getur verið af ýms-
um toga. Mikilvægast er að settar
séu upp áætlanir fyrir hvern og
einn, hvernig sem endurhæfingu og
meðferð er annars háttað,“ segir
Ása Dóra Konráðsdóttir, fram-
kvæmdastjóri Hæfis.
Ása Dóra er sjúkraþjálfari að
mennt og á að baki langan starfs-
feril, meðal annars á Reykjalundi
og hjá Virk – starfsendurhæfing-
arsjóði. Alls eru tíu manns nú
komnir til starfa hjá Hæfi. Lækn-
arnir í þeim hópi eru Guðni Ar-
inbjarnar, sérfræðingur í bækl-
unarlækningum, Gunnar Kr.
Guðmundsson endurhæfingar-
læknir og Jósep Ó. Blöndal sem síð-
asta aldarfjórðunginn og alveg fram
á síðasta ár var yfirlæknir við háls-
og bakdeild St. Franciskusspítala í
Stykkishólmi.
Spilar vel saman
Starfsemi Hæfis er í 500 fer-
metra plássi í Egilshöll. Þar í hús-
inu, sem er alls 32 þúsund fermetr-
ar, er margvísleg önnur tengd
starfsemi, svo sem líkamsræktar-
stöð World Class. Þá er löng inni-
göngubraut meðfram stórum yfir-
byggðum knattspyrnuvelli í
Egilshöll og er hún mikið notuð,
ekki síst yfir vetrartímann. Allt ætti
þetta að spila vel saman.
„Við leggjum mikið upp úr góðu
samstarfi við heilsugæsluna og að
geta aðstoðað þegar þverfaglegrar
nálgunar er þörf. Hér horfum við til
þess hóps sem ekki er tilbúinn í
starfsendurhæfingu en þarf annars-
konar endurhæfingu og utanum-
hald. Meðferð þarf að aðlaga að
getu einstaklingsins á hverjum
tíma. Fólk verður sjálft að ráða
ferðinni og vera áfram um samstarf
svo vel takist til,“ segir Ása Dóra.
Jósep Blöndal segir að starf
lækna verði jafnan að byggjast á
þverfaglegri nálgun. Góður heim-
ilislæknir, svo dæmi sé tekið, þekki
sitt fólk, líkamlegt ástand sjúklings,
fyrri sjúkdóma og slysfarir, jafnvel
ættarsögu, greiningar, meðhöndlun,
lyfjanotkun, aðgerðir og svo fram-
vegis. Einnig félagslegar aðstæður;
hjúskaparstöðu, skólagöngu, fé-
lagslíf og fleira – það er hina fjöl-
mörgu þætti sem geta gefið vís-
bendingar um getu viðkomandi til
að takast á við vandamál.
„Læknir gefur sjúklingi greinar-
góðar upplýsingar um hið sjúklega
ástand og forðast að sjúkdómsvæða
það með til dæmis ónauðsynlegum
lyfjagjöfum og rannsóknum. Traust
milli fagaðila og skjólstæðings er
lykilatriði og virk þátttaka sjúklings
í greiningu og meðferð sömuleiðis,“
nefnir Jósep og segir þetta allt
skipta máli þegar langvinnt verkja-
ástand er meðhöndlað. Þverfaglegri
nálgun hafi verið beitt á háls- og
bakdeild St. Franciskusspítala í
Stykkishólmi allt frá stofnun henn-
ar árið 1992.
„Þrjár afturvirkar rannsóknir
hafa leitt í ljós góðan árangur af
starfseminni, en þegar ég lét af
störfum þar í júní síðastliðnum voru
á áttunda hundrað manns á biðlista
eftir meðferð,“ segir Jósep.
Sókn í kerfið verður minni
Fagteymi háls- og bakdeildar-
innar í Stykkishólmi kvartaði
löngum yfir því, segir Jósep, að
ekki væri til staðar samsvarandi
starfsemi á Reykjavíkur- og
Eyjafjarðarsvæðinu og þá gjarnan í
göngudeildarformi. Starfsemi Hæfis
bæti vonandi úr því að einhverju
leyti.
„Nálgunin í meðferð hér er að
gera viðkomandi kleift að fást við
og sigrast á hindrununum af eigin
rammleik. Sókn sjúklingsins í heil-
brigðiskerfið verður minni, sem
dregur úr ónauðsynlegum rann-
sóknum, meðferð, lyfjanotkun,
skurðaðgerðum og þess háttar. Í
upphafi setur fagfólk hér upp grein-
ingar- og meðferðaráætlun með
raunhæfum markmiðum. Sú áætlun
er svo endurskoðuð reglulega og
meðal annars metið hvort þörf sé á
aðkomu annarra sérfræðinga eða
inngripum af einhverju tagi. Þetta
módel er núorðið það sem opinberar
leiðbeiningar um víða veröld mæla
með – og í samfélagi nútímans er
mikil þörf á svona meðferð,“ segja
þau Ása Dóra Konráðsdóttir og
Jósep S. Blöndal að lokum.
Sigrast á hindrunum af eigin rammleik
Hæfi hefur starfsemi Þverfagleg endurhæfing í Egilshöll Læknar, sjúkraþjálfarar, sálfræð-
ingar og fleiri á sömu stöðinni Sinna bakveikum Traust milli fagfólks og sjúklings er lykilatriði
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Þjálfun Starfsemi Hæfis er fjölbreytt og í Egilshöll er komin aðstaða til að sinna ólíkum vanda skjólstæðinga.
Læknir Jósep Ó. Blöndal hefur mikið sinnt fólki með háls- og bakvanda og
er frumkvöðull hér á landi í endurhæfingu og aðstoð við þann stóra hóp.
Hæfi Ása Dóra Konráðsdóttir er
framkvæmdastjóri stöðvarinnar.