Morgunblaðið - 03.01.2018, Page 22

Morgunblaðið - 03.01.2018, Page 22
22 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. JANÚAR 2018 Bíldshöfða 16, 110 Reykjavík 414 84 00 www.martex.is Þýska merkið Greiff framleiðir hágæða fatnað með áherslur á nútíma hönnun, þægindi og fjölbreytt vöruúrval. Góð þjónusta byrjar með flottum fatnaði. STARFSMANNAFATNAÐUR FYRIR HÓTEL OG VEITINGAHÚS. Milli jóla og nýárs voru fyrst á Eg- ilsstöðum og Hveragerði teknar í notkun hlöður fyrir rafbíla og er það samstarf Orku náttúrunnar og N1. Þessi tækni er komin upp við margar stöðvar fyrirtæksins úti á landi en stefnan er sú að hlöður verði komnar með reglulegu milli- bili við allan hringveginn fyrir páska á þessu ári. Hlöður þessar eru nú orðnar 25 talsins, en þær fyrstu voru settar upp árið 2014. Ellefu voru tengdar og komið í brúk á nýliðnu ári. „Við hjá N1 munum fylgja þess- ari þróun eftir. Í dag fara 80% af öllum hleðslum á raf- og hybrid- bílana fram við heimili fólks og vinnustaði. En við ætlum að vera leiðandi og höfum sett upp hlöður við stöðvarnar okkar, til dæmis í Borgarnesi, Staðarskála og Blönduósi og þeim verður fjölgað á komandi árum þannig að við- skiptavinir okkar geti farið hring- inn umhverfis landið og raunar mun víða á bílum sem nota raf- magn sem orkugjafa. Framtíðin er líka sú að fyrir utan almennar verslanir verða hlöður og það höf- um við í huga við kaup okkar á Festi. Allt er þetta hluti af þróun og ef fyrirtæki taka ekki þátt í þró- un og nýjungum tapa þau leiknum, eins og mörg dæmi úr viðskipta- sögunni eru um,“ segir Eggert. Hlöður við allan hringveginn ÆLTA AÐ VERA LEIÐANDI Í RAFBÍLAVÆÐINGUNNI Á ÍSLANDI Orka Rafhleðslustöðvar fyrir bíla hafa verið settar upp við margar af stöðvum N1 hringinn í kringum landið, enda vilja stjórnendur félagsins vera leiðandi í þróuninni. VIÐTAL Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Verulegar breytingar eiga sér nú stað á eldsneytismarkaði, sem olíufé- lögin þurfa að bregðast við. Bílar í dag eru sparneytnari en áður og nýir orkugjafar ryðja sér til rúms. Egg- ert Þór Kristófersson, forstjóri N1, segir að eftir samtöl sín við bíla- framleiðendur sé trú sín að hybrid- bílar verði ráðandi á Íslandi í fram- tíðinni; það er ökutæki sem ganga fyrir rafmagni til dæmis í innanbæj- arakstri en á bensíni á lengri leiðum utanbæjar eða við íslenskar að- stæður til dæmis í kulda og snjó. Hverfisstöðvar leggjast af „Í starfsemi N1 hefur fjölgun ferðamanna leitt af sér að sala á elds- neyti úti á landi er orðin mun stærri póstur í starfsemi fyrirtækisins en áður var. Lengi var reglan sú að 70% af eldsneytissölu fyrirtækisins voru í þéttbýlinu en í dag er þetta hlutfall komið niður í 55%. Landsbyggðin verður því mjög þýðingarmikil í við- skiptamódeli N1 sem byggist á sögu fyrirrennara okkar. Viðskipti úti á landi hafa alltaf skapað styrk okkar,“ segir Eggert og heldur áfram: „Á höfuðborgarsvæðinu sjáum við fyrir okkur að þjónustustöðvum fækki og þær sem eru inni í íbúða- hverfum, eins og eru til dæmis við Ægisíðu og Stóragerði í Reykjavík, leggist af. Áfram verða stórar stöðv- ar við helstu stofnbrautir og þær þurfa líka að vera fjölfarnar svo rekstur beri sig, því að koma upp stöð með öllu sem því fylgir er fjár- festing til tuttugu ára og pakki upp á 500 til 700 milljónir króna.“ Dísel í vanda Ýmsar sviðsmyndir af notkun jarðefnaeldsneytis á komandi árum hafa verið dregnar upp. Fyrir nokkr- um árum var mjög veðjað á dísel- knúna bíla, enda menguðu þeir minna en til dæmis bensínbílar. Eftir því sem þekkingin er meiri og tækninni fleygir fram hafa önnur sjónarmið orðið ofan á. „Díselbílar eiga erfiðara upp- dráttar nú áður. Blekkingar stjórn- enda Wolksvagen í Þýskalandi að segja bílana menga mun minna en raunin var eins og afhjúpað var fyrir nokkrum árum hafa dregið dilk á eftir sér og áhrifanna gætir enn. Bensínvélar eru sparneytnari en áð- ur og þar með verður salan per bíl og kílómetra minni, en á meðan ferðamönnum fjölgar verður hins vegar áfram meiri sala,“ segir Egg- ert. Til vitnis um þessa fjölgun nefnir hann að sumarið 2010 hafi um 2.000 bílar á dag komið á N1-stöðina í Vík í Mýrdal. Nú sé þessi bílafjöldi að koma daglega í október. Þá verði að taka með í breytuna að áfram sé gert ráð fyrir mikilli fjölgun er- lendra ferðamanna sem til landsins koma. Á nýliðnu ári hafi þeir verið tæplega tvær milljónir og á árinu 2018 sé gert ráð fyrir 20% fjölgun þeirra. Einkabíllinn mengar lítið Umhverfisáhrif vegna notkunar jarðefnaeldsneytis í dag eru mest frá flugvélum og svo skipum, litlum sem stórum. Um sjávarútveginn gildir að aflvélarnar í dag eru spar- neytnari en áður, en verða að mestu áfram knúnar skipadíselolíu, sam- anber mikla endurnýjun í togara- flotanum á síðustu mánuðum. Notk- un á rafmagni í skipum muni efalítið aukast, en sú orka mun seint duga til þess að knýja t.d. vélar flutninga- skipa eða uppsjávarskipin þegar trollin, með kannski hundruðum tonna af loðnu, eru dregin um borð. „Af öllu eldsneyti sem íslensku ol- íufélögin selja fer mest í flugið og á skipin. Eldsneyti á bíla er ekki nema 25-30% af heildarmagninu og einka- bíllinn skapar ekki nema 3-5% af þeirri mengun sem við viljum öll draga úr. Mestum árangri þar náum við sennilega með endurheimt vot- lendis og nýrri tækni sem draga myndi úr útblæstri í flugi, sigl- ingum, frá stóriðjunni auk margra annarra aðgerða. Einkabíllinn verð- ur áfram ráðandi á Íslandi, skipulag, aðstæður og veðrátta ráða því. Að miða samgöngurnar við borgarlínu, hjólreiðar eða að fólk fari erinda sinna gangandi gengur ekki upp nema allir búi þá í blokkum í 101 Reykjavík. Í frjálsu samfélagi lætur fólk heldur engan segja sér fyrir verkum um samgöngur; hvort það eigi að hjóla, taka strætó eða nota einkabílinn eins og flestir munu áfram gera.“ N1 verður allt öðruvísi fyrirtæki Starfsemi stórra markaðsdrifinna fyrirtækja eins og N1 er í sífelldri þróun, segir Eggert Þór Krist- ófersson. Fyrirtækið er nú á tíma- mótum með kaupunum á Festi, sem rekur meðal annars verslanir Krón- unnar. Samkeppnisyfirvöld séu nú að yfirfara þau viðskipti og verði þau samþykkt mun N1 væntanlega taka við keflinu um mitt þetta ár. „N1 verður allt öðruvísi fyrirtæki eftir fimm til tíu ár en það er nú. Eldsneytissala verður minni hluti af okkar starfsemi en annað kemur í staðinn. Þjónustustöðvarnar verða í ríkari mæli almennar verslanir með til dæmis tilbúnum mat. Þar munu áherslur Krónunnar koma sterkar inn og einnig höfum við starfsemi Q8 í Svíþjóð, sem er ekki ósvipað fyrir- tæki og N1, til hliðsjónar,“ segir Eggert og bætir við að lokum: „Allt þetta tengist svo því hvað ferðaþjónustan skiptir orðið miklu máli fyrir starfsemi fyrirtækja eins og okkar og þar er landsbyggðin sér- stakur styrkur okkar. Aðstæðum úti á landi þarf pólitíkin þó sérstaklega að mæta. Í dag er N1 að innheimta fyrir ríkissjóð ýmis gjöld af elds- neyti, eyrnamerkt samgöngumálum, sem nema alls 16 til 17 milljörðum króna á ári en aðeins lítill hluti af því skilar sér á réttan stað. En nú virðist mér vera samhljómur í því að setja þurfi meira fé í úrbætur á vegunum svo þeir sinni kröfum samfélags sem á svo mikið undir góðum og greiðum samgöngum.“ Eldsneytissalan færist út á land  Breytingar í sölu hjá N1  Sparneytnari bílar og hybrid eru í sókn  Fjölgun ferðamanna hefur breytt markaðinum  Segir einkabíllinn ekki menga mikið og verða áfram ráðandi í samgöngum Morgunblaðið/Sigurður Bogi Forstjórinn Enginn lætur segja sér hvort eigi að hjóla, taka strætó eða taka einkabílinn eins og flestir munu áfram gera, segir Eggert Þór Kristófersson. Miklabraut Um 60% af allri eldneytissölu er á höfuðborgarsvæðinu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.