Morgunblaðið - 03.01.2018, Side 25
Auka innlenda
olíuframleiðslu
Vilhjálmur A. Kjartansson
vilhjalmur@mbl.is
„Með nýrri aðstöðu getum við hæg-
lega tvöfaldað ef ekki þrefaldað
framleiðslu okkar á lífdísil,“ segir
Haukur Björnsson, forstjóri Ís-
lenska gáma-
félagsins, en fé-
lagið framleiðir í
dag um 160 þús-
und lítra á ári af
lífdísil sem er að
mestu til eigin
nota á bílaflota
fyrirtækisins.
„Aukinn fjöldi
ferðamanna hef-
ur aukið verulega
magn steikingar-
olíu sem fellur til frá hótelum og
veitingastöðum en hún er undir-
staðan í framleiðslunni og með
nýrri aðstöðu undir framleiðslu á
lífdísil framleiðum við langt um-
fram eigin not.“
Íslenska gámfélagið leita því nú
að samstarfsaðila til að nýta eða
selja olíuna.
„Framleiðslan uppfyllir ströng
skilyrði sem sett eru um eldnsneyti
á ökutæki, en hentar einnig til
notkunar í stað svartolíu og í iðnaði.
Uppfyllir framleiðslan svokallaðan
EN 14214 staðal fyrir notkun á
ökutæki og hefur hlotið vottun sem
innlent og vistvænt eldsneyti frá
Orkustofnun,“ segir Haukur og
bendir á að steikingarolía er fram-
leidd úr jurtum og sá koltvísýr-
ingur sem losnar við bruna elds-
neytisins er úr kolefni sem þegar er
í umhverfinu.
Margvíslegur ávinningur
„Þegar plönturnar, sem notaðar
eru til olíuframleiðslunnar er rækt-
aðar, binda þær koltvísýring úr
andrúmsloftinu og nýta það til vaxt-
ar. Það er öfugt við það þegar jarð-
efnaeldsneyti er brennt, því þá er
kolefnismagn í andrúmsloftinu auk-
ið með kolefni sem var bundið í olíu
í iðrum jarðar.“
Ávinningurinn af notkun lífdísil
er því verulegur að sögn Hauks
sem bendir jafnframt á að um sé að
ræða innlenda framleiðslu sem
dragi verulega úr kolefnisspori
eldsneytisins.
Íslenska gámafélagið framleiðir um
160 þúsund lítra af lífdísil úr feiti á ári
Haukur
Björnsson
FRÉTTIR 25Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. JANÚAR 2018
Erna Ýr Öldudóttir
ernayr@mbl.is
„Tímabilið sem selja má jólabjór hef-
ur verið skilgreint í reglugerð þann-
ig að það má selja hann út vikuna.
Við höfum nú
samt leyft honum
að vera aðeins
lengur í sölu,“
segir Sigrún Ósk
Sigurðardóttir,
aðstoðarforstjóri
Vínbúðarinnar,
Áfengis- og tób-
aksverslunar rík-
isins (ÁTVR).
Hún telur ástæð-
una fyrir regl-
unum vera að eftirspurnin minnki
verulega eftir hátíðirnar. Tímabilið
hafi verið skilgreint með þessum
hætti en þau hafi þó ekki innkallað
jólabjórinn. „Síðan tekur þorrabjór-
inn við og páskabjórinn eftir það.“
Hún segir að nokkrir birgjar hafi til-
kynnt verðlækkun um áramótin og
muni 20 vörunúmer lækka í verði.
Jólabjórinn verði til sölu í Vínbúðum
ÁTVR út janúar eða eins og birgðir
endast. Sala á jólabjór frá 15. nóv-
ember til 31. desember hafi verið 741
þúsund lítrar, sem er um tvö þúsund
lítrum minna en í fyrra. Mest seldu
tegundirnar voru Tuborg Julebryg,
Víking- og Thule-jólabjór, Jólagull
og Jólakaldi.
„Reglurnar í ÁTVR eru þannig að
árstíðabundnar vörur eins og jóla-
bjór eru einungis til sölu í ákveðinn
tíma og eftir þann tíma dettur bjór-
inn úr sölu í öllum vínbúðum. Þá er
óseldur bjór sendur aftur til birgja
og honum fargað,“ segir Hilmar
Geirsson, vörumerkjastjóri Víking
brugghúss.
Komið í veg fyrir förgun
„Jólabjórinn sem við erum með í
sölu í ÁTVR er á þessum tímapunkti
í mjög góðu ástandi og um fullgóðan
bjór að ræða sem rennur ekki út fyrr
en næsta haust. Til að koma í veg
fyrir þessa sóun á matvælum og í
leiðinni koma til móts við neytand-
ann höfum við ákveðið að lækka
verðið á jólabjór frá okkur í ÁTVR
þar til hann dettur úr sölu eða klár-
ast. Verðlækkun fer eftir tegundum
en er á bilinu 20%-30% af útsöluverði
ÁTVR og því um töluverða lækkun
að ræða. Vonandi verður þetta til
þess að neytendur sjái sér hag í því
að drekka jólabjór aðeins lengur og
minnka þannig í leiðinni magnið af
bjór sem þarf að farga.“
Jólabjór fer á útsölu
til að minnka sóun
Sala leyfileg til og með 6. janúar
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Jólabjór Hilmar Geirsson, vöru-
merkjastjóri hjá Víking brugghúsi.
Sigrún Ósk
Sigurðardóttir
ÙTSALA
FRÍ HEIMSENDING
UM ALLT LAND
Útsalan er hafin
Suðurlandsbraut 30 • sími 553 3755
Þorgrímur Kári Snævarr
thorgrimur@mbl.is
Fornleifastofnun Íslands telur forn-
minjar í Fnjóskadal vera í bráðri
hættu vegna fyrirhugaðrar bygging-
ar Hólsvirkjunar þar í nágrenninu.
Við könnun stofnunarinnar á svæð-
inu árin 2012 og 2016 fundust tíu
kolagrafir, fimm leiðir, þrjár mógraf-
ir, þrír vörslugarðar, einn túngarður
og útihús, ein rista og eitt sel og að
auki tóft, þúst og garðlag með óþekkt
hlutverk. Fornminjar eru friðaðar
samkvæmt lögum og leyfi þarf frá
Minjastofnun Íslands til þess að
fornleifar megi víkja fyrir fram-
kvæmdum og með hvaða skilmálum.
Mótvægisaðgerðir gegn raski
„Þetta eru merkilegar minjar,“
sagði Rúnar Leifsson, minjavörður
Norðurlands, eystra um selin tvö á
framkvæmdasvæðinu. „Það verður
ekkert hróflað við þeim; við munum
aldrei leyfa það. Það átti að leggja
veg í gegnum annan selstaðinn og við
fórum fram á að hann yrði fluttur frá
og að öllum framkvæmdum yrði
beint frá seljunum. Ef það þarf að
raska einhverjum minjum förum við
fram á að þær séu rannsakaðar og að
hægt sé að grafa í þær fyrst. Ef fyrir-
hugaðar áætlanir um framkvæmdir
raska fornminjum þarf leyfi frá okk-
ur og við förum í öllum tilvikum fram
á mótvægisaðgerðir, t.d. uppgröft og
rannsókn á kolagröfunum.“
Rúnar segir mótvægisaðgerðir
vera margvíslegar og fara eftir eðli
fornminjanna. „Þegar framkvæmdir
skarast á við leiðir fer venjulega
fram uppgröftur á þeim.Við reynum
alltaf fyrst að sjá til þess að áætl-
unum og hönnun sé breytt. Ef það er
ekki hægt verðum við að hugsa málið
og fara fram á mótvægisaðgerðir, ef
við á annað borð leyfum rask forn-
minja. Ef til stæði að raska minjum á
borð við sel væri það nokkuð mikið
mál og yrði meiriháttar uppgröftur.
Við myndum aldrei leyfa röskun á
slíku fyrr en að vel ígrunduðu máli.“
Ekki stærra mál en mörg önnur
„Það gerist eiginlega alltaf eitt-
hvað svona þegar framkvæmdir fara
í gang,“ sagði Kristborg Þórsdóttir,
fornleifafræðingur hjá Fornleifa-
stofnun.„Þetta er ekki stærra mál
en mörg önnur. Ég tel helst mjög
mikilvægt og jákvætt að fram-
kvæmdin hafi öll farið í gegnum rétt
ferli. Það er búið að fara fyrst á vett-
vang, taka út svæðið, svo í framhald-
ið af þeirri vinnu voru gerðar breyt-
ingar til þess að sneiða hjá ýmsum
minjum sem komu í ljós. Það er búið
að koma til móts við minjarnar.
Þetta er í réttum farvegi og ekkert
óvenjulegt eða óvenjumikið af minj-
um miðað við framkvæmdir af þess-
ari stærðargráðu. Það er alltaf bara
jákvætt að rétt leið sé farin, að það
sé búið að skrá þessar minjar og það
verði tekin upplýst ákvörðun um
framhaldið.“
Fornminjum raskað vegna
fyrirhugaðrar Hólsvirkjunar
Fornleifafræðingur segir allt vera í réttum farvegi
Morgunblaðið/Skapti
Fnjóskadalur Fornleifastofnun segir virkjunina ógna minjum á svæðinu.