Morgunblaðið - 03.01.2018, Blaðsíða 28
28 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. JANÚAR 2018
3. janúar 2018
Gengi Kaup Sala Mið
Dollari 104.17 104.67 104.42
Sterlingspund 140.64 141.32 140.98
Kanadadalur 83.08 83.56 83.32
Dönsk króna 16.747 16.845 16.796
Norsk króna 12.691 12.765 12.728
Sænsk króna 12.675 12.749 12.712
Svissn. franki 106.77 107.37 107.07
Japanskt jen 0.9251 0.9305 0.9278
SDR 148.23 149.11 148.67
Evra 124.7 125.4 125.05
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 151.7383
Hrávöruverð
Gull 1285.4 ($/únsa)
Ál 2241.0 ($/tonn) LME
Hráolía 66.43 ($/fatið) Brent
Skannaðu kóð-
ann til að sjá
gengið eins og
það er núna á
● Aðalheiður Magnúsdóttir hefur keypt
hlut í jóga- og heilsusetrinu Sólum á
Fiskislóð á Granda, á móti stofnanda
fyrirtækisins, Sólveigu Þórarinsdóttur,
viðskiptafræðingi og jógakennara. Aðal-
heiður er ásamt eiginmanni sínum, Sig-
urbirni Þorkelssyni, aðaleigandi Fossa
markaða en hún á jafnframt og rekur
Ásmundarsal í Reykjavík.
Kaupir hlut í Sólum
BAKSVIÐ
Helgi Vífill Júlíusson
helgivifill@mbl.is
Hlutfall erlendra fjárfestinga í
sprotafyrirtækjum fór vaxandi á
árinu 2017 samanborið við árið áður.
Aftur á móti lækkaði heildarfjárhæð
fjárfestinga í nýsköpun á milli ára í 3
milljarða, úr 5 milljörðum. Þetta seg-
ir Salóme Guðmundsdóttir, fram-
kvæmdastjóri Icelandic Startups.
„Það er áhugavert,“ segir Einar
Gunnar Guðmundsson, forsvarsmað-
ur frumkvöðlamála hjá Arion banka,
„að þrjú íslensk fyrirtæki fengu
hreina erlenda fjárfestingu á árinu.“
WuXi NextCODE, þar sem Hannes
Smárason er forstjóri og er m.a. með
skrifstofur á Íslandi, fékk jafnvirði
25 milljarða króna í fjármögnun sem
leidd var af Sequoia Capital í Kína.
Íslensk erfðagreining kom Next-
Code á laggirnar til að selja sjúk-
dómsgreiningar til lækna og sjúkra-
húsa í Bandaríkjunum. WuXi
PharmaTech keypt NextCode á 8,5
milljarða árið 2015.
TeaTime, nýtt sprotafyrirtæki á
vegum þeirra sem ýttu Plain Vanilla
úr vör, safnaði 165 milljónum króna
frá erlendum fjárfestum. Fjárfest-
ingin var leidd af Index Ventures,
einum stærsta sprotasjóði í Evrópu.
Authenteq fékk 135 milljónir króna
frá erlendum fjárfestum. Þeirra á
meðal er Draper Associates sem var
meðal fyrstu fjárfesta í Tesla, Skype
og Hotmail.
Efla tengslin við útlönd
Salóme segir mikilvægt að efla
tengslin við erlenda fjárfestingasjóði
því hérlendis vanti fjárfesta í ný-
sköpun sem geti stutt við vöxt fyrir-
tækja eftir að þau hafi náð tiltekinni
stærð. „Sjóðir hér á landi hafa ekki
burði til að fylgja þeim eftir.“
Minna var fjárfest í sprotum í
fyrra en árið áður. Það er rakið til
þess að þrír nýir fjárfestingasjóðir
litu dagsins ljós árið 2015, þ.e. Frum-
tak 2, Brunnur og Eyrir sprotar.
Þeir eru, að fráskildum Brunni, full-
fjárfestir í nýfjárfestingum. Þess
vegna voru hendur þeirra bundnar
árið 2017. Það sem eftir er í sjóð-
unum á að nýta til að styðja við bakið
á núverandi fjárfestingum. „Af þeim
sökum er mikilvægt að Crowberry
hafi verið stofnaður á síðastliðnu
ári,“ segir Einar Gunnar.
Salóme segir að Crowberry sjóð-
urinn, sem leiddur er af Helgu Val-
fells og tveimur öðrum fyrrverandi
starfsmönnum Nýsköpunarsjóðs,
fjárfesti í ungum fyrirtækjum. Sjóð-
urinn er fjórir milljarðar króna að
stærð. Upplýst var um fyrstu fjár-
festingu sjóðsins í Travelade fyrir
viku.
Stærstu tíðindin
„Stærstu og jákvæðustu tíðindin á
árinu voru kaup bandaríska fyrir-
tækisins NetApp á Greenqloud,“
segir Einar Gunnar. Fram hefur
komið í fjölmiðlum að fyrirtækið hafi
verið keypt fyrir rúmlega 5 milljarða
króna. „Það er algjörlega meirihátt-
ar. Maður vill gjarnan sjá sölur af
þessari stærðargráðu eða stærri,“
segir hann og vonar að það leiði til
þess að frumkvöðlarnir og aðrir hlut-
hafar muni fjárfesta aftur í nýsköp-
un hér á landi.
Að sögn Einars var Nýsköpunar-
sjóður á meðal hluthafa og því fái
sjóðurinn fjármagn við söluna til að
halda áfram að leggja sprotum lið.
Hann er svokallaður sígrænn sjóður,
sem þýðir að hann fjármagnar fjár-
festingar með sölu á eignarhlutum
en fær ekki fjármagn frá ríkissjóði.
Salóme segir að það hafi verið
dapurlegt að CCP hafi hætt þróun á
sýndarveruleikaleikjum á liðnu ári
og margir misst vinnuna. „Við vorum
búin að stimpla okkur inn sem vagga
sýndarveruleika. Fjárfestar beindu
hingað sjónum en við misstum tæki-
færið til að verða best á þessu sviði,“
segir hún og nefnir að það sé mik-
ilvægt að nýta tækifærin áður en
aðrir grípa þau.
Auknar erlendar fjárfestingar
Morgunblaðið/Sverrir
DeCode WuXi NextCODE á rætur að rekja til Íslenskrar erfðagreiningar.
Erlendir fjárfestar litu í meiri mæli til sprotafyrirtækja í fyrra en áður Minna var þó fjárfest í sprotum
Raforkudreifingarfyrirtækið Lands-
net gerði tvær breytingar á gjald-
skrá sinni nú um áramótin, en í báð-
um tilvikum er um verðlækkun að
ræða. Frá þessu segir í tilkynningu á
heimasíðu félagsins.
Annarsvegar lækkar gjald sem
innheimt er vegna útgáfu uppruna-
ábyrgða, inn- og útflutnings, úr 3,75
kr./MWst niður í 3,25 kr./MWst, og
hinvegar er um að ræða 20% verð-
lækkun á gjaldskrá vegna flutnings-
tapa.
Samið á þriggja mánaða fresti
Í tilkynningunni segir að Lands-
net semji um kaup á raforku vegna
flutningstapa á þriggja mánaða
fresti og ákvarðast gjaldið af kostn-
aði við útboð Landsnets.
Hvað upprunaábyrgðirnar varðar
þá segir á heimasíðunni að það sé
hlutverk Landsnets að gefa út slíkar
ábyrgðir (græn skírteini) sem eru þá
staðfesting á að raforka sé framleidd
með endurnýjanlegum orkugjöfum.
Innheimt er gjald á hverja mega-
wattstund (MWst) af viðkomandi
framleiðanda. tobj@mbl.is
Raforka Ný gjaldskrá Landsnets
tók gildi nú um áramótin.
Tvær verðlækk-
anir Landsnets
Tengjast upp-
runaábyrgðum og
flutningstöpum
Tjarnargötu 4, 3. hæð | Sími 546 1100 | investis@investis.is | investis.is
Fyrirtæki til sölu
Verslun, innflutningur og þjónusta Lýsing
Íþróttavöruverslun og innflutningur Fyrirtækið er með umboð fyrir heimsfræg merki, veltir um 170 milljónum.
Hestavöruverslun Sérhæft fyrirtæki með vörur fyrir hesta og hestamann í Reykjavík.
Innflutningsfyrirtæki Sérhæft fyrirtæki sem selur inn á trésmiðjur og skildan iðnað. Góður hagnaður.
Ísbúðir Tvær arðbærar ísbúðir í Reykjavík og Kópavogi.
Innflutningur Sérhæft og arðbært fyrirtæki sem veltir tæpum 200 milljónum, mjög góð ebitda.
Heildverslun með sælgæti Dreifingarfyrirtæki sem er sérhæft í sælgæti og skildar vörur,
velta um 60 milljónir.
Heildversun með (non food) Dreifing í verslanir og stórmarkaði, velta um 350 milljónir.
Sérverslun í Reykjavík Verslun sem sérhæfir sig í meðgönguvörum.
Sérverslun í Reykjavík Verslun í austurbæ sem veltir um 600 milljónum, ebitda um 60 til 65 milljónir.
Veitingahús og ferðaþjónusta
Veitingahús Veitingahús sem rekur tvo veitingastaði í Reykjavík, mikill vöxtur og sérstaða.
Veitingahús í Kringlunni Rótgróinn veitingastaður í Kringlunni, mjög góð staðsetning.
Veitingahús á Laugaveginum 50% hlutur í góðu veitingahúsi sem er hluti af alþjóðlegri keðju veitingahúsa.
Kaffihús í 101 Reykjavík. Mjög arðbært kaffihús í Kvosinni í 101 Reykjavík.
Sérhæfð bílaleiga Bílaleiga sem er leigir út pallbíla með camperum, mjög góður hagnaður,
góður búnaður.
Afþreyingafyrirtæki Mjög vel tækjum búið fyrirtæki í dagsferðum og lengri ferðum,
mikil vöruþróun, góður hagnaður.
Keðja veitingahúsa Arðbær keðja veitingahúsa með langa og góða rekstrarsögu.
Veitingahús í Kvosinni Bistro staður í Kvosinni sem veltir um 150 milljónum, góður hagnaður og
stöðug velta.
Gistiheimili í 101 Reykjavík Mjög vel staðsett gistiheimili í Reykjavík. Miklir möguleikar.
Bar í 101 Reykjavík Mjög arðbær bar í 101 Reykjavík. Smart innréttingar og góður kúnnahópur,
góður hagnaður.
Framleiðsla, iðnaður, þjónusta, verktaka
Framleiðslu- og þjónustuverkstæði Arðbært en lítið fyrirtæki með smiðju og reglubundna þjónustu fyrir
stórfyrirtæki, velta um 60 milljónir.
Málmiðnaðarfyrirtæki
með umfangsmikinn innflutning Landsfrægt iðnfyrirtæki með um 500 milljón króna veltu.
Leiðandi fyrirtæki í þjónustu fyrir laxeldi Sérhæft fyrirtæki sem þjónustar eldisfyrirtæki. Mikill vöxtur og góð afkoma.
Verktakafyrirtæki á Suðurnesjum Gamalgróið verktakafyrirtæki á Suðurnesjum, vel tækjum búið.
Arðbært fyrirtæki
Heilsuvöruframleiðandi Frumkvöðlafyrirtæki sem hefur þróað og framleiðir heilsuvörur,
fyrirtækið er arðbært.
Kjúklingaframleiðsla Sérhæfð kjúklingaframleiðsa sem byggir á lífrænni framleiðslu og dýravelferð.
Framleiðslubúnaður til glavanhúðunar Viðskiptasambönd fylgja.
Fyrsta sprotafyrirtækið var skráð á First North-hliðarmarkaðinn í fyrra,
Klappir – grænar lausnir. „Klappir gætu orðið öðrum sprotum góð fyr-
irmynd. Mögulega er þetta merki um að fleiri sprotafyrirtæki hyggi á
skráningu,“ segir Salóme.
Einar Gunnar segir að um helmingur fyrirtækja skráðra á minni hluta-
bréfamarkaði eins og First North sé rekinn með neikvæðu sjóðstreymi.
Það merki að fyrirtækin stundi þróun af margvíslegum toga og séu ekki
endilega byrjuð að skapa tekjur eða séu að stíga sín fyrstu skref. Rík hefð
sé fyrir því í Svíþjóð.
Skráning á First North
KLAPPIR – GRÆNAR LAUSNIR
Salóme
Guðmundsdóttir
Einar Gunnar
Guðmundsson