Morgunblaðið - 03.01.2018, Side 40

Morgunblaðið - 03.01.2018, Side 40
40 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. JANÚAR 2018 Óseyrarbraut 12, 220 Hafnarfirði | Klettagörðum 5, 104 Reykjavík | stolpigamar@stolpigamar.is Gámaleiga Er gámur lausnin fyrir þig? Við getum líka geymt gáminn fyrir þig 568 0100 stolpigamar.is HAFÐU SAMBAND Búslóðageymsla z Árstíðabundinn lager z Lager z Sumar-/vetrarvörur Frystigeymsla z Kæligeymsla z Leiga til skemmri eða lengri tíma Skúli Halldórsson sh@mbl.is „Það er stóra spurning dagsins hjá okkur, erum við lítil eða meðal- stór? Ég myndi segja að við vær- um að minnsta kosti ekki stór.“ Þetta segir Skjöldur Pálma- son, fram- kvæmdastjóri Odda hf. á Pat- reksfirði, spurð- ur út í ummæli Lilju Rafneyjar Magnúsdóttur, formanns at- vinnuveganefnd- ar Alþingis, sem birtust í Morg- unblaðinu í gær. Sagði hún ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur ætla að taka veiði- gjöld til endurskoðunar á árinu, með það að markmiði að lækka gjöld á lítil og meðalstór fyrirtæki og tengja þau við afkomu fyrir- tækjanna. Klárt að bregðast þarf við „Ég held að við hljótum að flokkast innan þessarar skilgrein- ingar,“ segir Skjöldur og bætir við að hann fagni þessum áformum. „Okkur líst mjög vel á þessar áætlanir, án þess þó að vita nokk- uð hvað raunverulega á að felast í þessu. Það er í það minnsta klárt að bregðast þarf við þessu ástandi eins og það blasir við okkur í dag.“ Skjöldur segir veiðigjöldin íþyngjandi í þessu árferði, þegar gengi krónunnar er í hæðum sem ekki hafa sést lengi. „Við stöndum hreinlega ekki undir þessari skattbyrði sem þarna er sett á okkur. Eins og þetta er í dag þá fara um tólf til fjórtán prósent af aflaverðmætinu í veiðigjöld. Það er gríðarlega mik- ið þegar hagnaður þessara fyrir- tækja fyrir fjármagnsliði, skatta og afskriftir er nánast enginn. Þessi peningur er bara ekki til, því miður,“ segir Skjöldur. „Frá okkar sjónarhorni eru þessi áform þann- ig ekki bara góð, heldur nauðsyn- leg.“ Mikil tekjuskerðing vegna styrkingar krónunnar Við útreikning veiðigjalda er mið tekið af hagnaði útgerðanna fyrir tveimur árum. Árið 2015 var ágætis rekstrarár fyrir sjávar- útveginn og því eru mjög háar töl- ur notaðar til að reikna út veiði- gjaldið í ár. Heyrst hefur frá þeim, sem talað hafa fyrir óbreyttum veiðigjöldum, að útgerðirnar hefðu átt að leggja til hliðar þegar vel áraði til að vera í stakk búnar þeg- ar á móti blési, eins og nú er raun- in. Skjöldur blæs á slíkan málflutn- ing. „Fyrir tveimur árum síðan sá ekki nokkur Íslendingur fyrir sér að krónan yrði eins sterk og hún er í dag. Menn mega ekki gleyma því að þessi styrking krónunnar hefur haft í för með sér um tutt- ugu til þrjátíu prósenta tekju- skerðingu hjá þeim fyrirtækjum sem flytja út fisk. Á sama tíma hefur innlendur kostnaður, svo sem laun og annað slíkt, hækkað um tuttugu prósent. Þær for- sendur sem voru til staðar árið 2015, þeim er alls ekki að heilsa í dag,“ segir Skjöldur. „Jafnvel þó árið 2015 hafi verið sæmilegt rekstrarár þá var ekki mikill gróði í fyrirtækjunum. Fjár- festingarþörf fyrirtækja í bolfisk- vinnslu var mikil á þessum tíma og er það enn í dag, þar sem menn hafa ekki getað ráðist í nauðsyn- lega endurnýjun,“ segir hann og bendir á að flotinn sé að mestu kominn á gamals aldur. „Þó verið sé að endurnýja að miklu leyti skipaflota stóru útgerð- anna, sem flestar hverjar eru í uppsjávarveiðum, þá hafa venjuleg bolfiskfyrirtæki alls ekki getað fjárfest í nauðsynlegum tækjum og tólum, sem þó er búið að hanna og þróa, til að koma okkur framar í samkeppni við aðrar þjóðir. Ef lit- ið er yfir vertíðarflotann þá eru þetta meira eða minna fjörutíu ára gömul skip.“ „Mönnum stórblæðir um hver einustu mánaðamót“ „Það var því kannski ekki það sem við þurftum fyrst og fremst að gera við peningana árið 2015 – að geyma þá fyrir veiðigjöld árið 2017 – heldur þurftum við að nýta þá í nauðsynlegar fjárfestingar í uppbyggingu á búnaði.“ Að lokum segist hann vonast til að málinu vindi fljótt fram. „Vonandi gengur þetta sem hraðast fyrir sig. Ég heyri á koll- egum mínum að mönnum stór- blæðir núna um hver einustu mán- aðamót þegar þeir þurfa að borga tugi milljóna í veiðigjöld, á sama tíma og afkoman er ekki í neinum takti við gjöldin.“ Áformin „ekki góð heldur nauðsynleg“ Ríkisstjórn Katrínar Jak- obsdóttur áformar að taka veiðigjöld í sjávar- útvegi til endurskoð- unar. Framkvæmdastjóri útgerðar á Patreksfirði segir gjöldin íþyngjandi í árferði sem þessu, þeg- ar sterkt gengi krón- unnar og hár kostnaður gerir sjávarútvegsfyr- irtækjum erfitt um vik. Patreksfjörður „Við stöndum hreinlega ekki undir þessari skattbyrði sem sett er á okkur,“ segir Skjöldur. Klárt sé að bregðast þurfi við ástandinu. Skjöldur Pálmason Oddi hf. er sjávarútvegsfyrirtæki sem var stofnað árið 1967 og rekur eigin útgerð, vinnslu og markaðsstarfsemi. Félagið gerir út skipið Núp BA-69, sem er beitingavélaskip og aflar um 3.000 tonna á ársgrundvelli, og Brimnes BA-800, sem er línu- og dragnótabátur og aflar um 1.200 tonna á ársgrundvelli. Jafnframt leggur Vestri BA-63, sem er í eigu Vestra ehf., upp nær allan afla sinn hjá Odda hf. en það eru um 600 tonn á ári, að því er fram kemur á vef fyrirtækisins. Í landi starfrækir Oddi bolfiskvinnslu þar sem saltaðar, ferskar og frosnar afurðir eru unnar úr bolfiski. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Núpur við bryggju Félagið gerir út Núp og Brimnes frá Patreksfirði. Rekur útgerð og vinnslu á Patró

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.