Morgunblaðið - 03.01.2018, Síða 46

Morgunblaðið - 03.01.2018, Síða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. JANÚAR 2018 Elínrós Líndal elinros@mbl.is Eitt gott ráð til að fara með inn í nýja árið er að búa til heimagerðar snyrtivörur úr því sem eftir verður um hátíðina. Við mælum með að frysta kjötafganga og kartöflur og hita upp þegar hentar á nýju ári. En í þessari grein ætlum við að rifja upp hvernig einfaldar mat- vörur geta frískað upp á útlitið. Rósir úr jólaskreytingum geta jafn- vel fengið nýtt hlutverk í dýrindis rósavatni. Rósavatn Andlitsvatn úr rósablöðum er löngu þekkt fyrir töfrandi áhrif á húðina. Hugmyndin er runnin frá Eygptalandi hinu forna. Konur um víða veröld hafa tekið upp aðferðina og hefur rósavatnið þótt svo öflugt að það hefur fengið orð á sig fyrir að vera leynivopn fallegra kvenna víðs vegar um heim. Rósavatn hentar öllum húðteg- undum og er nærandi, yngir húðina og styrkir. Það hjálpar húðinni að viðhalda réttu rakastigi og dregur úr bólgum og roða. Vatnið er einnig græðandi og hjálpar til við að jafna áferð húðarinnar. Hægt er að úða rósavatni yfir farðann til að auka á ljómann í skammdeginu. Sumir spreyja rósavatni á koddann til að fá betri slökun og minnka streitu en rósablöð þykja áhrifarík á andlega líðan. Rósavatn má einnig nota sem næringu eftir hárþvott. Og svo slær fátt það út að væta bómull með rósavatni, kæla í ísskáp og leyfa svo köldu rósavatninu að liggja á aug- um í 10 mínútur til að minnka augn- poka og yngja upp augnsvæðið. Rósavatnið helst ferskt í allt að viku í ísskáp. 1 bolli af rósablöðum 1 bolli af vatni magn eftir þörfum Hitið vatn í potti. Setjið jafnt hlutfall af rósablöðum og vatni í pottinn. Látið malla í 5 mín. á mjög léttri suðu. Gott er að hafa glæra skál sem þolir hita í miðjunni til að halda rósablöðunum niðri. Sigtið rósavatnið í skál og kælið vatnið við stofuhita. Setjið í viðeig- andi sótthreinsuð ílát. Sykurskrúbb Að örva húðfrumur með grófum skrúbb hjálpar til við að fjarlægja dauðar húðfrumur og örva blóðrás- ina í efsta lagi húðarinnar. Þessi að- ferð er einnig talin auka brennslu og minnka appelsínuhúð. Best er að bera skrúbbinn á þurra húðina með hringlaga strokum. Eftir meðferð- ina verður húðin silkimjúk, slétt og hraustleg. 1 bolli af brúnum sykri 1 bolli af grófu haframjöli 1 bolli af ólífuolíu Blandið innihaldsefnum saman í skál. Avókadómaski Flestir þekkja hvaða áhrif avó- kadó hefur á heilsuna, enda er ávöxturinn kallaður smjör Miðjarð- arhafsins. En ávöxturinn er einnig góður sem maski á húðina þar sem hann er ríkur að ómega 3-fitusýrum og öðrum andoxunarefnum. Hann er einnig ríkur að steinefnum og A-, B-, K- og E-vítamíni, sem allt hefur jákvæð áhrif á uppbyggingu húðar- innar. Avókadó er talið yngja húð- ina og minnka bólgur og hrukkur svo eitthvað sé nefnt. Uppskriftin að þessum maska er afar einföld, en mælt er með því að bera hann strax á húðina en ekki geyma í ísskáp nema þá aðeins til að kæla fyrir notkun. Berið ríkulega á andlit, háls og bringu og látið ávöxtinn sjá um að næra húðina í allt að 30 mín. í senn. Einnig er mælt með að setja þessa uppskrift í hárið 15 mín. fyrir þvott til að fá fallega glansandi hár og betri hársvörð. Maskann má bera á allan líkamann áður en farið er í sturtu, en það er fátt sem nærir húðina betur en avókadó. ½ avókadó 2 tsk heitt vatn 1 tsk hunang Pressið avókadóávöxtinn með gaffli og blandið heitu vatni og hun- angi hægt og rólega saman við. Epson-sjávarsalt Epson-sjávarsalt er himeskt til að losa um eiturefni, streitu og bólgur í líkamanum. Best er að setja saltið í bað og liggja í baðinu í allt að 30 mín. Einnig er hægt að búa til andlitsmaska og skrúbb úr saltinu. Þeir sem stunda sjóböð vita að salt er ein magnaðasta næring sem líkaminn fær. Epsonsalt minnkar bólgur, hreinsar og róar líkamann. Saltið mýkir húðina og gerir hana stinna. Þeir sem eru lengra komnir í heimagerðu snyrti- vörunum eru sólgnir í að gera sínar eigin sápur úr meðal annars ólífu- olíu og rósavatni og nota þær í bland við Epsonsaltið í sturtu. ¾ bolli Epsonsalt út í bað Uppskrift Epsonsaltsskrúbbur: 1 lítill bolli Epsonsalt ½ bolli af kókósolíu (eftir smekk) Mælt er með að blanda uppskrift- ina með rósavatni eða ilmkjarna- olíu. Agúrku-augngel Besta ráðið við augnpokum er kalt agúrku-augngel. Agúrkur eru bólgueyðandi og ríkar að andox- unarefnum. Þær eru sagðar taka dökka bauga undir augum sem og slétta og næra húðina. Það besta við þessa aðferð er að uppskriftin er mjög einföld. Svo mælum við með því að kæla vatn í ísskápnum með nokkrum sneiðum af agúrku í til að fá meðferðina sem áhrifarík- ast í gegnum meltingarfærin á sama tíma og gelið er haft undir augum. 1 agúrka Notið blandara til að búa til gel úr agúrkunni. Kælið gelið í ísskáp fyrir notkun undir augun. Kaffi-andlitsmaski Þessi kaffi-andlitsmaski er bland- aður súkkulaði og kókosolíu en maskinn hefur löngum verið þekkt- ur fyrir nærandi áhrif á húðina. Best er að búa hann til og nota um leið og hann er tilbúinn. Uppskriftin er einföld og fljótleg. Maskann má einnig bera á allan líkamann og er mælt með að gera það í gufu til að fá sem mest áhrif. Bæði kaffið og súkkulaðið er ríkt að andoxunar- efnum og kornin í kaffinu henta vel til að ná dauðum húðfrumum í burtu. Gott er að leyfa maskanum að sitja í 15 mín. á húðinni. 1 tsk kaffiduft 1 tsk kakóduft 1 tsk kókosolía Blandið hráefnum í skál og hrær- ið vel saman. Við mælum með að bragðbæta maskann með myntu eða sítrónu eins og hentar hverjum og einum. Hver kannast ekki við þær aðstæður að vilja hreinsa allan óþarfa út úr húsinu eftir hátíð- irnar og byrja nýtt ár á heilbrigðari lífsstíl? Jól- in, sem einkennast af matarboðum og ljúfum stundum, hafa það stundum í för með sér að matur safnast upp og skreytingar á borð- unum eiga ekki lengur heima í hugarheimi þess sem er að hefja árið með nýjum venjum. Heimaspa breyttu bað- herberginu í heimaspa. Afgangarnir úr eldhúsinu notaðir til fegrunar Avodaco Maskinn er nærandi fyrir húðina. Mottur setja punktinn yfir i-ið á heimilinu. Persía er sérdeild innan Parka með stök teppi og mottur. Við bjóðum upp á sérvalin handhnýtt austurlensk teppi og fjölbreytt úrval af vönduðum vélofnum gervi- og ullarteppum. Bjóðum aðeins það besta fyrir þig. Parki ehf. • Dalvegi 10-14 • 201 Kópavogi • www.parki.is • parki@parki.is • sími: 595 0570 VIÐARPARKET • UTANHÚSSKLÆÐNINGAR • VÍNYLPARKET • FLÍSAR • HURÐIR • TEPPI • KERFISLOFT • HARÐPARKET • INNRÉTTINGAR
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.