Morgunblaðið - 03.01.2018, Síða 63

Morgunblaðið - 03.01.2018, Síða 63
FRÁSÖGN 63 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. JANÚAR 2018 mönnum að stofnun Síldar- og fiski- mjölsverksmiðju Akraness hf. (SFA) árið 1937, sem var eitt fyrsta almenningshlutafélag landsins. Áttu nánast allir Skagamenn sem vettl- ingi gátu valdið hlutabréf í fyrir- tækinu. SFA keypti m.a. og gerði út togarann Víking, eitt mesta aflaskip þjóðarinnar um áratuga skeið. Einnig átti Þórður á sama ári þátt í stofnun hlutafélagsins Víðis, sem m.a. gerði út togarann Sindra og einnig lét það félag smíða stærsta skip sem skipasmíðastöð Þorgeirs og Ellerts hafði smíðað árið 1943, en það var báturinn Víðir, 104 brúttólestir að stærð. Hlutafélagið Víðir varð ein styrkasta stoð bæjar- ins og var m.a. á árinu 1941 lang- hæsti gjaldandi hreppsfélagsins; það starfaði á Akranesi um 12-14 ára skeið og veitti fjöldamörgum at- vinnu á Akranesi. Á árinu 1918-19 létu útgerðar- mennirnir Þórður Ásmundsson, Loftur Loftsson og Haraldur Böðv- arsson sameiginlega reisa rafstöð í Sandgerði. Á Akranesi voru aðal- forgöngumenn þess að rafmagn var tekið í notkun þar þeir bræður Bjarni Ólafsson og Ólafur B. Björnsson; en það var á árinu 1918. Ári síðar reisti Þórður rafstöð fyrir fyrirtæki sín og nokkur nærliggj- andi hús. Á árinu 1919 skiptu þeir Loftur og Þórður upp félagi sínu þannig að hlutur Þórðar var rekst- urinn á Akranesi en Loftur rak einn áfram fyrirtækin á Suðurnesjum. Auk rekstursins í Sandgerði stund- aði Loftur öfluga útgerð, fiskverkun og verslun í Keflavík og Reykjavík til dánardags. Á árinu 1943 var hafin bygging hins nýja hraðfrystihúss Heima- skaga, sem var í eigu Þórðar. Húsið stóð á þeim stað þar sem álitið er að fyrsta býlið á Skaga hafi staðið. Þórði entist ekki aldur til að sjá verklokin, en hann lést á því ári, að- eins 58 ára að aldri. Í þetta hrað- frystihús var fyrsta íslenska frysti- vélin, „Héðinspressan“, sett. Var hún smíðuð af Vélsmiðjunni Héðni hf. upp úr 1950 og sett upp í hrað- frystihúsinu árið 1954. Fram að þeim tíma höfðu allar frystivélar verið innfluttar. Þórður átti einnig mjög ríkan þátt í hafnarbótum á Akranesi, Sandgerði og Reykjavík ásamt fé- lögum sínum þeim Lofti Loftssyni og Bjarna Ólafssyni en hafnarskil- yrði voru léleg á Akranesi, aðeins bryggjan í Steinsvör við Krossvík. Þá stóð Bjarni fyrir byggingu fyrstu steinbryggjunnar á Akranesi, í Lambhúsasundi, en hún gekk jafn- an undir nafninu Bjarnabryggja. Til viðbótar og vegna mikilla fisk- og vöruflutninga fyrirtækis Lofts og Þórðar milli Sandgerðis og Reykja- víkur var bátabryggja byggð fyrir neðan núverandi Hafnarbúðir í Reykjavík, þar sem nú er vestasti hluti Grófarbakka; var hún kennd við Loft Loftsson, sem stóð fyrir byggingu hennar um 1918. Bryggja þessi, Loftsbryggja, var fjarlægð vegna uppfyllinga árið 1973. Þórður átti einnig ríkan þátt í stofnun vél- bátatrygginga á Akranesi. Vegna mikilla umsvifa við rekst- ur fyrirtækja sinna gat Þórður ekki sinnt félagsmálum eins og hann hefði viljað. Þó átti hann sæti í sóknarnefnd og skólanefnd á Akra- nesi um skeið. Einnig stofnaði hann karlakórinn Svani ásamt fleiri söng- áhugamönnum. Söng hann jafnan með kórnum enda hafði hann mik- inn og einlægan áhuga á söng. Forgöngumaður á réttri leið Þegar litið er yfir lífshlaup Þórð- ar Ásmundssonar kemur strax í ljós að hér er óvenju eljusamur forgöngumaður á ferð. Þeir ein- staklingar sem skapa slíka starf- semi eru oft kallaðir frumkvöðlar eða athafnaskáld (e. entrepre- neurs). Þeir sýna getu og vilja til að þróa, skipuleggja og leiða áhættu- viðskipti, oft við tvísýn skilyrði, í þeim tilgangi að afla hagnaðar. Þórður Ásmundsson lagði sig eftir að vinna að hugðarefnum sínum og verkefnum í samvinnu með ýmsum góðum vinum og félögum af Akra- nesi. Hann kærði sig hvorki um upphefð né vegtyllur, heldur hitt að hugsjónir hans mættu rætast og komast til framkvæmda. Fjöldi báta og skipa Þórðar sem hann gerði út einn eða í samvinnu með öðrum var 28, á þrjátíu og sjö ára tímabili (1906-1943). Einnig voru þeir Loftur Loftsson með marga báta í viðskiptum í Sandgerði, sennilega milli 10 og 12. Lætur því nærri að hátt í 40 bátar og skip hafi tengst útgerð Þórðar á hinum ýmsu tímabilum. Ólafur B. Björnsson, ritstjóri á Akranesi, orðaði frumkvöðlastarf vel í bók sinni „Sögu Akraness“, þegar fimm ungir menn keyptu fyrsta dekkvélbátinn, Fram, til Akraness árið 1906, eins og áður var sagt frá: „Ekkert áttu þessir ungu menn til nema hugrekki sitt, trúna á framtíðina, og að þeir væru hér á réttri leið; að vinna sjálfum sér, þorpi sínu og þjóð nokkurt gagn.“ Höfundur er fv. framkvæmdastjóri Dvalarheimilisins Höfða á Akranesi. Akranes Verslunar- og skrifstofuhús Þórðar Ásmundssonar, reist 1942 við Vesturgötu 48. Hjónin Þórður Ásmundsson og Emilía Þorsteinsdóttir ásamt þremur elstu börnum sínum. F.v. Ólína Ása, Steinunn, sem lést fimm ára, og Hans Júlíus. Síðar bættust við sex dætur, Ragnheiður, Steinunn, Arndís, Ingibjörg Elín, Þóra og Emilía. Sandgerði Verstöð Þórðar og Lofts árið 1913. Frystihús Heimaskaga Á þessum stað er talið að fyrsta býlið á Akranesi, Skagi, hafi staðið. Fram Fyrsti þilfarsvélbáturinn á Akranesi, árið 1906. Ljósmynd/Ól.Fr. Sig. Ljósmynd/ Sæm. Guðmundsson. Myndir/Ljósmyndasafn Akraness
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.