Morgunblaðið - 03.01.2018, Síða 71

Morgunblaðið - 03.01.2018, Síða 71
1999-2002; með ferðaþættinum Hvernig sem viðrar, sem sýndir voru á RÚV 2002; með matreiðsluþáttun- um, Út að grilla með Kára og Villa, sýndir á Skjá Einum 2003; með þátt- unum Skjás-Bingó, sýndir á Skjá Ein- um, 2004̧ var hugmynda og textasmið- ur á Fíton, auglýsingastofu 2002-2004; samdi handrit og lék í barnaþáttunum Algjör Sveppi, sem sýndir voru á Stöð 2, 2009-2014; hafði umsjón með spurningaþáttunum Nei hættu nú alveg, sem voru sýndir á Rás 2, 2009-2014; var heimspekikenn- ari við Öldutúnsskóla í Hafnarfirði 2010-2012, var hugmyndasmiður og handritshöfundur hjá Ennemm, aug- lýsingastofu, 2010-2013; rithöfundur að aðalsstarfi 2013-2017, og höfundur og leikari í leiksýningunni Vísinda- sýningu Villa sem sýnd var í Borgar- leikhúsinu á árunum 2013-2017. Villi hefur auk þess komið að fjölda smærri og stærri listrænna verkefna á tímabilinu og verið söngvari og aðal laga- og textahöfundur hljómsveit- arinnar 200.000 naglbíta. Hann hefur flutt erindi á fjölmörgum ráðstefnum og málþingum og í skólum um rit- störf, skapandi vinnu með börnum og vísindi og gagnrýna hugsun og komið reglulega fram í fjölmiðlum að ræða um ritlist og mikilvægi lista og skap- andi hugsunar. Bækur Villa eru Vísindabók Villa, 2013; Vísindabók Villa 2, 2014 ; Skutlubók Villa, 2015; Vísindabók Villa – Geimurinn og geimferðir, 2015; Ráðgátubók Villa, 2016; Vís- indabók Villa – Skynjun og skynvillur, 2016; Vilhelms World of Science – Ensk þýðing á Vísindabók Villa. Bandaríkin og Kanada, 2017; Vil- helms World of Science – Kínversk þýðing, 2017, Kína. (Væntanleg); og Nei hættu nú alveg – spurningar úr útvarpsþættinum vinsæla, 2017. Hljóðritað efni sem Villi og fleiri hafa sent frá sér: Askur Yggdrasils 1993; Neóndýrin - 200.000 naglbítar, 1998; Vögguvísur fyrir skuggaprins - 200.000 naglbítar, 2000; Hjartagull - 200.000 naglbítar, 2003; Karíus og Baktus - 200.000 naglbítar, tónlist í leiksýningu LA, 2006; The Midnight Circus - Vilhelm (sólóplata hljóðrituð í London) 2006; 200.000 naglbítar og Lúðrasveit Verkalýðsins - 200.000 naglbítar og Lúðrasveit Verkalýðsins, 2008; Með horn á höfði - Vilhelm, tón- list fyrir leiksýninguna Horn á höfði, 2009; Sveppi og Villi gera plötu - Sveppi og Villi, 2013; 200.000 naglbít- ar (ný plata væntanleg) 2017. Villi fékk Bókmenntaverðlaun starfsmanna bókverslana fyrir bestu barnabókina, Vísindabók Villa, 2013, var tilnefndur til Íslensku bók- menntaverðlaunanna fyrir Vísinda- bók Villa, 2013 og til Menningarverð- launa DV í flokki fræðirita fyrir Vísindabók Villa, 2013. Villi hefur margsinnis verið til- nefndur til Íslensku tónlistarverð- launanna, m.a. fyrir bestu plötur, bestu texta og bestu lög, fékk Grím- una fyrir bestu barnasýninguna 2010, Með horn á höfði en hann samdi þar tónlistina; sjónvarpsþættirnir Algjör Sveppi sem var barnaefni á Stöð 2 fékk nokkrum sinnum tilnefningu Eddunnar sem besta barnasjónvarp- sefnið, kvikmyndin Algjör Sveppi og Dularfulla hótelherbergið, fékk verð- laun sem besta barnamyndin 2010 og Lúðurinn, fékk ÍMARK - íslensku markaðsverðlaunin: Auk þess hefur Villi fengið fjölmargar tilnefningar og verðlaun m.a. fyrir bestu auglýsinga- herferðina, s.s. 2012 sem hugmynda- smiður og leikari. Villi situr í stjórn Rithöfundasam- bands Íslands, er meðlimur í Hag- þenki, félagi höfunda fræðirita og kennslugagna og er félagi í FTT, Fé- lagi tónskálda og textahöfunda STEF Villi hefur auk þess komið að fjölda verkefna og fjáraflana fyrir mismun- andi góðgerðarsamtök, sem kynnir, umsjónarmaður og/eða listamaður. Hann verður nú spurningahöfundur og dómari í þáttunum Gettu betur sem hefjast 8. janúar n.k.. Fjölskylda Synir Villa eru Illugi, f. 12.11. 2007, og Ríkharður Björgvin, f. 18.11. 2014. Systkini Villa eru Kári Jónsson, f. 10.6. 1979, tónlistarmaður og starfs- maður á Sjónvarpi Símans. Foreldrar Villa eru Jón Jónasson, f. 5.3. 1951, lektor við HÍ, og María Steingrímsdóttir, f .7.11. 1950, lektor við HA. Vilhelm Anton Jónsson Ingibjörg Antonsdóttir húsfr. á Dalvík Sveinbjörn Tryggvi Jóhannsson sjóm. á Dalvík Steinunn Sveinbjörnsdóttir starfsm. Héraðsskjalasafns Svarfdæla á Dalvík María Steingrímsdóttir lektor við HA, á Akureyri Steingrímur Þorsteinsson kennari á Dalvík Þorsteinn Jónsson verkam. á Dalvík Bryndís Jónasdóttir húsfr. og b. á Ölkeldu á Snæfellsnesi Ingibjörg Jónasdóttir prjónakona á Hvanneyri Kári Jónsson tónlistarmaður Marinó Þorsteinsson leikari á Akureyri Ragnheiður Hlíf Júlíusdóttir húsfr. á AkureyriJúlíus Brjánsson leikari Baldur Brjánsson töframaður Jónína Jónsdóttir úr Hörgárdal Jón Trausti Steingrímsson búnaðarkandidat á Keldum Sveinbjörn Tryggvi Steingrímsson tæknifr. í Rvík Magnfríður Himinbjörg Magnúsdóttir húsfr. í Þingnesi Jón Hjálmsson b. í Þingnesi í Borgarfirði Guðríður Jónsdóttir húsfr. í Borgarnesi Jónas Ragnar Þórólfsson bifvélavirki í Borgarnesi Ingibjörg Jónasdóttir húsfr. í Litlu-Brekku Þórólfur Þorvaldsson b. í Litlu-Brekku í Borgarhreppi Úr frændgarði Vilhelms Antons Jónssonar Jón Jónasson lektor við HÍ, í Rvík María Eðvaldsdóttir húsfr. á Dalvík ÍSLENDINGAR 71 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. JANÚAR 2018 hafðu það notalegt handklæðaofnum Vagnhöfða 11 - 110 Reykjavík - www.ofnasmidjan.is - sími 577 5177 Eigum úrval af Einar Arnalds fæddist íReykjavík 3.1. 1911. For-eldrar hans voru Ari Jóns- son Arnalds, ritstjóri og alþm. í Reykjavík og síðar sýslumaður og bæjarfógeti á Seyðisfirði, og k.h., Matthildur Einarsdóttir Kvaran, síðar Matthíasson, húsfreyja. Ari var sonur Jóns, bónda á Hjöll- um Finnssonar, bónda þar Arason- ar, bróður Jóns, afa Björns Jóns- sonar ráðherra, föður Sveins forseta og Ólafs, ritstjóra og stofnanda Morgunblaðsins, afa Ólafs B. Thors, fyrrv. forseta borgarstjórnar. Matthildur var systir Ragnars, föður Ævars R. Kvaran, leikara og rithöfundar, föður Gunnars selló- leikara. Annar bróðir Matthildar var Einar, afi Guðrúnar orðabókarit- stjóra og Hjörleifs, fyrrv. borgarlög- manns. Matthildur var dóttir Einars H. Kvaran, rithöfundar og forseta Sálarrannsóknarfélagsins. Eiginkona Einars yngri var Lauf- ey Guðmundsdóttir húsfreyja en dætur þeirra eru Kristín, cand. mag. og fyrrv. skólameistari Fjölbrauta- skólans í Breiðholti, og Matthildur, húsfreyja í Reykjavík. Einar lauk stúdentsprófum frá MR 1930 og embættisprófi í lög- fræði frá HÍ 1935. Hann kynnti sér sjórétt í Englandi, Þýskalandi og Danmörku 1935-38, fékk löggildingu sem niðurjöfnunarmaður sjótjóna og öðlaðist hdl.-réttindi. Einar var fulltrúi hjá lögreglu- stjóranum í Reykjavík 1938-44, fulltrúi hjá borgardómaranum frá 1944, var skipaður borgardómari 1945, skipaður yfirborgardómari 1962, var hæstaréttardómari 1964- 76 er hann lét af störfum fyrir aldurs sakir. Hann sat auk þess í Félags- dómi, var varasáttasemjari, formað- ur Siglingadóms, sat í landskjör- stjórn, var kjörinn af ráðgjafarþingi Evrópuráðsins í Mannréttinda- dómstól Evrópu, sat í stjórn Íslands- deildar norrænu lögmannasamtak- anna og í stjórn Lögfræðingafélags Íslands. Einar lést 24.7. 1997. Merkir Íslendingar Einar Arnalds 85 ára Halldór Kristjánsson Sigursveinn Helgi Jóhannesson Þórsteinn Glúmsson 80 ára Alice Lid Þórðarson Hulda Hjaltadóttir Loftur Jónsson Ragna Guðný Pedersen 75 ára Börkur Þórir Arnljótsson Guðmundur Pálsson Ingveldur Kristjana Eiðsdóttir 70 ára Ari Jónsson Guðmundur Örn Ingólfsson Halldóra Ingibjartsdóttir Jóhann Kjartansson Ragnheiður D. Steinþórsdóttir 60 ára Arnar Gylfi B. Friðriksson Edda Hrönn Steingrímsdóttir Eiríkur Jónsson Guðríður Hansdóttir Gunnar Bender Hulda Kristín Magnúsdóttir Juozas Eitmanavicius Magnea Herborg Björnsdóttir Þórunn Ósk Sölvadóttir Örn Þórisson 50 ára Anna Margrét Thoroddsen Esther Björk Davíðsdóttir Fernando Manuel da Silva Babo Guðmundur Bjarni Guðbergsson Guðmundur Þór Sigurðsson Halldór Óskar Arnoldsson Ingólfur Kristinn Ásgeirsson Sigmundur Guðni Sigurðsson Sigurður Rúnarsson 40 ára Edikas Bertasius Hannes Steindórsson Huy Van Nguyen Jánis Zarins Sigríður Jónína Jónsdóttir Siri N. á Svöð Brynhildardóttir Telma Hrönn Númadóttir 30 ára Arnar Pétursson Arnór Hrannar Karlsson Devin Adam Neubrander Einar Bergur Björnsson Marie Ann Hauksdóttir Marielle Moser Przemyslaw Gajda Sveinn Óttar Lárusson Ægir Már Jónsson Til hamingju með daginn 30 ára Unnar ólst upp í Hrísey, býr í Reykjavík og starfar sem verkfræð- ingur hjá Verkís ehf. Maki: Elsa Rós Smára- dóttir, f. 1987, starfs- maður hjá Össuri. Systur: Júlía Mist, f. 1986; Alma Björg, f. 1992, og Arnheiður Rán, f. 1983. Foreldrar: Almar Björns- son, f. 1959, sjómaður, og Þórunn Björg Arnórs- dóttir, f. 1963, skólastjóri í Hríseyjarskóla. Unnar Númi Almarsson 40 ára Pétur ólst upp í Winnipeg, býr í Reykjavík, lauk prófi í viðskiptafræði frá HR og er sölu- og markaðsstjóri hjá Freyju. Maki: Erla Rós Gylfadótt- ir, f. 1978, verkefnastjóri og tölvunarfræðingur hjá Reiknistofu bankanna. Börn: Svandís Lilja, f. 2003; Inga Sóley, f. 2007, og Konráð Thor, f. 2012. Foreldrar: Gunnar Gunn- arsson, f. 1941, og Jónína Konráðsdóttir, f. 1945. Pétur Thor Gunnarsson 40 ára Ásgeir ólst upp á Þingeyri, býr á Tálknafirði og er vörubílstjóri, mein- dýraeyðir og kaupmaður. Maki: Jóhanna Eyrún Guðnadóttir, f. 1979, kaupmaður. Synir: Jón Ólafur, f. 1997; Guðni Freyr, f. 1998, og Andrés Páll, f. 2008. Foreldrar: Jón Andr- ésson, f. 1937, skipstjóri á Þingeyri, og E. Ebba Gunnarsdóttir, f. 1939, húsfreyja. Ásgeir Jónsson Allir þeir sem senda blaðinumynd af nýjum borgara eðamynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einnmánuð. Hægt er að sendamynd og texta af slóðinnimbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is Börn og brúðhjón
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.