Morgunblaðið - 03.01.2018, Side 73

Morgunblaðið - 03.01.2018, Side 73
DÆGRADVÖL 73 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. JANÚAR 2018 Eyjasandi 2, 850 Hella - Víkurhvarfi 6, 203 Kópavogi, sími 488 9000 - samverk.is STURTUKLEFAR Mælum, framleiðum, útvegum festingar og setjum upp. ÞEKKING - GÆÐI - ÞJÓNUSTA SÉRSMÍÐUM ÚR GLERI Stjörnuspá Hrútur Lífið er ævintýri, kúnstin er bara að kunna að lifa því með réttu hugarfari. Annars vegar eru kröfur vinnunnar og hins vegar kröfur heimilis og einkalífs. 20. apríl - 20. maí  Naut Það er gaman að skiptast á skoð- unum við menn sem hafa þekkingu á þínu áhugamáli. Ef þú gerir það munt þú finna fyrir auknu frelsi. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Þú munt að öllum líkindum fá nýja innsýn í hlutina í dag. Veldu þér ákveðin vekefni og leystu þau síðan eitt af öðru. Þú ert glaður og fullur starfsorku. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Þér er óhætt að treysta eigin til- finningum í vandasamri ákvörðun sem nú bíður þín. Leggðu málin vel niður fyrir þér áður en þú ákveður þig. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Til þín berast sterkir straumar í dag. Einhver er að reyna að gera þér lífið leitt en þú átt auðveldlega að geta séð við hon- um. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Aðrir munu taka eftir þér í dag þannig að ráðlegt er að gefa gaum að útlit- inu. Ferðalög eða kostnaðarsamir atburðir eru inni í myndinni. 23. sept. - 22. okt.  Vog Þig langar svo að njóta athygli vinnu- félaga þinna að þú ert reiðubúinn að leggja ýmislegt á þig hennar vegna. Ekki eru allir viðhlæjendur vinir. 23. okt. - 21. nóv.  Sporðdreki Það er margt jákvætt á sveimi í kringum þig og þú átt alveg skilið að njóta góðs af einhverju af því. Vendu þig á að líta á björtu hliðarnar því þannig hefur lífið mest gildi. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Hagaðu orðum þínum svo að ekkert fari á milli mála hvað þú átt við. Líf- ið þarf ekki að vera afdrifaríkt til að vera eftirminnilegt. 22. des. - 19. janúar Steingeit Það er erfitt að gera svo öllum líki og reyndar er það sjaldan besti kost- urinn. Ef þú vilt eiga samskipti við ein- hvern aftur skaltu stíga fyrsta skrefið í kvöld. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Nú væri upplagt að ræða ferða- áætlanir eða málefni tengd útgáfu, fjöl- miðlun eða æðri menntun við maka eða vin. Gefðu þér því nægan tíma til að undir- búa hlutina. 19. feb. - 20. mars Fiskar Þú ert fullur hugmynda og sérð hlutina í réttu ljósi. Það eru ekki allir sem gera sér grein fyrir hversu mikla hæfileika þú hefur því hógværð þín hefur falið þá. Áfésbókarsíðu sinni valdiHjálmar Freysteinsson mann ársins: Maður ársins árvökull og enginn slóði er geitahirðirinn góði. „En lamb guðs?“ spurði Þórdís Kristjánsdóttir. Og Magnús Hall- dórsson bætti við: Hún sem engum er nú byrði, árviss gleði heims um ból, getur útaf góðum hirði, gagnast mönnum næstu jól. Hjálmar Freysteinsson sá ástæðu til að taka fram að „geitahirðirinn góði er að sjálfsögðu lífvörður IKEA geitarinnar ef einhver hefur ekki áttað sig á því.“ Kötturinn Jósefína Meulengracht Dietrich malaði á gamlársdag: „Við Eiður frændi syngjum há- stöfum: Rófur vorar hefjum hátt horfið kveðjum ár. Snoppur þvoum snotrar og snyrtum veiðihár.“ Krummi Hrafns krunkaði: Fengsæl tíðin fæði ber, fyllu kviðar. Óska vil ég öllum hér áts og friðar. Tvöþúsundogsautján sé, sé það hefur engin vé. Vé þess, grein við tímans tré, trénuð fuðrar upp við spé. Árið næsta, krunk og krá! krákur eflaust gleðja má. Má þá oft frá trýni að tá tálgast krás af beinum hrá. … þessu vonin vill nú spá, – krunk og krá! Ragnar Ingi Aðalsteinsson, sem alla bragarhætti þekkir, gat ekki orða bundist: „Þetta kallar Loftur Guttormsson stamhent. Vel gert, Krummi!“ Sigurjóna Björgvinsdóttir fann til samkenndar: Krummi svangur úti er enda langur frostakafli. Hvað skal góði gefa þér? sem glímir nú við fræ í skafli. Hreinn Þorkelsson bætti við: Valdi kuldinn vomum þér vorkunnar með afli. Bjóddu honum brauð og smér og blóðmör, undir gafli Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Maður ársins, kötturinn og krummi „MYNDIRÐU SEGJA AÐ ÞÚ SÉRT MJÖG METNAÐARFULLUR, FREKAR METNAÐARFULLUR, EÐA ENGIN ÓGN“ „VÁ! FIMMHUNDRUÐKALL. ÉG SKAL SKO EKKI EYÐA. HONUM ÖLLUM Á SAMA STAГ Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að sigla saman inn í sólarlagið. Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann ÁGÆTIS SÝRNI, MEÐ ÖRLITLUM HNETUKEIM JARÐTENGDUR, EINS OG AÐ GANGA UM Á NÝSLEGNU TÚNI EFTIR SÍÐDEGISSKÚR OSTA- SNOBB! FÁGAÐAR EN AUÐMJÚKAR ÉG FÓR Á FJÓRA MARKAÐI EN FANN Á ENDANUM KJÖTLÆRIÐ HANDA ÞÉR Á EKKI AÐ SPLÆSA Í KOSS? KYSS ÓUMDEILANLEGA Víkverji tekur eftir því að daginner farið að lengja – ekki mikið en það munar um hverja mínútu. Þá er ekki verra þegar himinn er heiður. Það munar ótrúlega miklu á dags- birtunni eftir því hvort er skýjað eða heiðskírt. Oft er myrkur um miðjan dag ef það er þungskýjað þegar sól- argangur er sem stystur. x x x Hins vegar fylgir oft kuldi þegarheiðskírt er. Þar er Víkverji síð- ur en svo á heimavelli. Þegar frostið nálgast tveggja stafa tölu vill hann helst halda sig inni við. Einhvern veginn vill svo til að einu gildir hversu mikið Víkverji dúðar sig, allt- af tekst kuldanum að læðast inn með einhverjum hætti og nísta inn að beini. x x x Víkverji hefur tekið eftir því aðþetta á alls ekki við um alla. Sumt fólk virðist geta verið tímunum saman fáklætt úti í kulda og trekki og unir sér aldrei betur. Ef það dug- ar ekki til dembir þetta fólk sér ein- faldlega í ískaldan sjóinn og flatmag- ar þar eins og ekkert væri sjálf- sagðara. Þessi kostur er jafnvel valinn þótt hægt sé að fara í ylvolgar laugar eða bara heitt bað heima hjá sér. x x x Víkverji hefur reyndar stundaðsjósund, en þá var hann staddur í Karíbahafinu. Þá hikaði hann ekki við að skella sér daglega í sjóinn og svamla þar baki brotnu innan um marglita fiska, sjávargróður og kór- alrif. Hann er ekki viss um að það teljist með hjá íslenskum sjósunds- görpum. x x x Víkverji dagsins er svokallaðstöngulmenni og hefur lítið til varnar þegar kuldinn byrjar að bíta. Í raun er sú staðreynd að Víkverji skuli vera Íslendingur líkleg til að af- sanna þróunarkenningu Darwins um að hinir hæfustu lifi af. Samkvæmt kenningunni ætti að vera útilokað að maður með holdafar Víkverja fædd- ist á Íslandi þegar þróunarkenningin hefði haft rúm þúsund ár til að at- hafna sig og vinsa úr vanbúin eintök til að lifa af á Íslandi. vikverji@mbl.is Víkverji Hverjum þeim sem óttast Drottin vís- ar hann veginn sem hann skal velja. (Sál: 25:12)

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.