Morgunblaðið - 03.01.2018, Page 75

Morgunblaðið - 03.01.2018, Page 75
r og niður, lauk um helgina Raddfögur Julianna Barwick heillaði hátíðargesti. Sveimur Hljómsveitin Stars of the Lid. Óborganleg Kanadíska tónlistarkonan Peaches. MENNING 75 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. JANÚAR 2018 AF TÓNLIST Hallur Már Hallsson hallurmar@mbl.is Innkoma Norður og niður-hátíðarinnar í íslenskt tónlist-ar- og menningarlíf var kær- komin. Þar sem ákveðið var að nýta ekki Hörpu á Airwaves hefði verið útlit fyrir frekar slaka nýtingu á húsinu í þessum geira á árinu. Það er fátt skemmtilegra en að ráfa á milli tónleika í Hörpu og því fleiri til- efni því betra. Að því sögðu gerði tímasetning hátíðarinnar vinnandi barnafólki á jólaboðavaktinni eins og mér frekar erfitt að sjá allt sem ég hefði viljað sjá. Þegar Sigur Rós hafði farið hamförum í Eldborg á miðvikudeg- inum var eitthvað fullkomið við það að kíkja á hávaða-sérfræðinginn Benjamin Power í Blanck Mass í Silfurbergi. Harkalegir og aggress- ífir taktar dynja undir óreiðu- kenndum en á köflum mjög fallegum hljóðheimi. Ofan á allt saman bættist á köflum við bjagað garg Powers. Kraftmikið og flott. Þó var ljóst að miðasalan á hátíðina hefði líklega getað gengið betur. Næstu dagar voru erfiðir vegna skuldbindinga í kringum hátíðarnar en mér tókst þó að sjá hörpuleikar- ann Mary Lattimore og sveim-séníið Juliönnu Barwick ásamt Alex Som- ers fylla í skarðið fyrir Jóhann Jó- hannsson sem átti að koma fram í Norðurljósum á föstudeginum. Litl- ar útskýringar hefur verið að fá um af hverju tónleikar Jóhanns féllu niður en þríeykið stóð vel fyrir sínu og flutti fallegan rólegheitaspuna. Það var ekki annað að sjá en að áhorfendur væru nokkuð sáttir við þessa reddingu. Ég var alla vega mjög feginn því þarna fékk ég tæki- færi til að sjá Barwick sem var í mín- um huga einn mest spennandi lista- maður hátíðarinnar án þess að ég kæmist á tónleikana hennar. Kristín Anna Valtýsdóttir var næst á svið. Tónleikar hennar voru án efa einn af hápunktum hátíðar- innar í mínum huga. Það var dáleið- andi að fylgjast með henni á sviðinu, flæðið í píanóleiknum hreif mann með frá upphafi og hún hélt athygli fólks allan tímann. Svona á að nýta Hörpu Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Sjarmatröll „Ég á erfitt með að ímynda mér neinn sem er betur til þess fall- inn að flytja áramótahugvekju en sjarmatröllið Jarvis Cocker,“ segir pistil- ritari um Cocker sem hér sést á tónleikum sínum á Norður og niður. Á laugardeginum náði ég að sjá Sin Fang, Örvar Smárason og Sól- eyju leika lög sem þau hafa unnið að á árinu, eitt á mánuði. Mjög viðeig- andi að sjá þau flytja afraksturinn á næstsíðasta degi ársins. Þá var kom- ið að Gyðu Valtýsdóttur í Kaldalóni. Þó lögin hafi verið misgóð náði hún hæðum sem fæstir geta látið sig dreyma um að ná. Sellóleikurinn óaðfinnanlegur og útsetningarnar fyrir þriggja manna strengjasveit voru vel heppnaðar. Undir því var svo einn aflappaðasti slagverksleik- ur sem undirritaður hefur orðið vitni að. Frábærir tónleikar. Ég á erfitt með að ímynda mér neinn sem er betur til þess fallinn að flytja áramótahugvekju en sjarma- tröllið Jarvis Cocker. Á milli þess sem hann flutti lög af sólóplötu sinni og önnur óútgefin deildi hann vanga- veltum sínum um Gatwick-flugvöll, diskó-ananasinn sem hann hafði með sér á sviðinu, upphaf alheimsins og stöðu heimsmálanna. Einstakur snillingur sem ég væri til í að sjá koma fram þó hann væri kominn á tíræðisaldur. Andrúmsloftið á hátíðinni var nokkuð ólíkt því sem hefur verið á hátíðum á borð við Sónar og Iceland Airwaves, rólegt og afslappað og maður sá lítil börn á tónleikum langt fram eftir kvöldi. Dagskráin höfðaði líka til eldra fólks og þeirra sem eru til í að elta Sigur Rós Norður og nið- ur. Það leyfi ég mér að fullyrða að sé fallega hugsandi fólk. Ekki veit ég hvort það er í kortunum en vonandi komumst við öll Norður og niður aft- ur sem fyrst. »Kristín Anna Val-týsdóttir var næst á svið. Tónleikar hennar voru án efa einn af há- punktum hátíðarinnar í mínum huga. ÞÚ FINNUR ALLT Á FINNA.IS HVAR ER NÆSTA VERKSTÆÐI? Ert þú á leið í leikhús? Pantaðu ljúffengar veitingar til að njóta fyrir sýningu eða í hléi á borgarleikhus.is Elly (Stóra sviðið) Fös 5/1 kl. 20:00 53. s Lau 27/1 kl. 20:00 61. s Fös 23/2 kl. 20:00 aukas. Lau 6/1 kl. 20:00 54. s Þri 30/1 kl. 20:00 aukas. Lau 24/2 kl. 20:00 aukas. Sun 7/1 kl. 20:00 55. s Lau 3/2 kl. 20:00 64. s Fös 2/3 kl. 20:00 aukas. Fös 12/1 kl. 20:00 56. s Sun 4/2 kl. 20:00 65. s Lau 3/3 kl. 20:00 aukas. Fös 19/1 kl. 20:00 57. s Þri 6/2 kl. 20:00 aukas. Sun 4/3 kl. 20:00 aukas. Lau 20/1 kl. 20:00 58. s Fös 9/2 kl. 20:00 66. s Fös 9/3 kl. 20:00 aukas. Þri 23/1 kl. 20:00 aukas. Lau 10/2 kl. 20:00 67. s Lau 10/3 kl. 20:00 aukas. Fim 25/1 kl. 20:00 59. s Lau 17/2 kl. 20:00 68. s Fös 26/1 kl. 20:00 60. s Sun 18/2 kl. 20:00 69. s Síðustu sýningar leikársins! Himnaríki og helvíti (Stóra sviðið) Fim 11/1 kl. 20:00 Frums. Þri 16/1 kl. 20:00 4. s Sun 21/1 kl. 20:00 7. s Lau 13/1 kl. 20:00 2. s Mið 17/1 kl. 20:00 5. s Mið 24/1 kl. 20:00 8. s Sun 14/1 kl. 20:00 3. s Fim 18/1 kl. 20:00 6. s Sun 28/1 kl. 20:00 9. s Byggt á þríleik Jóns Kalmans Stefánssonar. Medea (Nýja sviðið) Lau 13/1 kl. 20:00 Frum Þri 16/1 kl. 20:00 3. s Fim 18/1 kl. 20:00 5. s Sun 14/1 kl. 20:00 2. s Mið 17/1 kl. 20:00 4. s Mið 24/1 kl. 20:00 6. s Ástir, svik og hefndarþorsti. Brot úr hjónabandi (Litla sviðið) Fös 5/1 kl. 20:00 aukas. Fös 12/1 kl. 20:00 aukas. Fim 18/1 kl. 20:00 aukas. Lau 6/1 kl. 20:00 aukas. Lau 13/1 kl. 20:00 aukas. Fös 19/1 kl. 20:00 aukas. Draumur um eilífa ást Blái hnötturinn (Stóra sviðið) Sun 7/1 kl. 13:00 aukas. Sun 21/1 kl. 13:00 aukas. Sun 14/1 kl. 13:00 aukas. Sun 28/1 kl. 13:00 aukas. Sigurvegari Grímuverðlaunanna síðastliðið vor. Skúmaskot (Litla sviðið) Lau 6/1 kl. 13:00 Frums. Lau 13/1 kl. 13:00 3. s Lau 20/1 kl. 13:00 5. s Sun 7/1 kl. 13:00 2. s Sun 14/1 kl. 13:00 4. s Sun 21/1 kl. 13:00 6. s Búðu þig undir dularfullt ferðalag! leikhusid.is | midasala@leikhusid.is | 551 1200 Fjarskaland (Stóra sviðið) Sun 7/1 kl. 13:00 Sun 21/1 kl. 13:00 Lau 13/1 kl. 13:00 Sun 28/1 kl. 13:00 Fjölskyldusöngleikur eftir Góa! Faðirinn (Kassinn) Lau 6/1 kl. 19:30 Auka Þri 30/1 kl. 19:30 Auka Mið 14/2 kl. 19:30 Auka Lau 20/1 kl. 19:30 19.sýn Mið 31/1 kl. 19:30 21.sýn Sun 18/2 kl. 19:30 23.sýn Sun 28/1 kl. 19:30 20.sýn Sun 11/2 kl. 19:30 22.sýn Áhrifamikið nýtt verðlaunaverk. Hafið (Stóra sviðið) Fim 4/1 kl. 19:30 3.sýn Sun 14/1 kl. 19:30 6.sýn Fös 26/1 kl. 19:30 10.sýn Fös 5/1 kl. 19:30 4.sýn Fös 19/1 kl. 19:30 7.sýn Lau 13/1 kl. 19:30 5.sýn Sun 21/1 kl. 19:30 8.sýn Kraftmikið átakaverk, beint úr íslenskum veruleika Risaeðlurnar (Stóra sviðið) Lau 6/1 kl. 19:30 15.sýn Lau 20/1 kl. 19:30 17.sýn Sun 4/2 kl. 19:30 19.sýn Fös 12/1 kl. 19:30 16.sýn Lau 27/1 kl. 19:30 18.sýn Grátbroslegt og ágengt nýtt verk um litla þjóð í stórum heimi . Mið-Ísland - Á tæpasta vaði! (Þjóðleikhúskjallarinn) Fim 4/1 kl. 20:00 Lau 13/1 kl. 20:00 Fim 25/1 kl. 20:00 Fös 5/1 kl. 20:00 Lau 13/1 kl. 22:30 Fös 26/1 kl. 20:00 Fös 5/1 kl. 22:30 Sun 14/1 kl. 20:00 Fös 26/1 kl. 22:30 Lau 6/1 kl. 20:00 Fös 19/1 kl. 20:00 Lau 27/1 kl. 20:00 Lau 6/1 kl. 22:30 Fös 19/1 kl. 22:30 Lau 27/1 kl. 22:30 Fim 11/1 kl. 20:00 Lau 20/1 kl. 20:00 Fim 1/2 kl. 20:00 Fös 12/1 kl. 20:00 Lau 20/1 kl. 22:30 Fös 12/1 kl. 22:30 Sun 21/1 kl. 20:00 Ef hláturinn lengir lífið stefnir Mið-Ísland á ódauðleika! Efi (Kassinn) Lau 13/1 kl. 19:30 Frum Fös 26/1 kl. 19:30 6.sýn Lau 10/2 kl. 19:30 10.sýn Sun 14/1 kl. 19:30 2.sýn Lau 27/1 kl. 19:30 7.sýn Fim 15/2 kl. 19:30 Auka Mið 17/1 kl. 19:30 Auka Fim 1/2 kl. 19:30 Auka Fös 16/2 kl. 19:30 11.sýn Fim 18/1 kl. 19:30 3.sýn Sun 4/2 kl. 19:30 8.sýn Lau 17/2 kl. 19:30 12.sýn Sun 21/1 kl. 19:30 4.sýn Fim 8/2 kl. 19:30 Auka Mið 28/2 kl. 19:30 Auka Fim 25/1 kl. 19:30 5.sýn Fös 9/2 kl. 19:30 Auka Margverðlaunað og spennandi verk ! Ég get (Kúlan) Sun 7/1 kl. 15:00 Frums Lau 20/1 kl. 15:00 3.sýn Sun 14/1 kl. 15:00 2.sýn Lau 27/1 kl. 15:00 4.sýn Ljóðræn leiksýning fyrir yngstu börnin, um það sem er mitt og þitt og okkar Improv Ísland (Þjóðleikhúskjallari) Mið 7/2 kl. 20:00 Mið 7/3 kl. 20:00 Mið 4/4 kl. 20:00 Mið 14/2 kl. 20:00 Mið 14/3 kl. 20:00 Mið 11/4 kl. 20:00 Mið 21/2 kl. 20:00 Mið 21/3 kl. 20:00 Mið 18/4 kl. 20:00 Mið 28/2 kl. 20:00 Mið 28/3 kl. 20:00 Mið 25/4 kl. 20:00 Spunasýningarnar vinsælu snúa aftur - engin sýning eins!

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.