Morgunblaðið - 03.01.2018, Síða 76

Morgunblaðið - 03.01.2018, Síða 76
76 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. JANÚAR 2018 Sterkir í stálinu Skipastál • Lunningajárn • Bakjárn Kælirör • Fíber- og galvanhúðaðar ristar Svört- og ryðfrí rör og fittings Ál • Ryðfrítt stál • PVC plötur POM öxlar • PE plötur Lokar af ýmsum gerðum Opið virka daga kl. 8-17 Skútuvogi 4, Rvk Rauðhellu 2, Hafnarfirði Sími 568 6844 | ga@ga.is | ga.is Framtak-Blossi er umboðsaðili fyrirVOLVO PENTA á Íslandi Dvergshöfða 27 , 110 Reykjavík | www.blossi.is | blossi@blossi.is Framtak-Blossi kappkostar að bjóða góða þjónustu og sanngjarnt verð á varahlutum. Hafið samband við Hafþór í síma 895-3144 eða hafthor@blossi.is VIÐTAL Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Rússneski leikstjórinn Aleksandr Sokurov þykir með áhrifamestu og merkustu leikstjórum kvikmynda- sögunnar og hlaut hann heiðurs- verðlaun fyrir ævistarf sitt á Evr- ópsku kvikmyndaverðlaununum 9. desember síðastliðinn. Slík verðlaun hefur hann hlotið oftar en einu sinni og þá m.a. á alþjóðlegri kvikmynda- hátíð í Reykjavík árið 2006. Sokurov fæddist í Síberíu árið 1951 og í æsku flakkaði hann með fjölskyldu sinni milli ólíkra svæða Sovétríkjanna en faðir hans starfaði í hernum. Sokurov lagði stund á sagnfræði í háskóla og hlaut að námi loknu inngöngu í virtan kvikmynda- skóla, VGIK. Þar kynntist hann ein- um helsta meistara rússneskrar kvikmyndalistar, Andrei Tarkovskíj, sem var leiðbeinandi hans. Fyrstu myndir Sokurovs voru bannaðar af sovéskum yfirvöldum og hefur lista- maðurinn ætíð verið þyrnir í augum yfirvalda í heimalandi sínu og í upp- hafi ferilsins var hann reglulega yf- irheyrður af KGB. 96 mínútna samfelld taka Þekktasta kvikmynd Sokurovs er án efa Rússneska örkin frá árinu 2002 en í henni fer hann yfir 300 ára sögu Rússlands á 96 mínútum í einni samfelldri töku. Þúsundir manna tóku þátt í þessum magnaða kvik- myndagjörningi, þar af 2.000 leik- arar og þrjár hljómsveitir og var kvikmyndin tekin upp í 33 sölum hins glæsilega Hermitage-safns í Moskvu. Ferðin sem leikstjórinn býður áhorfandanum í er um einn og hálfur kílómetri að lengd og endar að kveldi rússnesku byltingarinnar árið 1917. Sokurov hefur hlotið fjölda verð- launa á virtum kvikmyndahátíðum og af öðrum merkum verkum hans má nefna Faust frá árinu 2011, kvik- mynd sem tekin var upp að hluta hér á landi og skartar nokkrum íslensk- um leikurum en fyrir hana hlaut leikstjórinn aðalverðlaun kvik- myndahátíðarinnar í Feneyjum, Gullna ljónið. Faust var fjórða kvik- myndin í fjórleik leikstjórans um illskuna og byggð á samnefndu leik- riti Göthes. Fyrstu þrjár kvikmynd- irnar fjölluðu um jafnmarga al- ræmda þjóðarleiðtoga 20. aldar- innar: Moloch frá árinu 1999 um Hitler, Taurus frá 2000 um Lenín og The Sun frá 2004 um Hirohito Jap- anskeisara. Ástríða þá, núna starfsgrein Sokurov virðist lúinn þar sem hann tekur, ásamt túlki, á móti fjór- um fjölmiðlamönnum á hóteli í Berl- ín, degi fyrir afhendingu Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna. Túlkurinn þýðir af miklu kappi spurningar og svör meðan á viðtalinu stendur og af svipbrigðunum að dæma er það erf- iðisvinna. Túlkurinn gnístir tönnum og hripar niður með ógnarhraða hugleiðingar Sokurovs um illskuna og mátt kvikmyndaformsins. Sokurov er fyrst spurður hvort hann muni hvenær hann hrópaði fyrst „action!“ á tökustað og segist hann ekki muna það nákvæmlega. „Ég var 18 ára og var að vinna fyrir sjónvarpið,“ rifjar hann upp og segir að á þeim tíma hafi verið tekið upp á 16 og 35 mm filmur. Þetta hafi verið fyrir tíma myndbanda. „Það er óskaplega langt síðan,“ segir Sok- urov og hlær og mætti halda að hann væri orðinn 100 ára en ekki 66 eins og raunin er. Hann er í framhaldi beðinn að bera þennan tíma kvikmyndagerðar saman við stafrænan samtímann og þarf ekki að hugsa sig um, svarar um hæl: „Í þá daga var þetta ástríða en núna er þetta starfsgrein.“ Sokurov horfir alvarlegur á viðmælendur sína, sem kinka kolli ábúðarfullir. Kostir og gallar Sokurov segist hafa fæðst í „af- skaplega rússneskum“ hluta Rúss- lands, Síberíu, en ferðast víða með fjölskyldu sinni um Sovétríkin sál- ugu. Hann segir að þessi ferðalög hafi haft mikil og þroskandi áhrif á sig og mótað sem persónu, ekki síst kynni sín af fólki ólíkra þjóðarbrota. „Þú verður víðsýnni og fróðari manneskja, þú öðlast nýja þekkingu og tilfinningar,“ segir Sokurov. Að búa í ógnarstóru landi eins og Rúss- landi hafi sína kosti og galla og stærðin geri það að verkum að allar breytingar á stjórnarfari hafi áhrif langt út fyrir landsteinana. Sokurov kinkar kolli og segir „da“ þegar hann er spurður hvort hann sé meira metinn utan heimalandsins en innan. Hann segist því miður ekki njóta sömu virðingar í Rúss- landi og í öðrum löndum heims. „Ég er víst ekki nógu varkár og því er ákveðinni fjarlægð haldið milli mín og ríkisins,“ útskýrir hann. And- staða hans við aðgerðir og ákvarð- anir rússneskra stjórnvalda og stefnu hafi leitt til þess að bæði yf- irvöld og almenningur sniðgangi verk hans og séu honum andsnúin. Hægt sé að tala um vanrækslu og fjandskap í þeim efnum. „Ég er í óþægilegri stöðu og ekki aðeins ég heldur allir þeir sem reyna að berj- ast fyrir sannfæringu sinni og trú og reyna að verja land sitt og þjóð,“ segir Sokurov brúnaþungur. Talið berst að kvikmyndagerð á tímum Sovétríkjanna og segir Sok- urov að í kvikmyndum þess tíma hafi verið óhugsandi að illskan hefði á endanum betur í baráttunni við hið góða. Jafnvel þótt hetja sög- unnar eða aðalpersóna léti lífið lifði andi hennar áfram. Sokurov segir rússneskar samtímakvikmyndir öðruvísi hvað þetta varðar; þær séu orðnar líkar þeim vestrænu að því leyti að illskan hafi málamiðlana- laust betur. Hún sigri um ókomna tíð og ekkert hægt að gera við því. Meinafræðileg krufning „Því hafa margar kvikmyndir verið gerðar sem líkjast meira meinafræðilegri krufningu en kvik- myndagerð,“ segir Sokurov. Slík krufning geti engu að síður verið framkvæmd af mikilli fagmennsku og margir vestrænir leikstjórar séu færir í slíkri kvikmyndagerð. Hins vegar skorti kvikmyndagerðarmenn styrk til að sýna áhorfendum að hið illa þurfi ekki að sigra og þurfi ekki að lifa af. Sokurov bætir því við að ástleysi sé að sama skapi áberandi í vestrænum og rússneskum sam- tímakvikmyndum. „Illskan sigrar allt í lífinu því dauðinn mætir okkur öllum á end- anum,“ heldur Sokurov áfram og þykir blaðamanni hljóðið orðið held- ur þungt í honum. „Við getum verið hamingjusöm, elskað og verið elsk- uð en á endanum verðum við öll að deyja og sumir deyja alltof snemma því börn deyja líka,“ segir Sokurov. Ef kvikmyndir hefðu ekki svona mikil áhrif um allan heim væri hægt að sætta sig við hvað sem er þegar kemur að innihaldi þeirra. „En því miður er kvikmyndin hryllilegur miðill, afar máttugt tæki og list- form. Og kvikmynd sem býr yfir mikilli spennu og er yfirfull af nei- kvæðum tilfinningum og viðhorfum mun taka sér bólfestu í sál áhorf- andans og aldrei hverfa þaðan,“ seg- ir Sokurov og ljóst að sýn lista- mannsins á eigið listform er afar myrk. Sofnað á verðinum Sokurov segir, til frekari útskýr- ingar á þessum orðum sínum, að ef fólk venjist við að horfa á kvikmynd- ir þar sem eyðilegging sé gegnum- gangandi afl, morð og limlestingar, verði slíkar myndir og tilfinningar á endanum eðlilegar og hversdags- legar fyrir áhorfendum. „Þess vegna held ég að í náinni framtíð muni kvikmyndir sýna milljörðum ungs fólks að það sé mögulegt og stundum nauðsynlegt að drepa ann- að fólk og ekki synd eða óeðlileg hegðun,“ segir hann og bætir við að áhrif endurtekinna glæpa í kvik- myndum á hegðun eða hugs- unarhátt fólks hafi ekki verið metin eða rannsökuð nægilega. „Við höf- um sofnað á verðinum og þá á ég við okkur öll; Bandaríkjamenn, Rússa, alla.“ Illskan sigrar alltaf að lokum  Rússneski leikstjórinn Aleksandr Sokurov hlaut heiðursverðlaun Evrópsku kvikmyndaverð- launanna 2017 fyrir ævistarf sitt  Hann segir kvikmyndina máttugt tæki og hryllilegan miðil Þrekvirki Úr þekktustu kvikmynd Sokurovs, Rússnesku örkinni, sem er ein samfelld taka og 96 mínútna löng. AFP Þakklátur Aleksandr Sokurov með heiðursverðlaun Evrópsku kvikmynda- verðlaunanna sem hann hlaut 9. desember í fyrra í Berlín.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.