Morgunblaðið - 03.01.2018, Page 78

Morgunblaðið - 03.01.2018, Page 78
78 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. JANÚAR 2018 HURÐIR Tunguháls 10, 110 Reykjavík, sími 567 3440, vagnar@vagnar.is, vagnar.is • Stuttur afhendingartími • Hágæða íslensk framleiðsla • Val um fjölda lita í RAL-litakerfinu • Vindstyrktar hurðir Bílskúrs- og iðnaðarhurðir Iðnaðarhurðir Iðnaðarhurðir með gönguhurð Bílskúrshurðir Hurðir í trékarma Tvískiptar hurðir Smíðað eftir máli Fyrsta flokks þjónusta og ráðgjöf Hér birtist brot úr sjöunda kafla bók- arinnar: Mannfólkið kemur til sög- unnar. Aðdragandinn að mannkyninu Hann er orðinn býsna langur. Við höfum verið í mótun í 4000 milljón ár ef allt er talið og við vitum ekki hvert framhaldið verður. Á allri þessari vegferð hefur eitt og annað verið að tínast til í okkur. Einhverjar kjarna- lausar frumur fengu í árdaga í sig kjarna og þegar hvatberarnir höfðu bæst í þær ásamt ýmsu öðru voru frumurnar í okkur tilbúnar. Ein- hverjar af þessum frumum fundu upp kynlífið og langflestir afkom- endur þeirra hafa síðan haldið sig við kynæxlunina. Fyrir þúsund milljón árum tóku vissar kjarna- frumur að þreifa sig áfram með að lifa í sambýli og mynda nýlendur, svonefnda fjölfrum- unga, en það veitti þeim vissa yfir- burði í harðri lífsbaráttu. Á litningi nr. 3 í frumum banana- flugna eru stýrigen sem hafa áhrif á líkamsþroska þeirra. Þessi gen eru átta talsins og liggja í alveg sérstakri röð. Fyrsta genið hefur áhrif á þroska munnsvæðisins, það næsta á fram- hluta höfuðsins og þannig koll af kolli að öftustu genunum í röðinni sem hafa áhrif á þroska aftasta líkams- hluta flugunnar. Þessi gen, hox- genin, stjórna öðrum genahópum sem stýra aftur þroskaferli flug- unnar. Öll innihalda þau sams konar „setningarhluta“, sem er myndaður úr 180 „stöfum“. Setningarhlutinn, sem er kallaður homeobox, er senni- lega eins konar rofi sem ræsir eða lokar öðrum genum. Komið hefur í ljós að hliðstæð stýrigen eru í öðrum dýrum. Ekki að- eins í nánum ættingjum bananaflugn- anna, heldur einnig fjarskyldum teg- undum. Hox-genin í músum eru í fjórum eintökum, og í þeim er sami 180 stafa homeobox-setningarhlutinn og í bananaflugunum. Hox-gen mús- anna eru ekki nákvæmlega eins og Hox-gen flugnanna, og af þeim eru þrettán gerðir í stað átta. Hox-genin í mönnum eru nánast óaðgreinanleg frá Hox-genum músanna. Það eru ekki aðeins Hox-genin sem eru svip- uð í öllum dýrum, heldur öll þroska- gen. Hox-genin sýna að móðir nátt- úra getur verið mjög íhaldssöm. Hafi hún dottið niður á góðan búnað notar hún hann lengi. Þroskagenin eru sennilega sameiginlegur arfur allra dýra frá frumstæðum forfeðrum sem uppi voru fyrir a.m.k. 600 milljón ár- um. Annað dæmi um góða nýtingu á vel heppnuðum búnaði er mótorinn sem knýr sæðisfrumur karldýra, en hann er af sömu gerð og mótorar sem knýja hreyfifæri ýmissa einfrum- unga. Öll hryggdýr á þurrlendi, en það eru froskdýr, skriðdýr, fuglar og spendýr, eru komin af fiskum. Reyndar hafa sumir af þessum af- komendum fiskanna, til dæmis hvalir, „snúið aftur“ til sjávar. Fyrstu hryggdýrin sem aðlöguðust landlífi voru froskdýr. Elstu menjar sem vit- að er um af millistigi fisks og frosk- dýrs eru 375 milljón ára gamlar stein- gerðar leifar Tiktaalik roseae sem minnst var á hér að framan, en dýr þetta var grunnsævisfiskur sem var byrjaður að lyfta höfðinu upp fyrir vatnsborðið. Afturuggar hans voru hefðbundnir uggar, en inni í fram- uggunum leyndust framfótabein sem eru í grundvallaratriðum hliðstæð út- limabeinum allra síðari tíma ferfæt- linga, þar á meðal okkar. Öll land- hryggdýr eru afkomendur Tiktaaliks en hann baðar sig nú í sviðsljósinu sem eitt frægasta millistigið í sögu dýranna. Og því verður ekki á móti mælt að við erum bara töluvert skyld fiskum og eigum margt genið sameig- inlegt með þeim, þótt ytra útlit beri það ekki beint með sér. Staða mannfólksins í lífheimi jarð- ar er ljós. Við erum spendýr og telj- umst þar til ættbálks sem nefnist prímatar, en meðlimir hans eru hálf- apar, apar, mannapar og menn. Ef við skyggnumst inn í líkama mann- apanna – og alla leið inn í frumurnar þá kemur í ljós að við erum skyldust simpönsum. Beina- og vöðvabygging eru einnig áþekk, blóðflokkarnir þeir sömu og munurinn á erfðaefni manna og þessara mannapa er lítill – svo lítill að sumum finnst það hálf óhugn- anlegt. Hver vill vera náinn ættingi apa? En ef við berum saman útlit, hreyfingu, samfélagshætti og andlegt atgervi sjáum við meiri mun á okkur og mannöpunum en munurinn á erfðaefni þessara tegunda virðist gefa tilefni til. Mannfólkið er satt að segja óvenjulegir prímatar, reyndar óvenjuleg dýr. Við erum bernsk tegund Það er ráðgáta hvernig það kom til að varnarlitlir forfeður okkar, hálf- gerðir sléttuapar, fóru að ganga upp- réttir og blasa þannig við rándýrum úr margra mílna fjarlægð. Ekki síst þar sem þeir höfðu ekki möguleika á að forða sér með nærri eins miklum hraða tvífættir og ferfættu rándýrin að elta þá uppi. Uppréttu stöðunni fylgir líka mikið álag á mjaðmagrind og hryggjarsúlu sem fær það viðbót- arhlutverk að virka sem lóðréttur dempari og mæta auknum þrýstingi á liðþófa. Þeir sem þjást af slæmsku í mjóhrygg, og eru víst ófáir, reyna það á eigin skrokki hvernig tekist hefur til með þetta hlutverk hryggjarsúl- unnar. Ofan á allt erum við með veik- byggt höfuð sem vegur salt ofan á hryggjarsúlunni og hýsir óvenju stór- an heila miðað við líkamsþyngd. Mið- að við alla þessa veikleika má telja furðulegt að upprétti nútímamaður sé yfirhöfuð til og hafi ekki orðið rán- dýrum að bráð og þannig orðið undir í þróuninni. Einhver sérstök hegðun eða eiginleiki hefur veitt honum yf- irburði til að eiga fullt í fangi við stærri og aflmeiri rándýr. Og gott betur eins og sjá má á stöðu mann- kynsins í dag. Það hefur lengi vakið athygli fólks sem leggur stund á rannsóknir á prí- mötum að mannfólkið líkist meira ungviði mannapa en fullorðnum mannöpum. Höfuðlag og andlitsfall simpansaungviðis er svipað og hjá fullvöxnu fólki, en hið sama gildir ekki um fullorðinn simpansa. Fóstur manna og mannapa eru áþekk en formþroski þeirra fyrrnefndu er að sumu leyti hægari. Ýmis einkenni á mannfólkinu þykja benda til þess að við séum bernsk tegund. Með því er átt við að breytingar hafi orðið á þroskaferli forfeðra okkar með þeim afleiðingum að fullorðnir einstaklingar líkist bernskustigi fyrri kynslóða. Meðal þessara einkenna eru hvelft höfuð, flatt andlit, smá- gerðir kjálkar og þunn höfuðbein. Einnig er staða mænugats undir höf- uðkúpunni svipuð hjá mönnum og mannapafóstrum en þetta er eitt af því sem gerir uppréttan gang mögu- legan. Mænugatið færist smám sam- an aftar við fullorðinsþroska mannapa, en það gerist ekki hjá mönnum. Og mannsheilinn heldur áfram að stækka hlutfallslega mun lengur en gerist meðal annarra dýra. Heili mannapa nær meira en helm- ingi endanlegrar heilastærðar fyrir fæðingu en ekki mannsheilinn. Önnur bernsk einkenni á mannfólkinu eru lögun ytra eyra og mjaðmagrindar, gerð handa og fóta, og kviðlæg staða legganga. Og mennskir karlar eru einu prímatarnir sem ekki fá bein í getnaðarliminn þegar þeir fullorðn- ast. Fullorðið fólk heldur líka bernsku háttalagi, svo sem leikgleði, könnunaráráttu og sveigjanlegri hegðun. Við erum börn í okkur alla ævi miðað við önnur spendýr. Ef til vill stafar hlutfallsleg heila- stækkun hjá mönnum hvorki af að- lögun að breyttum aðstæðum né áhaldanotkun. Hún kann að vera eins konar aukaafurð af þessari „bernsk- un“, sem hefur haft í för með sér aukna aðlögunarhæfni og stuðlað að útbreiðslu tegundarinnar. Því hefur líka verið haldið fram að þótt tap typpisbeinsins sé trúlega af sama toga þá hafi það einkenni farið að gegna nýju hlutverki sem mælitæki fyrir konur á andlegt og líkamlegt heilbrigði karla. Þeir þurfa að vera í þokkalegu ástandi til þess að þeim geti risið hold, svo algjörlega háðir sem þeir eru því að vökvadælan virki óaðfinnanlega. Samkvæmt tilgátunni um að mann- fólkið sé bernskt er það að forminu til apabörn sem hafa orðið kynþroska og stækkað án þess að taka út fyrri full- orðinsþroska tegundarinnar. Það er forvitnilegt að bera saman þessar ná- skyldu tegundir, mannfólkið og simp- ansa. Ungir simpansar eru mestu ærslabelgir, hoppa og skoppa, etja kappi í þykjustuáflogum og forvitnast þess á milli um alla skapaða hluti í kringum sig. Og apakrakkarnir hafa sérstakt útlit: Nokkuð hátt enni, stór augu og lítinn tyggibúnað svo eitt- hvað sé nefnt. En þegar apa- krakkarnir verða unglingar og síðan fullorðnir einstaklingar, taka þeir umtalsverðum breytingum. Leik- gleðin hverfur ásamt forvitninni og í staðinn kemur, einkum hjá karldýr- unum, alvarlegur bragur á tilveruna með tilheyrandi árásargirni og öðrum leiðindum. Karlarnir eiga jafnvel erf- itt með að umbera hver annan nema þá í litlum hópum og í skamman tíma í senn. Og útlitið: Háa ennið bók- staflega hverfur og trýnið verður geysistórt og öflugt bittæki. Manna- börnin eru ekki svo mjög frábrugðin simpansabörnunum: Háa ennið er þarna, stóru augun, lítill tyggi- búnaður, mænugatið er framarlega – og ekki vantar leikgleðina og forvitn- ina. Þetta er allt á sínum stað. Þau komast á unglingsárin – og það breytist ekkert: Háa ennið er þarna enn, rýrir kjálkar og það er enn verið að leika sér á fullu, bara í margbrotn- ari leikjum og með flóknari tækja- búnaði. Unglingsárin líða hjá og full- orðinsárin taka við – og enn breytist ósköp lítið, miðað við apana. Full- orðna fólkið lítur enn út eins og apa- börn, með rýra kjálka, stór augu og stóran haus. Það sækir í hvers kyns leiki sem aldrei fyrr, og forvitnin er ekki minni en hjá apa- eða manna- börnum. Aðalbreytingin er sú að leik- tækin verða margbrotnari. Börn leika sér til dæmis með einfalda hluti á fjórum hjólum sem þau verða að ýta áfram, unglingar leika sér á fjór- hjólum eða torfæruhjólum, og full- orðna fólkið ekur sér til skemmtunar um hálendið á stórum og flóknum torfærujeppum. Fólk leikur sér með bolta fram á fullorðinsaldur og lík- amsrækt er gerð að leik í golfi, lík- amsræktarsölum fullum af tækjum sem eru í rauninni leiktæki og þannig mætti lengi telja. En hvernig gerðist þetta eiginlega? Það er ekki vitað með vissu hvernig á að túlka þær vís- bendingar sem úr er að spila en hér verður rakin ein af nokkrum ágiskun- um um það hvernig tegundin varð sú bernskasta á jarðarkringlunni. Í bardagasenu mikilli í einni fræg- ustu kvikmynd síðari tíma, Gladiator, er dregið fram eitt helsta einkenni mannfólksins, einkennið sem gerði forfeðrunum kleift að lifa af á opnum gresjum Afríku fyrir óralöngu þar sem hungruð ljón og geðstirðir nas- hyrningar gerðu lífið að stöðugri bar- áttu upp á líf og dauða fyrir vöðva- rýra, þunnskinnaða og hægfara prímata. Í þessari senu í Gladiator er búið að undirbúa stórsýningu á loka- baráttu Karþagómanna og Rómverja við Zama, þar sem nú er Túnis í Norður-Afríku, og sjálfur keisarinn er mættur til að fylgjast með þessari sögulegu sýningu. Skylmingaþræl- unum, sem áttu að tákna Karþagó- menn, var fyrst skipað út á sviðið í Kólosseum, og síðan var ætlunin að aðrir skylmingaþrælar, sem léku Rómverja, kæmu akandi á stríðs- vögnum og sölluðu niður Karþagó- mennina. En eitthvað fór úrskeiðis. Hinum dauðadæmdu „Karþagó- mönnum“ tókst að snúa átökunum sér í hag, þegar „Rómverjarnir“ mættu, og stráfelldu þá. Keisarinn trúði varla sínum eigin augum og var farinn að halda að hann væri svona ryðgaður í sögu Rómverja. Þessi óvænta atburðarás stafaði af því að liðið sem átti að lúta í lægra haldi á sviðinu beitti sama bragði og forverar manna beittu á sléttum Afr- íku, ekki langt frá Zama, fyrir millj- ónum ára: Samtakamætti. Og mann- fólkið beitir samtakamættinum með margfalt betri árangri en aðrir prím- atar. Það getur myndað fjölmenna, öfluga og samhenta hópa, hvort sem er björgunarsveitir eða herdeildir, sem geta starfað náið saman í langan tíma án þess að snurða hlaupi alvar- lega á þráðinn. Þetta er náfrændum okkar, simpönsunum, algjörlega of- viða. Það er í mesta lagi að örfáir simpansakarlar geti myndað veiði- teymi og veitt örfáa apaketti áður en hópurinn leysist upp vegna karl- mennsku- og bræðikasta þessara gangandi testósterón-verksmiðja. Við getum því miður ekki hraðspólað í gegnum heimildarmynd um þróun mannsins tekna á staðnum. Helstu haldbæru gögnin eru upplýsingar um vistfræðilega sögu landsvæðisins þar sem þessir atburðir áttu sér stað og forn bein af forverum manna og apa sem fundist hafa á því svæði. Einnig samanburður á erfðaefni og útlits- og hegðunareinkennum manna og nánustu ættingja þeirra. Mannfólkið kemur til sögunnar Í bókinni Frá miklahvelli til mannheima rekja þeir Ólafur Halldórsson og Lúðvík E. Gústafsson sögu alheims og segja frá síauk- inni fjölbreytni hans eftir miklahvell. Í bókinni birtist sú skoðun höfunda að með því að horfa á alheiminn sem eina órofna heild, eina alsögu, sjáum við betur af hverju við urðum þær manneskjur sem við erum og höfum örlög jarðarinnar í hendi okkar. Apamaður Margir fengu áfall yfir rannsóknum Charles Darwins og þessi skopmynd frá 1871 var til þess ætluð að draga úr áliti manna á honum.Myndir úr rannsókn þýska mannfræðingsins Adolf Naef frá 1926. Ættingjar Simpansaungviði og full- orðinn simpansi. Ungviðið minnir á manneskju, en það tekur gríðar- legum breytingum þegar það full- orðnast. Þroskaferli beinabygg- ingar manna og simpansa virðist nokkuð svipuð, eða þar til þetta ferli hreinlega stöðvast á vissu stigi hjá mannfólkinu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.