Morgunblaðið - 03.01.2018, Qupperneq 81
MENNING 81
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. JANÚAR 2018
Huldumiðillinn Bergrún ogdóttir hennar Brá komaaftur við sögu í nýrriskáldsögu Emils Hjörv-
ars Petersen, Sólhvörf, en hann
kynnti þær mæðgur fyrir okkur í
bókinni Víghólar er kom út árið 2016.
Það er alltaf eitthvað sérkennilegt við
það að lesa um álfa og tröll í íslensku
nútímasamfélagi en Emil tekst lista-
vel að samtvinna sagnaheim ævin-
týrabókmennta og glæpasagna. Ís-
lendingar á öllum aldri trúa á
álfasögur og á því byggir Emil sög-
una Víghóla en nú leitar hann á nýjar
slóðir og heldur
óvenjulegar. Í
Sólhvörfum fara
jólasveinar á
kreik. Ekki þó
eins og við eigum
að venjast eða
teljum okkur
þekkja þá, heldur
sem stórhættu-
legir vættir. Fjögur barnsrán eru
framin á aðventunni og vaknar því
eðlilega sú spurning hver sé ábyrgur.
Mér þótti höfundurinn lunkinn að
halda uppi áhugaverðum en samt
hversdagslegum samtölum milli
sögupersóna í fyrri bók sinni um þær
mæðgur og ekki bregst hann í þeirri
nýju. Samskipti þeirra Bergrúnar og
Brár eru skemmtilega hversdagsleg
og auðvelt er að sjá vinnualkann í
sjálfum sér í gegnum rannsóknarlög-
reglumanninn Ólaf. Hann er við-
kunnanlegur vinnualki sem virðist í
eilífum átökum við yfirmann sinn og
almenn viðhorf samfélagsins til
hulduheima. Sögupersónur fá örlítið
meiri dýpt í nýju bókinni og við kynn-
umst fjölskyldu þeirra mæðgna bet-
ur.
Tvennt stendur upp úr eftir lest-
urinn. Annars vegar hröð og spenn-
andi atburðarásin, sem er bæði
myndræn og skemmtileg. Lesandi
getur séð fyrir sér atburðarásina eins
og hún myndi birtast þeim í Holly-
wood-myndum enda frásögnin engu
lakari en í bestu ævintýrabókmennt-
um. Hins vegar er sagan sjálf spenn-
andi líkt og góð glæpasaga á að vera.
Sums staðar dettur sagan örlítið nið-
ur og áhugi lesandans dofnar en heilt
á litið er hún spennandi og skemmti-
leg. Hér hefur höfundi tekist enn og
aftur að fanga athygli lesanda sem al-
mennt hefur lítinn áhuga á glæpasög-
um en þeim mun meiri á ævintýrum.
Það verður því ekki hjá því komist að
spyrja sig hvort bókin höfði ekki
einnig til þeirra sem lítinn áhuga hafa
á ævintýrum en heillast af glæpasög-
um?
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Höfundurinn Gagnrýnandi segir Emil Hjörvari Petersen takast „listavel að samtvinna sagnaheim ævintýra-
bókmennta og glæpasagna“ í skáldsögunni Sólhvörf sem sprettur úr sama söguheimi og bókin Víghólar.
Yfirnáttúruleg glæpasaga
Skáldsaga
Sólhvörf bbbbn
Eftir Emil Hjörvar Petersen.
Veröld, 2017. Innb., 354 bls.
VILHJÁLMUR A.
KJARTANSSON
BÆKUR
Í fyrsta skipti frá árinu 1958 hafa
kvikmyndir með konur í aðal-
hlutverkum hlotið mesta aðsókn í
bandarískum kvikmyndahúsum yf-
ir árið, en á nýliðnu ári voru The
Last Jedi, Beauty and the Beast og
Wonder Woman þær vinsælustu þar
í landi.
Í umfjöllun í The Guardian um
vinsælustu kvikmyndinar vestan-
hafs segir að það sé við hæfi, í ljósi
ásakana um áreitni og ofbeldi karla
í kvikmyndaheiminum, að konur
séu mest áberandi í vinsælustu
myndunum. Nýjasta Stars Wars-
kvikmyndin, The Last Jedi, stakk
aðrar vinsælar myndir af á síðustu
vikum ársins og hefur aflað 533
milljóna dala í tekjur í Bandaríkj-
unum og Kanada – um 55 milljarða
kr.
Beauty and the Beast, Fríða og
dýrið, með Emmu Watson í aðal-
hlutverki, halaði inn 504 milljónir
dala og ofurhetjumyndin Wonder
Woman 416 milljónir dala.
Kvikmyndir með konum á toppnum
Vinsæl Emma Watson fer með hlutverk
stúlkunnar í Beauty and the Beast.
Hópur 300 þekktra kvenna í banda-
ríska skemmtanaiðnaðinum birti
undir heitinu Time’s Up auglýsingu í
stórblaðinu The New York Times á
mánudag, þar sem heitið er stuðn-
ingi við konur sem berjast við of-
beldi og yfirgang karla. Í frétt blaðs-
ins segir að konurnar ætli sér að
vinna gegn valdaójafnvægi milli
kynjanna og taka á kynferðislegri
misbeitingu og ofbeldi, jafnt í Holly-
wood sem í atvinnulífinu.
Meðal markmiða Time’s Up-
hópsins er að stofna sjóð til að styðja
konur úti á hinum almenna vinnu-
markaði við að kæra og takast á við
ofbeldi; að stuðla að lagasetningu
sem refsar fyrirtækjum þar sem
áreitni viðgengst; og beita sér fyrir
því að kynjajafnrétti verði náð innan
kvikmyndaveranna og umboðs-
skrifstofa listamanna.
Meðal þátttakenda í hópnum má
nefna leikkonurnar Ashley Judd,
Eva Longoria, America Ferrera,
Natalie Portman, Rashida Jones,
Emma Stone, Kerry Washington,
Meryl Streep, Jennifer Lawrence,
Emma Thompson, Cate Blanchett
og Reese Witherspoon.
Konur sem verða viðstaddar Gold-
en Globe-afhendinguna um næstu
helgi eru hvattar til að klæðast
svörtu í stuðningi við málstaðinn.
AFP
Samstaða Leikkonan Jennifer Lawrence, sem ræðir hér við verðlaunaaf-
hendingu árið 2013 við framleiðandann Harvey Weinstein sem sakaður er um
áreitni og ofbeldi, er ein 300 kvenna sem mynda Time’s Up-hópinn.
300 konur taka höndum
saman í baráttunni
Kvarnir/Brimrás/Pallar ehf | Álfhella 9 | 221 Hafnarfjörður
Sími 564 6070 | kvarnir@kvarnir.is | www.kvarnir.is | www.pallar.is
www.kvarnir.is
1996
2016
20 ÁRA
RUSLAGÁMUR STEYPU SÍLÓ GEYMSLUBOX
Galvaniseraðir
ruslagámar
Til á lager
Auðveldar
steypuvinnu.
Til í ýmsum stærðum
Frábær lausn til að
halda öllu til haga á
byggingarsvæði.
Aukahlutir fyrir byggingakrana
Kvarna-tengi
70 kr stk m/vsk.
ICQC 2018-20
Miðasala og nánari upplýsingar
5%
NÝ VIÐMIÐ
Í BÍÓUPPLIFUN Á ÍSLANDI
LAUGARÁSBÍÓ KYNNIR
DOLBY ATMOS
LUXURY · LASER
Sýnd kl. 5.45, 8, 10
Sýnd kl. 5.45 Sýnd kl. 10.25 Sýnd kl. 8
Sýnd kl. 5.30, 8, 10.30