Morgunblaðið - 17.01.2018, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 17.01.2018, Blaðsíða 1
M I Ð V I K U D A G U R 1 7. J A N Ú A R 2 0 1 8 Stofnað 1913  14. tölublað  106. árgangur  SKÖPUN YNGRI OG ELDRI SNILLINGA AF HINSEGIN HULDUKONUM ÍSLENSKUM DJASSI DREIFT Í ÞÝSKALANDI HEIMILDUM SAFNAÐ OG MIÐLAÐ 12 JAZZTHETIK 39KOM SKAPARI 38 Vísindamenn Íslenskrar erfðagrein- ingar (ÍE) hafa raðað saman erfða- mengi Hans Jónatans. Hann fæddist árið 1784 og var fyrsti svarti mað- urinn sem settist að á Íslandi, svo vitað sé. Vísindatímaritið Nature Genetecis birti grein um þetta afrek vísindamanna ÍE í fyrradag. Þar er því lýst hvernig tókst að raða saman erfðamengi Hans Jónatans úr bútum af litningum 182 afkomenda hans. „Þetta er í fyrsta skipti sem tekist hefur að sækja erfðamengi löngu lát- ins manns,“ sagði í tilkynningu ÍE. Fréttin vakti mikil viðbrögð víða. „Munurinn á afríska erfðameng- inu og því íslenska er svo stór. Ef maður raðgreinir erfðamengi Ís- lendings og kemur allt í einu inn í þessa afrísku búta þá er það svo auð- sætt. Það er enginn smámunur,“ sagði Kári Stefánsson, forstjóri ÍE. Gísli Pálsson, prófessor og höf- undur bókar um Hans Jónatan, sagði að vinna Íslenskrar erfða- greiningar við að raða saman erfða- efni sem Hans Jónatan fékk frá móð- ur sinni væri afrek. »11 Afrek í erfðarannsókn  Vísindamenn ÍE sóttu í fyrsta sinn erfðamengi látins manns Morgunblaðið/Andrés Skúlason Djúpivogur Hans Jónatan var þar verslunarmaður og fjölskyldufaðir. Íslenska karlalandsliðið í handknattleik er á heim- leið frá Króatíu eftir að það náði ekki að komast í milliriðil Evrópukeppninnar í lokaumferð A-riðils í Split í gærkvöld. Ísland missti niður fjögurra marka forystu gegn Serbum í seinni hálfleik og tapaði fyr- ir þeim, 26:29, þegar upp var staðið. Örlögin réðust síðar um kvöldið þegar Svíar unnu öruggan sigur á Króötum, 35:31, en króatískur sigur hefði tryggt Ís- landi áframhaldandi þátttöku á mótinu. Svíar, Kró- atar og Serbar halda áfram úr riðlinum. Íþróttir Ljósmynd/Uros Hocevar Allt fór á versta veg í lokaumferðinni Þátttöku karlalandsliðsins í handbolta á EM í Króatíu er lokið Ingveldur Geirsdóttir ingveldur@mbl.is Í fyrra fóru 31.000 Íslendingar í rannsókn á stöðu D-vítamíns í líkamanum. Er það átt- föld aukning frá árinu 2010 þegar 4.000 ís- lendingar létu athuga D-vítamínið hjá sér. Hver rannsókn kostar 2.000-3.000 krónur þannig að á árinu 2017 var eytt um 70 milljónum í D- vítamínrannsóknir. Ari Jóhannesson læknir segir að það sé fínt að það sé vakning í D-víta- míninu en þessi fjöldi sem hafi látið athuga það hjá sér í fyrra sé sláandi dæmi um ofrann- sóknir. „Það er við hæfi að mæla það hjá ákveðnum sjúklingahópi en hjá almenningi ætti ekki að þurfa þess. Ef fólk tekur það eins og á að gera eru langflestir með eðlilegt gildi í blóðinu og ættu ekki að þurfa mælingu til að finna það út. Það gefur síðan augaleið að þeir sem taka ekki D-vítamín mælast með lág gildi,“ segir Ari sem veltir upp spurningunni Rannsökum við of mikið? á Læknadögum í dag. Ari segir sjúklinga oft hafa óraunhæfar væntingar um rannsóknir, að þær skipti meira máli en sjúkrasaga og skoðun læknis. Þá vinni læknar oft í tímaþröng og hafi ekki nægan tíma til að vanda sjúkrasögu og skoðun og þá sé freistandi að panta bara rannsóknir. „Það er ekki réttur sjúklings að biðja um hinar og þessar rannsóknir, sem eru jafnvel mjög dýrar, nema það sé klínísk ábending fyrir því.“ Ofrann- sökum D-vítamín  31.000 manns létu athuga það í sér í fyrra Ofrannsókn » 31.000 Íslend- ingar létu at- huga í sér D- vítamínið í fyrra sem er um átt- föld aukning frá 2010. » Sláandi dæmi um ofrannsóknir að sögn læknis. Rannsökum við of mikið? MSjúkrasaga og skoðun … »16  Fjölgun íbúa, gott efnahags- ástand og eftirspurn eftir leigu- íbúðum hafa þrýst á fasteignaverð á Akureyri. Fyrir vikið hefur raun- verð á fermetra í fjölbýli á Akur- eyri aldrei verið jafn hátt. Það var um 330 þúsund á þriðja fjórðungi 2017 sem er um 35 þús. kr. hærra á föstu verðlagi en 2006 og 2007. Þetta kemur fram í greiningu Magnúsar Árna Skúlasonar, fram- kvæmdastjóra Reykjavík Economics, fyrir Íslandsbanka. Magnús Árni segir meginþorra kaupsamninga á Akureyri hafa ver- ið undir 35 milljónum króna á tíma- bilinu frá apríl 2016 til mars 2017, eða 76% kaupsamninga. Það sé mun hagstæðara verð en til dæmis á höfuðborgarsvæðinu. »10 Verð íbúða á Akur- eyri aldrei hærra Akureyri Atvinnuástandið er gott nyrðra.  Töluvert aukaálag myndaðist á Landspítalanum í gær í kjölfar þess að Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur lýsti því yfir að jarðvegsgerla væri að finna í neysluvatni í Reykjavík. Starfsfólk Landspítalans stóð í ströngu í fyrrinótt og gærdag við það að sjóða vatn fyrir sjúklinga. „Við þurftum að sjóða mjög mikið af vatni og kæla það til að hafa það tilbúið fyrir sjúklingana,“ segir Bylgja Kjærnested, deildarstjóri hjartadeildar Landspítalans. Stjórnskipuð samstarfsnefnd um sóttvarnir tilkynnti í gær að nið- urstöður mælinga gæfu ekki tilefni til að ætla að hætta væri á heilsu- farslegum afleiðingum við neyslu vatns á svæðinu. Veitur ohf. munu taka sýni áfram næstu daga. »6 Stóðu í ströngu á Landspítalanum Laxar fiskeldi ehf. hyggst auka framleiðslu á laxi í Reyðarfirði um tíu þúsund tonn. Fyrirtækið hefur nú starfs- og rekstrarleyfi fyrir sex þúsund tonna framleiðslu á ári hverju og við aukninguna verður heildarframleiðslan samtals 16.000 tonn á ári. Hefur fyrirtækið lagt fram frummatsskýrslu um mat á umhverfisáhrifum vegna þessa. Áætlanir fyrirtækisins gera ráð fyrir því að laxeldið hefjist á þessu ári. „Mikilla upplýsinga hefur verið aflað um náttúru og umhverfi í Reyðarfirði á undanförnum ár- um og viðbót- arrannsóknir hafa verið gerð- ar,“ segir í skýrslunni og jafnframt að stoð- ir atvinnulífs í Fjarðabyggð muni styrkjast með tilkomu fjöl- breyttara atvinnulífs og hærra at- vinnustigi. »16 Auka framleiðsluna um tíu þúsund tonn Lax Stór áform fyrir austan.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.