Morgunblaðið - 17.01.2018, Side 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. JANÚAR 2018
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/senda grein Prentun Landsprent ehf.
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@mbl.is
Alls voru 24.340 útlendingar á vinnu-
markaði hér á landi í fyrra og hafa
aldrei verið fleiri. Fjölgaði þeim um-
talsvert frá árinu 2016 en þá voru
þeir 20.605. Pólverjar eru sem fyrr
fjölmennastir útlendinga á vinnu-
markaði hér, alls 10.766 í fyrra.
Þetta kemur fram í tölum Vinnu-
málastofnunar um vinnuafl 16-69 ára
og þróun þess. Alls voru 196.587 á
vinnumarkaði í fyrra. Hlutfall út-
lendinga á vinnumarkaði var 12,4%
en var 10,6% árið 2016. Mun fleiri
útlendingar eru við störf á Íslandi nú
en á árunum fyrir efnahagshrunið
2008. Það ár voru 18.167 útlendingar
á vinnumarkaði á Íslandi eða 9,9%
alls vinnuafls.
Karl Sigurðsson, sérfræðingur
hjá Vinnumálastofnun, segir að töl-
urnar fyrir 2017 séu reiknaðar út frá
búferlaflutningum og áætlaðar út
frá fyrstu þremur ársfjórðungunum.
Hann segir að fjölgun útlendinga
hér hafi verið hröð að undanförnu.
„Við gerum ráð fyrir því að það hægi
svolítið á þessu í ár og á næsta ári
enda er þenslan að minnka,“ segir
Karl.
Í nýju yfirliti Vinnumálastofnunar
kemur fram að skráð atvinnuleysi í
desember var 2,2% og jókst um 0,1
prósentustig frá því í nóvember.
Gert er ráð fyrir auknu atvinnuleysi
í janúar og febrúar, á bilinu 2,2-
2,4%, enda gæti þá árstíðasveiflu í
greinum á borð við mannvirkjagerð,
verslun og flutninga.
Sé rýnt í tölur um atvinnuleysi í
desember kemur í ljós að atvinnu-
leysi minnkar milli ára hjá konum,
er 0,4 prósentustigum minna en í
desember 2016, en eykst lítið eitt
meðal karla, eða um 0,1 prósentu-
stig.
Aldrei fleiri útlendingar á vinnumarkaði
Ríflega 24 þúsund útlendingar á
vinnumarkaði 2,2% atvinnuleysi hér
Morgunblaðið/Hari
Vinnumarkaður Útlendingum á vinnumarkaði fjölgaði mikið milli ára. Alls
voru 24.340 útlendingar á vinnumarkaði í fyrra og hafa aldrei verið fleiri.
Samþykkt var á ríkisstjórnarfundi í
gær að veita 10 milljóna framlag
vegna afmælisdagskrár á vegum
sendiráðanna í Kaupmannahöfn og
Berlín í tilefni 100 ára afmælis full-
veldis Íslands. Styrkurinn er veitt-
ur af ráðstöfunarfé ríkisstjórnar-
innar. Sendiráðin í báðum löndum
hafa lagt drög að umfangsmikilli
dagskrá.
„Það skiptir auðvitað máli að við
vekjum athygli á þessum merku
tímamótum í sögu þjóðarinnar. Það
er viðeigandi að gera það í Dan-
mörku enda held ég að samskipti
Íslands og Danmerkur séu gott
dæmi um það hvernig þjóðir eiga
að greiða úr sínum málum. Við höf-
um átt og munum eiga að vinum
frændur okkar Dani og þeir munu
taka þátt í því að minnast þessa
áfanga,“ segir Guðlaugur Þór
Þórðarson utanríkisráðherra.
Dönsk stjórnvöld munu minnast
tímamótanna með viðburðum á
fræða- og menningarsviðinu, með
þátttöku forseta Íslands, auk þess
sem Margrét Danadrottning hefur
þegið boð forseta Íslands um þátt-
töku í hátíðahöldum hér hinn 1.
desember. hdm@mbl.is
Morgunblaðið/Golli
Skál! Forseti Íslands og Dana-
drottning munu fagna í desember.
Afmælinu
líka fagnað
úti í heimi
Fullveldishátíð í
Köben og Berlín
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
Tugir björgunarsveitarmanna fóru
á Mosfellsheiði í gær þegar tvær
rútur festust þar, þveruðu veginn
og lokuðu honum. Rúmlega 50 far-
þegar voru í rútunum auk fólks
sem var á smábílum. Það var mann-
skapur úr björgunarsveitunum á
Laugarvatni, úr Grímsnesi og frá
Eyrarbakka, Selfossi og úr Reykja-
vík sem fór í þetta verkefni sem
fólst helst í því að flytja farþegana
úr rútunum niður af heiðinni og
kanna ástand annarra bifreiða á
svæðinu. Undir kvöld var svo búið
að losa allmarga bíla svo hægt var
að aka þeim niður af heiðinni í lest
þar sem bílar björgunarsveita fóru
fremstir.
Allt í kös
„Á Mosfellsheiðinni var lága-
renningur og þræsingur og frekar
leiðinlegt veður. Aturðarásin var í
grófum dráttum sú að fyrst festist
smábíll í snjónum. Næst kom svo
rúta og ökumaður hennar ætlaði
sennilega að krækja framhjá smá-
bílnum en festi sig líka og þar með
lenti allt í kös,“ segir Kristinn Guð-
jónsson jeppabílstjóri, sem þarna
átti leið um síðdegis í gær, í samtali
við Morgunblaðið.
Vegna veðursins var auk Mos-
fellsheiðar veginum yfir Lyngdals-
heiði, frá Þingvöllum að Laugar-
vatni, lokað. Einnig voru Hellis-
heiði og Þrengsli lokuð frá síðari
hluta dags og fram á kvöld og
Reykjavíkurmegin stóðu björg-
unarsveitarmenn vaktina á lok-
unarpósti við Norðlingaholt. Vestur
á fjörðum var veginum um Hvilft-
arströnd við Önundarfjörð til Flat-
eyrar lokað vegna snjóflóðahættu
og leiðindaveður var á Ísafirði í
gær; mikil snjókoma og kafalds-
bylur svo þungfært var innanbæjar.
Opnað með nýjum degi
Þá er landleiðin frá Ísafirði og
suður á bóginn lokuð vegna snjó-
flóðahættu í Súðavíkurhlíð. Súða-
víkurþorp er því innilokað, þar sem
vegurinn um Steingrímsfjarðar-
heiði er einnig lokaður og þar með
er engum fært um Ísafjarðardjúpið,
þar sem enn er búið á nokkrum bæj-
um.
„Það væsir ekkert um okkur hér
enda er fólkið í þorpinu vant návígi
við náttúruna og stormasama veðr-
áttu og hagar lífi sínu bara sam-
kvæmt því. Það er að minnsta kosti
nóg til af öllum nauðsynjum í versl-
uninni hér það ég best veit,“ sagði
Pétur Georg Markan, sveitarstjóri í
Súðavík, í samtali við Morgunblaðið.
Hann kvaðst þó búast við að Súða-
víkurhlíðin yrði opnuð aftur nú með
nýjum degi, ef aðstæður leyfðu. Al-
mennt undirstrikuðu aðstæður
þessa dagana mikilvægi þess að
gera jarðgöng milli Skutulsfjarðar
og Álftafjarðar, það er milli Ísa-
fjarðarkaupstaðar og Súðavíkur,
eins og lengi hefur verið í um-
ræðunni.
„Svo má bæta því við að 16. jan-
úar er dagur þegar margt ýfist upp í
vitund og minningum fólks,“ sagði
Pétur og vísaði þar til snjóflóðsins í
Súðavík umræddan dag árið 1995
þegar fjórtán manns fórust.
Bílar fastir og ófært vestra
Vetrarríki á landinu og samgöngur raskast Margir í vanda á Mosfellsheiði
Björgunarsveitir til aðstoðar Súðavík innilokuð en nægar nauðsynjar
Ljósmynd/Slysavarnafélagið Landsbjörg
Mosfellsheiði Í kafaldsbyl voru bílar og rútur föst og fóru björgunarmenn
á vettvang til að losa um ökutækin og ferja farþega til byggða.
Ljósmynd/Halldór Sveinbjörnsson
Ísafjörður Fyrir vestan var kafaldsbylur en þegar honum slotaði um stund
tók þetta fólk sig til og sópaði snjóinn af bíl sem stóð nærri Silfurtorgi.
Morgunblaðið/Eggert
Svínahraun Hellisheiði var lokuð og björgunarsveitarmenn beindu umferðinni því beint inn á Þrengslaveginn.
Vinnumálastofnun gaf út 1.758
atvinnuleyfi til útlendinga í
fyrra. Á árinu 2017 voru 125 er-
lend fyrirtæki starfandi á ís-
lenskum vinnumarkaði með
samtals 1.825 starfsmenn sam-
kvæmt skráningu.
Alls störfuðu 36 starfs-
mannaleigur hér í fyrra með
samtals 3.205 starfsmenn. Í
janúar voru starfsmenn á veg-
um starfsmannaleiga 851, þeim
fjölgaði í 2.044 í september en
svo tók þeim að fækka.
36 starfs-
mannaleigur
ERLENT VINNUAFL HÉR
Nefndafundir Alþingis hefjast af
fullum þunga í dag. Klukkan 15
verður opinn fundur í allsherjar- og
menntamálanefnd um varðveislu
sönnunargagna í sakamálum.
Gestir fundarins verða Sigríður
Á. Andersen dómsmálaráðherra,
ríkissaksóknari, ríkislögreglustjóri
og lögreglustjórinn á höfuðborgar-
svæðinu.
Bein útsending verður á vef Al-
þingis og alþingisrásinni.
Funda um varðveislu
sönnunargagna