Morgunblaðið - 17.01.2018, Page 4

Morgunblaðið - 17.01.2018, Page 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. JANÚAR 2018 Leitar þú að traustu Smiðjuvegur 30 (GUL GATA) | 200 Kópavogi Sími 587 1400 |www. motorstilling.is ALHLIÐA BÍLAVIÐGERÐIR < HJÓLBARÐAÞJÓNUSTA Lífslíkur bílsins margfaldast ef hugað er reglulega að smurningu.ENGAR tímapantanir MÓTORSTILLING fylgir fyrirmælum bílaframleiðanda um skipti á olíum og síum. Samningurinn verði endurskoðaður  Kjartan vill átak í samgöngumálum í Reykjavík  Enginn samningur er til, segir borgarstjóri Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Meirihluti borgarstjórnar samþykkti á fundi sínum í gær að vísa til borg- arráðs tillögu Kjartans Magnússon- ar, borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks- ins, um að óska eftir endurskoðun á samgöngusamningi ríkisins og Reykjavíkurborgar með það að markmiði að farið verði í stórfram- kvæmdir í samgöngumálum í Reykjavík með umferðaröryggi og arðbærni að leiðarljósi. Sem kunnugt er samþykkti Reykjavíkurborg árið 2013 að árlegt eins milljarðs króna framlag ríkisins til vegamála í borginni rynni þess heldur til almenningssamganga og eflingar þeirra. Samningur um þetta við ríkið gildir fram til ársins 2022. Svæft og drepið á dreif „Líklega fer tillagan til borgarráðs í þeim tilgangi að svæfa hana þar og drepa málinu á dreif,“ sagði Kjartan Magnússon í samtali við Morgun- blaðið. Ljóst sé að borgarfulltrúar meirihlutans vilji ekki endurskoða samninginn með umferðaröryggi og arðbærni að leiðarljósi. Sem fyrr styðji Sjálfstæðisflokkurinn að Reyk- víkingar eigi val um ólíka samgöngu- kosti um leið og stuðlað er að auknu umferðaröryggi allra vegfarenda, hvort sem þeir nota almenningssam- göngur, bifreiðir, hjól eða fara ferða sinna gangandi. Í umræðum í borgarstjórn í gær sagði Dagur B. Eggertsson borgar- stjóri um tillögu Kjartans að til væri samningur um eflingu almennings- samgagna milli ríkisins og allra sveit- arfélaga á höfuðborgarsvæðinu, en aðrir samningar ekki. Þá mætti minna á að unnið hefði verið gegn flöskuhálsum í samgöngukerfinu í samvinnu sveitarfélaga og Vegagerð- ar. Gerð hefði verið úttekt á 51 gatna- mótum í borginni svo umferð gæti orðið greiðari, til dæmis með skilvirk- ari ljósastýringu eða framkvæmdum þegar við ætti. Hvað varðar sam- gönguverkefni og fjármögnun þeirra sagði borgarstjóri að samningur ríkis og sveitarfélaganna á höfuðborgar- svæðinu væri nú í endurskoðun, sbr. ákvæði um slíkt sem miðaðist við 1. apríl næstkomandi. Ýmislegt væri þar í deiglu. Borgarlína væri lykilat- riði til að bæta samgöngukerfið og af öðrum framkvæmdum sagðist borg- arstjóri vera áhugasamur um að leggja Miklubraut í stokk á 1,5 km löngum kafla milli Snorrabrautar og Kringlumýrarbrautar. Ná samstöðu um stórátak „Það stendur ekki til að svæfa til- lögu borgarfulltrúans þótt henni sé vísað til umfjöllunar í borgarráði heldur felst í því tækifæri til að ná breiðri samstöðu um það stórátak í innviðafjárfestingu sem þarf að verða að veruleika á næstu árum í þágu samgöngumála höfuðborgarsvæðis- ins,“ sagði Dagur í samtali við Morg- unblaðið. Dagur B. Eggertsson Kjartan Magnússon Agnes Bragadóttir agnes@mbl.is Anna Sigrún Baldursdóttir, aðstoð- armaður Páls Matthíassonar, for- stjóra Landspít- ala, segir að mjög mörg hálkuslys að undanförnu hafi orðið til þess að Landspítali hafi þurft að fresta ákveðnum fjölda aðgerða. Framkvæma hafi þurft ótrúlega margar bráða- aðgerðir að und- anförnu vegna hálkuslysa. Á þessum árstíma sé álagið hvað mest á spít- alanum. „Á þessum árstíma þurfum við því miður stundum að grípa til þeirra ráðstafana að fresta aðgerðum. Í gær (mánudag – innskot blm.) var al- veg geysilegt álag á spítalanum því sjúklingar streymdu hingað með hvers kyns vandamál og bráða- vandamál sem þegar þurfti að leysa,“ sagði Anna Sigrún í samtali við Morgunblaðið í gær. Ömurlegt að þurfa að fresta Morgunblaðið hafði fregnir af manni sem átti að fara í hnjáskipta- aðgerð í fyrradag. Hann var þaul- undirbúinn fyrir aðgerðina af hálfu Landspítala í síðustu viku, en þegar til átti að taka á mánudag var honum tilkynnt að aðgerðinni hefði verið frestað og reynt yrði að gera hana í næstu viku. Anna Sigrún var spurð hvort það kæmi ekki óþægilega við þá sem lenda í því að aðgerð sem ákveðin hefur verið er frestað: „Jú vitanlega er það ömurlegt þegar við þurfum að fresta aðgerðum, sem hafa verið ákveðnar. Við reynum í lengstu lög að fresta ekki en stundum komumst við því miður ekki hjá því. Við gerum hvað við getum til þess að minnka biðina hjá sjúklingum og fækka frestunum,“ sagði Anna Sigrún. Verða að fresta aðgerðum  Geysilega mikið álag er á Landspítala á þessum árstíma Anna Sigrún Baldursdóttir Álag Mikið álag er á Landspítala þessa dagana og aðgerðum frestað. „Vinnan hefur gengið vel fram til þessa og sam- skiptin við bresk stjórnvöld eru góð. Það er mik- ilvægt að vinna þetta örugglega og þétt,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson utan- ríkisráðherra um vinnu við mat á stöðu Íslands vegna Brexit, útgöngu Breta úr Evrópu- sambandinu. Staðan var rædd á fundi ríkisstjórnarinnar í gær. „Það eru fimm vinnuhópar að störfum og þeir munu skila af sér greiningu á hagsmunum okkar um miðjan mánuðinn. Í kjölfarið mun samtal okkar við Breta halda áfram,“ segir ráðherrann sem segir algjöra samstöðu um mikilvægi þessarar vinnu í ríkisstjórninni. „Við höfum skipt þessu upp í þrjá hluta. Í fyrsta lagi það sem snýr að útgöngunni og þar vinnum við bæði með Bretum og EES-löndunum til að sjá til þess að það verði ekki nein- ir hnökrar á ef það skapast millibils- ástand. Fasi tvö er framtíðarsam- komulag milli ríkjanna en þar viljum við tryggja að samskipti okkar á sviði viðskipta og annarra sviða verði ekki minni en nú er. Í þriðja lagi snýr þetta að varúðarráðstöf- unum ef ekki nást samningar.“ hdm@mbl.is Brexit rætt í rík- isstjórn Guðlaugur Þór Þórðarson  Vinna í gangi Vegna veðurs varð nokkur röskun á innanlandsflugi í gær. Akureyrarflug lá niðri fram eftir degi og á Ísafjörð hefur ekki verið flogið síðan á laugar- dag. Í hraglanda á Reykjavíkurflugvelli setti fólk raunar hausinn undir sig þegar það fór milli flugvélar og húsa. „Svona er algengt í janúar; þá er allra veðra von, sem hefur áhrif í fluginu,“ sagði Árni Gunnarsson, fram- kvæmdastjóri Air Iceland Connect, í samtali við Morgunblaðið. Í dimmum hraglanda á Reykjavíkurflugvelli Morgunblaðið/Árni Sæberg

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.