Morgunblaðið - 17.01.2018, Page 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. JANÚAR 2018
spurningar um hvernig eigi að
bregðast við, segir Ólafur og bætir
við að hingað til hafi tekist að
höndla öryggisatvik, sem hafa
komið upp, með mikilli prýði.
„Við erum alltaf með einbeit-
inguna á því hvernig við höndlum
öryggismál í flugstöðinni.“
Spurður um hvort óspektir í
flugstöðinni komi oftar upp í ein-
hverjum tilteknum flugleiðum,
svarar Ólafur Helgi að atvik komi
stundum upp í tengslum við flug til
Austur-Evrópu, „en mál af slíku
tagi geta auðvitað komið upp á öll-
um flugleiðum,“ segir hann enn-
fremur.
Við öllu er að búast
Þrátt fyrir að fólki, sem fer um
flugstöðina, hafi fjölgað mikið á
síðustu árum segir Ólafur það hafa
gengið prýðilega að halda utan um
Axel Helgi Ívarsson
axel@mbl.is
Löggæslumönnum í Flugstöð Leifs
Eiríkssonar hefur ekki fjölgað
samhliða fjölgun farþega um Kefla-
víkurflugvöll þó að þörf sé talin á
því. Sú fjölgun löggæslumanna
þyrfti að vera umtalsverð, segir
Ólafur Helgi Kjartansson, lög-
reglustjóri á Suðurnesjum að-
spurður, án þess að vilja nefna sér-
stakar tölur um hve mörgum
mönnum þyrfti að bæta við.
Þónokkur erill hefur verið hjá
lögreglunni á Suðurnesjum vegna
atvika, s.s. vegna ölvunar farþega í
Leifsstöð í liðinni viku. Ólafur
Helgi segir í samtali við Morg-
unblaðið að staða öryggismála í
Leifsstöð sé þó ekki komin að þol-
mörkum.
Atburðir síðustu daga veki
gæslu í flugstöðinni. „Síðasta vika
og hálfur mánuður bera það þó
með sér að við öllu er að búast. Í
síðustu viku er þó um einstök tilvik
að ræða, t.d. ölvun, og það hefur
ekki verið vandamál í þeim skiln-
ingi að lögreglan hafi ekki getað
ráðið við þau tilvik.“
Guðjón Helgason, upplýsinga-
fulltrúi Isavia, tekur í sama streng
og Ólafur Helgi. Guðjón segir að
þolmörkum sé ekki náð og að
Isavia hafi ekki sérstakar áhyggjur
af stöðu öryggismála á Keflavík-
urflugvelli eins og stendur. „Vissu-
lega hefur fólki fjölgað sem fer um
flugvöllinn og mörg minniháttar
mál hafa komið upp og fengið um-
fjöllun. Það er þó ekkert meira en
hefur verið áður og við höfum eng-
ar sérstakar áhyggjur,“ segir Guð-
jón í samtali við Morgunblaðið.
Isavia vill efla löggæsluna
Þegar kemur að stöðu lögreglu-
liðs í flugstöðinni segir Guðjón að
Isavia hafi ávallt sagt að efla mætti
löggæslu á svæðinu.
„Við höfum bent á það áður að á
köflum hefur verið undirmönnun í
flugstöðinni. Við teljum að sýnileiki
lögreglu sé ávallt mjög mikilvægur
í flugstöðinni. Nauðsynlegt er að
hafa öfluga lögreglu á svæðinu og
hún hefur jafnframt unnið gríð-
arlega gott starf í flugstöðinni, þar
af leiðandi fögnum við því vitanlega
ef hennar starf verður styrkt,“ seg-
ir Guðjón að endingu.
Auka þarf löggæsluna í Leifsstöð
Ekki hefur fjölgað í löggæsluliði í Leifsstöð þótt farþegum fjölgi til muna Vel hefur þó gengið að
sinna öryggisatvikum sem komið hafa upp, segir lögreglustjóri Öflug lögregla er talin nauðsyn
Leifsstöð Farþegum á Keflavíkur-
flugvelli hefur fjölgað mjög.
Fjöldi farþega
» Alls fóru um 8,7 milljónir
farþega um Keflavíkurflugvöll
árið 2017.
» Árið 2016 fóru um 6,8 millj-
ónir farþega um Keflavíkur-
flugvöll.
» Nemur fjölgunin því um
rúmum 28% milli ára.
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Agnes Bragadóttir
agnes@mbl.is
Tveir fundir voru hjá ríkissáttasemj-
ara í gær, þar sem fyrst fundaði
samninganefnd Félags framhalds-
skólakennara með samninganefnd
ríkisins og síðar um morguninn
fundaði samninganefnd Félags ís-
lenskra náttúrufræðinga með samn-
inganefnd ríkisins. Eitthvað þokað-
ist í samkomulagsátt á báðum
fundum.
Guðríður Arnardóttir, formaður
félags framhaldsskólakennara, sagði
í samtali við Morgunblaðið í gær, að
afloknum sáttafundinum: „Mér
fannst þetta góður fundur og hann
ganga vel. Það þokaðist aðeins áfram
hjá okkur,“ sagði Guðríður.
Hún segir að þá sé hún fyrst og
fremst að ræða um að þokast hafi
áfram varðandi tæknileg atriði eldri
kjarasamnings, sem varði ekki beint
launaliðina, heldur sé um útfærslu-
atriði að ræða.
Uppbyggilegur fundur
„Mér fannst þetta góður og upp-
byggilegur fundur, þar sem við náð-
um að fara inn í lausnamiðað samtal.
Vitanlega eigum við heilmikla veg-
ferð framundan, en það góða er, að
mér fannst okkur miða áfram í
morgun og ég fagna því,“ sagði Guð-
ríður. Hún sagði að næsti fundur hjá
ríkissáttasemjara hefði verið ákveð-
inn 31. janúar nk. en fulltrúar deilu-
aðila hygðust hittast í millitíðinni og
fara yfir tiltekin afmörkuð tæknileg
atriði.
Maríanna H. Helgadóttir er for-
maður Félags íslenskra náttúru-
fræðinga. „Þetta mætti nú alveg
ganga hraðar og betur. Það þokaðist
kannski eitthvað örlítið en það er
ekkert komið fast í hendi,“ sagði
Maríanna í samtali við Morgunblaðið
í gær.Hún sagði að ákveðið hefði ver-
ið að FÍN kæmi næst á sáttafund hjá
ríkissáttasemjara 31. janúar nk.
Eitthvað þokaðist á sátta-
fundum ríkissáttasemjara
Framhaldskólakennarar og náttúrufræðingar funduðu
Borgarfulltrúar ræddu mengun í
neysluvatni á borgarstjórnarfundi í
gær. Dagur B. Eggertsson borg-
arstjóri sagði að ákveðið hefði verið
að senda út viðvörun þegar bráða-
birgðaniðurstöður lágu fyrir og
gáfu til kynna að vatnið væri meng-
að. Hann sagði að allt er sneri að
neysluvatni varðaði almannahag og
hann taldi rétt staðið að málum
þegar viðvörun var send út í fyrra-
kvöld.
Halldór Halldórsson, oddviti
sjálfstæðismanna í borgarstjórn,
gagnrýndi hins vegar hversu vill-
andi upplýsingar hefðu verið gefn-
ar. Marta Guðjónsdóttir, borgar-
fulltrúi Sjálfstæðisflokks, vísaði í
þessu samhengi til skólpmengunar
í borginni síðasta sumar og sagði að
borgarbúar hefðu ekki vitað af
henni svo vikum skipti. Sér virtist
sem meirihlutinn í borginni hefði
ekkert lært af því máli né bætt
kerfið til að upplýsa borgarbúa.
Sagði Marta að einfalt mál hefði
verið að senda smáskilaboð á borg-
arbúa og vara þá við.
Lýstu óánægju sinni
með upplýsingagjöf
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Borgarstjórn Sjálfstæðismenn gagn-
rýndu upplýsingaflæði meirihlutans.
á að yfirborðsgerlar berist í grunn-
vatnið sem síðan skilar sér í borhol-
urnar okkar. Í síðustu viku var hláka
og við erum með hlákuáætlun í gangi
sem þýðir að við förum og tökum
sýni úr borholunum. Ef í ljós kemur
aukið gerlamagn í einhverjum holum
lokum við þeim holum og hættum að
taka vatn úr þeim. Þetta var í síðustu
viku. Síðan er það sýni sem Heil-
brigðiseftirlit Reykjavíkur tekur úr
lögnunum, semsagt á hinum end-
anum, og þar finna þeir þessa jarð-
vegsgerla.“ Ólöf segir að veðrið síð-
ustu daga hafi verið afar sérstakt og
valdið því að gerlarnir hafi komist í
holur sem áður voru taldar ekki við-
kvæmar fyrir jarðvegsgerlum. „Það
Magnús Heimir Jónasson
mhj@mbl.is
Ólöf Snæhólm Baldursdóttir, upp-
lýsingafulltrúi hjá Veitum ohf., segir
að sýni verði tekin reglulega úr þeim
vatnsholum sem jarðvegsgerlar
greindust í áður en opnað verður
fyrir vatnsholurnar að nýju.
„Þegar sýnin eru orðin hrein þá
bara notum við þær aftur. Þetta er
alveg þekkt í hlákutíð að það berist
yfirborðsgerlar ofan í holurnar,“
segir Ólöf og bætir við að gerlarnir
skolist út með tímanum. Stjórn-
skipuð samstarfsnefnd um sótt-
varnir kom saman í hádeginu í gær
og var tilkynnt að niðurstöður mæl-
inga gæfu ekki tilefni til að ætla að
heilsu fólks stafaði hætta af neyslu
vatns á svæðinu. Ýmis fyrirtæki og
stofnanir í borginni tóku til sinna
ráða fyrr um daginn áður en sú til-
kynning barst. Veitur ohf. höfðu hins
vegar lokað vatnsholunum fyrir viku
síðan, þegar gerlarnir greindust.
Hlákuáætlun af stað fyrir viku
Ólöf segir að Veitur hafi fundið
jarðvegsgerlana í vatnsholum sínum
í síðustu viku og lokað holunum
strax. Sýni Heilbrigðiseftirlitsins í
Reykjavík úr lögnum sýndu hins
vegar að gerlarnir höfðu komist í
neysluvatn. „Það sem gerist er að
það kemur hláka sem eykur hættuna
er hlákutíð oft á ári, það er ekkert
einsdæmi og við erum með áætlun í
gangi. Við lokum borholunum okkar
í Gvendarbrunni í október og þær
eru lokaðar fram í mars því þær eru
viðkvæmar fyrir yfirborðsgerlum í
hlákutíð. Við fylgjumst síðan með
þeim sem eru ekki eins viðkvæmar
fyrir yfirborðsgerlum . Það sem ger-
ist núna er svo sérstakt. Það kemur
svona langur frostakafli og svo svona
mikil hláka strax í kjölfarið“.
Sjúklingar fengu soðið vatn
Stofnanir og fyrirtæki gripu til að-
gerða í gær eftir að upplýsingar bár-
ust um að jarðvegsgerlar hefðu kom-
ist í neysluvatn í Reykjavík. Mikill
viðbúnaður fór af stað á Landspít-
alanum en í tilkynningu frá Veitum
kom fram að þeir sem væru veikir
fyrir ættu að varast vatnið. „Við
þurftum að sjóða mjög mikið af vatni
og kæla það til að hafa það tilbúið
fyrir sjúklingana,“ segir Bylgja
Kjærnested, deildarstjóri Hjarta-
deildar Landspítalans, í samtali við
mbl.is um ástandið sem myndaðist
og stóð starfsfólk spítalans í ströngu
í fyrrinótt og gærdag við að sjóða allt
neysluvatn á spítalanum.
Framleiðsla og dreifing var stöðv-
uð tímabundið hjá Ölgerðinni vegna
óvissu um stöðu mála af hálfu
Veitna. Hófst framleiðsla að nýju
síðar um daginn í gær þegar ljóst var
að neysluvatn austan Elliðaáa, það-
an sem vatn í framleiðslu fyrirtæk-
isins kemur stóðst allar gæðakröfur.
Framleiðsla Coca Cola á Íslandi var
einnig stöðvuð og segir Stefán
Magnússon, markaðs- og sölustjóri
Coca Cola á Íslandi, einnig að óviss-
an hafi valdið framleiðslustöðvun.
„Eftir að við fengum þær upplýs-
ingar að okkar framleiðslustaður
væri utan þessa svæðis sem talið er
að hafi orðið fyrir mengun hófst
framleiðslan aftur.“ Spurður hvort
fyrirtækið verði fyrir fjárhagslegu
tjóni við að stöðva framleiðslu segir
hann það lítið. „Það er alltaf eitt-
hvert tjón en okkar hugur er auðvit-
að bara hjá neytendum“.
Mikil viðbrögð vegna mengunar
Suða Starfsfólk spítalans stóð í ströngu og sauð vatn ofan í sjúklinga í gær
Starfsfólk Landspítalans sauð vatn til neyslu fyrir sjúklinga Ölgerðin og
Coca Cola á Íslandi stöðvuðu framleiðslu Óhætt að drekka vatn að nýju
Morgunblaði/Hallur Már