Morgunblaðið - 17.01.2018, Síða 11

Morgunblaðið - 17.01.2018, Síða 11
FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. JANÚAR 2018 Guðni Einarsson gudni@mbl.is Vísindamenn Íslenskrar erfða- greiningar (ÍE) hafa raðað saman erfðamengi Hans Jónatans. Hann fæddist árið 1784 og var fyrsti svarti maðurinn sem settist að á Íslandi, svo vitað sé. Vísinda- tímaritið Nature Genetecis birti grein um þetta afrek vísindamanna ÍE í fyrradag. Þar er því lýst hvernig tókst að raða saman erfða- mengi Hans Jónatans úr bútum af litningum 182 afkomenda hans. Fréttin vakti mikil viðbrögð og var um þetta fjallað víða um heim. Yfir 700 afkomendur á Íslandi Hans Jónatan fæddist sem þræll á eynni St. Croix í Karíbahafi, son- ur Emilíu Regínu, sem var afr- ískur þræll á sykurplantekru Schimmelmann-fjölskyldunnar. Talið er að faðir hans hafi verið af evrópskum ættum. Hans Jónatan slapp undan þrælahaldi árið 1802 með því að flýja til Djúpavogs. Þar kvæntist hann Katrínu Antoníus- ardóttur og eignaðist með henni tvö börn. Hans Jónatan lést árið 1827. Afkomendur hans eru nú yfir 700 á Íslandi. Vísindamennirnir báru kennsl á afríska litningabúta afkomenda Hans Jónatans og tókst þannig að raða saman um 38% af þeim litn- ingum sem hann fékk frá móður sinni. „Þetta er í fyrsta skipti sem tek- ist hefur að sækja erfðamengi löngu látins manns,“ segir í til- kynningu ÍE. Þegar endurraðaða erfðamengið var borið saman við arfgerðir ýmissa hópa frá Afríku kom í ljós að uppruna Emilíu Reg- ínu mætti rekja til svæðisins þar sem löndin Benín, Nígería og Kamerún eru nú. Því er ljóst að foreldrar hennar eða hún sjálf voru hneppt þar í þrældóm og flutt til St. Croix. Vitnað er í Agnar Helgason, mannfræðing hjá ÍE og einn höf- unda vísindagreinarinnar, í til- kynningu ÍE. Þar segir hann að hingað til hafi verið nauðsynlegt að hafa aðgang að líkamsleifum til að greina erfðaefni úr löngu látn- um einstaklingum. „Í þessari rann- sókn tókst okkur hins vegar að púsla saman litningum Hans Jón- atans, sem dó fyrir um 190 árum, úr bútum sem afkomendur hans erfðu frá honum. Í einhverjum til- vikum gæti reynst gagnlegt að nota sambærilegar aðferðir til að endurskapa erfðamengi annarra einstaklinga frá þessum tíma, bæði á Íslandi og annars staðar, til að varpa ljósi á uppruna þeirra eða aðra eiginleika,“ er haft eftir Agn- ari. Fundu erfðaefni frá Hans Jónatan  Þrællinn sem varð kaupmaður á Djúpavogi  Röðuðu saman bútum úr litningum 182 afkomenda Sonarsonur Hans J. Björn Eiríks- son, f. 1847, þótti líkur afa sínum. Dóttursonur Hans J. Lúðvík Lúðvíksson, fæddur 1856. Hans Jónatan Eiginhandaráritun. „Sagan um Hans Jónatan er að mörgu leyti svo merkileg,“ sagði Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskr- ar erfðagrein- ingar. „Ástæðan fyrir því að við fórum í þessa vinnu er sú að fað- ir minn heitinn, Stefán Jónsson, skrifaði bók sem heitir Að breyta fjalli. Þar talar hann meðal annars um Hans Jónatan.“ Kári sagði að það hefði lengi beint at- hygli sinni að Hans Jónatan. „Saga Hans Jónatans er svo falleg. Hann kemur til Íslands alveg í byrjun 19. aldar – fyrsti svarti maðurinn sem kemur til Íslands. Honum er tekið opnum örmum af þorpsbúum á Djúpavogi sem höfðu aldrei séð svart- an mann áður. Ekki virðist kynþát- tahatrið vera manninum eðlilegt. Hans Jónatan verður kaupmaður á staðnum og eignast tvö börn og á núna sjö hundruð áttatíu og eitthvað afkomendur á Íslandi, lifandi og látna.“ Kári sagði að hægt hefði verið að draga búta úr erfðaefni móður Hans Jónatans úr erfðaefni 182 afkomenda og raða þeim saman. Þetta sýndi að það væri hægt að raða saman erfða- efni löngu látins fólks. Ætterni Hans Jónatans auðveldaði vinnuna. „Munurinn á afríska erfðamenginu og því íslenska er svo stór. Ef maður raðgreinir erfðamengi Íslendings og kemur allt í einu inn í þessa afrísku búta þá er það svo auðsætt. Það er enginn smámunur,“ sagði Kári. Hann sagði að vinnan hefði verið mun flókn- ari ef um hefði verið að ræða mann sem væri hálfur Íslendingur og hálfur Englendingur því við værum svo lík Englendingum erfðafræðilega. Vísindamenn ÍE hafa ekki reynt að grafast fyrir um faðerni Hans Jón- atans því þeir hafa ekki gögn sem leyfa þeim að nota erfðafræðina til að ákvarða það. Faðernismál Hans Jón- atans er því enn óleyst. Kári sagði að ÍE ynni að alls konar verkefnum sem lytu að íslenskri sögu. Eitt væri að raðgreina erfðamengi úr hauskúpum frá landnámsöld til að ákvarða uppruna þeirra. Annað að raðgreina erfðamengi úr fjölmörgum hestagerðum til að komast að því hvaðan íslenski hesturinn kæmi. „Við erum með fullt af spennandi verkefnum þó að meirihlutinn af því sem við erum að gera lúti að því að reyna að skilja hvernig breytanleiki í röðun níturbasa í erfðamenginu býr til mannlega fjölbreytni og þá aðal- lega í dag. Þegar maður vinnur úr mjög miklum gögnum um manninn eins og hann er í dag varpar það ljósi á manninn eins og hann var áður. Það sést best á þessu verkefni um Hans Jónatan,“ sagði Kári. Greinilegur munur á erfðamenginu Kári Stefánsson Hrein jógúrt Ástæða þess að þú átt að velja lífræna jógúrt! Engin aukefni Meira af Omega-3 fitusýrum Meira er af CLA fitusýrum em byggja upp vöðva g bein kkert undanrennuduft nmanngerðra ansfitusýra biobu.is - Lífrænar mjólkurvörur • • • s o • E • Á tr Suðurlandsbraut 20, Reykjavík, sími 588 0200, eirvik.is amlegt ka nýmalað, en in h ynn u r ura a v ar rv . óðum þér í kaffi. s ylki. él Við jK t J k ffi „Amerískir koll- egar hafa bent mér á umfjöllun í erlendum miðlum um rannsóknina á erfðaefni Hans Jónatans. Þetta er komið víða,“ sagði Gísli Páls- son, prófessor í mannfræði við Háskóla Íslands og höfundur bókarinnar Hans Jón- atan – Maðurinn sem stal sjálfum sér. Bókin er ævisaga þrælsins sem varð verslunarmaður og bóndi á Djúpavogi og kom hún út árið 2014. Hún hefur einnig verið gefin út á ensku og dönsku og er væntanleg í franskri útgáfu í vor. Útgáfa bókarinnar varpaði ljósi á Hans Jónatan og merkilega ævi hans sem var ókunn flestum fram að því að bókin kom út. Vefútgáfa Daily Mail sagði til dæmis í gær að ævi- saga Hans Jónatans hefði skapað honum „alþjóðlega frægð“. Góðar viðtökur Gísli sagði að bókin hefði fengið mjög góðar viðtökur, sérstaklega í Bandaríkjunum. „Hún var líka á lista TLS [bókmenntaritsins The Times Literary Supplement í Eng- landi] yfir bækur ársins og hefur fengið góða umsögn,“ sagði Gísli. Sala bókarinnar hefur gengið dræm- ar í Danmörku. Gísli sagði það vera sér og danska útgefandanum nokkur ráðgáta. Honum hefur verið boðið til Kaupmannahafnarháskóla næsta vor til að fjalla um bókina og við- brögð við henni. Gísli sagði að vinna Íslenskrar erfðagreiningar við að raða saman erfðaefni Hans Jónatans sem hann fékk frá móður sinni væri afrek. Ekki væri vitað hvar jarðneskar leif- ar hans hvíldu, engu að síður hefðu vísindamenn ÍE endurgert drjúgan hluta af erfðamengi hans í gegnum afkomendur hans og rakið afrískan uppruna móður hans. „Hér er ekki aðeins um „nýja ævi- sögu“ að ræða, ef svo má segja, þar sem nýju ljósi er varpað á forsögu eins einstaklings; hér er rudd ný braut í rannsóknum á erfðamengj- um fólks,“ skrifaði Gísli á facebook- síðu sína. Um klukkustundar löng heimildarkvikmynd var gerð eftir bókinni og var hún frumsýnd á Djúpavogi á liðnu vori. Valdimar Leifsson kvikmyndagerðarmaður gerði myndina eftir handriti Bryn- dísar Kristjánsdóttur. Ævisagan vakti athygli á merkilegri ævi Hans Jónatans Gísli Pálsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.