Morgunblaðið - 17.01.2018, Side 22
22 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. JANÚAR 2018
björg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra
ásamt embættismönnum. Þar greindi Davíð
frá samtölum sínum við erlenda fjármálamenn
sem hann kvað afar tortryggna á íslensku
bankana. Erfitt yrði fyrir þá að öðru óbreyttu
að endurnýja þau erlendu lán sem falla myndu
í gjalddaga haustið 2008 og á öndverðu ári
2009. Davíð var ómyrkur í máli og þegar hann
gekk út af fundinum sagði hann við félaga
sína: „Ef þetta hreyfir ekki við þessu fólki þá
er ekkert sem gerir það.“ Honum tókst þó
ekki að sannfæra Ingibjörgu Sólrúnu um að
alvara væri á ferðum. Hún skrifaði hjá sér á
minnisblaði að fundurinn hefði verið „eins
manns útaustur“.
Vandinn var sá að Seðlabankinn gat prentað
krónur en ekki pund, dali, evrur eða danskar,
norskar og sænskar krónur. Næstu mánuði
leituðu Davíð og félagar hans fyrir sér um
gjaldeyrisskiptasamninga við aðra seðlabanka
sem hefði endurvakið trú á mætti íslenska rík-
isins til að aðstoða bankana. Í fyrstu var Ís-
lendingum vel tekið en eftir nokkra skoðun
hafnaði Englandsbanki þó málaleitan þeirra.
Skrifaði Mervyn King Davíð í apríl að ástæðan
væri að íslenska bankakerfið væri of stórt.
Davíð var raunar sammála King um þetta og
hafði hreyft því við bankamenn að heppilegt
væri að flytja Kaupþing úr landi, selja traust-
an norskan banka í eigu Glitnis og færa Ice-
save-reikninga Landsbankans úr útbúi bank-
ans í Lundúnum í dótturfélag hans breskt,
Heritable banka. Hann hafði þó ekkert vald til
að fylgja slíkum hugmyndum eftir. Ef eitt-
hvert slíkt vald var til þá var það hjá Fjár-
málaeftirlitinu og viðskiptaráðherra. Hitt var
annað mál, eins og bankamenn bentu á, að sala
eigna var lítt framkvæmanleg í miðri kreppu
þegar aðeins fékkst fyrir þær lágt verð. Davíð
og félagar hans héldu nokkra aðra fundi með
forsvarsmönnum ríkisstjórnarinnar, þar á
meðal 1. og 16. apríl og 7. og 15. maí, þar sem
þeir endurtóku viðvaranir sínar frá 7. febrúar.
Davíð hitti einnig Steingrím J. Sigfússon, leið-
toga Vinstri grænna, á tveimur fundum sum-
arið og haustið 2008 þar sem hann gerði hon-
um í trúnaði grein fyrir áhyggjum sínum af
bönkunum.
Svo virðist sem sammæli hafi orðið um það á
kvöldverðarfundi seðlabankastjóra G-10
ríkjanna (öflugustu iðnríkjanna) í Basel 4. maí
2008 að neita Íslandi um alla fyrirgreiðslu.
Hollenski seðlabankastjórinn var Landsbank-
anum reiður fyrir að hefja innlánasöfnun í
Hollandi og bankastjóri Evrópska seðlabank-
ans kvartaði undan skuldabréfasölu íslensku
bankanna til seðlabanka Lúxemborgar. Eftir
fundinn náði Davíð Oddsson tali af sænska
seðlabankastjóranum, Stefan Ingves, sem
hafði áður verið hinn vinsamlegasti en var nú
eins og snúið roð í hund. Ingves sagði Davíð að
Ísland gæti ekki vænst neinnar aðstoðar nema
bankarnir minnkuðu. Davíð tókst þó fyrir
harðfylgi að gera gjaldeyrisskiptasamninga
síðar í mánuðinum við seðlabanka Noregs,
Danmerkur og Svíþjóðar. Var Ingves afar
tregur til þess að samþykkja samningana.
Varð Davíð að hringja af fundinum með nor-
rænum starfsbræðrum sínum í forsætisráð-
herra, sem þá var staddur á Vestfjörðum, og
fá hann til að lofa því að ríkisstjórnin myndi
beita sér eftir megni fyrir minnkun bankanna,
hóflegum kjarasamningum og endurskoðun
húsnæðislánakerfisins. Skrifuðu nokkrir ráð-
herrar síðan undir skriflega yfirlýsingu því til
staðfestingar. Ingves þótti hins vegar lítt til
um efndirnar og á seðlabankastjórafundi í Ba-
sel í júní virti hann íslensku seðlabankastjór-
ana ekki viðlits. Þegar hann neyddist til að
heilsa Eiríki Guðnasyni, af því að þeir tóku af
tilviljun sömu lyftuna, rétti hann fram vinstri
hönd.
Spáin sem rættist
Nú var nýtt áhyggjuefni komið til sögu. Þar
eð Landsbankinn hafði safnað innlánum í
Bretlandi í útbúi, en ekki dótturfélagi, voru
þau tryggð í hinum íslenska Tryggingasjóði
innstæðueigenda og fjárfesta, ekki hlið-
stæðum breskum sjóði. Ljóst var að íslenski
sjóðurinn hafði enga burði til að greiða inn-
stæðueigendum út eignir sínar kæmi til þess
að Landsbankinn félli. Eftir að athygli var
vakin á þessu í breska þinginu lagði breska
fjármálaeftirlitið til að innstæðurnar yrðu
færðar í breska lögsögu en jafnmikið af eigum
Landsbankans á móti. Davíð Oddsson var frá
upphafi þeirrar skoðunar að engin ríkisábyrgð
væri á Tryggingasjóði innstæðueigenda og
fjárfesta en æskilegt væri engu að síður að
færa Icesave-reikningana í breska lögsögu.
Hann sagði við bankastjóra Landsbankans á
fundi í Seðlabankanum 31. júlí 2008: „Þið getið
út af fyrir sig sett Björgólf Guðmundsson á
hausinn og eruð sjálfsagt komnir langleiðina
með það. En þið hafið ekkert leyfi til þess að
gera íslensku þjóðina gjaldþrota.“ Vandi
Landsbankans var hins vegar að breska Fjár-
málaeftirlitið vildi ekki leyfa honum að flytja
eignir í áföngum á móti innstæðunum svo að
lánalínur yrðu ekki lausar.
Sama dag og Davíð mælti þessi orð við
bankastjóra Landsbankans var staddur hér á
landi kanadíski hagfræðingurinn William
White, sem verið hafði einn af yfirmönnum
BIS, Alþjóðagreiðslumiðlunarbankans, í Basel.
Davíð bauð honum til kvöldverðar í Perlunni.
Þeir röbbuðu saman um ástandið á fjár-
málamörkuðum. White taldi mikla andstöðu
við að bjarga bönkum með almannafé en það
yrði samt að lokum gert: „Það er búið að
ákveða að einn stór banki verður látinn fara á
hausinn, það verða Lehman-bræður, og síðan
eitt land og það verðið þið.“ Davíð spurði hissa:
„Hvað ert þú búinn að fá þér marga gin og to-
nic?“ White svaraði: „Aðeins einn.“
Þótt þeir Geir H.
Haarde forsætisráð-
herra og Árni Mathie-
sen fjármálaráðherra
tækju viðvaranir Dav-
íðs alvarlega gegndi
öðru máli um for-
ystumenn Samfylking-
arinnar. Í Frétta-
blaðinu 4. september
lagði Ingibjörg Sólrún
Gísladóttir til að bank-
arnir héldu áfram inn-
lánasöfnun sinni er-
lendis. Spá Whites gekk hins vegar eftir.
Lehman-bræður urðu gjaldþrota 15. sept-
ember. Nú hertist hin alþjóðlega láns-
fjárkreppa um allan helming. Bankar þorðu
alls ekki að lána hver öðrum. Skuldatrygg-
ingaálagið á íslensku bankana, sem hafði lækk-
að eftir gjaldeyrisskiptasamningana við seðla-
banka Svíþjóðar, Noregs og Danmerkur, rauk
upp. Það jók ekki traustið á Íslandi þegar
bandaríski seðlabankinn gerði gjaldeyr-
isskiptasamninga við seðlabanka Svíþjóðar,
Danmerkur og Noregs 24. september. Allir
tóku eftir því að íslenska seðlabankann vant-
aði. Davíð Oddsson hringdi strax í Tim Geit-
hner, bankastjóra Seðlabankans í New York,
og bað um sams konar gjaldeyrisskiptasamn-
ing. Geithner sagði að íslensku bankarnir
rækju ekki eins víðtæka starfsemi í Banda-
ríkjunum og norrænu bankarnir svo að þeir
hefðu ekki sömu þörf á bandaríkjadölum.
Hann skyldi hins vegar skoða málið. Málaleit-
an Davíðs var fljótlega synjað.
Stór lán féllu í gjalddaga hjá Glitni 15. októ-
ber. Bankanum tókst ekki að endurnýja þau
eða afla fjár til að
greiða þau svo að hann
leitaði til Seðlabankans
um neyðarlán í evrum.
Að ráði Seðlabankans
og höfðu samráði við
stjórnarandstöðuna
ákvað ríkisstjórnin
sunnudaginn 28. sept-
ember að kaupa 75% í
Glitni fyrir 600 milljónir
evra. Þegar Davíð var
sagt að ekki ætti að
boða Björgvin G. Sig-
urðsson viðskiptaráðherra sem fór með banka-
mál á fundinn þar sem þetta ætti að ákveða
krafðist hann þess að heyra þetta af munni
Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur sem stödd
var í Bandaríkjunum. Geir H. Haarde hringdi
í hana úr fjármálaráðuneytinu, þar sem nokkr-
ir fleiri voru viðstaddir, og staðfesti hún þetta
við Davíð. Vonir stóðu til þess að kaupin á
Glitni myndu endurvekja traust á bankanum.
En tímasetningin gat ekki verið verri. Mánu-
daginn 29. september náði hin alþjóðlega láns-
fjárkreppa einmitt hámarki. Seðlabankar um
allan heim prentuðu peninga í gríð og erg og
tóku á móti við alls konar skuldabréfum frá
bönkum, jafnvel hlutabréfum í fyrirtækjum.
Matsfyrirtæki lækkuðu matið á íslenska bönk-
unum og líka á íslenska ríkinu. Davíð varð
ljóst að bankarnir væru að falla. Hann kallaði
saman viðbúnaðarhóp, sem skyldi vera starfs-
liði Seðlabankans til aðstoðar, og bað um fund
með ríkisstjórninni þriðjudaginn 30. sept-
ember.
Sögulegur ríkisstjórnarfundur
Þegar Davíð Oddsson kom inn í Stjórn-
arráðið þennan þriðjudagsmorgun, var þar
fjöldi blaðamanna fyrir framan fundaherbergi
ríkisstjórnarinnar. Þar var líka Sævar Cie-
sielski, sem sloppið hafði inn í húsið og var
mjög órólegur. Um leið og hann sá Davíð gekk
hann til hans. Davíð tók í hönd hans og sagði:
„Ja, þetta hlýtur að vera mikilvægt fyrst við
erum báðir kallaðir til skrafs og ráðagerða.“
Sævar róaðist mjög við að sjá og heyra Davíð.
Hið sama átti ekki við um alla ráðherrana eftir
að Davíð kom inn á ríkisstjórnarfundinn og
sagði að líklega myndi allt bankakerfið hrynja
á næstu tíu til fimmtán dögum. Þau Össur
Skarphéðinsson og Þorgerður K. Gunn-
arsdóttir brugðust ókvæða við þegar Davíð
bætti við að hann væri að vísu andvígur þjóð-
stjórnum en að skilyrði fyrir henni gætu nú
verið að myndast. Íslendingar yrðu að samein-
ast gegn yfirvofandi hættu. Skilja yrði að er-
lendan og innlendan hluta bankakerfisins og
reisa varnarvegg um hinn innlenda.
Eftir fundinn skundaði Davíð í Seðlabank-
ann og hitti viðbúnaðarhópinn. Hann sagði
Davíð Oddsson kemur inn í Stjórnarráðið 30. september 2008.
Tilefnið var að segja ríkisstjórninni, að bankakerfið yrði fallið
eftir 10–15 daga. Ráðherrar tóku þessum boðskap misjafnlega.
Þegar Davíð Oddsson fór á ríkisstjórnarfundinn 30. september 2008, rakst
hann á Sævar Ciesielski í anddyrinu og sagði við hann: „Ja, þetta hlýtur að
vera mikilvægt, fyrst við erum báðir kallaðir til skrafs og ráðagerða.“
»Eftir fundinn skundaði
Davíð í Seðlabankann og
hitti viðbúnaðarhópinn.
Hann sagði honum, að mestu
máli skipti nú að girða Ísland
af, vernda þjóðina fyrir
skakkaföllum vegna
yfirvofandi bankahruns.
Morgunblaðið/Golli Morgunblaðið/Golli