Morgunblaðið - 17.01.2018, Blaðsíða 23
honum að mestu máli skipti nú að girða Ísland
af, vernda þjóðina fyrir skakkaföllum vegna
yfirvofandi bankahruns. Fyrsta markmiðið
væri að forðast greiðslufall ríkissjóðs, síðan að
halda uppi greiðslumiðlunarkerfi, þá að gæta
hags innstæðueigenda og annarra kröfuhafa
bankanna en loks hlutafjáreigenda í bönk-
unum. Næstu sólarhringa lagði viðbún-
aðarhópurinn nótt við dag og stakk Ragnar
Önundarson upp á því að veita innstæðu-
eigendum forgang fram yfir aðra kröfuhafa
bankanna. Eftir nokkurt hik tóku aðrir nefnd-
armenn undir þetta. Á sama tíma sóttu Bretar
mjög fast að íslenska ríkið ábyrgðist skriflega
skuldbindingar Tryggingasjóðs innstæðueig-
enda og beitti Davíð sér hart gegn því. Voru
Geir H. Haarde og Árni M. Mathiesen sam-
mála honum um þetta. Aðrir vildu ganga til
móts við Breta.
Næstu daga gekk á ýmsu. Látlausir fundir
voru í Ráðherrabústaðnum. Breskir ráðherrar
hringdu í Geir H. Haarde og kváðu Kaupþing
hafa fært mikið fé frá dótturfélagi sínu í Bret-
landi til Íslands en Kaupþingsmenn vísuðu
þessum ásökunum á bug. Þegar Geir stakk
upp á því laugardaginn 4. október að skipaður
yrði neyðarhópur, sem stjórnaði aðgerðum í
bankahruninu og Davíð yrði formaður hans,
tóku Samfylkingarmenn því svo illa að stjórn-
arslit virtust vera í sjónmáli. Davíð vildi ekki
láta brjóta á persónu sinni, lagði til við Geir að
hann yrði sjálfur formaður slíks neyðarhóps
og yfirgaf Ráðherrabústaðinn. Hann fékk
Englandsbanka til að senda sérfræðing í fjár-
málaáföllum, Marc Dobler, til Íslands til að að-
stoða starfsfólk Seðlabankans og viðbún-
aðarhópinn við að móta tillögur um úrlausn
vandans. Dobler lagði til, eins og Davíð hafði
gert, að skilja að innlendan og erlendan hluta
bankakerfisins, færa innlendar innstæður í
nýja banka og eignir á móti. Þegar Davíð taldi
útséð að sér tækist að sannfæra ráðherra
Samfylkingarinnar um slíkar aðgerðir sendi
hann einkaþotu eftir nokkrum ráðgjöfum
Seðlabankans hjá fjármálafyrirtækinu JP
Morgan og hittu þeir fjóra ráðherra aðfara-
nótt 6. október.
Þeir Geir H. Haarde og Árni M. Mathiesen
voru í meginatriðum sammála Davíð um það
sem gera þyrfti en allt strandaði á Samfylk-
ingunni. Ráðgjafarnir með Michael Ridley í
broddi fylkingar gátu hins vegar sannfært
ráðherra Samfylkingarinnar um varnarveggs-
hugmyndina, aðskilnað innlendrar og erlendr-
ar starfsemi bankanna. Eins og Össur Skarp-
héðinsson sagði síðar við Rannsóknarnefnd
Alþingis voru tillögur þeirra svipaðar og Davíð
hafði reifað á fundi ríkisstjórnarinnar 30. sept-
ember. Mánudaginn 6. október voru síðan
neyðarlögin samþykkt á Alþingi með atkvæð-
um allra flokka nema Vinstri grænna sem sátu
hjá: Innstæðueigendur, erlendir jafnt og inn-
lendir, fengu forgangskröfur í bú bankanna og
nýir bankar voru stofnaðir í eigu ríkisins, inn-
lendar innstæður fluttar í þá og eignir á móti
en aðrar skuldir og eignir færðar í þrotabú
þeirra sem sett voru í slitameðferð.
Umsátrið um Ísland
Geir H. Haarde og Davíð Oddsson vildu
reyna til þrautar að bjarga leifunum af banka-
kerfinu. Þess vegna veitti Seðlabankinn Kaup-
þingi 500 milljóna evra lán þennan sama mánu-
dag, 6. október, gegn veði í FIH banka í
Danmörku sem var í eigu Kaupþings. Höfðu
danskir embættismenn fullvissað Davíð um að
bankinn væri miklu meira virði. Seðlabankinn
gætti þess að taka allsherjarveð fyrir öllum
skuldum Kaupþings við bankann. Einnig var
reynt að útvega stórt lán á hagstæðum kjörum
frá Rússum. Hringdi sendiherra Rússa á Ís-
landi, Víktor Tataríntsev, í Davíð snemma
morguns þriðjudaginn 7. október og sagði slíkt
lán standa til boða. Gaf hann Davíð leyfi til að
segja frá því opinberlega sem Davíð gerði að
höfðu samráði við forsætisráðherra. En nokkr-
um klukkutímum síðar hringdi sendiherrann
aftur og kvað snurðu hlaupna á þráðinn. Höfðu
Rússar eflaust haft spurnir af því að einhverjir
íslenskir ráðamenn væru að ræða við Alþjóða-
gjaldeyrissjóðinn um fyrirgreiðslu og áhugi
þeirra dofnað. Annar möguleiki er að vestrænir
ráðamenn hafi haft samband við Pútín, for-
sætisráðherra Rússlands, og gert honum grein
fyrir að Ísland væri á vestrænu áhrifasvæði. Á
sama tíma gekk breska ríkisstjórnin mjög hart
fram gegn Íslendingum. Hún lokaði dótt-
urfélagi Kaupþings í Bretlandi og olli með því
falli Kaupþings á Íslandi. Jafnframt beitti
breska stjórnin að nauðsynjalausu hryðju-
verkalögum á Landsbankann, Seðlabankann og
Fjármálaeftirlitið. Ísland stóð uppi einangrað.
Næstu vikur unnu starfsfólk Seðlabankans og
Fjármálaeftirlitsins með aðstoð ýmissa starfs-
manna hinna föllnu banka sannkallað krafta-
verk við að halda uppi greiðslumiðlunarkerfi
innan lands og utan.
Davíð var ekki hrifinn af því að Ísland skyldi í
þessum hremmingum leita til Alþjóðagjaldeyr-
issjóðsins um lán. Hvað hafði það að gera við
lán sem stæði óhreyft á
bankareikningi í New
York og bæri háa vexti?
Hann undi samt
ákvörðun ríkisstjórn-
arinnar. Hitt sætti
hann sig ekki við að Ís-
land viðurkenndi rík-
isábyrgð á skuldbind-
ingum Tryggingasjóðs
innstæðueigenda og
fjárfesta í tengslum við
Icesave-reikninga
Landsbankans. Hann mótmælti því í harðorðu
bréfi til forsætisráðherra 22. október 2008: „Er
það virkilega svo að íslensk stjórnvöld ætli án
lagaheimildar að taka á sig stórkostlegar er-
lendar skuldbindingar að kröfu Breta o.fl. Slík-
ar byrðar myndu sliga íslenskan almenning
sem ekkert hefur til saka unnið.“ Taldi hann
dómstóla eina bæra til að skera úr um það hvort
Íslendingar bæru sem þjóð og ríki ábyrgð á
Icesave-reikningum Landsbankans.
Nú tók að gæta ókyrrðar á Íslandi. Þótt
bankastjórar Seðlabankans hefðu einir áhrifa-
manna varað við hröðum vexti bankanna og
undirbúið í kyrrþey og með aðstoð erlendra
sérfræðinga ráðstafanir til að minnka tjónið af
hugsanlegu hruni þeirra var mótmælaaðgerð-
um vegna bankahrunsins aðallega beint að
Seðlabankanum en miklu síður að stærsta
skuldunaut bankanna, Jóni Ásgeiri Jóhann-
essyni, en hann og hópur hans skuldaði þeim
um þúsund milljarða króna þegar yfir lauk. Sú
tortryggni, sem vaknað hafði erlendis í garð
bankanna, hafði ekki síst verið hans vegna.
Hvað sem því leið mátti heita samfellt umsátur
um Seðlabankann í árslok 2008 og ársbyrjun
2009. Samfylkingin þoldi ekki álagið og gekk úr
stjórn Geirs H. Haarde í janúarlok 2009. Ný
vinstristjórn Jóhönnu Sigurðardóttur braut
viðtekna venju um sjálfstæði seðlabanka og
hrakti seðlabankastjórana þrjá úr starfi.
Fjallið tók jóðsótt
Alþingi skipaði í árslok 2008 rannsókn-
arnefnd um bankahrunið og skilaði hún skýrslu
í apríl 2010. Þar var niðurstaðan um seðla-
bankastjórana þrjá að þeir hefðu gerst sekir
um vanrækslu í tveimur málum. Hið fyrra
sneri að Landsbankanum. Seðlabankastjór-
arnir hefðu ekki átt að hafna strax hug-
myndum frá Landsbankanum í ágúst 2008 um
flókna fjármálagerninga, þar á meðal fyr-
irgreiðslu Seðlabankans, sem hefðu það að
markmiði að auðvelda færslu Icesave-
reikninganna úr útbúinu í Lundúnum í dótt-
urfélag. Þess í stað hefðu þeir átt að rannsaka
fjárhag Landsbankans og skoða betur at-
hugasemdir breska Fjármálaeftirlitsins.
Bankastjórarnir bentu á það sér til varnar að
Landsbankinn hefði ætlast til þess að fyr-
irgreiðsla Seðlabankans við hann yrði leynileg
og það hefði aldrei staðist. Það hefði líka verið
mjög hæpið hvort bankinn hefði haft lagaheim-
ild til að veita þá fyrirgreiðslu sem Landsbank-
inn leitaði eftir. Enn fremur hefði Seðlabank-
inn ekki haft sama
aðgang að upplýsingum
um fjármálafyrirtæki og
Fjármálaeftirlitið.
Hitt málið sem nefnd-
in taldi fela í sér van-
rækslu sneri að Glitni.
Seðlabankastjórarnir
hefðu átt að leita til sér-
fræðinga um verðmat á
Glitni þegar bankinn
hafnaði í september
2008 ósk Glitnis um
neyðarlán en lagði þess í stað til við ríkisstjórn-
ina að ríkið keypti 75% í bankanum fyrir 600
milljónir evra. En þessi ásökun var jafnhæpin
og hin fyrri. Það var ríkisstjórnin sem ákvað að
kaupa hlut í Glitni ekki Seðlabankinn. Hafa
þurfti snör handtök því að afgreiða varð málið
um helgi áður en markaðir yrðu opnaðir á
mánudag. Í miðri fjármálakreppu er erfitt að
verðmeta banka: Þeir geta verið einskis virði á
einni stund og mikils virði á annarri. Engir sér-
fræðingar geta reiknað út neitt „eðlilegt verð“
við þær aðstæður. Tillaga Seðlabankans mið-
aðist við þær tvær forsendur að bankann vant-
aði 600 milljónir evra til að standa skil á af-
borgunum lána og að ríkið vildi eiga ráðandi
hlut án þess að færa hlutafé eigendanna niður
of mikið. Við þessar aðstæður var verðmatið
eðlilegt.
Rannsóknarnefnd Alþingis gerði hins vegar
ekki ágreining við seðlabankastjórana um
sjálfar ákvarðanirnar, að hafna beiðni Lands-
bankans í ágúst um fyrirgreiðslu og beiðni
Glitnis í september um þrautavaralán. Taldi
hún þær báðar eðlilegar. En báðar ásak-
anirnar um vanrækslu í tengslum við þær voru
í raun um að Seðlabankinn hefði átt að láta
gera fleiri skýrslur, panta fleiri sérfræðiálit
eða semja fleiri minnisblöð á ögurstund þegar
taka þurfti snöggar ákvarðanir. Á sama tíma
voru Hank Poulson, fjármálaráðherra Banda-
ríkjanna, og Alistair Darling, fjármálaráð-
herra Bretlands, að taka ákvarðanir í síma eða
á skyndifundum um hundruð milljarða lán eða
kaup nánast fyrirvaralaust. Til dæmis fékk
Bear Sterns 30 milljarða dala neyðarlán frá
Seðlabankanum í New York svo að JP Morgan
Chase gæti keypt fyrirtækið fyrir 2 dali á hlut.
Þegar hluthafar létu í ljós óánægju sína var
verðið hækkað hið snarasta í 10 dali á hlut.
Eftir að fjöldi íslenskra lögfræðinga og hag-
fræðinga hafði rannsakað Seðlabankann hátt
og lágt í eitt og hálft ár með rúm fjárráð og
ótakmarkaðan aðgang að upplýsingum fundu
þeir þær tvær hugsanlegu vanrækslusyndir,
að vantað hefði skjalavinnu að baki tveimur
ákvörðunum sem þó hefðu sjálfar verið eðli-
legar. Hvorug hin hugsanlega vanrækslusynd
breytti þó neinu um bankahrunið. Hér hafði
fjallið tekið jóðsótt og fæðst lítil mús.
Hrun og endurreisn
Meginskýring Rannsóknarnefndar Alþingis
á bankahruninu er ekki beinlínis röng, heldur
ófullkomin. Nefndin taldi bankahrunið hafa
orðið vegna þess að bankarnir hefðu vaxið of
hratt og orðið of stórir í hlutfalli við seðla-
banka og ríkissjóð. Þetta var vissulega nauð-
synlegt skilyrði bankahrunsins en ekki nægi-
legt. Gler brotnar ekki aðeins af því að það sé
brothætt, heldur af því að eitthvað gerist.
Vissulega höfðu bankarnir vaxið of hratt og
stjórnendur þeirra og eigendur farið langt
fram úr sjálfum sér svo að hér myndaðist kerfi
sem var viðkvæmt eða „brothætt“. En ástæð-
an til þess, að íslenska bankakerfið féll á með-
an hið svissneska (sem var hlutfallslega jafn-
stórt) hélt velli var að svissneski seðlabankinn
fékk lausafjárfyrirgreiðslu frá Bandaríkjunum
en íslenska seðlabankanum var neitað um
slíka fyrirgreiðslu bæði í Evrópu og Banda-
ríkjunum, jafnframt því sem breska Verka-
mannaflokksstjórnin olli falli Kaupþings með
því að loka dótturfélagi þess í Lundúnum og
setja hryðjuverkalög á Landsbankann, Seðla-
bankann og Fjármálaeftirlitið. Þarfnast hin
harkalega og jafnvel fólskulega framkoma
þeirra Alistairs Darlings og Gordons Browns
skýringa en á daginn hefur komið að ásakanir
þeirra um ólöglegar millifærslur til Íslands
voru tilhæfulausar, jafnframt því sem bresku
bankarnir í eigu Íslendinga reyndust við upp-
gjör eiga fyrir skuldum þótt þeir væru einu
bresku bankarnir sem Verkamannaflokks-
stjórnin bjargaði ekki.
Davíð Oddsson og félagar hans tveir í Seðla-
bankanum sáu hætturnar fyrr og skýrar en
aðrir og vöruðu við þeim hvað eftir annað í
trúnaði í fárra manna hópi en töluðu fyrir
daufum eyrum fram eftir árinu 2008. Fjöl-
miðlar veittu bönkunum ekkert aðhald nema
helst Morgunblaðið. Kaupþing fluttist ekki úr
landi, Glitnir seldi ekki hinn norska banka sinn
og Landsbankinn færði Icesave-reikningana
ekki úr útbúi í dótturfélag. Hitt er annað mál
að neyðarlögin sem viðbúnaðarhópur Seðla-
bankans og starfsfólk bankans, viðskiptaráðu-
neytisins og Fjármálaeftirlitsins undirbjuggu
saman með aðstoð erlendra sérfræðinga,
reyndust hið besta. Sparifjáreigendur róuðust
og ekki kom til áhlaups á bankana. Breytingin
úr gömlu bönkunum í nýja banka tókst vonum
framar og greiðslumiðlun við útlönd raskaðist
lítt. Með neyðarlögunum var tryggt að rík-
issjóður tæki ekki á sig risastórar skuldbind-
ingar vegna bankahrunsins en það auðveldaði
leikinn að ríkissjóður var nánast skuldlaus.
Barátta Davíðs gegn Icesave-samningunum
tveimur átti líka sinn þátt í því að þjóðin hafn-
aði þeim í tveimur atkvæðagreiðslum og mál-
staður hans vann fullnaðarsigur með úrskurði
EFTA-dómstólsins í janúar 2013. Þjóðin losn-
aði við risaskuldir. Eins og Hannes Finnsson
biskup skrifaði eftir móðuharðindin, dynja oft
á Íslendingum erfiðleikar en þeir eru furðu-
fljótir að jafna sig eftir þá. Ein meginástæðan
til þess hversu vel hefur gengið er að á örfáum
haustdögum árið 2008 var reistur varnar-
veggur um Ísland. Því var bjargað sem bjarg-
að varð.
Þótt ráðamenn Seðlabankans hefðu varað við útþenslu bankanna og undirbúið í kyrrþey áætlun
um varnarvegg umhverfis Ísland, var mótmælunum eftir bankahrunið beint að Seðlabankanum.
Niðurstöður Rannsóknarnefndar Alþingis á bankahruninu voru ekki beinlínis rangar, en ófull-
komnar. Hún taldi upp ýmis atriði, sem gerði bankakerfið viðkvæmt, en horfði fram hjá því,
hvers vegna það féll. Gler brotnar ekki, af því að það sé brothætt. Eitthvað þarf að gerast.
»Davíð Oddsson og félagar
hans tveir í Seðlabank-
anum sáu hætturnar fyrr og
skýrar en aðrir og vöruðu við
þeim hvað eftir annað í
trúnaði í fárra manna hópi,
en töluðu fyrir daufum
eyrum fram eftir árinu 2008.
Höfundur er prófessor í stjórnmálafræði
í Háskóla Íslands. Hann sat í bankaráði
Seðlabankans 2001–2009.
Davíð Oddsson og Lárus Welding á blaða-
mannafundi 29. september 2008. Hafa varð
hröð handtök, eftir að Glitnir bar fram ósk um
þrautavaralán til Seðlabankans. Seðlabankinn
synjaði um lánið, því að veð væru ekki nógu
góð, en ríkisstjórnin ákvað að kaupa 75% hlut
í Glitni fyrir 600 milljónir evra.
Morgunblaðið/Kristinn
Morgunblaðið/Ernir
Morgunblaðið/RAX
UMRÆÐAN 23
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. JANÚAR 2018