Morgunblaðið - 17.01.2018, Qupperneq 27
andi minningar munu lýsa um
ókomna tíð.
Guðmundur Árni
Stefánsson og Ingvar
Viktorsson.
Það er guðdómlegt veður í garðinum
mínum
og gullregnið breytist í sól
og vorið kyssir syngjandi svörðinn
í sólhvítum kjól.
Ljóðlínur Matthíasar Johann-
essen eiga vel við þegar okkar
kæra vinkona er kvödd hinstu
kveðju. Garðurinn hennar Gús-
sýjar var fjölbreyttur, í hann sáði
hún og ræktaði ást og umhyggju
fyrir sína nánustu og stóran vina-
hóp, virðingu fyrir þá sem minna
mega sín í þjóðfélaginu, ásamt
réttsýni, dugnaði og þori til
handa þeim sem landið eiga að
erfa. Það hefur verið sagt að þeir
sem láta sér annt um dýr, gróður
og gamalt fólk séu góðar mann-
verur, hún vinkona okkar fyllti
svo sannarlega þann hóp.
Kynni okkar hófust árið 1984
þegar Þuríður réði Gússý til að
veita vinnustofunni á Sólvangi
forstöðu. Gússý hafði unnið á
vinnustofu fyrir fatlað fólk og þar
hafði öllum starfsmönnum verið
sagt upp í hagræðingarskyni.
Með því að komast í sambærilega
vinnu á Sólvangi sagði Gússý að
Þuríður hefði bjargað lífi sínu.
Reyndist það gæfuspor á báða
bóga. Með sínu ljúfa viðmóti, list-
rænu hæfileikum og hugmynda-
auðgi tókst Gússý að fá heimilis-
fólk til samstarfs sem varð því til
mikillar ánægju og dægrastytt-
ingar.
Húsnæði og aðstæður voru
ekki hin ákjósanlegustu á Sól-
vangi, engu að síður óx þar og
blómstraði einstakt starf fyrir
heimilisfólkið. Síðar flutti vinnu-
stofan í prýðishúsnæði á fyrstu
hæðinni. Gússý var ekki ein um
að sinna þessu starfi, Elín
Traustadóttir studdi hana dyggi-
lega í byrjun en 1988 hóf Mar-
grét Bjarnadóttir störf á vinnu-
stofunni. Þær áttu margra ára
farsælt samstarf þar til Gússý lét
af störfum árið 1999.
Allt árið um kring var ötullega
unnið að verkum á vinnustofunni
sem síðan voru seld fyrsta laug-
ardaginn í nóvember ár hvert á
Sólvangsdeginum. Húsið ljómaði
þann dag, vinnustofan smekkfull
af fallegum vörum eftir heimilis-
fólkið, og allir hjálpuðust að.
Starfsfólk sem var hætt að vinna
kom og aðstoðaði, konur úr
Bandalagi kvenna mættu í vöfflu-
bakstur og dætur Gússýar létu
ekki sitt eftir liggja með að
hjálpa til. Það var alltaf jafn
gaman hjá okkur sem sátum og
hvíldum lúin bein í lok dagsins og
biðum spennt eftir „nýjustu töl-
um“ eins og við kölluðum það;
þegar Gússý og Erna Fríða
skrifstofustjóri höfðu talið og
sögðu okkur hver afrakstur
dagsins hefði verið.
Til margra ára höfum við
nokkrar samstarfskonur ásamt
Gússý komið saman og átt ómet-
anlega stund í aðdraganda jóla.
Einnig höfum við fyrrverandi
starfsmenn Sólvangs verið dug-
legir að hittast í hverjum mánuði.
Aðdáunarvert var þegar Gússý,
rígfullorðin, fór í ökutíma til að
þjálfa sig upp á nýtt þegar Steini,
eða guðsgjöfin hennar eins og
hún kallaði eiginmann sinn jafn-
an, gat ekki keyrt lengur. Nú var
það hún sem sat undir stýri þeg-
ar ekið var í sumarbústaðinn.
Þau hjón höfðu mikla ánægju af
að ferðast og þar var Spánn í
uppáhaldi.
Gússý hafði sagt okkur vin-
konum sínum hversu mjög hana
langaði til að klæðast flugfreyju-
búningi, enda kímnigáfan aldrei
langt undan. Það tókst þó ekki.
En í sinni hinstu flugferð er það
von okkar að hún svífi um loftin
blá í búningnum og beri fram
dýrindis veitingar fyrir Steina
sinn og Millu sína.
Við minnumst með þakklæti
og hlýju merkrar og mikillar
konu. Blessuð sé hennar minn-
ing. Innilegar samúðarkveðjur
sendum við dætrum og fjölskyld-
unni allri.
Þuríður G.
Ingimundardóttir
Erla M. Helgadóttir
Sigþrúður
Ingimundardóttir.
Gússý lést 30. desember og
síðan hafa margar góðar minn-
ingar komið upp í hugann. Ég
varð þeirrar gæfu aðnjótandi að
vinna með henni frá 1988 til árs-
ins 1999 á handavinnustofunni á
Sólvangi í Hafnarfirði. Gússý var
skipulögð, hugmyndarík, góður
hlustandi og fékk alla til að vinna
af mikilli gleði. Oft var kátt á
hjalla; sungið, hlegið og tónlist
spiluð. Gússý var mjög listræn
enda búin að afla sér menntunar
á því sviði sem nýttist vel í þess-
ari vinnu.
Við Gússý vorum líka ná-
grannar því við bjuggum báðar í
Fögrukinn. Gússý og Steini voru
mjög samrýnd og Gússý talaði
oft um Steina sem guðsgjöfina
sína. Gússý þráði að eignast
heimili þar sem allt var í föstum
skorðum, því hún ólst upp hjá
einstæðri móður sem vann
óreglulegan vinnutíma sem leik-
kona. Draumur hennar rættist
því heimili þeirra Steina og
dætra þeirra þriggja, Millu,
Heiðdísar og Hafdísar, var svo
sannarlega hamingjuríkt og fal-
legt. Heimili þeirra bar merki
um listrænt auga húsmóðurinn-
ar.
Ég dáðist að þeim hjónum
hvað þau voru dugleg að njóta
lífsins. Þau áttu sumarbústað í
Langholti í Flóa sem þau fóru í
um hverja helgi. Þarna slöppuðu
þau af og gátu sinnt sínum
áhugamálum. Steini gekk um
landið sitt, skoðaði fuglalífið og
gróðursetti tré á meðan Gússý
sat við að mála og gera handa-
vinnu.
Á vorin og haustin fóru Gússý
og Steini gjarnan til Costa del
Sol á Spáni og voru í 2-3 vikur.
Lífið á Spáni átti vel við hana og
hún talaði oft um að vera að fara
heim til Spánar enda talaði hún
spænsku og söng. Gússý fór 60-
70 sinnum til Spánar og alltaf á
sama hótel og oftast í sömu íbúð.
Gússý gaf sig alla í það sem
hún hafði áhuga á. Hún var alla
tíð mikill dýravinur og átti marga
hunda sem hún annaðist eins og
börnin sín. Svo hafði hún mikinn
áhuga á pólitík og var stoltur
krati. Gússý var mjög gjafmild
kona og henni fannst allir vera
„yndislegir“. Börnin mín tengd-
ust henni mjög sterkum böndum
og kölluðu hana „ömmu Gússý“
og svo kallaði hún manninn minn
„drenginn sinn“. Hún var mikill
húmoristi og gat verið skemmti-
lega kaldhæðin. Minnisstætt er
þegar fólk sagði henni frá veik-
indum sínum en þá sagði hún
grafalvarleg: „Þetta er ekki gott
á þig.“
Hún hafði gaman af að kaupa
fallega hluti fyrir sjálfa sig og
aðra og gantaðist gjarnan með að
segja að hlutirnir væru keyptir í
Harrod’s þegar þeir voru keyptir
í Rúmfatalagernum.
Gússý var mjög vel að sér í
tónlist og fylgdist vel með nýj-
ustu straumum og stefnum.
Ég er þakklát fyrir vináttu og
tryggð okkar sem aldrei bar
skugga á. Gússý endaði sína ævi-
daga á Sólvangi, sátt og sæl. Ég
heimsótti hana nokkru fyrir jól
en þá var hún orðin ansi veik. Þá
sagðist hún vera að bíða eftir
„miðanum“.
Þegar ég kom til hennar milli
jóla og nýárs sagðist hún vera
búin að fá „miðann“ en væri að
bíða eftir „go to gate“. Hún vissi
alveg í hvað stefndi og var tilbú-
in. Það er mín einlæg trú að
Steini, Milla og hundarnir þeirra
taki á móti henni opnum örmum
og hún sé á öruggum stað.
Guð blessi þig, elsku Gússý,
þín
Margrét (Magga).
MINNINGAR 27
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. JANÚAR 2018
Ég kynntist Sig-
urði Lárussyni ung-
ur að árum, þegar ég
fór að vera með syst-
ur hans, þá var hann á kafi í fót-
bolta öll sumur. Hann byrjaði að
spila með Þór en ég var harður
KA-maður. Við vorum ekki alltaf
sammála í íþróttum, en það fór
vel á með okkur. Við eignuðumst
báðir börn á sama árinu, 1973, og
það leiddi okkur saman, þá hitt-
umst við alltaf í jólaboðunum á
jóladag heima hjá foreldrum
hans. Við Ragnheiður komum oft
við hjá þeim á Akranesi þegar við
vorum á ferð um landið. Sigurður
var ánægður á Akranesi og við
fundum að þar líkaði honum vel,
hann hafði góða vinnu þar og það
gekk líka mjög vel í fótboltanum
enda lagði hann sitt af mörkum til
að það gengi upp.
Árið 1990 fluttist fjölskyldan
aftur til Akureyrar og settist að í
Ránargötunni, þá var faðir hans
mjög ánægður að sonurinn væri
komin aftur norður því hann
fylgdist alltaf vel með honum,
þeir voru mjög samrýndir. Það
var því mikið áfall fyrir Sigurð
þegar faðir hans lést mjög snögg-
lega 6. janúar 1992, 60 ára gam-
all. Sigurður átti mjög erfitt með
að jafna sig á þessum missi, því
hann var ekki vanur að bera til-
finningar sínar á torg.
Eitt sinn sem við hittum Sig-
urð og Valdísi voru þau að hugsa
um að kaupa húsbíl. Þau voru bú-
in að skoða marga bíla, en svo var
eins og hendi væri veifað, nei við
kaupum engan húsbíl, við byggj-
um okkur sumarbústað. Svona
var Sigurður, velti hlutunum fyr-
ir sér en var samt fljótur að taka
ákvarðanir og þar við sat. Þau
skoðuðu marga staði hér við
Eyjafjörðinn, en svo komu þau í
heimsókn. Við erum búin að finna
lóð vestur á Þelamörk í landi
Steðja, og þar er líka laus lóð
handa ykkur. Þá fóru hjólin að
snúast fyrir alvöru og við festum
okkur lóð við hliðina á þeim.
Það var gaman að fylgjast með
Sigurði þegar hann var að byrja á
húsinu sínu. Það voru grafnar
djúpar holur fyrir svera staura
sem hann steypti niður, síðan
voru burðarbitarnir lagðir ofan á
og festir tryggilega, þeir voru
hafðir tveimur tommum sverari
en teikningin sagði til um. Einnig
var gólfbitunum fjölgað og þeir
hafðir tveimur tommum hærri en
teikning sagði til um.
Ívar minn, þegar þú byggir
hús þá þarft þú að hafa undirstöð-
una mjög góða. Það má ekkert
klikka, hún þarf að vera mjög rétt
og það má ekkert síga, svo er
mjög mikilvægt að hafa góða ein-
angrun í gólfinu. Það er svo auð-
velt að byggja húsið ef grunnur-
inn er góður. Þetta er mjög góð
lýsing á Sigurði, enda er húsið
allt mjög vandað og allur frá-
gangur fullkominn. En hann var
nú aldeilis ekki einn um það að
byggja húsið, Valdís var með
honum öllum stundum,alveg
sama hvernig veðrið var. Þau
byggðu þetta hús saman af mikl-
um myndarskap. Þau voru ákaf-
lega samrýnd og gekk einstak-
lega vel að vinna saman. Við
eigum góðar minningar um
margar samverustundir í sveit-
inni okkar.
Elsku Valdís, Orri, Lína,
Krissi og Aldís, við sendum ykk-
ur og fjölskyldum ykkar okkar
dýpstu samúðarkveðjur, einnig
viljum við biðja góðan Guð að
varðveita aldraða móður sem
Sigurður Kristján
Lárusson
✝ Sigurður Krist-ján Lárusson
fæddist 26. júní
1954. Hann lést 3.
janúar 2018.
Útför Sigurðar
fór fram 15. janúar
2018.
syrgir nú son sinn.
Geymum minn-
inguna um góðan
dreng.
Ragnheiður, Ívar
og fjölskylda.
Kveðja frá Knatt-
spyrnusambandi
Íslands
Það er ákveðin
ára sem stafar frá sumum leik-
mönnum í fótboltanum. Sigurður
Lárusson, eða Siggi Lár. eins og
hann var gjarnan kallaður, var
einn af þeim.
Siggi var einn af þessum óbil-
andi baráttujöxlum sem leiddu
sitt lið með því að gefast aldrei
upp og gáfu allt sitt til heilla liðs-
ins. Hann var sannur leiðtogi og
fyrirliði.
Siggi var uppalinn á Akureyri
og lék bæði fyrir Akureyri og Þór.
Hann var þó best þekktur fyrir
tímann sinn hjá ÍA og lék með
þeim á árunum 1979-1988. Á
Skaganum var hann fyrirliði
lengst af og vann sem slíkur m.a.
tvöfalt bæði Íslands- og bikar-
meistaratitla árin 1983-4. Undir-
ritaður lék á móti þessu firna-
sterka liði Skagans á sínum tíma
og man vel eftir þessu frábæra liði
sem stóð svo þétt saman og hafði
svo hæfileikana í ofanálag til þess
að skila svo mörgum sigrum. Þar
fremstur á meðal jafningja var
Siggi Lár. Hann þjálfaði síðar lið
Skagamanna árin 1988-90. Á þess-
um árum var hann einnig í lands-
liðinu og spilaði 11 landsleiki á ár-
unum 1981-1984. Hann var síðar
sæmdur silfurmerki KSÍ fyrir
framlag sitt til knattspyrnunnar.
Fyrir hönd Knattspyrnusam-
bands Ísland og sem gamall fót-
boltafélagi vil ég votta fjölskyldu
Sigurðar, Valdísi konu hans, Lár-
usi Orra, Sigurlínu, Kristjáni, Al-
dísi, barnabörnum og aðstandend-
um öllum okkar innilegustu
samúð. Missir þeirra er mikill.
Blessuð sé minning Sigga Lár.
Guðni Bergsson,
formaður KSÍ.
Þegar fréttist af ótímabæru
andláti Sigurðar Lárussonar,
þessa stóra og sterka félaga okkar
Skagamanna, var öllum brugðið.
Hann sem var enn á góðum aldri
og hreystin uppmáluð. Með Sig-
urði er genginn mikill sómamaður
sem markaði djúp spor í knatt-
spyrnuna á Akranesi. Mig langar
að minnast hans með nokkrum
orðum, en það verða aðrir sem
þekkja betur til sem rekja ævi-
skeið hans.
Þegar Sigurður Lárusson er
kvaddur, eða Siggi Lár. eins og
hann var oftast nefndur, kemur
margt upp í hugann eftir þau tíu
ár sem hann og fjölskyldan
bjuggu á Akranesi. Siggi Lár. lék
með ÍA öll þessi ár og var lengst af
fyrirliði liðsins og lykilleikmaður.
Betri fyrirliða var vart hægt að
hugsa sér, hvort sem var utan
vallar eða innan, enda var árang-
urinn með því besta sem gerst
hefur í íslenskri knattspyrnu. Á
þeim tíma leiddi hann liðið til
tveggja Íslandsmeistaratitla 1983
og 1984 og fjögurra bikarmeist-
aratitla 1982, 1983, 1984, 1986.
Þessi tími er einn sá sigursælasti í
sögu ÍA og á þessum tíma náðist
sá einstæði árangur að vinna deild
og bikar tvö ár í röð. Það er eina
skiptið sem slíkt hefur tekist í ís-
lenskri knattspyrnu. Sigurður var
um árabil leikmaður íslenska
landsliðsins. Í lok ferils síns þjálf-
aði hann ÍA-liðið um tveggja ára
skeið, sem sýndi vel hvaða traust
var borið til hans.
Siggi Lár. og Valdís kona hans
og þeirra börn tóku virkan þátt í
knattspyrnustarfinu sem og
félagsstarfi okkar og áttu sinn
þátt í því hve samheldni stjórnar
félagsins, leikmanna, starfsfólks
og eiginkvenna var mikil. Siggi
var metnaðarfullur knattspyrnu-
maður og smitaði út frá sér á
hverju sem gekk. Hann bjó yfir
mörgum af bestu kostum góðs
leikmanns og féll vel inn í leikstíl
Akranesliðsins. Hann var metnað-
arfullur og áræðinn leikmaður og
dugnaðarforkur með gott keppn-
isskap og gaf yfirleitt allt sitt í
leikina og uppskar eftir því.
Nú að leiðarlokum vil ég þakka
fyrir hönd okkar knattspyrnu-
áhugafólks á Akranesi fyrir allt
sem hann gerði á vellinum. Við
minnumst Sigurðar Lárussonar
með virðingu og söknuði. Ég votta
Valdísi og fjölskyldu okkar dýpstu
samúð.
Blessuð sé minnig Sigurðar
Lárussonar.
Gunnar Sigurðsson,
fyrrverandi formaður
knattspyrnuráðs og
Knattspyrnufélags ÍA.
Þegar Sigurður Lárusson gekk
til liðs við knattspyrnulið ÍA og
flutti til Akraness með fjölskyldu
sína 1979 hóf hann störf sem smið-
ur hjá Þorgeiri & Ellert hf. og
starfaði þar árum saman, eða þar
til hann tók að sér að stýra nýju
útibúi Henson á Akranesi. Sigurð-
ur var góður starfsmaður, harð-
duglegur og útsjónarsamur, vin-
sæll meðal starfsmanna, alltaf
hress og kátur og hafði einstak-
lega góða nærveru.
Sigurður var frábær liðsauki
fyrir ÍA-liðið sem hann lék með í
áratug. Liðið var mjög sterkt á
þessum árum, varð tvisvar Ís-
landsmeistari og fjórum sinnum
bikarmeistari. Þá lék liðið fjöl-
marga leiki í Evrópukeppni, m.a.
við Aberdeen sem þá var Evrópu-
meistari og sjálft stórveldið
Barcelona og stóð sig ótrúlega vel.
En það voru ekki bara Evrópu-
leikir sem þurfti að sinna á er-
lendri grund. Árið 1979 fóru
Skagamenn í ógleymanlega ævin-
týraferð til Indónesíu þar sem lið-
ið tók þátt í „Marah Halim Cup“,
mjög sterku 10 liða móti þar sem
ÍA komst í úrslit en tapaði úrslita-
leiknum fyrir landsliði Búrma eft-
ir vítaspyrnukeppni.
Sigurður var árum saman fyr-
irliði ÍA og leysti það hlutverk vel
af hendi, baráttujaxl sem hreif
aðra með sér. Hann var kosinn
íþróttamaður Akraness árið 1983.
Ég starfaði hjá Þ&E öll árin
sem Sigurður vann þar og sat
jafnframt í knattspyrnuráði
fyrstu sex árin hans með ÍA. Ég
kynntist honum því mjög vel,
hann var vel gerður maður sem
mér líkaði mjög vel við, glaðsinna,
hreinn og beinn, dugnaðarforkur
og drengur góður.
Við Guðný sendum Valdísi og
fjölskyldu innilegar samúðar-
kveðjur.
Guðjón Guðmundsson.
Í upphafi nýs árs bárust okkur
þau sorglegu tíðindi að Sigurður
Lárusson, eða Siggi Lár. eins og
við kölluðum hann alltaf, væri dá-
inn. Það tók langan tíma að átta
sig á þessu. Siggi var í okkar huga
ímynd hreystimennisins, það átti
alls ekki að geta gerst að hann
færi svo snemma og skyndilega.
Það er sár staðreynd sem erfitt er
að sætta sig við.
Siggi Lár. fluttist með fjöl-
skyldu sinni til Akraness árið
1979, fyrst og fremst til að spila
fótbolta, einnig til að kynnast nýj-
um stað og nýju fólki. Þau féllu
fljótt vel inn í samfélagið hér og
eignuðust marga góða vini. Siggi
varð strax einn af lykilmönnum
ÍA-liðsins sem hann lék með í 10
ár, flest árin var hann fyrirliði.
Auk þess þjálfaði hann liðið 1988
og 1989. Hann varð tvívegis Ís-
landsmeistari með ÍA og fjórum
sinnum bikarmeistari, þar af tvö-
faldur meistari tvö ár í röð, sem er
einstakt afrek í knattspyrnusögu
Íslands.
Ég átti því láni að fagna að
þjálfa ÍA-liðið í nokkur ár á þess-
um tíma. Við Sigrún kynnumst því
Sigga og Valdísi konu hans mjög
vel. Siggi hafði marga góða kosti
sem knattspyrnumaður. Hann var
mjög góður varnarmaður; hávax-
inn, líkamlega sterkur, fljótur, af-
burðagóður skallamaður og með
góðan leikskilning. Siggi var mik-
ill leiðtogi og baráttujaxl sem
gerði alla í kringum sig betri með
krafti sínum, áræði og útgeislun.
Á þessum árum ríkti sannkölluð
fjölskyldustemning hjá ÍA-liðinu.
Liðið var sterkt innan vallar, en
ekki síður utan vallar þar sem allir
stóðu saman og unnu sem ein
heild til að ná settu marki; leik-
menn, stjórnarmenn, eiginkonur,
unnustur og allir aðrir sem stóðu
að liðinu. Siggi og Valdís létu ekki
sitt eftir liggja á þeim vettvangi
með ljúfri og skemmtilegri fram-
komu, brosmildi og dillandi hlátri.
Við Sigrún áttum margar góðar
og ógleymanlegar stundir með
þeim og öllum hópnum sem seint
verða fullþakkaðar.
Með þessum fáu orðum kveðj-
um við Sigga Lár. og sendum Val-
dísi og fjölskyldu innilegustu sam-
úðarkveðjur. Megi minningin um
góðan dreng hjálpa ykkur í gegn-
um erfiða tíma.
Sigrún og Hörður Helgason.
Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir,
amma og langamma,
MARGRÉT BJÖRGVINSDÓTTIR,
Barðaströnd 12, Seltjarnarnesi,
lést í faðmi fjölskyldunnar á
Landspítalanum föstudaginn 12. janúar.
Útför hennar fer fram frá Seltjarnarneskirkju föstudaginn
19. janúar klukkan 15.
Þráinn Viggósson
Viggó Þráinsson Phillipa Mary Griffith
Íris M. Þráinsdóttir Jón Þráinsson
Hinrik Þráinsson Dóra Kjartansdóttir Welding
barnabörn og barnabarnabarn
Ástkær bróðir okkar og mágur,
SVEINN VIÐARSSON,
lést föstudaginn 5. janúar.
Minningarathöfn verður haldin í Ríkissal
votta Jehóva, Hraunbæ 113, Reykjavík
föstudaginn 19. janúar klukkan 14.
Bjarney Viðarsdóttir
Steinunn Viðarsdóttir Pétur Valsson
Jón Þór Viðarsson Erna Friðriksdóttir
Hilmar Viðarsson Kerstin Viðarsson