Morgunblaðið - 17.01.2018, Qupperneq 28
28 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. JANÚAR 2018
Sigríður Theo-
dóra, Dóra í Skarði,
var stórbóndi og
sannkallaður máttarstólpi í sveit
sinni. Hún lét að sér kveða og
munu væntanlega margir minn-
ast starfa hennar. Með nokkrum
orðum viljum við á kveðjustund
þakka nærfellt 40 ára hlýleg
kynni frá því er við hjónin hösl-
uðum okkur völl í Mörk á Landi í
grennd við Skarð, hið sögufræga
stórbýli þar sem Oddaverjinn
Páll Jónsson bjó áður en hann
varð biskup í Skálholti. Við minn-
umst innlita okkar í Skarð og
skemmtilegra og fróðlegra sam-
tala við Sigríði sem alltaf tók á
móti okkur opnum örmum þótt
bankað hefði verið upp á fyrir-
varalítið.
Það er mikið vatn til sjávar
runnið síðan við byrjuðum að
bauka í Mörk árið 1986 á 15 ha
skika í landi sem Sandgræðslan,
síðar Landgræðslan, hefur haft
með höndum frá því er bærinn
fór í eyði 1895. Þarna höfum við
síðan stundað skógrækt og girð-
ingarvinnu æ síðan, bjástrað og
notið lífsins og náttúrunnar í
grennd við höfuðdjásn landslags-
ins, Heklu gömlu, sem amma mín
sagði mér frá: „Hekla þú ert hlá-
legt fjall …“. Skikinn var mark-
aður í „leiðangri“ okkar Krist-
jáns í Stóra-Klofa, Sveins
landgræðslustjóra og Jóns Hösk-
uldssonar lögfræðings í landbún-
aðarráðuneytinu upp Baðsheiði
sem leið lá í Mörk. Þar höfðu bú-
ið áar Þórs á 19. öld. Að loknum
heilabrotum um landamæri og
teknum ákvörðunum um þau eru
eftirminnileg orð Sveins og heil-
ræði sem sátu eftir í huga sem
fyrirmæli, á þá lund að nú skyld-
um við nýbúar í Mörk leitast við
að kynnast nágrönnum okkar
efst í Landsveitinni, þeim Hrefnu
Sigríður Theodóra
Sæmundsdóttir
✝ Sigríður Theo-dóra Sæmunds-
dóttir fæddist 10.
júlí 1931. Hún and-
aðist 6. janúar
2018.
Útför hennar fór
fram 13. janúar
2018.
í Stóra-Klofa og
Guðna og Dóru í
Skarði. Þessu góða
fólki og fjölskyldum
þeirra kynntumst
við fljótt og tengdu
hin ánægjulegu og
gagnlegu kynni
okkur enn betur við
Landsveit. Með
andláti Sigríðar
Theódóru eru þau
þrjú sem hér eru
nafngreind fallin frá. Blessuð sé
minning þeirra.
Sigríði Theódóru var mjög
annt um kirkjuna í Skarði og var
manna fróðust um sögu hennar.
Minnisstætt er þegar hún í kirkj-
unni tók á móti fjölmennu niðja-
móti niðja ömmu minnar og afa
árið 2004. Það var haldið á
Laugalandi en barst eðlilega upp
í Landsveit. Áheyrilegt erindi
Dóru í Skarði þar bar vitni um
hve mjög hún bar hag kirkjunnar
og kristni fyrir brjósti. Sagði hún
í ræðu sinni í gamni og alvöru að
hún hefði fengið gott veganesti,
fermingarbarn sr. Jakobs í Hall-
grímskirkju í Reykjavík forðum.
Dóru þótti afar vænt um er úr
varð að barnabörn hennar,
frændsystkinin Borghildur og
Erlendur, tóku farsællega við búi
í Skarði.
Á kveðjustund minnumst við
með þakklæti í huga áratuga-
samskipta og uppörvandi velvilja
Sigríðar Theodóru. Við vottum
Kristni, Helgu Fjólu, Boggu og
Ella og fjölskyldum þeirra inni-
lega samúð í söknuði þeirra.
Þór Jakobsson og
Jóhanna Jóhannesdóttir.
Hvað mótar manninn? Líklega
helst samferðafólk til lengri og
skemmri tíma. Hún Dóra í
Skarði var svo sannarlega sterk
fyrirmynd í mínu lífi. Hún var
áræðin, dugleg, útsjónarsöm og
stjórnsöm. Hún var leiðtogi.
Ég var í sveit í Skarði í tíu
yndisleg sumur – þar til ég varð
tvítug. En þetta var ekki nein
venjuleg sveit. Tuttugu manns í
mat á hverjum degi, stórbúskap-
ur og stöðugur straumur ferða-
manna sem vildu kaupa veiði-
leyfi, bensín eða kaffi.
Heimilishaldinu stjórnaði Dóra
af myndarskap, hlúði að öllum
kynslóðum, milli þess sem hún
gerði skattskýrslur sveitunga og
var formaður kvenfélagsins. Það
var aldrei stoppað. Á borðum var
morgunmatur, kaffi eftir mjaltir,
hádegismatur, síðdegiskaffi,
kvöldmatur og kvöldkaffi. Bakað
og smurt. Bekkurinn í eldhúsinu
alltaf fullur af fólki, gestum og
gangandi, mjólkurbílstjórinn og
pósturinn. Já, allir velkomnir,
alltaf heitt á könnunni og heima-
bakað á borðum. Það er ómet-
anleg reynsla að hafa fengið að
taka þátt í þessu öllu saman. Það
þurfti stöðugt að taka til hend-
inni – setja rassmótorinn í gang
eins og hún sagði stundum.
Þetta eru ógleymanleg sumur.
Ég minnist sérstaklega sumars-
ins sem Vigdís bauð sig fram til
forseta en þá fórum við Dóra
mikinn. Hún vildi sjá framgang
kvenna. Það var gott veganesti
fyrir unga ómótaða konu. Ég
hugsaði oft á mínum yngri árum
að hún Dóra hefði orðið flottur
bókari hjá stórfyrirtæki í
Reykjavík ef hún hefði ekki hitt
hann frænda minn og flust aust-
ur fyrir fjall. Í þá daga datt
manni nú ekki í hug að kona
kæmist til hærri metorða en það.
Eftir að ég fékk bílpróf man
ég að hún sagðist hlakka til að fá
mig austur um vorið. Þá færum
við í mikinn lystitúr eins og hún
kallaði ferðir í kaupstaðinn. Í
kaupstaðnum átti að fara í banka
og versla í kaupfélaginu. Ekki er
útilokað að Grillið á Hellu hafi
verið heimsótt. Á þessum árum
áttum við marga lystitúra og nú
er hún Dóra farin í sinn síðasta.
Hún var hvíldinni fegin, það átti
ekki við hana að vera ekki í miðri
hringiðunni.
Hvíldu í friði kjarnakona.
Birna Einarsdóttir.
Kynslóðir koma og kynslóðir
fara, tímarnir breytast og menn-
irnir með. Við fráfall Dóru minn-
ar í Skarði þá leitar hugurinn aft-
ur til æskuáranna og þess
hvernig lífið var í Landsveit þeg-
ar ég var að alast þar upp. Það er
trú mín að einstaklingurinn mót-
ist til framtíðar af því umhverfi
sem hann elst upp í og því fólki
sem hann umgengst. Hvað mig
varðar þá hefur Dóra í Skarði
verið góður áhrifavaldur. Hún
var góð fyrirmynd, hjálpsöm,
dugleg, traust og ábyggileg, hún
kunni líka að hrósa og örva börn
og unglinga til góðra verka.
Á mínum uppvaxtarárum ein-
kenndi samstaða og hjálpsemi
samfélagið í sveitinni okkar og
gerir það enn, ég held að allir
hafi verið vinir. Í Skarði er
kirkjustaður og þar hefur alltaf
verið vel búið. Þar var jafnan
margt í heimili og mikið umleik-
is, þar áttu aldnir skjól á ævi-
kvöldi og mörg eru börnin bæði
skyld og vandalaus sem þar hafa
dvalið um lengri og skemmri
tíma. Fyrir smástelpu var það
ævintýri að fá að fara með til
kirkju nokkrum sinnum á ári og
koma inn í Skarði eftir messu,
hitta sveitungana og njóta veit-
inga, ég man enn vel eftir hvíta
kreminu á tertunum hennar
Dóru. Guðni og Dóra voru
frænd- og vinafólk foreldra
minna og auðsýndu okkur systk-
inunum alltaf mikla elskusemi og
gott var að koma til þeirra.
Það hefur líklega ekki verið
auðvelt fyrir kornunga
Reykjavíkurstúlku að setjast að í
sveit um miðja síðustu öld og
reka þar stórt heimili, en Dóra
stóð fyrir sínu og myndarskapur
og ráðdeild einkenndi heimilis-
haldið og öll hennar störf í þágu
fjölskyldu og samfélags. Hún
hafði gott vald á íslenski tungu
jafnt í ræðu sem riti og oft var
leitað til hennar er skrásetja
þurfti heimildir eða senda tals-
mann á fundi. Hún var virk í fé-
lagsstarfi frá því ég fyrst man og
meðan heilsa hennar leyfði. Hún
söng í kirkjukór Skarðskirkju í
áratugi og annaðist kirkjuvörslu
ásamt Guðna manni sínum. Ótal-
in eru fjölmörg ábyrgðarstörf er
hún sinnti við hlið eiginmannsins
sem lengi var hreppstjóri Land-
mannahrepps, en því starfi fylgdi
talsverður erill. Forseti Íslands
sæmdi Dóru riddarakrossi árið
2002 fyrir störf í þágu safnaðar-
og félagsmála.
Undanfarin ár hefur Dóra átt
við líkamlega vanheilsu að stríða
og bjó síðustu árin á Dvalarheim-
ilinu Lundi þar sem hún naut
góðrar umönnunar. Helga Fjóla
dóttir hennar starfar þar og hef-
ur hún því notið reglulegra sam-
vista við hana. Þrátt fyrir líkam-
leg áföll var brosið hennar Dóru
bjart, hugurinn skýr og orðin hlý
fram á það síðasta.
Með Dóru í Skarði er gengin
sómakona í bestu merkingu þess
orðs, hún skilur eftir ljúfar minn-
ingar og ég er þakklát fyrir öll
samskipti okkar fyrr og síðar.
Ættingjum hennar votta ég sam-
úð og vona að bjartar minningar
um yndislega konu létti þeim
sorgina.
Pálína Halldóra
Magnúsdóttir.
Í dag kveð ég elskulega
frænku mína, Dóru í Skarði. Það
reyndist mér mikil gæfa sem
unglingi að fá að vera „vinnu-
kona“ í Skarði hjá þeim Dóru og
Guðna. Þá kynntist ég vel öllum
þeim góðu eiginleikum sem Dóra
hafði. Hún virtist hafa endalaust
starfsþrek, vaknaði fyrst allra og
gekk síðust til náða. Dagurinn
hjá henni hófst með mjöltum, síð-
an tók við bakstur og matargerð
fyrir mannmargt heimili og gesti
sem voru margir og dvöldu mis-
lengi, urðu jafnvel heimilisfastir
til lengri tíma enda mikil gest-
risni á bænum. Allir voru vel-
komnir og litið á alla sem jafn-
ingja í Skarði, bæði venslamenn
og vandalausa, ekkert mann-
greinarálit þar. Í gamla þinghús-
inu var rekin kaffisala og stund-
um dvöldu erlendir ferðamenn
nokkra daga í senn. Dóra sá um
allt og óx ekkert í augum, hvorki
að tala ensku né að skipuleggja
ferðir fyrir gestina, það má segja
að hún hafi verið frumkvöðull
meðal bænda í móttöku ferða-
manna. Að auki sá hún um kirkj-
una, gaf messukaffi, seldi veiði-
leyfi og bensín, samt hafði hún
tíma fyrir kirkjukórinn og kven-
félagið svo fátt eitt sé talið enda
mikil félagsvera og áhugasöm
um menn og málefni.
Dóra hafði einstakt jafnaðar-
geð, var vel greind og hafði mjög
gott minni, fylgdist vel með öllu
og svaraði umyrðalaust spurn-
ingum vegfarenda um færð og
ástand vega og vaða inni á afrétti
jafnvel þótt hún hefði aldrei kom-
ið á þá staði sem um ræddi, hún
hlustaði af athygli á þá sem komu
innan að og gat þess vegna miðl-
að áfram því sem fram kom um
t.d. færðina. Dóra var mjög ráða-
góð og alltaf gott að leita til
hennar, stundum var grínast
með það að hún væri hreppstjór-
inn þótt Guðni hefði nafnbótina.
Það var alla tíð mjög kært á milli
fjölskyldu minnar og Dóru,
Guðna og Skarðsfólksins alls, þar
ríkti sannur vinskapur og gerir
enn.
Ég kveð Dóru með þakklæti,
það var mannbætandi að um-
gangast hana. Aðstandendum
hennar votta ég mína dýpstu
samúð.
Katrín Finnbogadóttir.
Sigríður Theodóra Sæmunds-
dóttir, húsfreyja í Skarði í Land-
sveit, er látin og með henni er
gengin ötul hugsjónakona. Hún
tilheyrði kynslóð sem nú senn
hverfur úr íslensku samfélagi.
Við félagskonur í Kvenfélaginu
Lóu í Landsveit kveðjum nú for-
mann okkar til svo margra ára
en um rúmlega fjörutíu ára skeið
hélt hún um stjórnartauma fé-
lagsins. Hún var ung að árum
þegar hún flutti að Skarði og
gekk þá um leið í kvenfélagið, var
fljótlega kosin formaður þess og
til hinsta dags var hún gegnheil
kvenfélagskona. Til að þakka
henni allt hennar mikla og óeig-
ingjarna starf var hún gerð að
heiðursfélaga.
Það var ekki síst Dóru að
þakka að félagið varð hluti af
sögu og samfélagi sveitarinnar.
Undir hennar stjórn var það ætíð
markmið þess að láta gott af sér
leiða og hlúa að, þar sem þess var
þörf, standa fyrir fjáröflunum til
líknar- og mannúðarmála og efla
fræðslu. Má þar nefna stuðning
kvenfélagsins við dvalar- og
hjúkrunarheimilið Lund á Hellu,
sjúkrahúsið á Selfossi og Lauga-
landsskóla, svo eitthvað sé nefnt.
En það hefur líka sinnt fé-
lagskonum sínum og innan þess
átt sér stað félagsstarf og sam-
vinna meðal okkar sjálfra sem
hefur stuðlað að vináttu og sam-
heldni og kannski ekki síst
skerpt skilning okkar á því að
hver og ein okkar hefur svo ótrú-
lega mikilvægu hlutverki að
gegna.
Dóra lagði ævinlega áherslu á
mikilvægi samstarfs og sam-
vinnu í sérhverju verki eða mál-
efni sem vinna þurfti að og þann-
ig leiddi hún og laðaði að fólk úr
ólíkum geirum samfélagsins og
stuðlaði að sameiginlegum skiln-
ingi og því var hún valin til for-
ystu á ýmsum sviðum og sat m.a.
um árabil í stjórn Sambands
sunnlenskra kvenna, gerð þar að
heiðursfélaga einnig og gegndi
ýmsum trúnaðarstörfum.
Mörgu væri á annan hátt farið
ef konur hefðu ekki tekið hönd-
um saman og fundið þann sam-
takamátt sem skapast þegar
margar leggja saman hönd á
plóg. Það er með þakklæti og
virðingu sem við kvenfélagskon-
ur í Lóu kveðjum okkar gengnu
félagssystur og formann og
þökkum samfylgdina og fórnfúst
starf í þágu félagsins.
F.h. Kvenfélagsins Lóu,
Halldóra J. Þorvarðardóttir.
Úr ljóðinu Sumarkveðja til
Sambands sunnlenskra kvenna.
Þið konur, sem að kveikið ljós
við kvöð og önn, sem lýsa skært,
þið eigið þjóðar þökk og hrós
– að þakka skyldi öllum kært.
Hver lítil tómstund gefur gull
hins góða og fagra þeirri hönd,
sem ver sinn garð og vinnur ull
og vefur gróðri heimalönd.
(Hulda)
Með andláti Sigríðar Theó-
dóru Sæmundsdóttur (Dóru í
Skarði) er slokknað ljós mætrar
kvenfélagskonu á Suðurlandi.
Hún gekk í kvenfélagið Lóu þeg-
ar hún, ung að árum, flutti að
Skarði í Landsveit árið 1951.
Ljósið hennar logaði þar skært
og var hún mjög virk félagskona í
Kvenfélaginu Lóu á meðan heils-
an leyfði og var kosin heiðurs-
félagi þess. Jafnframt var hún
formaður kvenfélagsins í áratugi
og var þá um leið helsti tengill
þess við Samband sunnlenskra
kvenna. Dóra var ósérhlífin,
hafði skarpa sýn á málefni og var
ófeimin við að láta skoðanir sínar
í ljós. Hún var einróma kosin
sem fulltrúi kvenfélaga úr dreif-
býli á Suðurlandi til að sitja
landsþing Kvenfélagasambands
Íslands og eftir það var hún kos-
in í stjórn SSK. Þar vann hún öt-
ullega um árabil að ýmsum bar-
áttumálum sambandsins og var
kjörin heiðursfélagi SSK árið
2010.
Í bókinni Gengnar slóðir, sem
gefin var út í tilefni af 50 ára af-
mæli SSK, hafði Dóra þetta að
segja um tilgang Kvenfélagsins
Lóu: „Tilgangur félagsins er að
efla samvinnu og samhug meðal
kvenna í Landmannahreppi,
auka heimilisrækt, vekja smekk-
vísi, líkna bágstöddum og styðja
hvers konar þjóðþrifamál eftir
því sem efni og ástæður leyfa.“
Segja má að þessi orð lýsi vel
störfum hennar í þágu sam-
félagsins sem hún bjó í sem og
viðhorfi hennar til manna og mál-
efna.
Fyrir hönd Sambands sunn-
lenskra kvenna eru hér þakkir
færðar fyrir góð kynni og fram-
úrskarandi störf. Innilegar
samúðarkveðjur eru til fjöl-
skyldu og vina. Blessuð sé minn-
ing Dóru í Skarði.
Elinborg Sigurðardóttir,
formaður SSK.
Dóra í Skarði, konan sem hef-
ur verið hluti af lífi mínu alla tíð,
hefur fengið hvíldina. Hún hefur
með sannri gleði tekið þátt í öll-
um stórum viðburðum fjölskyld-
unnar. Hún hafði áhuga á að
hitta og taka á móti fólki. Dóra
var gift Guðna föðurbróður mín-
um og bjó á sveitabænum Skarði,
var mamma frændsystkina
minna Helgu og Didda og hjá
henni bjó líka amma Sigríður.
Það hefur alltaf verið ævintýri
fyrir mig að upplifa lífið í sveit-
inni. Dóra átti ekki minnstan
þátt í því, hún tók alltaf á móti
öllum með hlýju, hafði áhuga á
fólki og því sem það var að fást
við. Hjá henni var alltaf pláss og
sjálfsagt að taka vini með og þeir
fengu að kynnast lífinu í sveit-
inni.
Dóra flutti ung að Skarði og
alveg frá því að ég fór að leggja
við hlustir fann ég hvað hún unni
jörðinni sinni, sveitinni og land-
inu, fannst best að vera þar og
vildi hvegi annars staðar búa.
Hún hlúði að heimilinu, jörðinni
og ekki síst Skarðskirkju, þar
sem hún söng í kórnum í marga
áratugi og bar hag kirkjunnar og
kirkjugarðsins mjög fyrir brjósti.
Ég man að sem barn hélt ég að
Dóra hefði alist upp á Skarði, það
væri hennar arfleifð, svo mjög
unni hún staðnum. En það var
Guðni sem ólst upp á Skarði og
saman ráku þau stórt og mynd-
arlegt bú og hún var alla tíð stolt
húsfreyja í sveit. Hún talaði
stundum um það í seinni tíð að
sér þætti einkennilegt að allar
ungar konur sem byggju núorðið
í sveitum landsins vildu láta kalla
sig bændur en væru ekki stoltar
af því að vera húsfreyjur.
Dóra var vel lesin, hafði skoð-
anir á hlutunum en fór vel með.
Hún var óhrædd að mynda sér
skoðanir og segja hreint út sína
meiningu. Það komu margir í
heimsókn að Skarði og Dóra
ræddi við alla á meðan hún hellti
upp á könnuna og bar mat á
borðið. Það var alltaf nægur mat-
ur á borðinu hennar Dóru, hvort
sem þar sátu fimm eða 50 gestir
og heimilisfólk.
Ég fór fyrst í Landmannarétt-
ir þegar ég var 10 ára og hef not-
ið þess nærri því á hverju ári, og
þau eru orðin nokkuð mörg árin,
að fara í réttir. Það gladdi Dóru
þegar ég kom með mín börn til
að kynna þeim töfra Áfangagils-
rétta og ekki síður þegar ég kom
með ömmudrengina mína og
mömmu þeirra. Henni fannst það
mikilvægt að kynna unga fólkið
fyrir lífinu í sveitinni og staðnum
þar sem rætur þess liggja. Við
áttum góða stund í réttum 2016
en því miður höguðu aðstæður
því svo að við vorum hvorug í
réttum síðastliðið haust.
Ég, mamma mín Hafdís, Dóra
og Helga höfum átt margar nota-
legar samverustundir sérstak-
lega núna seinni árin. Það eru
stundir sem mér finnst vænt um
og eru mér dýrmætar í sjóð
minninganna. Dóra var ein af
þessum stóru, sterku persónum
sem ég var svo lánsöm að voru
stór hluti af fjölskyldunni minni
og ég kynntist vel og höfðu sterk
áhrif á mig. Hún var íslenka kon-
an, tákn trúar og vonar, sem ann
þér og helgar sitt líf eins og segir
í textanum Íslenska konan. Að
lokum vil ég þakka Dóru fyrir
alla umhyggju og góðvild sem
hún sýndi mér og mínum, það
gleymist ekki.
Aðstandendum hennar votta
ég samúð.
Guðrún Hákonardóttir.
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir og afi,
DAN KIEN HUYNH,
lést miðvikudaginn 10. janúar.
Útförin fer fram frá Fossvogskapellu
föstudaginn 19. janúar klukkan 10.
Þökkum læknum og starfsfólki hjartadeildar 14E,
krabbameinsdeildar 11E, blóðlækningadeildar 11G og
líknardeildar í Kópavogi fyrir einstaka umönnun.
Nína Nhan Thi Tran
Adda Thanh Le Huynh Yin Wai Sing
Lilja Thuy Le Huynh Thinh Xuan Tran
Aldís Anh Le Huynh Long Nguyen Phan
Tómas Tam Kien Huynh Thoa Kim Phu Thai
Jens Thien Kien Huynh Thuy Kim Tran
Níels Tri Kien Huynh Glóey Thao Thanh Do
Sif Chi Le Huynh Thinh Huu Pham
Andri Thanh Kien Huynh Svana Yen Doan
og barnabörn
Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir,
afi og langafi,
GEIR GUÐMUNDSSON
verkstjóri og safnvörður,
Bolungarvík,
lést á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða á
Ísafirði, aðfaranótt mánudagsins 15. janúar.
Una Halldóra Halldórsdóttir
Sólrún Geirsdóttir Jónas Guðmundsson
Helga Theodóra, Halldóra, Þórhildur Bergljót,
Einar Geir og Jónatan Leó