Morgunblaðið - 17.01.2018, Page 44

Morgunblaðið - 17.01.2018, Page 44
MIÐVIKUDAGUR 17. JANÚAR 17. DAGUR ÁRSINS 2018 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 608 KR. ÁSKRIFT 6.597 KR. HELGARÁSKRIFT 4.119 KR. PDF Á MBL.IS 5.851 KR. I-PAD ÁSKRIFT 5.851 KR. 1. Miklar tafir á umferð vegna slyss 2. Ísland tapaði og bíður örlaga sinna 3. Eignuðust 13 börn vegna „vilja Guðs“ 4. Hrundi úr lofti Primera-vélar »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Ljósmyndahátíð Íslands, sem hald- in er á tveggja ára fresti í samstarfi Félags íslenskra samtímaljósmynd- ara og safna á höfuðborgarsvæðinu, hefst á morgun með fyrirlestri Louise Wolthers frá Hasselblad-stofnuninni í Þjóðminjasafninu og stendur út helgina. Fjölbreytilegar sýningar verða opnaðar; á föstudagskvöld í Gerðarsafni samsýningin Líkamleiki, með verkum 18 listamanna, og á laugardag nokkrar, þar á meðal í Þjóðminjasafni; Langa blokkin í Efra- Breiðholti, með ljósmyndum Davids Barreiros, samsýningin Þessi eyja jörðin í Ljósmyndasafni Reykjavíkur og sýning á verkum hins þekkta danska ljósmyndara Astrid Kruse Jensen í Sverrissal Hafnarborgar. Ýmislegt fleira er á dagskrá hátíð- arinnar, svo sem ljósmyndarýni er- lendra og innlendra sérfræðinga og uppboð á verkum samtímaljósmynd- ara til styrktar útgáfu bókar um ljós- myndasögu. Fjölbreytileg ljós- myndahátíð hefst  Aðalheiður Guðmundsdóttir, pró- fessor í bókmenntum fyrri alda við Há- skóla Íslands, heldur á morgun, fimmtudag, kl. 16.30 fyrirlestur í Lög- bergi um norðurljós í ís- lenskum heimildum. Þær eru af ólíku tagi hvort sem um er að ræða nátt- úrulýsingar, þjóð- trúarsagnir eða rómantískar náttúrumyndir í skáldskap. Fjallar um norður- ljósin í heimildum Á fimmtudag Norðaustan 5-13 m/s og snjókoma eða él norðan- og austantil á landinu, en bjartviðri að mestu á suðvesturhorninu. Frost víða 0 til 7 stig. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Norðaustan 10-18 m/s og snjókoma norðan- til á Vestfjörðum. Mun hægari vindur annars staðar og stöku él. Frost 0 til 12 stig, kaldast í innsveitum. VEÐUR Álitsgjafar Morgunblaðsins voru sammála um að frammistaða Íslands í loka- leik sínum á Evrópumótinu í handknattleik hefði verið gríðarleg vonbrigði. Það hefði hreinlega verið erfitt að horfa upp á það. Þau fóru um víðan völl í skoð- unum sínum um framhaldið hjá liðinu og telja að breyt- inga gæti verið að vænta úr herbúðum HSÍ hvað þjálfaramál varðar. »1 Niðurstaðan gríð- arleg vonbrigði Tvær landsliðskonur í knattspyrnu njóta nú liðsinnis leikmannasamtaka á Íslandi og Ítalíu við að fá samn- ingum sínum við ítalska félagið Ver- ona rift. Verona mun ekki hafa staðið við gerða samninga við þær Berglindi Björgu Þorvaldsdóttur og Örnu Sif Ásgrímsdóttur, sem gengu í raðir félagsins síðastliðið haust. »4 Landsliðskonur reyna að fá samningum rift Gróttukonur eru loksins komnar með sinn fyrsta sigur í Olísdeild kvenna í handbolta. Þær höfðu betur á heima- velli gegn Fjölni í 13. umferðinni í gærkvöldi, 24:22, og tryggðu sér langþráðan og mikilvægan sigur. Lið- in eru nú jöfn með fjögur stig í tveim- ur neðstu sætum deildarinnar, einu stigi á eftir Selfossi, og stefnir í spennandi fallbaráttu. »4 Langþráður og mikil- vægur sigur Gróttu ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Sveinbjörn Dýrmundsson hefur sannreynt að lengi lifir í gömlum glæðum í tónlistarbransanum í Bretlandi og vill kalla saman eldri tónlistarmenn hérlendis með sama hætti og gert er í Stockport og víð- ar. Mikil gróska var í alþjóðlegu tónlistarlífi á sjöunda áratug nýlið- innar aldar og hljómsveitir í anda hinna einu og sönnu Bítla, The Beatles, spruttu upp eins og gor- kúlur. Á þessum tíma fékk Svein- björn bassagítar í fermingargjöf og þá varð ekki aftur snúið. „Ég hef verið í þessum bransa síðan, í yfir hálfa öld, spilað í fjölda hljómsveita víða um land og kynnt mér ensku tónlistarsöguna á vett- vangi undanfarin ár,“ segir hann. Bætir við að eftir að hafa verið kennari í 40 ár og kennt meðal annars samfélagsfræði, þar sem hann hafi farið inn á tónlistarsög- una, hafi hann byrjað að velta fyrir sér hvar gömlu goðin væru, sér- staklega tónlistarmenn sem voru í böndum sem komu til Íslands. „Þetta voru bönd eins og Swinging Blue Jeans, Hollies, Searchers og Herman’s Hermits. Í kjölfarið komst ég í samband við Derek Quinn, gítarleikara Freddie and the Dreamers, og það varð til þess að við hjónin heimsóttum hann í Manchester. Með okkur tókst góð- ur kunningsskapur og undanfarin ár höfum við farið árlega, nú síðast í október, á tónlistarhátíð í Stock- port, sem Quinn og Mike Sweeney, söngvari og útvarpsmaður hjá BBC, hafa staðið að. Þarna koma saman gamlir tónlistarmenn og hugsanlega fæ ég að spila þar á hátíðinni í haust.“ Frægir tónlistarmenn Í þessum ferðum hefur Svein- björn kynnst mörgum tónlistar- mönnum, sem gerðu garðinn fræg- an á árum áður. Þar á meðal eru Eric Haydock, bassaleikari Holl- ies, Pete Maclaine, sem hafnaði boði Bítlanna um að semja lög fyr- ir bandið, John Mepham, fyrrver- andi bassaleikari Fourtones, Dave Berry, söngvari The Cruisers, og Ray Ennis, aðalsöngvari og gítar- leikari The Swinging Blue Jeans. „Ray Ennis er 77 ára gamall en það er ekki að heyra á söngnum og þessir menn hafa engu gleymt,“ segir hann. Sveinbjörn segir að það hafi ver- ið uppbyggjandi að hitta þessa gömlu kappa. „Ég er ekki með stjörnur í augunum en hef fengið söguna beint í æð,“ segir hann og bætir við að til dæmis sé líklegt að liðsmenn úr bandinu Dave Dee, Dozy, Beeky, Mick & Tich spili á hátíðinni í haust. „Þá hef ég hug á að vera með og síðan hef ég áhuga á að efna til sams konar tónleika hérlendis,“ heldur hann áfram. Segist ætla að tala við gamla popp- ara um þetta með það í huga að kalla saman tónlistarmenn sem voru áberandi á sjöunda áratugn- um og blása til hátíðar. Áður en gítarinn kom til sög- unnar var Sveinbjörn í harmoniku- námi hjá Karli Jónatanssyni. „Þeg- ar bítlaæðið skall á með miklum þunga varð harmonikan hallæris- leg og ég sneri mér að bassanum. Sé reyndar eftir því að hafa hætt með nikkuna, en gítarinn fylgir mér.“ Lengi lifir í gömlum glæðum  Popparar verða alltaf popparar  Vill koma á hátíð eldri tónlistarmanna Vinahjón Í heimsókn á Englandi. Frá vinstri: Derek Quinn, María Guð- brandsdóttir, Jackie, eiginkona Dereks, og Sveinbjörn Dýrmundsson. Í Stockport Frá vinstri: John Mepham, Sheila, kona hans, Sonja Lind Svein- björnsdóttir, María og Sveinbjörn á góðri stundu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.