Morgunblaðið - 25.01.2018, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 25.01.2018, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. JANÚAR 2018 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/senda grein Prentun Landsprent ehf. Magnús Heimir Jónasson mhj@mbl.is „Ég fór eftir vinnu, sótti börnin á leikskólann og í skólann og þá kom maður bara heim og það var búið að róta upp úr skúffum og fara inn í alla skápa,“ segir Ingvar Arnarsson, íbúi í Garðabæ, en fjölskyldan hans er ein af þeim fjölmörgu sem lent hafa í innbrotahrinunni sem gengur nú yfir á höfuðborgarsvæðinu. Alls hefur verið brotist inn á 50 heimili síðan 1. desember 2017. Ingvar segir að það hafi verið áfall fyrir fjölskylduna að koma heim eftir innbrotið. „Það lýsir sér best með því að drengirnir vilja ekki koma einir heim eftir skóla, maður þarf alltaf að sækja þá eða passa að maður sé kominn heim á undan þeim.“ Ingvar hringdi samstundis í lögregluna sem rannsakaði vettvang og leitaði eftir fingra- eða skóförum en segir að lítil ummerki hafi fundist. Spurður segir hann þónokkru af óbætanlegum per- sónulegum munum hafa verið stolið, s.s. erfðagripum og skartgripum, en einnig ljósmyndum, sem finna mátti á hinum ýmsu raftækjum. Reyndu að opna byssuskáp Innbrotsþjófarnir gerðu einnig til- raun til að komast í skotvopn Ingv- ars sem eru á heimilinu. „Það var rif- inn af veggnum hérna byssuskápurinn minn, honum hent niður og reynt að komast inn í hann. Hann hélt sem betur fer.“ Ingvar segir að fjölskyldan sé núna í samskiptum við trygginga- félagið sitt en fjölmargar eignir fást ekki bættar. „Skartgripirnir virðast ekki vera bættir að fullu og t.d. lausafé. Það var peningur hér, af- mælispeningur barnanna og svona sem safnast fyrir. Þetta er mjög súr- realísk tilfinning að vita til þess að einhver hafi farið hérna um allt og inn um allt,“ segir hann. Helgi Gunnarsson, lögreglu- fulltrúi hjá lögreglunni á höfuðborg- arsvæðinu, segir að verið sé að reyna að fylgja eftir öllum þeim vísbend- ingum sem lögreglan fær. Lögreglan óskaði eftir ábendingum frá almenn- ingi á dögunum og segir Helgi að það hafi borist einhverjar ábendingar sem verður fylgt eftir. Spurður hvort hann telji að þýfið úr þessum fjöl- mörgu innbrotum sé komið úr landi segir hann að um það sé ekki hægt að vita. Hann vonar hins vegar að ís- lenskir skartgripa- og gullkaupend- ur tilkynni það ef þeim er boðin grunsamleg vara. „Menn ættu að vita hvað þeir eru að kaupa, við skul- um vona það allavega,“ segir Helgi. Telur lögreglan að í mörgum til- fellum sé um sömu innbrotsþjófa að ræða. „Ummerkin eru svipuð og við teljum að í mörgum tilfellum séu þetta sömu aðilar.“ Lögreglan hefur nú notað sér aðstoð bæði dróna og sporhunda. „Ef við fáum upplýsing- ar um torkennilegar mannaferðir þá er ágætt að fá dróna upp á að ná betri mynd. Við keyrum eftir götum en viðkomandi er kannski í næsta húsagarði. Það er leitað allra leiða og það þarf að hugsa út fyrir boxið. Við höfum líka fengið sporhund. Ef ein- hverjum dettur eitthvað sniðugt í hug þá notum við það.“  „Það lýsir sér best með því að drengirnir vilja ekki koma einir heim eftir skóla,“ segir íbúi í Garðabæ sem brotist var inn hjá  50 innbrot á höfuðborgarsvæðinu frá 1. des.  Lögreglan leitar allra ráða Innbrotið áfall fyrir alla fjölskylduna Innbrot á heimili Heimild: Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu Reykjavík Seltjarnarnes Garðabær Hafnarfjörður Kópavogur Mosfellsbær, Kjalarnes og Kjós Samtals 2 7 1 12 3 50 25 Frá 1.12. 2017 til dagsins í dag Creditinfo veitti í gær fulltrúum framúrskarandi fyrirtækja viðurkenningar fyrir 2016. Hampiðjan fékk verðlaun fyrir nýsköpun og N1 fyrir fram- úrskarandi árangur í samfélagsábyrgð, en slík verðlaun voru nú veitt í fyrsta sinn. Alls komust 868 framúrskarandi fyrirtæki á lista að þessu sinni og fjölgar talsvert milli ára. „N1 hefur unnið með þá hugsjón að við eigum að huga að komandi kynslóðum,“ sagði Eggert Þór Kristófersson, for- stjóri N1. Í umsögn var þess getið að fyrirtækið hefði þróað ýmis samfélagslega verkefni og góður árangur fyrirtækisins speglaðist í ánægju við- skiptavina og starfsmanna. Á myndinni eru, f.v., Brynja Baldursdóttir, framkvæmdastjóri Credit- info á Íslandi, Hanna Þorsteinsdóttir, formaður dómnefndar og ráðgjafi í samfélagsábyrgð, Egg- ert Þór Kristófersson og Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. »ViðskiptaMogginn & 42 Morgunblaðið/Kristinn Magnússon N1 er framúrskarandi í samfélagsábyrgð Helgi Bjarnason helgi@mbl.is „Þetta var kýr sem maður tók aldrei eftir í fjósinu, hún át og mjólkaði og aldrei þurfti neitt fyrir henni að hafa,“ segir Gunnlaugur Ingólfsson, bóndi á Innri-Kleif í Breiðdal, um kú nr. 851 sem mjólkaði allra kúa mest á nýliðnu ári. Nr. 851 mjólkaði 14.199 kg á árinu 2017, samkvæmt niðurstöðum skýrsluhaldsins. Er það nýtt og glæsi- legt Íslandsmet, 366 kílóum meira en metið sem Nína á Brúsastöðum setti árið áður. Burðartími nr. 851 féll vel að almanaksárinu því hún bar sínum þriðja kálfi 2. janúar 2017 og mjólkaði vel allt árið. „Þetta var ósköp venjuleg kýr, en óvenjulega stór og falleg. Hún hafði alla möguleika til að innbyrða mikið fóður og mjólka vel. Hún fór alltaf fjór- um sinnum á sólarhring í maltir en við erum með mjaltaþjón,“ segir Gunn- laugur. Hann segist almennt nota númer á kýr sínar og ekki gefa þeim nöfn nema einhver sérstök einkenni kalli á það. Ljóst er að nr. 851 slær ekki met sitt því eigendurnir þurftu að fella hana fyrir nokkrum dögum. Hún fékk júgurbólgu. „Við reyndum að halda henni lifandi eins lengi og við gátum, þó ekki væri nema til þess að ná kálf- inum sem hún átti von á,“ segir Gunn- laugur og segist að sjálfsögðu sjá mik- ið eftir þessum mikla afurðagrip. »20 Lítið fór fyrir afurðakúnni  Kýr nr. 851 set- ur nýtt Íslandsmet Afburðagripur Kýr nr. 851 í fjósinu á Innri-Kleif mjólkaði vel allt árið. Ráðist var á átján ára gamlan fanga í íþróttahúsi fangelsisins á Litla- Hrauni síðdegis í fyrradag. Sam- fangar mannsins voru að verki og var árásin gróf og alvarleg að því er fram kemur af hálfu lögregl- unnar á Suðurlandi. Myndbands- upptökur úr fangelsinu eru til skoð- unar vegna rannsóknar málsins. Samkvæmt upplýsingum frá Rauða krossinum er maðurinn hæl- isleitandi frá Marokkó og kom hingað til lands síðsumars 2016. Var hann hnepptur í gæslu- varðhald fyrir að hafa ítrekað reynt að komast um borð í skip á leið til Kanada. Maðurinn varð fyrir árás í fangelsinu fyrir skömmu og óskaði eftir flutningi í fangelsið á Hólmsheiði. Þeirri ósk var hafnað. Hópur fanga réðist á ungan samfanga sinn á Litla-Hrauni Maðurinn sem lést í umferðar- slysi á Arnarnes- vegi aðfaranótt sunnudagsins 21. janúar hét Pétur Olgeir Gestsson. Hann var 21 árs og búsettur í Kópavogi. Lést í umferðarslysi 12. febrúar í 10 nætur Bir tm eð fyr irv ar au m pr en tvi llu r. He im sfe rð ir ás kil ja sé rr étt til lei ðr étt ing aá slí ku .A th. að ve rð ge tur br ey st án fyr irv ar a. Bókaðu sól FUERTEVENTURA Allt að 25.000kr. afsláttur á mann Frá kr. 80.545 án fæðis Frá kr. 123.895 m/allt innifalið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.