Morgunblaðið - 25.01.2018, Blaðsíða 67

Morgunblaðið - 25.01.2018, Blaðsíða 67
son. Seinustu tónleikar kvöldsins eru í Listasafni Íslands kl. 22 þar sem Nordic Affect flytur m.a. Loom eftir Doddu Maggýju og María Huld Markan Sigfúsdóttir og Urbex- ploitation eftir Nicole Lizée, sem er áberandi kanadískt tónskáld sem vinnur mikið með fundna hluti,“ seg- ir Gunnar og bendir á að kvöldinu ljúki með gleðskap á Húrra kl. 23-01 þar sem Sóley Stefánsdóttir bregður sér í hlutverki plötusnúðs. Eitthvað fyrir alla Lokadagur MM hefst með inn- setninguna Ég spila á steypu í Gall- erý Port á laugardag kl. 11. „Um er að ræða verk eftir Höllu Steinunni Stefánsdóttur, sem er fiðluleikari og listrænn stjórnandi Nordic Affect, og er hluti af rannsóknum hennar í doktorsnámi í hljóðlist við Lund- háskólann í Málmey. Þetta er blanda af myndlist og hljóðlist, mjög áhuga- vert stykki sem ég hlakka til að sjá og heyra hvernig kemur út í rým- inu,“ segir Gunnar og tekur fram að aðgangur er ókeypis. „Töfrahurð frumflytur barna- óperuna Gilitrutt eftir Hildigunni Rúnarsdóttur í Iðnó kl. 12. Þetta er skemmtilegt stykki og gaman að sjá. Ég vek athygli á því að aðgangur er ókeypis fyrir börn sjö ára og yngri,“ segir Gunnar. Passepartout Duo kemur fram í Norræna húsinu kl. 14. „Dúóið skipa píanóleikarinn Nico- letta Favari og slagverksleikarinn Christopher Salvito. Þau frumflytja m.a. verk eftir Filip de Melo og Eirik Moland,“ segir Gunnar. Tríóið Hlökk kemur fram í Black Box-sal Norræna hússins kl. 15. „Þar frumflytja Ingibjörg Ýr Skarp- héðinsdóttir, Lilja María Ásmunds- dóttir og Ragnheiður Erla Björns- dóttir eigin verk fyrir hljóð- og ljósskúlptúrinn Huldu, sem Lilja María bjó til. Hulda er strengja- harpa með innbyggðum ljósabúnaði sem stýrir því hvernig spilað er á hljóðfærið,“ segir Gunnar og bendir á að næstu tónleikar verða líka í Norræna húsinu, en kl. 16 frum- flytur Stirni Ensemble verk eftir m.a. Bergrúnu Snæbjörnsdóttur, Sigrúnu Jónsdóttur og Martial Nar- deau. Trondheim Sinfonietta leikur í Norðurljósum Hörpu kl. 19, m.a. Kuki no Sukima eftir Hilmar Þórð- arson undir stjórn Halldis Rønning. „Hilmar hefur verið í doktorsnámi í Noregi og skrifaði verkið sérstak- lega fyrir Þrándheims-sinfóníuna,“ segir Gunnar og bendir á að tón- leikar sveitarinnar hérlendis séu lið- ur í tónleikaferðalagi. „Að vanda eru lokatónleikar hátíð- arinnar í höndum Kammersveitar Reykjavíkur, en í ár gengur Elbl- aska kammersveitin til liðs við þau undir stjórn Bjarna Frímanns Bjarnasonar,“ segir Gunnar, en tón- leikarnir verða í Norðurljósum Hörpu kl. 21. Frumflutt verða m.a. fiðlukonsert eftir Oliver Kentish þar sem Una Sveinbjarnardóttir leikur einleik, From My Green Karlstad eftir Finn Karlsson og Ferli eftir Atla Heimi Sveinsson sem hann samdi fyrir um 40 árum. Tveir viðburðir verða í boði eftir lokatónleikana, en kl. 22.45 flytur Berglind María Tómasdóttir inn- setninguna Music for Political Spac- es (partial #2, osmosis) eftir Einar Torfa Einarsson á Húrra. Kl. 23 tek- ur Sigrún Jónsdóttir við keflinu sem plötusnúður á Húrra fram til kl. 01. „Við bjóðum því upp á spennandi og metnaðarfullt prógramm fyrir börn jafnt sem fullorðna. Ég er sannfærður um að allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi,“ segir Gunnar að lokum. hátíðinni í ár Norrænt Passepartout Duo leikur í Norræna húsinu á laugardag. Hulduverk Hlökk kemur fram í Norræna húsinu á laugardag. MENNING 67 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. JANÚAR 2018 vel Eldborg nái að fanga og magna ofurveikan hljóm verksins. „Um tíma vorum við að skoða hvort magna þyrfti leikinn, en sem betur fer gerð- ist þess ekki þörf,“ segir Sæunn og er ánægð. „Ég stjórna hljómnum betur sjálf þegar ég er ekki uppmögnuð.“ Páll Ragnar samdi verkið með Sæ- unni í huga, en þau þekktust lítið áð- ur en til þess kom. „Í raun var það mjög gott – bæði fyrir hann og mig. Hefðum við þekkst betur hefði hann kannski ekki farið þá leið sem hann fór. Þetta er verk sem teygir mig mikið sem sellóleikara og það er æð- islegt að fara í einhverja nýja átt.“ Innt eftir því hvort það taki á að spila verkið svarar Sæunn því ját- andi. „Þetta er nánast eins og dans á hnífsegg. Það þarf mikla einbeitingu til að spila þetta verk vegna þess hversu viðkvæmt það er. Þetta er nánast eins og að lenda í jarðskjálfta, því maður verður að halda ró sinni meðan allt er á hreyfingu í kring. En það er líka gaman.“ Sæunn hélt síðast tónleika hér- lendis fyrir tæpu ári, en hún býr og starfar í Seattle í Bandaríkjunum þar sem hún kennir við Washington- háskólann. „Mér finnst alltaf gott að koma heim og það skiptir mig miklu að hitta fólkið mitt og ég lít á Sinfón- íuhljómsveitina sem mitt heimaband. Af því leiðir að pressan um að standa sig vel er meiri hérlendis en úti. Þá er ég að tala um innri pressuna sem ég set á sjálfa mig,“ segir Sæunn sem eyðir yfirleitt a.m.k. sex mánuðum árs á tónleikaferðalagi. Frelsi í flutningi nýrra verak „Ég spila jafnt í Bandaríkjunum og Evrópu, en í desember var ég í Hong Kong. Ég ferðast því mjög mikið. Það er fullt af verkefnum sem bíða og nóg að gera,“ segir Sæunn og tekur fram að sér þyki gott að sinna kennslunni á milli tónleikaferðalaga. „Kennslan er langtímavinna sem gef- ur mér mjög mikið. Það er gaman að tala um tónlistina og sellóleik,“ segir Sæunn og tekur fram að kennslan sé einnig mjög krefjandi vinna, en góð. „Ég reyni að vera mikið í Seattle meðan skólinn er, en þarf stundum að grípa til skype þegar ég er að ferðast,“ segir Sæunn og viðurkennir fúslega að það geti stundum verið svolítið lýjandi að búa stóran hluta árs í ferðatösku. „Á sama tíma er það mjög spennandi að ferðast um heim- inn og kynnast nýjum stöðum og fólki.“ Sæunn segir mikilvægt að spila samtímatónlist í bland við klassíkina. „Mér finnst mikilvægt að taka þátt í lífinu hér og nú – þar með talið tón- listarlífinu. Það felst ótrúlega mikið frelsi í því að vera fyrst til að spila nýtt verk. Það gefur mér mikið að geta rætt verkin við tónskáldið,“ seg- ir Sæunn. Meðal verkefna sem bíða hennar á árinu eru Rókókó-tilbrigðin eftir Tsjaikovskíj, konsert eftir Beethoven fyrir selló, fiðlu og píanó, verk eftir Betsy Jolas og verk fyrir selló og kór eftir Sofiu Gubaidulina. „Svo veit ég að það eru nokkrar hljómsveitir í Bandaríkjunum að skoða verkið hans Palla, þannig að vonandi gefst mér tækifæri til að leika það aftur.“ Morgunblaðið/Eggert Einleikarar kvöldsins Sæunn Þorsteinsdóttir og Víkingur Heiðar Ólafsson. Ert þú á leið í leikhús? Pantaðu ljúffengar veitingar til að njóta fyrir sýningu eða í hléi á borgarleikhus.is Elly (Stóra sviðið) Fim 25/1 kl. 20:00 59. s Mið 7/2 kl. 20:00 aukas. Sun 25/2 kl. 20:00 aukas. Fös 26/1 kl. 20:00 60. s Fös 9/2 kl. 20:00 66. s Fös 2/3 kl. 20:00 aukas. Lau 27/1 kl. 20:00 61. s Lau 10/2 kl. 20:00 67. s Lau 3/3 kl. 20:00 aukas. Þri 30/1 kl. 20:00 aukas. Lau 17/2 kl. 20:00 68. s Sun 4/3 kl. 20:00 aukas. Lau 3/2 kl. 20:00 64. s Sun 18/2 kl. 20:00 69. s Fös 9/3 kl. 20:00 aukas. Sun 4/2 kl. 20:00 65. s Fös 23/2 kl. 20:00 aukas. Lau 10/3 kl. 20:00 aukas. Þri 6/2 kl. 20:00 aukas. Lau 24/2 kl. 20:00 aukas. Lau 17/3 kl. 20:00 aukas. Sýningar haustið 2018 komnar í sölu. Himnaríki og helvíti (Stóra sviðið) Sun 28/1 kl. 20:00 9. s Fös 2/2 kl. 20:00 12. s Fim 15/2 kl. 20:00 15. s Mið 31/1 kl. 20:00 10. s Fim 8/2 kl. 20:00 13. s Fim 1/2 kl. 20:00 11. s Sun 11/2 kl. 20:00 14. s Byggt á þríleik Jóns Kalmans Stefánssonar. Brot úr hjónabandi (Litla sviðið) Sun 28/1 kl. 20:00 48. s Lau 3/2 kl. 20:00 50. s Fös 2/2 kl. 20:00 49. s Fös 9/2 kl. 20:00 51. s Draumur um eilífa ást Medea (Nýja sviðið) Sun 28/1 kl. 20:00 7. s Mið 31/1 kl. 20:00 8. s Fim 1/2 kl. 20:00 9. s Stuttur sýningatími. Allra síðustu sýningar! Lóaboratoríum (Litla sviðið.) Fös 26/1 kl. 20:00 Frums. Mið 31/1 kl. 20:00 3. s Sun 4/2 kl. 20:00 5. s Lau 27/1 kl. 20:00 2. s Fim 1/2 kl. 20:00 4. s Mið 7/2 kl. 20:00 6. s Í samvinnu við Sokkabandið. Blái hnötturinn (Stóra sviðið) Sun 28/1 kl. 13:00 aukas. Sun 4/2 kl. 13:00 aukas. Sun 11/2 kl. 13:00 aukas. Allra síðustu sýningar. Skúmaskot (Litla sviðið) Lau 27/1 kl. 13:00 7. s Sun 4/2 kl. 13:00 aukas. Sun 11/2 kl. 13:00 aukas. Sun 28/1 kl. 13:00 8. s Lau 10/2 kl. 13:00 aukas. Búðu þig undir dularfullt ferðalag! Hafið (Stóra sviðið) Fös 26/1 kl. 19:30 10.sýn Sun 4/2 kl. 19:30 11.sýn Fös 9/2 kl. 19:30 12.sýn Kraftmikið átakaverk, beint úr íslenskum veruleika Risaeðlurnar (Stóra sviðið) Lau 27/1 kl. 19:30 18.sýn Lau 10/2 kl. 19:30 20.sýn Lau 3/2 kl. 19:30 19.sýn Lau 17/2 kl. 19:30 21.sýn Grátbroslegt og ágengt nýtt verk um litla þjóð í stórum heimi . Fjarskaland (Stóra sviðið) Sun 28/1 kl. 13:00 Sun 11/2 kl. 13:00 Sun 4/2 kl. 13:00 Sun 18/2 kl. 13:00 Fjölskyldusöngleikur eftir Góa! Slá í gegn (Stóra sviðið) Fös 23/2 kl. 19:30 Fors Fös 2/3 kl. 19:30 4.sýn Lau 10/3 kl. 19:30 7.sýn Lau 24/2 kl. 19:30 Frums Lau 3/3 kl. 19:30 5.sýn Lau 17/3 kl. 19:30 8.sýn Sun 25/2 kl. 19:30 2.sýn Fim 8/3 kl. 19:30 Auka Sun 18/3 kl. 19:30 9.sýn Fim 1/3 kl. 19:30 3.sýn Fös 9/3 kl. 19:30 6.sýn Fös 23/3 kl. 19:30 10.sýn Einstaklega litríkt sjónarspil og frábær skemmtun fyrir alla fjölskylduna! Faðirinn (Kassinn) Sun 28/1 kl. 19:30 20.sýn Lau 3/2 kl. 19:30 Auka Mið 28/2 kl. 19:30 24.sýn Þri 30/1 kl. 19:30 Auka Sun 11/2 kl. 19:30 22.sýn Mið 7/3 kl. 19:30 25.sýn Mið 31/1 kl. 19:30 21.sýn Mið 14/2 kl. 19:30 Auka Fim 15/3 kl. 19:30 26.sýn Fös 2/2 kl. 19:30 Auka Sun 18/2 kl. 19:30 23.sýn Áhrifamikið nýtt verðlaunaverk. Efi (Kassinn) Fim 25/1 kl. 19:30 5.sýn Fim 8/2 kl. 19:30 Auka Fös 23/2 kl. 19:30 13.sýn Fös 26/1 kl. 19:30 6.sýn Fös 9/2 kl. 19:30 Auka Lau 3/3 kl. 19:30 14.sýn Lau 27/1 kl. 19:30 7.sýn Lau 10/2 kl. 19:30 10.sýn Sun 4/3 kl. 19:30 15.sýn Fim 1/2 kl. 19:30 Auka Fim 15/2 kl. 19:30 Auka Fös 9/3 kl. 19:30 16.sýn Sun 4/2 kl. 19:30 8.sýn Fös 16/2 kl. 19:30 11.sýn Mið 7/2 kl. 19:30 9.sýn Lau 17/2 kl. 19:30 12.sýn Margverðlaunað og spennandi verk ! Ég get (Kúlan) Lau 27/1 kl. 13:00 5.sýn Sun 4/2 kl. 13:00 7.sýn Sun 11/2 kl. 13:00 9.sýn Lau 27/1 kl. 15:00 6.sýn Sun 4/2 kl. 15:00 8.sýn Sun 11/2 kl. 15:00 10.sýn Ljóðræn leiksýning fyrir yngstu börnin, um það sem er mitt og þitt og okkar Pétur og úlfurinn (Brúðuloftið) Lau 3/2 kl. 13:00 Lau 17/2 kl. 13:00 Lau 24/2 kl. 15:00 Lau 10/2 kl. 13:00 Lau 17/2 kl. 15:00 Lau 3/3 kl. 13:00 Lau 10/2 kl. 15:00 Lau 24/2 kl. 13:00 Lau 3/3 kl. 15:00 Brúðusýning Mið-Ísland - Á tæpasta vaði! (Þjóðleikhúskjallarinn) Fim 25/1 kl. 20:00 Lau 3/2 kl. 20:00 Fim 15/2 kl. 20:00 Fös 26/1 kl. 20:00 Lau 3/2 kl. 22:30 Fös 16/2 kl. 20:00 Fös 26/1 kl. 22:30 Sun 4/2 kl. 20:00 Fös 16/2 kl. 22:30 Lau 27/1 kl. 20:00 Fim 8/2 kl. 20:00 Lau 17/2 kl. 20:00 Lau 27/1 kl. 22:30 Fös 9/2 kl. 20:00 Lau 17/2 kl. 22:30 Fim 1/2 kl. 20:00 Fös 9/2 kl. 22:30 Sun 18/2 kl. 21:00 Konudagur Fös 2/2 kl. 20:00 Lau 10/2 kl. 20:00 Fös 2/2 kl. 22:30 Lau 10/2 kl. 22:30 Ef hláturinn lengir lífið stefnir Mið-Ísland á ódauðleika! Improv Ísland (Þjóðleikhúskjallari) Mið 7/2 kl. 20:00 Mið 7/3 kl. 20:00 Mið 4/4 kl. 20:00 Mið 14/2 kl. 20:00 Mið 14/3 kl. 20:00 Mið 11/4 kl. 20:00 Mið 21/2 kl. 20:00 Mið 21/3 kl. 20:00 Mið 18/4 kl. 20:00 Mið 28/2 kl. 20:00 Mið 28/3 kl. 20:00 Mið 25/4 kl. 20:00 leikhusid.is | midasala@leikhusid.is | 551 1200
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.