Morgunblaðið - 25.01.2018, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 25.01.2018, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. JANÚAR 2018 Hamraborg 10, Kópavogi – Sími: 554 3200 Opið: Virka daga 9.30-18 Laugardaga 11–14 TILBOÐS- DAGAR Vertu velkomin í sjónmælingu Eltak sérhæfir sig í sölu og þjónustu á vogum Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Ragnar segir að um þessar mundir snúist glíman meðal annars um sam- þjöppun, breytingar á flotanum og að útgerðir sem áður hafi verið tryggir viðskiptavinir fiskmarkaða hafi selt aflaheimildir til stærri fyrirtækja með fiskvinnslu. Fismarkaður Suðurnesja er með starfsstöðvar á fimm stöðum. Höfuð- stöðvar eru í Sandgerði, en fyrirtækið starfar einnig í Grindavík, Ísafirði, Hornafirði og Hafnarfirði. Þá á fyr- irtækið um 65% í Fiskmarkaði Siglu- fjarðar. Þegar allt er talið er FMS næststærstur fiskmarkaðanna, með litlu minni sölu á síðasta ári heldur en Fiskmarkaður Íslands. Í þriðja sæti er síðan Fiskmarkaður Vestfjarða á Bolungarvík. Markaðirnir starfa eftir lögum og reglum þar sem uppfylla þarf strangar kröfur, en þær reglur eru nú í endurskoðun. Vantar inn í viðskiptin Ragnar tekur dæmi af markaðnum í Sandgerði og segir að á síðasta ári hafi vantað yfir þúsund tonn af bol- fiski inn í viðskiptin miðað við árið á undan og undanskilur þá makríl. Þar vegi þyngst að Örn KE hafi árið 2016 verið seldur til Bolungarvíkur og farið út úr viðskiptum. Báturinn hafi árlega selt 6-700 tonn í gegnum markaðinn og verið stærsti einstaki báturinn í viðskiptum í Sandgerði. Í fyrra hafi líka verið verulegur samdráttur í strandveiðum í Sand- gerði og Grindavík, því þær hafi ekki svarað kostnaði hjá mörgum. Loks nefnir hann að verkfall sjómanna hafi staðið frá áramótum og langt fram eftir febrúarmánuði með tilheyrandi samdrætti á mörkuðum. Í kjölfar verkfalls hafi þó komið góður kippur í framboðið. Ragnar nefnir ennfremur að víðar hafi bátar verið seldir og það aftur haft áhrif á markaðina. Kvóti Sæunn- ar Sæmundsdóttur í Þorlákshöfn hafi verið seldur til Marvers í Grindavík, sem gerði út Daðey GK. Skömmu síð- ar hafi Daðey/Marver verið komin inn í Vísi hf. Þar með hafi framboð minnk- að á markaðnum, en afli Sæunnar hefði áður að mestu verið seldur hjá Fiskmarkaði Íslands í Þorlákshöfn. Ragnar nefnir einnig að Benni SU sem gerður var út frá Hornafirði og landaði mikið á Breiðdalsvík hafi verið seldur til Kambs, sem geri hann út frá Hafnarfirði og verki megnið af aflan- um. Þá sé línubáturinn Óli Gísla GK í Sandgerði til sölu, en hann er með um 450 tonna heimildir í þorskígildum. Samþjöppun í greininni „Það er greinilega ákveðin tilhneig- ing í gangi, sem hefur bein áhrif á fisk- markaðina án þess að þeir ráði þar nokkru um,“ segir Ragnar. „Ástæður breytinga geta verið margvíslegar hjá útgerðunum. Veiðigjöld eru þannig uppsett að menn eru að borga eftir á af einhverjum hagnaði. Margir eru með litla kvóta og þetta er oft erfitt hjá litlu útgerðunum. Svo eru eflaust ýmsar persónulegar ástæður hjá mönnum. Það er ekkert leyndarmál að um þessar mundir á sér stað samþjöppun í greininni. Fiskmarkaðir eiga undir högg að sækja, en þeir verða samt áfram við lýði. Það vakti athygli í lok síðasta árs þegar markaðnum á Akra- nesi var lokað, en ég sé fyrir mér, eftir að hafa starfað á þessum vettvangi í 25 ár að mörkuðunum gæti fækkað enn frekar. Það er alls ekki víst að hægt verði að vera með löndunarað- stöðu fyrir fiskmarkaði í hverri ein- ustu höfn hringinn í kringum landið. Fiskmarkaðir þurfa að fara í aðlög- un á næstu árum eins og annað í sjáv- arútveginum. Það eru í sveiflur í greininni á milli ára, en fyrir mark- aðinn er fækkun millistórra línubáta í krókaaflamarkskerfinu áhyggjuefni. Sá floti hefur átt undir högg að sækja og menn verið að selja sig út.“ Af öllum stærðum og gerðum Ragnar segir að viðskiptavinir á mörkuðum séu af öllum stærðum og gerðum, frá útgerðum minnstu báta upp í stóra togara. Stórútgerðin setji á markað talsvert af afla sem henti ekki sérhæfingu fyrirtækjanna og við- skiptavinum þeirra. Þrátt fyrir sam- drátt í heildina í fyrra hafi verið selt meira af þorski á mörkuðum heldur en áður, alls rúmlega 49 þúsund tonn. Vissulega hafi verið kvótaaukning, en hún hafi alls ekki alltaf skilað sér inn á markaðina. Aðlagi sig að breytingum og sveiflum Ljósmyndir/Hilmar Bragi Bárðarson Sandgerði Fiskmarkaður Suðurnesja er næststærstur fiskmarkaðanna með höfuðstöðvar við Sandgerðishöfn. Reynsla Ragnar Kristjánsson hefur starfað við fiskmarkaði í um 25 ár. Sveiflur hafa ævinlega einkennt framboð og eftirspurn á fisk- mörkuðum og á því hefur ekki orðið nein breyting, að sögn Ragnars Hjartar Kristjánssonar, framkvæmdastjóra Fiskmark- aðs Suðurnesja. Markaðirnir þurfi að laga sig að sveiflum og breytingum og þeim gæti fækkað á næstu árum. Mikil umsvif » Í fyrra voru starfandi 13 fisk- markaðir og starfsstöðvar voru á 27 stöðum, en í árslok var markaðnum á Akranesi lokað. » Alls var þorskur seldur á mörkuðunum í fyrra fyrir tæp- lega 11,8 milljarða, en fyrir 13,6 milljarða árið 2016. Meðalverð lækkaði um 13,5%. » Alls var selt fyrir 21,5 millj- arða á mörkuðunum í fyrra, en fyrir 26,3 milljarða 2016. Norska heimskautsstofnunin birti á mánudag niðurstöður rannsóknar á umfangi plastmengunar í Norður- höfum. Kemur þar fram að haugar af plasti finnist mjög víða á strönd- um Svalbarða, auk þess sem plast hafi fundist í úthafinu milli Græn- lands og Svalbarða og sömuleiðis á Barentshafi og botni þess. Út frá niðurstöðunum er gert ráð fyrir því að á hverjum ferkílómetra þessa svæðis finnist að meðaltali 194 hlutir sem flokkast sem rusl. Ruslið í heild sinni er talið vega 79 þúsund tonn og er að mestu plast. „Í Norðurhöfunum er nokkur skipaumferð. Þangað flyst einnig rusl og mengun með sjóstraumum úr suðri,“ hefur norska ríkis- útvarpið eftir rannsakandanum Ingeborg Hallanger. Segir í um- fjöllun ríkismiðilsins að magnið hafi komið vísindamönnum í opna skjöldu og að þeim standi af því nokkur stuggur. „Það eru litlu agnirnar, smærri en millimetri, sem valda okkur mestum áhyggjum,“ segir Hallang- er. Þessar plastagnir geti haft ófyrirséðar afleiðingar fyrir lífríki hafsvæðisins. Plast í Norður- höfum vekur ugg vísindamanna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.