Morgunblaðið - 25.01.2018, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 25.01.2018, Blaðsíða 43
43 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. JANÚAR 2018 Reykjavík Byggingarkranar, sem risið hafa vegna framkvæmda í miðborginni, gnæfa yfir umhverfið. Turnar Fríkirkjunnar og Iðnaðarmannahússins eru ekki stórir í samanburðinum. Árni Sæberg Ein stærsta áskorun þessarar aldar er auk- inn lífaldur fólks og þar með fjölgun eldri borgara. Lengra og betra líf er ein mesta breyting í samfélögum heimsins. En þessi áskorun er ekki síður stórt tækifæri. Stærsta breyting í at- vinnuþátttöku á 20. öld fólst í þátttöku kvenna. Stærsta tækifæri í þátttöku í þjóðfélaginu á 21. öld felst í þátttöku eldri borgara. Sífellt fleiri eru við ágæta heilsu og hafa áhuga á að láta til sín taka með einum eða öðrum hætti. Við eigum að taka í útrétta hönd þeirra sem vilja leggja sitt af mörkum. Við eig- um ekki að refsa þeim sem vilja vinna og eru komnir á efri ár. Þvert á móti eigum við að fagna þátttöku þeirra enda eflir hún hagvöxt, andlega og líkamlega heilsu og styrkir fé- lagsleg bönd. Hvað getur borgin gert? Reykjavíkurborg þarf að móta sér framsækna stefnu í málefnum eldri borgara. Aðstoða fólk sem getur og vill búa áfram á heimilum sínum og stuðla að sjálfstæði fólks til þátttöku í samfélaginu. Reykjavík á að lág- marka álögur á þá sem hafa nú þeg- ar lagt sitt til samfélagsins og gera borgina eftirsóknarverða fyrir þá sem komnir eru á efri ár. Fasteigna- skattar leggjast þungt á marga eldri borgara. Húsnæðismál þurfa að vera heilbrigðari og búsetuúrræði trygg- ari. Höfuðborgin á ekki að sitja eftir í þessum málum heldur sýna for- ystu. Slíkar breytingar vil ég sjá. Eldri borgarar – þátttakendur í framtíðinni Eftir Eyþór Arnalds Eyþór Arnalds »Reykjavíkurborg þarf að móta sér framsækna stefnu í mál- efnum eldri borgara. Höfundur gefur kost á sér í leiðtogaprófkjöri Sjálfstæðis- flokksins í Reykjavík. Reykvíkingar hafa þurft að þola átta ára óstjórn vinstri flokka í málefnum borgarinnar. Þegar litið er yfir sviðið er augljóst að stefna Samfylkingarinnar hef- ur orðið ofan á í flestum málaflokkum en sú stefna þjónar ekki al- menningi í Reykjavík. Tími er kominn til að breyta um stefnu og leiða sjálfstæðisstefnuna til öndvegis á ný við stjórn borgarinnar. Eign fyrir alla Húsnæðisstefna meirihlutans byggist á lóðaskorti og háu húsnæð- isverði. Með því leggja vinstri flokk- arnir stein í götu þeirra sem vilja eignast húsnæði, en vilja þess í stað gera sem flesta að leiguliðum. Ég vil hverfa frá þessari stefnu og gera sem flestum kleift að eignast eigið húsnæði, ekki síst ungu fólki sem vill stofna eigið heimili. Stórauka á framboð lóða á hagstæðu verði í nýjum hverfum og bæta þannig úr ófremdarástandi í húsnæðismálum. Öruggar og greiðar samgöngur Mikil þörf er á samgöngufram- kvæmdum á vegum ríkisins í Reykja- vík. Undir stjórn Dags B. Eggerts- sonar hefur Reykjavíkurborg hafnað slíkum framkvæmdum. Rjúfa þarf þá stöðnun sem ríkir í samgöngumálum höfuðborgarinnar og hefja framkvæmdir sem fyrst, t.d. við mislæg gatnamót til að greiða fyr- ir umferð og auka umferðaröryggi. Vinna þarf að lagningu Sundabraut- ar en vinstri meirihlutinn hefur tor- veldað slíkt með skipulagsákvörð- unum sínum. Betri skólar Samfylkingin hefur farið með stjórn skólamála frá 2010-2018 og má í því sambandi tala um tvö týnd kjör- tímabil í þessum málaflokki. Lestr- arkunnáttu skólabarna fer hrakandi og vanhugsaðar breytingar hafa valdið mikilli ólgu í leikskólum og grunnskólum. Bæta þarf grunnskólamenntun, m.a. með því að notast við skýr og mælanleg markmið. Virkja á for- eldra til góðs í skóla- starfi og upplýsa þá um árangur barna sinna. Leita þarf nýrra leiða til að manna leikskóla borgarinnar og efla dagforeldrakerfið. Ráðdeild í rekstri Meirihluti Samfylk- ingar, Bjartrar fram- tíðar, Pírata og Vinstri grænna hefur engin tök á fjármálum borgarinnar. Þrátt fyrir stórauknar tekjur og hámarksskattheimtu halda skuldir borgarinnar áfram að hækka. Þessari óheillaþróun verður að snúa við með víðtækri hagræðingu. Lækka þarf álögur á Reykvíkinga með lækkun fasteignaskatts og út- svars. Þrífum borgina! Allir sjá að þrifum og umhirðu hef- ur farið aftur undir stjórn vinstri meirihlutans. Stórbæta þarf verklag og eftirfylgni með þrifum, umhirðu og snjómokstri í Reykjavík, ekki síst í eystri hverfunum. Vinna þarf mark- visst gegn veggjakroti. Aukum ábyrgð borgarfulltrúa Ég leggst alfarið gegn því að borg- arfulltrúum verði fjölgað um 53% eða úr 15 í 23 eins og vinstri meirihlutinn hefur beitt sér fyrir. Þess í stað vil ég endurskoða kosningafyrirkomulag, binda kosningu borgarfulltrúa við ákveðin kjörhverfi og sjá til þess að öll hverfi eigi sér málsvara í borg- arstjórn. Þannig verður ábyrgð borg- arfulltrúa aukin og boðleiðir styttar milli þeirra og kjósenda. Eftir Kjartan Magnússon Kjartan Magnússon »Eftir átta ára óstjórn vinstri flokka þarf að leiða sjálfstæðisstefn- una til öndvegis á ný við stjórn borgarinnar Höfundur er borgarfulltrúi og er í framboði í leiðtogaprófkjöri Sjálfstæðisflokksins á laugardag. kjartan@reykjavik.is Rjúfum kyrrstöðuna í Reykjavík Reykjavík hefur allt til að bera til að vera í fremstu röð sem borg- arsamfélag. Ég bjó eitt sinn í borg í Bandaríkj- unum sem hafði upp- lifað mikla hnignun á einu augnabliki og það hnignunarskeið stend- ur enn. Borgin er í 20 mínútna fjarlægð frá nafla heimsins, New York, með alþjóða- flugvöll í túnfætinum. Borgin er Newark. Það sem borgin líður fyrir er for- ystuleysi. Stundum finnst mér mín fæðingarborg líða fyrir forystuleysi, þó ekki eins magnað og Newark. Reykjavík er miðstöð viðskipta og þjónustu á Íslandi. Í borginni eru menningarstofnanir, sem hafa að- dráttarafl fyrir fólk alls staðar að úr heiminum. Í borginni eiga að vera frjó vísinda- og listasetur. Í stað aðlögunar að þeim sem eiga að njóta er gert ráð fyrir að þeir, sem njóta eiga, eigi að aðlagast hug- arheimi borgarfulltrúa. Almennings- samgöngum er stefnt gegn einkabíl, rétt eins og um andstæða hags- muni sé að ræða. Þétt- ingu byggðar er stefnt gegn nauðsynlegum ný- byggingarsvæðum fyrir 25 til 40 þúsund nýja íbúa. Háskólasamfélagi er stefnt gegn einkaflugi með því að semja um svæði Flug- garða til afnota fyrir Háskóla Íslands. Háskólar geta verið á heims- mælikvarða með fluggörðum, sem eru í raun hátæknisetur. Flest smáatriði í rekstri borg- arinnar eru úr lagi gengin, rétt eins og skólp flæðir í sjó á röngum stöðum. Fjármál borgarinnar eru ekki smáat- riði en fjármál borgarinnar stefna í það að verða ósjálfbær vegna skulda- söfnunar. Þegar illa gengur eru embætt- ismenn sendir til svara, en þegar borgarstjóri heldur að vel gangi þá mælir hann, þó án þess að nokkur borgarbúi viti um hvað hann fjallar. Skiljanlegur og árangursríkur borgarstjóri Reykjavík þarf skiljanlegan borg- arstjóra. Ég býð mig fram til forystu í Reykjavík. Verk mín á fjármála- markaði, í kennslu og á Alþingi hafa verið árangursrík. Á þeirri reynslu mun ég byggja. Ég býð mig fram til forystu til að ljúka hnignunarskeiði Reykjavíkur. Eftir Vilhjálm Bjarnason »Ég býð mig fram tilforystu í Reykjavík. Verk mín á fjármála- markaði, í kennslu og á Alþingi hafa verið ár- angursrík. Á þeirri reynslu mun ég byggja. Vilhjálmur Bjarnason Höfundur er lektor. Borg viðskipta og þjónustu, menningar, vísinda og lista
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.