Morgunblaðið - 25.01.2018, Blaðsíða 68

Morgunblaðið - 25.01.2018, Blaðsíða 68
68 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. JANÚAR 2018 Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is „Ég man einungis að bókinni var yf- irleitt vinsamlega tekið og ekki síst þótti mér Ólafur Jónsson hitta nagla á höfuð með því að ítreka hve sagan væri gálaus! Því það þykir mér hún sann- arlega vera, þeg- ar ég skoða hana eftir öll árin; eig- inlega frábrugðin flestu sem eftir mig liggur fyrr og síðar.“ Þannig svarar Þorsteinn frá Hamri þegar spurt er hvers hann minnist um viðtökur lesenda þegar skáldsaga hans, Haust í Skírisskógi, kom út á sínum tíma, haustið 1980. Gagnrýnandinn Ólafur sagði sög- una þá vera gálausa og Þorsteinn, eitt helsta skáld þjóðarinnar ára- tugum saman, segir hana frá- brugðna flestu sem eftir hann ligg- ur. Skáldsagan Haust í Skírisskógi var löngu horfin af markaði, eintök- in frá 1980 sitja í hillum lesenda skáldsins út um landið – sá sem þetta skrifar er einn þeirra sem hrifust af sögunni þegar hún kom út, svo galsafengin og fersk sem hún var, en hún hefur nú verið end- urútgefin í kilju fyrir nýja lesendur, í flokknum „íslensk klassík“ hjá Forlaginu. Kemur hún út í tilefni af áttræðisafmæli skáldsins í mars næstkomandi og sextíu ára höfund- arafmæli. Haust í Skírisskógi var þriðja skáldsaga Þorsteins – Himinbjarg- arsaga eða Skógardraumur kom út árið 1969 og Möttull konungur eða Caterpillar árið 1978 – og er fjörug og óvenjuleg ævintýrasaga ofin úr litríkum þráðum í sögu og samtíð, með vísunum í sögurnar af Hróa hetti og köppum hans. Hermann Stefánsson rithöfundur ritar áhuga- verðan formála að nýju útgáfunni og segir víða komið við í sögunni. Hún sé „kenjótt og ófeimin við út- úrdúra, kímni eða beinlínis ærsli, búrleskan galsa. En hún er jafn ófeimin við alvöruþunga, einlægni og hlýju, hún er hiklaus með vís- anir, flækjur, tímavillur, heimspeki- legar vangaveltur, sjálfsvísanir. Hún blandar saman reykvískum nú- tíma og alþjóðlegri goðsögn, sam- tímalegri veruleikalíkingu og hinn römmustu þjóðsagnalegri forn- eskju. Hún virðist vaða úr einu í annað, fara úr sögu innan í sögu innan enn annarrar sögu,“ skrifar Hermann um skáldsögu Þorsteins sem annars fjallar að ytra borði um „fáeina auðnulitla menn sem ráfa um götur Reykjavíkurborgar og í kringum búð eða sjoppu sem nefn- ist Eikin.“ Það var margt í gangi Þegar Haust í Skírisskógi kom fyrst út sagði Þorsteinn í samtali við Braga Óskarsson um verkið hér í Morgunblaðinu á aðventunni 1980: „Þarna ægir mörgu saman. Þetta er nokkurs konar kjötsúpa soðin af sagnaminnum, endurminninga- brotum og ýmsu því sem á hugann leitar.“ Hvaða augum lítur hann þessa „kjötsúpu“ nú, 38 árum síðar? „Ég lít hana nokkuð áþekkum augum og þá,“ svarar Þorsteinn. „Ýmisleg tíðareinkenni frá þeim ár- um koma óhjákvæmilega fram í hugann. Það var margt í gangi, orðaleppar og klisjur sem hneigðust til að renna saman í einn vef eða samfellu, svona úr fari manna og skrafi, ekki síst ungra manna. Meg- inþráðurinn í þessari bók snýst um einhverskonar leit, og að því leyti kemur hún heim og saman við skáldskap minn fyrr og síðar; auk þess hve allir virðast vera einir í raun réttri með sig og sitt.“ Og hann færir íslenskan veru- leika þess tíma á sinn hátt inn í snið ævintýris, með ákveðinni vísun í bresku sagnirnar kunnu um Hróa hött og kappa hans – Hrói stígur inn í íslenska veruleikann. Hver var hugmyndin með þeim samruna á þeim tíma? „Hugmyndin með þeim samruna er mér gersamlega úr minni liðin, en sagan hneigðist fljótlega til þeirrar áttar,“ svarar Þorsteinn. Eins og lesendur hans vita hefur Þorsteinn gert talsvert af því að rita og skoða sagnaþætti. Þegar spurt er hvort sagnaþættirnir íslensku hafi verið langt undan þegar hann vann að ritun þessara skáldsagna, á sínum tíma, svarar hann að afskipti sín af íslensku sagnaefni eiga þarna varla mikið skylt. „En að vísu glittir í þess konar efni innan um og sam- an við. Ég seilist þarna í ýmsa enda af þeim toga þar sem ég sá mér færi,“ bætir hann við. Að lokum var Þorsteinn spurður, nú í aðdraganda endurútgáfu Hausts í Skírisskógi, hvort sagna- skrif hans á þessum tíma, seint á áttunda áratugnum, hafi verið ein- hverskonar hvíld frá ljóðinu sem hefur, þrátt fyrir önnur skrif, verið hann helst form? „Ég myndi ekki kalla þau hvíld frá ljóðinu,“ svarar hann, „en hitt er ljóst að ljóðagerð lá að miklu leyti niðri hjá mér meðan á þessum sagnaskrifum stóð.“ Griðastaður í málinu Skömmu eftir að Haust í Skíris- skógi kom út hlaut hún Menning- arverðlaun Dagblaðsins, árið 1981. Ólafur Jónsson, gagnrýnandi blaðs- ins, tilkynnti valið á verðlaunahaf- anum og hafði þá á orði, eins og Þorsteini líkaði vel, að sagan væri „gálaus“. ,„Ég ætla ekki að hafa mörg orð um niðurstöðu nefndarinnar,“ sagði Ólafur um valið á skáldsögu Þor- steins og er vitnað til orða hans í Dagblaðinu 26. febrúar 1981. „Eig- inlega líður mér í þessum sporum dálítið eins og hreinsunardeildinni í sögu Þorsteins,“ sagði hann og vitn- aði í söguna: „Hurð,“ sagði deildin, „taka hurð.“ „Stromp,“ sagði deildin, „taka stromp.“ Fundu þeir þá fiðlu sem heilsaði þeim með glöðu stefi. Um þá fiðlu fjallar sagan. „Þessi saga,“ sagði Ólafur enn- fremur, „fjallar um orð, orð sem eru hús, hús sem eru leyndarmál, líf sem málið geymir og er leyndarmál þess. Málið sjálft er ódáinsakur sög- unnar inni á miðri Hellisheiði, þar sem sofa 12 lóur með strá í munni, en Óðinn bóndi ekur í bæinn á nýj- um Volvó, þangað sem leikið er með orð í skytningi. Þessi saga á öll heima í sjálfri sér, í sínu túni. En fyrr en varir finnur lesandi, að hann á einnig heima í þessu túni, að orðin eiga rætur í hans eigin vitund, að málheimur sögunnar, með sínum gálausu ímyndunum, furðum og kenjum, er einnig hans heimur. Fyrir þennan heim, hugarsmíð úr veruleika orðanna og tungunnar, þennan griðastað í málinu, langar okkur að þakka Þorsteini frá Hamri,“ sagði Ólafur Jónsson þegar tilkynnt var um verðlaunin. Ýmislegt ljóðkynjað í þeim Í fyrrnefndu viðtali sem birtist við Þorstein um bókina hér í blaðinu á aðventunni 1980, velti hann fyrir sér þeim orðum ein- hverra lesenda hennar að þetta væri „and-skáldsaga“. „Það að getur meira en verið að svo sé, þeir láta það alltaf eitthvað heita. Ég hef stundað áþekkan byggingarmáta í þeim þrem skáld- sögum sem ég hef sett saman – ég hef gaman af þessu. Ég er dálítið haldinn þeirri grillu að leyfa ímyndunaraflinu að vinna úr því sem við ber í huganum. Það er kannski ævintýramennska. Ég hef gaman af að leika mér að tím- anum. Menn hafa stundum á orði að forn minni séu áberandi hjá mér. Maðurinn er nú einu sinni niður- staða af fortíð, – haldinn af fortíð og samansaumaður af fortíð í hugsun, venjum og viðhorfum. Þessu komast menn ekki hjá, hversu gjarnan sem þeir vilja afneita því. Það er ekkert dularfullt við það. – Ég hef alltaf gert mér ljóst að þessar bækur mínar myndu ekki streyma við- stöðulaust til lesenda, en hef aldrei haft þungar áhyggjur af því. Margir sem fjallað hafa um þess- ar ritsmíðar mínar hafa á orði að þær eigi fremur skylt við ljóð en skáldsögur. Það má vel vera. Það er ýmislegt ljóðkynjað í þeim. En með þessum hætti finnst mér að ég hafi meira svigrúm en í ljóðinu til að koma fram ýmsum hrekkjum, leika mér og láta hitt og þetta vaða,“ sagði Þorsteinn frá Hamri árið 1980. „Ég seilist þarna í ýmsa enda“  Haust í Skírisskógi, skáldsaga eftir Þorstein frá Hamri sem fyrst kom út árið 1980, hefur verið endurútgefin í tilefni af áttræðisafmæli skáldsins og sextíu ára höfundarafmæli Morgunblaðið/Einar Falur Skáldið „Meginþráðurinn í þessari bók snýst um einhverskonar leit, og að því leyti kemur hún heim og saman við skáldskap minn fyrr og síðar,“ segir Þorsteinn frá Hamri um Haust í Skírisskógi sem hefur verið endurútgefin. Bandaríski rit- höfundurinn Ur- sula K. Le Guin er látin, 88 ára gömul. Le Guin var einn þekkt- asti og virtasti höfundur vís- indaskáldsagna síðustu hálfa öld- ina og dáð langt út fyrir raðir þeirra sem einkum lesa vísinda- skáldskap, sem framúrskarandi og áhrifamikill fagurfræðilegur höf- undur. Le Guin var þekktust fyrir „Earthsea“-sagnaröðina sem byrj- aði að koma á prent seint á sjöunda áratug síðustu aldar en þar berst galdranemi gegn illum öflum, ára- tugum áður en Harry Potter gerði slíkt hið sama. Hún skrifaði yfir 20 skáldsögur, á annan tug ljóðabóka, meira en 100 smásögur, 13 barna- bækur og þýddi auk þess verk úr öðrum málum. Bækur hennar hafa verið þýddar á um 40 tungumál og selst í milljónum eintaka. Ein hefur komið út á íslensku, Galdramað- urinn, árið 1977. Fantasíuhöfundurinn Le Guin látin Ursula K. Le Guin Litur augnabliksins Gyðjugrænn NÝR LITUR Opið: 8-18 virka daga og 10-14 laugardaga • Sími 588 8000 • slippfelagid.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.