Morgunblaðið - 25.01.2018, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 25.01.2018, Blaðsíða 62
62 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. JANÚAR 2018 Það verður afmælistjútt um helgina, alvöru fylliríspartí,“ segirSnæbjörn Ragnarsson, bassaleikari og textahöfundur þunga-rokkssveitarinnar Skálmaldar, en hann fagnar 40 ára afmæli sínu í dag. „Ég hugsaði aðeins um hvort ég ætti að halda upp á afmælið og fyrst ég ákvað að halda upp á það þá ákvað ég að fara alla leið. Ég ætla síðan að gista á hóteli og set börnin í hendurnar á einhverjum öðr- um.“ Þau eru Anna tveggja ára og Björgvin fjögurra mánaða, og sam- býliskona og barnsmóðir Snæbjarnar er Agnes Grímsdóttir, förðunar- og snyrtifræðingur. Skálmöld hefur lengi verið vinsæl hér á landi og nú fer aðdáendahóp- urinn stöðugt stækkandi utan landsteinanna. „Þetta bara vex og dafnar hjá okkur, þess vegna er þetta svona gaman. Við erum samt ekki orðnir hrokafullir, dópfullir og moldríkir þungarokkarar, en vonandi kemur að því fyrir utan dópið og hrokann. Við förum í stutta ferð til Slóveníu um mánaðamótin og höldum tónleika þar, síðan skreppum við aftur í vor og svo förum við í mánaðartúr um Skandinavíu, England og Eystra- salt í apríl/maí. Við spilum á mörgum hátíðum í sumar og svo er stefnt á nýja plötu á árinu.“ Þrátt fyrir auknar vinsældir verða textarnir áfram á íslensku. „Það mun aldrei breytast og það vinnur frekar með okkur að syngja á íslensku. Það eru milljónir af hljómsveitum sem syngja á ensku en ekki svo margar sem syngja á íslensku.“ Yrkisefnin eru alltaf þau sömu. „Goðafræðin, víkingar og sverð. Það er nærtækt að syngja um sverð þegar maður er í þungarokkinu.“ Dagsdaglega vinnur Snæbjörn á auglýsingastofunni Pipar/TBWA. „Þegar maður er rokkari á Íslandi þá þarf að maður að vera í 9 til 5 vinnu. Ég vinn sem texta- og hugmyndasmiður og samfélagsgúrú. Einn kollegi minn kallaði þetta sniðugmenni.“ Ný plata með Skálmöld á árinu Snæbjörn Ragnarsson er fertugur í dag Fjölskyldan Snæbjörn og Agnes ásamt Önnu og Björgvini. B aldur fæddist á Selfossi 25.1. 1968 en ólst upp á bænum Ægissíðu á bökkum Ytri-Rangár í Rangárvallasýslu. Baldur var í Grunnskólanum á Hellu, lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum að Laugarvatni 1988, BA-prófi í stjórnmálafræði frá HÍ 1991, MA-prófi í samanburð- arstjórnmálum, stjórnmálum Vest- ur-Evrópu, 1994 og doktorsprófi í stjórnmálafræði 1999, frá Háskól- anum í Essex í Englandi. Baldur var stundakennari í stjórnmálafræði við HÍ 1995-2000, lektor þar frá 2000, dósent frá 2002 og hefur verið prófessor í stjórn- málafræði frá 2006. Baldur hefur sérhæft sig í rann- sóknum og kennslu um smáríki í Evrópu, svo sem Norðurlöndin, samvinnu ríkja Evrópu, Evrópu- sambandið og utanríkisstefnu Ís- lands. Baldur var skorarformaður Stjórnmálafræðideildar 2000-2002 og er deildarforseti frá 2014. Hann endurreisti Alþjóðamálstofnun Há- skóla Íslands og stofnaði Rann- Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði við HÍ – 50 ára Fjölskyldan Baldur og Felix, ásamt börnum sínum og tengdabörnum fyrir framan húsið sitt við Starhagann. Hefur sérhæft sig í smáríkjum Evrópu Á brúsapallinum Baldur, fimn ára, ásamt æskuvini sínum, Ólafi Einarssyni, sem nú býr á Ægissíðu og starfrækir verktakafyrirtækið Þjótanda. Reykjavík María Björk Hjaltalín fæddist 19. janúar 2017 kl. 9.43. Hún vó 3.750 g og var 49 cm löng. Foreldrar hennar eru Jóhanna María Ríkharðsdóttir og Guðmundur Helgi Hjaltalín. Nýr borgari Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinnimbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Sími 555 3100 www.donna.is Ný vefverslun: www.donna.is Erum nú á Facebook: donna ehf Skjót fyrstahjálp, hjartahnoð og hjartastuðtæki björguðu lífi mínu Ég lifði af
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.