Morgunblaðið - 25.01.2018, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 25.01.2018, Blaðsíða 38
38 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. JANÚAR 2018 Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Frambjóðendunum tveimur í síðari umferð forsetakosninga í Tékklandi á morgun og laugardag er lýst sem algerum pólitískum and- stæðum. Milos Zeman forseti, sem sækist eftir endurkjöri, er hlynntur nánara samstarfi við stjórnvöld í Rússlandi og hefur lagt til að gengið verði til þjóðaratkvæðis um hvort Tékkland eigi að segja sig úr Evrópusamband- inu og Atlantshafsbandalaginu. Keppinautur hans, Jiri Drahos, er frjálslyndur miðjumaður og hefur hvatt til þess að Tékkar „láti meira til sín taka í Evrópusambandinu“ og er hlynntur því að landið taki upp evruna. Frambjóðendurnir eiga þó að minnsta kosti eitt sameiginlegt: þeir eru báðir andvígir flóttamannakvótum Evrópusambandsins, þ.e. tilraun þess til að skikka aðildarríki til að taka á móti ákveðnum fjölda flóttamanna. Afstaða þeirra í málinu endurspeglar mikla andstöðu almennings í Tékklandi við flóttamannakvót- ana og móttöku hælisleitenda frá múslíma- löndum. Nýleg könnun bendir til þess að rúm 80% Tékka séu andvíg því að múslímar fái hæli í landinu, að sögn fréttaveitunnar AFP. Kveðst andvígur „innrás“ múslíma Málefni flóttamanna hafa verið í brennidepli í kosningabaráttunni þótt landið hafi aðeins tekið á móti tólf flóttamönnum. Zeman hefur ekki farið leynt með andúð sína á múslímum og lýsti flóttamannastraumnum til Evrópu árið 2015 sem „sem skipulagðri innrás“ múslíma í álfuna. „Ef menn vilja stöðva þá þurfa þeir að gera það strax í byrjun, annars verður aldrei hægt að stöðva þá,“ sagði Zeman í sjónvarps- kappræðum forsetaefnanna á mánudag. Forsetinn hefur sagt að ekki komi til greina að taka við flóttafólki því að það geti orðið til þess að Tékkland verði „gróðrarstía hryðju- verkamanna“ sem geri árásir í Evrópu. „Stöðvum innflytjendur og Drahos. Þetta er landið okkar. Kjósum Zeman!“ stendur á aug- lýsingaskiltum forsetans víða um landið. „Þetta er uppgjör á milli tveggja gerólíkra frambjóðenda sem eru fulltrúar tveggja hluta af klofnu þjóðfélagi,“ hefur AFP eftir tékk- neska stjórnmálaskýrandanum Tomas Lebeda, stjórnmálafræðingi við Palacky- háskóla. „Milos Zeman höfðar til lágtekjuhópa með litla menntun, sem búa oft utan borganna og yfirleitt á svæðum þar sem efnahagurinn er bágbornastur, og hefur auðvitað lagað kosn- ingabaráttu sína að því.“ Drahos hefur gagnrýnt málflutning Zemans og kveðst hafna „ótta, sefasýki og þröngsýni lýðskrumara og öfgamanna“. Hann hefur sagt að Tékkland geti tekið við flóttafólki þótt hann sé andvígur flóttamannakvótum ESB. „Við þurfum að geta ákveðið hverjir fá hæli í Tékk- landi og enginn getur gefið okkur fyrirmæli um hverjum við tökum á móti.“ Andstaða frambjóðendanna við flótta- mannakvótana endurspeglar afstöðu almenn- ings í Tékklandi og fleiri fyrrverandi komm- únistaríkjum í Mið- og Austur-Evrópu. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hef- ur höfðað dómsmál gegn Tékklandi, Ungverja- landi og Póllandi fyrir að virða ekki kvótana og löndin gætu þurft að greiða háa sekt. Skoðanakannanir benda til þess að mikill meirihluti Tékka sé hlynntur aðild að Evrópu- sambandinu en þorri þeirra sé andvígur því að landið taki upp evruna. Flestir Tékkar eru einnig á móti flóttamannakvótunum og fleiri ákvörðunum ESB sem þeir líta á sem atlögu að fullveldisréttindum þeirra. Innrásin í Tékkóslóvakíu gleymd? Drahos er 68 ára eðlisefnafræðingur og fyrrverandi forseti Vísindaakademíu Tékk- lands. Zeman er 73 ára fyrrverandi kommún- isti, var kjörinn formaður Tékkneska Sósíal- demókrataflokksins árið 1993 og gegndi embætti forsætisráðherra á árunum 1998 til 2002. Hann var kjörinn forseti Tékklands í janúar 2013. Drahos vill náið samstarf við Vesturlönd en Zeman hefur lýst sér sem bandamanni Vla- dimírs Pútíns, forseta Rússlands. Hann sagði á fundi með Pútín í nóvember að tengslin við Rússa væru „tíu sinnum“ mikilvægari fyrir Tékka en tengslin við Frakkland og fleiri grannríki í vestri. Hann talaði rússnesku við Pútín á fundi með blaðamönnum og skammaði þá fyrir að tala ekki málið. Zeman hefur lagt til þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild Tékklands að ESB og Atlantshafs- bandalaginu og sagði í viðtali nýlega að breyta ætti NATO í hernaðarbandalag Bandaríkj- anna og Rússlands til að berjast gegn hryðju- verkastarfsemi í heiminum. Eindreginn stuðningur Zemans við Rússa er mjög athyglisverður í ljósi þess að honum var vikið úr Kommúnistaflokki Tékklands árið 1970 fyrir að gagnrýna innrás Sovétríkjanna og fleiri Varsjárbandalagsríkja í Tékkóslóv- akíu í ágúst 1968. Margir Tékkar undrast dað- ur Zemans við Rússa en það virðist ekki hafa dregið úr stuðningnum við hann. „Þetta er ótrúlegt. Það er eins og við höfum gleymt inn- rásinni í Tékkóslóvakíu,“ hefur The Wall Street Journal eftir kjósanda í Prag. Nýjustu skoðanakannanir benda til þess að lítill munur sé á fylgi frambjóðendanna tveggja. 45,5% sögðust styðja Zeman og 45% Drahos, en hinir höfðu ekki gert upp hug sinn. Pólitískar andstæður takast á  Tvísýnar forsetakosningar í Tékklandi  Forsetinn vill nánara samstarf við Rússa og þjóðarat- kvæði um aðildina að ESB og NATO  Báðir frambjóðendurnir á móti flóttamannakvótum ESB AFP Keppinautar Jiri Drahos (t.v.) og Milos Zem- an takast í hendur fyrir sjónvarpskappræður. Meira en 70.000 manns hafa flúið heimkynni sín vegna eldsumbrota í Mayon-fjalli á Filippseyjum. Eldfjalla- fræðingar hafa varað við því að hættulegt eldgos geti hafist í fjallinu á næstu dögum og fólki hefur verið bannað að fara inn á hættusvæði sem nær níu kíló- metra frá gígnum. Margir íbúar utan bannsvæðisins hafa flúið heimili sín vegna öskufalls síðustu þrjá daga, um tveimur vikum eftir að eldsumbrotin hófust. „Þau voru ekki á hættusvæðinu en eru hrædd,“ sagði Cedric Daep, yfirmaður almannavarnaskrifstofu Albay- héraðs. Hann sagði að um 360.000 manns byggju á svæðum þar sem aska hefði fallið. Gosið hefur laðað ferðafólk frá Norður-Ameríku, Evrópu og Suður-Kóreu að hótelum í grennd við eld- fjallið. Gestirnir fylgjast með eldsumbrotunum frá her- bergjum sínum eða veitingastöðum hótelanna. Mayon er virkast af 22 eldfjöllum Filippseyja. Það hefur gosið oftar en 50 sinnum á síðustu fjórum öldum. AFP Varað við hættulegu eldgosi Hjálparsamtökin Save the Children, Barnaheill, sögðust í gær hafa stöðv- að starfsemi sína í Afganistan tíma- bundið eftir að árás var gerð á eina af skrifstofum þeirra í landinu. Fregnir hermdu að minnst þrír hefðu látið lífið í árásinni, tveir verð- ir og einn óbreyttur borgari. 27 særðust og allt að 50 manns var bjargað úr kjallara byggingarinnar þar sem fólkið hafði falið sig fyrir árásarmönnunum. Ríki íslams, samtök íslamista, lýsti árásinni á hendur sér. Árásarmenn- irnir voru vopnaðir byssum og sprengjum. Þeir sprengdu bíl fyrir utan skrifstofu samtakanna í borg- inni Jalalabad og köstuðu hand- sprengjum á innganginn áður en þeir réðust inn í bygginguna. Hjálparstarfsmenn í hættu Samtökin Save the Children voru stofnuð í Bretlandi árið 1919 og hafa starfað í Afganistan frá árinu 1976. Þau hafa hjálpað meira en 700.000 afgönskum börnum og starfa núna í 16 af 34 héruðum landsins. Í yfirlýs- ingu frá samtökunum í gær sagði að þau væru staðráðin í að hefja hjálparstarfið að nýju í landinu eins fljótt og mögulegt væri. Hjálparsamtök hafa haldið áfram starfi sínu í Afganistan þrátt fyrir mjög erfiðar aðstæður og árásir sem gerðar hafa verið á starfsmenn þeirra. Rauði krossinn skýrði frá því í október að hann hefði ákveðið að draga úr starfsemi sinni í landinu eftir að sjö starfsmenn hans biðu bana í árásum á síðasta ári. Liðsmenn Ríkis íslams hafa hert árásir sínar á afganskar borgir á síð- ustu mánuðum, m.a. ráðist á moskur og her- og lögreglumenn. Blóðug árás á Barnaheill  Vígasamtökin Ríki íslams lýstu ódæðinu á hendur sér Bíldshöfða 16, 110 Reykjavík 414 84 00 www.martex.is Góð þjónusta byrjar með flottu útliti. Fatnaður fyrir fagfólk
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.