Morgunblaðið - 25.01.2018, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 25.01.2018, Blaðsíða 56
56 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. JANÚAR 2018 ✝ Hörður Al-bertsson fædd- ist í Reykjavík 11. janúar 1953. Hann lést 12. janúar 2018 á krabbameins- lækningadeild 11E, Landspítala. Foreldrar hans voru Albert Sig- urðsson, verkamað- ur og síðar bílstjóri í Reykjavík, f. 20. mars 1919, d. 26. október 1985, og Guðríður Benediktsdóttir, saumakona frá Vatnsdal, Húna- vatnssýslu, f. 24. júní 1915, d. 20. september 1978. Hörður kvæntist Helgu Krist- jönu Austmann Jóhannsdóttur, f. 18. apríl 1952. Börn þeirra eru: 1) Jóhann Albert, f. 31. júlí 1974, kvæntur Jóhönnu Kristínu Steinsdóttur, f. 1. janúar 1978, börn þeirra eru: Fannar Smári, Arnar Bjarki, Lilja Karen, Hlyn- ur Ingi, Salvar Pálmi, Hörður Reynir og Helgi Reynir. 2) Edda Hrund Austmann, f. 8. febrúar 1979, gift Gunnari Inga Jó- hannssyni, f. 24. janúar 1979, börn þeirra eru: Karel Berg- mann, Líf Austmann, Saga Aust- mann, Vaka Austmann og Hrói Austmann. 3) Þórhalla Aust- Inga Clariot, gift Jose Ramon Clariot, Hrefna Albertsdóttir, gift Helga Ámundasyni, Arndís Albertsdóttir, gift Úlfari Sam- úelssyni, Svanhvít Albertsdóttir og Kolbrún Albertsdóttir sem er gift Birni Guðbjörnssyni. Hörður var snemma vinnu- samur og ungur vann hann fyrir sér sem sendill á hjóli. Hann var einnig góður námsmaður. Snemma hafði hann sýn á frek- ari menntun og kom til álita að hann færi í fiskifræði en úr því varð þó ekki. Til að undirbúa frekara nám eftir grunnskóla gekk hann í Lindargötuskóla, þaðan sem hann útskrifaðist ár- ið 1971. Með námi vann hann m.a. fyrir sér á ryðvarnarverk- stæði og til þess að afla sér starfsreynslu inn á námslínu sem hann hafði valið sér, vann hann hjá iðnmeisturum í mál- araiðn og múrverki. Hann hóf svo nám í Tækniskóla Íslands og lauk fyrst námi í undirbúnings og raungreinadeild og fór þaðan í byggingartæknifræðinám og útskrifaðist árið 1982. Eftir nám starfaði Hörður í skamman tíma á verkfræðistofu en að eigin sögn var það tilviljun að hann fór út í þakpappalagnir, sem hann starfaði svo við til æviloka. Útför Harðar fer fram frá Bú- staðakirkju í dag, 25. janúar 2018, og hefst athöfnin klukkan 13. mann, f. 1. júní 1982, gift Birni Ólafi Ingvarssyni, f. 24. júlí 1969, börn þeirra eru: Högni Snær, Ingvar Leó, Ylfa Margrét og Lea Oktavía. Helga átti fyrir dóttur, Berglindi Ólafs- dóttur, f. 29. júní 1968, sem Hörður gekk í föðurstað. Berglind er gift Svavari Egils- syni, f. 19. maí 1949, börn þeirra eru: Helga Dís, gift Shaun Willi- amson, sonur þeirra Matthew Davíð, Sigurbjörg Halla, dóttir hennar Eva Rós og Jóhann Eg- ill. Hörður og Helga skildu. Hörður kvæntist Sigríði Thorstensen (Diddu). Þau eign- uðust engin börn en fyrir átti Sigríður tvö börn, Daða Hjörvar og Unni Eddu Hjörvar. Börn Unnar eru: Viktor Sindri og Re- becca Victoria. Hörður og Didda skildu. Hörður kvæntist eftirlifandi maka sínum Ilona Iosifovna Karlashchuk. Börn þeirra eru: Ilanita Jósefína, f. 12. nóvember 2000, og Milagros Ísold, f. 19. janúar 2008. Systur Harðar eru Sigrún Elsku hjartans ástin mín, eig- inmaður minn og besti vinur. Þú hefur kvatt mig og dætur okkar og ég trúi því ekki ennþá að þú sért farinn frá okkur. Hjarta mitt er fullt af sorg og ást til þín og tómarúmið algjört. Við fengum alltof stuttan tíma saman en tím- inn sem við fengum er dýrmæt- astur allra og allar þær minning- ar sem við eigum saman eru algjörlega ómetanlegar, elsku fallega ástin mín að eilífu. Ástin sem á milli okkar var og verður er engu öðru lík, við vorum sem eitt, og gullmolarnir dætur okkar sem við eigum saman. Þær sakna þín svo mikið og það verður erfitt fyrir okkur, stelpurnar þínar, að lifa án þín, ástin mín. Þú varst okkur allt og miklu meira en það. Ég mun passa dætur okkar og reyna að hjálpa þeim í sorgarferl- inu. En hér heima er allt svo tóm- legt, allt er á sínum stað, fötin þín, dótið, allar myndir upp á veggjum, en það eina sem vantar ert þú, ástin mín. Guð mun leiða mig í gegnum erfiðleika lífsins og gefa mér styrk til að halda áfram. Það var alltaf ósk mín og barnanna að þú myndir ná heilsu. Við báðum Guð að vaka yfir þér í veikindunum og treystum því alltaf að þér myndi batna. Þú vildir ekki að ég kæmi mikið upp á spítala til að heim- sækja þig vegna þess að þú vildir ekki að við stelpurnar sæjum hversu alvarlega veikur þú varst. Þú sagðir alltaf, ég jafna mig og verð kominn heim á morgun, en svo liðu dagarnir og þú veiktist alltaf meir og meir. Ég var líka að reyna eins og þú vildir að vernda börnin okkar frá því að horfa upp á þig líða svona illa. Þú vildir að við myndum eiga minninguna um þig þegar allt gekk vel, þannig að minningin okkar yrði sem björtust og falleg- ust. Ég græt í hjartanu mínu af ást til þín. Guð geymi þig að eilífu, engillinn minn. Ég elska þig. Þín eiginkona og ást í lífinu Ilona. Sofðu, unga ástin mín, úti regnið grætur. Mamma geymir gullin þín, gamla leggi og völuskrín. Við skulum ekki vaka um dimmar nætur. Það er margt sem myrkrið veit, – minn er hugur þungur. Oft ég svarta sandinn leit svíða grænan engireit. Í jöklinum hljóða dauðadjúpar sprungur. Sofðu lengi, sofðu rótt, seint mun bezt að vakna. Mæðan kenna mun þér fljótt, meðan hallar degi skjótt, að mennirnir elska, missa, gráta og sakna. (Jóhann Sigurjónsson) Elsku besti pabbi minn. Það er svo sárt að kveðja þig, elsku pabbi minn. Ég er bara 8 ára gömul og búin að missa pabba minn sem ég elska svo mikið. Þessi tími síðan þú veiktist er bú- in að vera mjög erfiður og ég er búin að gráta mikið og kalla á þig, elsku pabbi. Mig hefur oft vantað pabba til að kúra hjá. Þú söngst fyrir mig Sofðu unga ástin mín fyrir svefninn, last fyrir mig bæk- ur og sagðir mér sögur. Í hvert skipti sem þú komst heim af spít- alanum þá reyndum við að gera eitthvað skemmtilegt eins og að spila saman, hlæja og gera grín. Þú vildir ekki að við hefðum áhyggjur af þér og þú tókst það nærri þér þegar þú vissir hvernig okkur leið í sorginni. Við óttuð- umst alltaf að þú myndir deyja og við sæjum þig aldrei aftur, elsku pabbi. Þú hefur alltaf verið svo góður við mig og leikið við mig og verið heimsins besti pabbi. Mér finnst svo gaman þegar við höfð- um kósíkvöld saman, fjölskyldan, og gerðum skemmtilega hluti saman. Við fórum oft til útlanda og mér fannst mjög gaman að leika á ströndinni og fara í skemmti- garða, á hótelinu var líka stór sundlaug sem var mjög skemmti- legt að fara í. Ég var litla prins- essan þín og verð það alltaf, pabbi minn. Ég bið Guð að passa þig, elsku besti pabbi minn, og engla Guðs að passa mig, elsku mömmu mína og systur mína, Il- anítu. Það verður erfitt að sjá þig ekki og hafa þig ekki hjá sér en þú verður alltaf í hjarta mínu, pabbi minn. Bið líka Guð að gefa systkinum mínum, ættingjum og vinum styrk í sorginni. Ég elska þig út í geim og til baka, þín litla pabba- prinsessa, Milagros. Ó, pabbi minn, hve undursamleg ást þín var. Ó, pabbi minn, þú ávallt tókst mitt svar. Aldrei var neinn, svo ástúðlegur eins og þú. Ó, pabbi minn, þú ætíð skildir allt. Liðin er tíð, er leiddir þú mig lítið barn. Brosandi blítt, þú breyttir sorg í gleði. Ó, pabbi minn, ég dáði þína léttu lund. Leikandi kátt, þú lékst þér á þinn hátt. Ó, pabbi minn, hve undursamleg ást þín var. Æskunnar ómar ylja mér í dag. (Þorsteinn Sveinsson) Elsku pabbi minn. Það er svo rosalega sárt að þurfa að kveðja þig og lífið er svo erfitt án þín. Þú varst pabbi minn og alltaf svo góður og reyndist mér vel, það verður erfitt að hugsa sér lífið án þín en þú ert alltaf í hjartanu mínu um alla eilífð. Veikindin þín hafa verið svo erfið fyrir þig og líka fyrir okkur öll. Biðin eftir því að fá úr rannsóknum og allar von- irnar um að þér myndi batna og við gætum aftur orðið öll saman heima, fjölskyldan. Pabbi minn, það var mjög erf- itt að koma upp á spítala til þín og horfa upp á þig svona mikið veik- an og í hvert skipti sem ég kom til þín þá brotnaði ég saman á leið- inni heim því sáraukinn er svo mikill. Ég bað alltaf Guð í bænum mínum að passa þig og gefa þér styrk svo þér liði vel og þú vissir það. Þakka þér fyrir að standa allt- af með mér og hafa trú á mér í námi. Þegar mér sjálfri fannst stundum námið erfitt þá hvattir þú mig áfram og lést mig vita að ég gæti þetta sko alveg. Þú varst líka svo spenntur yfir því að senda mig til Spánar og að ég fengi tækifæri til að kynnast krökkum allstaðar úr heiminum og læra spænsku. Þakka þér fyrir það því það er þér að þakka að ég tala mörg tungumál og ég veit það mun nýt- ast mér í lífinu. Það var líka svo mikil gleði að fá loksins bílprófið og þú varst svo spenntur fyrir mína hönd og talaðir oft um hvað það væri nú gott að vera loksins kominn með einkabílstjóra sem gæti keyrt þig um bæinn. Það hefði sko verið gaman að geta farið oftar út að keyra með þér, elsku pabbi minn, en nú set ég uppáhaldslögin þín í diskinn í bílnum og hugsa til þín þegar ég fer á rúntinn. Guð blessi þig, elsku besti pabbi minn. Ég mun passa mömmu og litlu systur og saman munum við fara í gegnum sorgina. Ég elska þig að eilífu, elsku pabbi minn. Ég bið Guð að gefa elsku bestu mömmu minni og systkinum mín- um, ættingjum mínum og vinum styrk á þessari miklu sorgar- stundu. Ástarkveðja, þín dóttir að eilífu, Ilanita. Elsku pabbi. Nú ertu farinn og allt er eitt- hvað svo tómlegt. Veikindin voru þér erfið undir lokin og líkaminn búin að gefast upp þó að þú hafir átt svo mikla orku eftir. Takk fyrir allar góðu minning- arnar sem þú skildir eftir. Við áttum góðar stundir saman þó þær hafi verið færri undanfarin ár en áður, þá er margs að minn- ast. Pabbahelgar voru alltaf pakk- aðar af fjöri, skíðaferðum, sund- ferðum, veiðiferðum, hundaböll- um og Húsasmiðjuferðum sem mér fannst einstaklega spenn- andi. Síðast uppi á spítala sungum við saman skíðalagið okkar og ég lofaði þér að það yrði sungið há- stöfum í skíðalyftunum í skíða- ferðinni sem við fjölskyldan erum að fara í til Kanada. Textinn við lagið okkar fylgir hér með og ég tek þig með í huganum. Ó Jósep, Jósep, bágt á ég að bíða og bráðum hvarma mína fylla tár, því fyrr en varir æskuárin líða og ellin kemur með sín gráu hár. Ég spyr þig, Jósep, hvar er karlmanns- lundin og kjarkur sá sem prýðir hraustan mann? Hvenær má ég klerkinn panta? - Kjarkinn má ei vanta. Jósep, Jósep, nefndu daginn þann. (Skafti Sigþórsson) Dúkkuhúsið sem þú smíðaðir fyrir okkur systurnar stendur alltaf uppúr og minningarnar af því þegar við fengum að gista í húsinu með Birtu og bílasímann til að passa okkur. Þú varst alltaf með stór plön, núna síðast var draumurinn um seglskútuna og HM í Rússlandi sem þú stefndir að og ég er viss um að ef þú hefðir fengið lengri tíma hefði hann orðið að raun- veruleika eins og svo margt sem þú hefur gert í gegnum tíðina. Heimilin sem þú gerðir þér bera merki þess hve miklum dug þú bjóst yfir, þú komst hlutunum í verk og varst svo einstaklega vandvirkur. Þegar ég hugsa til þín kemur ýmislegt í hugann, þar á meðal: innkaupapokar í fánabroti, klór- uð handklæði í þríbroti, fagmann- legar skutlur, heimagerðir að- ventukransar, gulrótarkremið, að missa einn grand út í cappucc- ino-ið, flísin sem sneri öfugt á Kambsveginum, fjarstýringin, plönturnar allar sem þú fluttir inn, tjörulyktin og svo margt fleira. Mig langar að láta fylgja með eitt lítið lag sem fær mig alltaf til að hugsa til þín, það var jú ekki sjaldan sem eitthvað fór úrskeið- is því pabbi þurfti að hitta menn- ina. Ekki fara að gráta vinur minn. Ekki fara að gráta litla skinn. Þó pabbi þurfi að vinna, þá getur þú sofið rótt. Ekki fara að vola vina mín. Ekki skæla eins og mamma þín þó pabbi þurfi að vinna, pabbi þurfi að vinna í nótt. Hann þarf að hitta mennina. Hann þarf að hitta mennina og fara aðeins með þeim niður í bæ. Pabbi þarf að vinna í nótt. Hættu nú að kjökra í koddann þinn. Já, farðu nú að sofa í hausinn þinn. Þó mamma skelli hurðum, þá getur þú sofið rótt. Þó mamma ykkar sé sem þrumuský, er óþarfi að gera mál úr því þó pabbi þurfi að vinna, pabbi þurfi að vinna í nótt. Hann þarf að hitta mennina. Hann þarf að hitta mennina og fara aðeins með þeim niður í bæ. Pabbi þarf að vinna í nótt. (Baggalútur) Bless, elsku pabbi minn. Þinn litli rúsínukringlukrans, Þórhalla (Dadda). Elsku pabbi. Nú hefur þú kvatt okkur. Ég hef alltaf verið sannfærð um að þér hafi verið gefin níu líf. Þú hef- ur brunnið lífshættulega, fallið niður af stillönsum, lent í bílvelt- um, verið stangaður af nauti og svo mætti lengi telja. Að lokum þurfti tvö ólík krabbamein til að fella þig. Þú varst maður sem gafst ekki upp, en þessa orrustu var ekki hægt að vinna þrátt fyrir hetjulega baráttu. Þig langaði að ná 65 ára aldri og hélst í lífið fram yfir afmælisdaginn þinn en kvaddir svo þegar klukkan hafði slegið tólf. Alveg eins og í æv- intýri. Mínar fyrstu minningar um þig eru frá því á Garðaflötinni. Þá þótti okkur systrum mjög eftir- sóknarvert að fá að sitja hjá pabba yfir sjónvarpinu þegar við höfðum burstað tennur, háttað og vatnsgreitt hárið til hliðar. Þá ylj- aðir þú okkur um tærnar og ég kallaði þig alltaf ofninn minn enda varst þú ætíð funheitur. Þið mamma höfðuð búið okkur glæsi- legt heimili. Steypt fyrir upphit- uðu gróðurhúsi og sett upp heit- an pott. Þar lágum við oft og spáðum í skýin og stjörnurnar. Það vantaði heldur ekki gæludýr- in og ég montaði mig oft af því að hafa átt hesta, hund, kött, kan- ínur, páfagauk, hamstra og dúf- ur. Eftir skilnaðinn fluttuð þið Didda á Kambsveginn. Þar eign- uðust þið hverja hæðina á eftir annarri og byggðuð að lokum ris á toppinn. Þú hafðir mikið fyrir því að geta horft út um franska glugga og settir konunglegar ró- settur utan um ljósakrónur. Þú varst mikill smekkmaður og um- kringdir þig blómum. Þú vildir lifa eins og sannur Miðjarðar- hafsbúi sem drekkur rauðvín með matnum en það lagaðir þú sjálfur af mikilli list í bílskúrnum. Þú varst flottur helgarpabbi og kenndir okkur á skíði og skauta. Saman vorum við frumkvöðlar í líkamsrækt og æfðum um tíma í Engihjallanum á einni af fyrstu líkamsræktarstöðvum landsins. Á föstudögum var svo hefð að splæsa í pitsu eftir æfingu. Við skokkuðum líka ósjaldan saman í Laugardalnum. Við hlustuðum mikið á tónlist og þú smitaðir mig af útþrá og áhuga á tungumálum. Þú ætlaðir mér þó ekki að verða söngkona heldur arkitekt eða lögmaður. Það var sárabót að systkini mín urðu verkfræðingar og eig- inmaður lögmaður. Þú varst þó alltaf stoltur af mér og sóttir tón- leika þar sem ég söng hér heima sem og í útlöndum. Það er svo margs að minnast, elsku pabbi. Við áttum svo ótal margt sameiginlegt. Ég hefði viljað eiga lengri tíma með þér í auðmýkt og þakklæti. Við spörum það þar til við hitt- umst næst og þá munum við hafa það notalegt eins og einu sinni. Knús og kossar. Þín Edda. Í dag kveðjum við þig, elsku Hörður, eftir erfiða baráttu við krabbamein, aðeins 65 ára að aldri. Þú varst ekki tilbúinn til að kveðja og staðráðinn í að vinna baráttuna við þennan hræðilega sjúkdóm sem reyndist þér svo erfiður. Þú varst baráttumaður og gafst ekki auðveldlega upp sem sýndi sig best þegar á reyndi og þegar þú varst sem veikastur, þá varstu samt allaf jákvæður og á fullu að gera plön um framtíð- ina. Við höfum þekkst nánast alla ævi, eða frá því ég var aðeins tveggja ára, þá kynntist þú mömmu sem var á þeim tíma ung móðir sem bjó í foreldrahúsum. Eftir ykkar fyrstu kynni varð ekki aftur snúið og fljótlega varst þú fluttur inn til okkar á Víghóla- stíginn og genginn mér í föður- stað. Við það að kynnast mömmu eignaðist þú aðra risastóra fjöl- skyldu því mamma var ein af sex systkinum og á tímabili bjuggum við öll stórfjölskyldan heima hjá ömmu og afa. Það var oft kátt á hjalla uppi á Víghólastíg og á þeim tíma varst þú ungur strákur að ganga menntaveginn og nú kominn með konu og fósturbarn. Þú laukst náminu og útskrif- aðist sem byggingartæknifræð- ingur. Með náminu fékkstu vinnu hjá þakverktaka sem var sér- hæfður í að setja pappa á þök. Þú áttaðir þig fljótt á því að betra væri að vinna sjálfstætt. Það leið því ekki á löngu þar til þú varst kominn með eigið fyrirtæki og farinn að ráða til þín menn í vinnu. Þegar ég varð síðan sex ára fluttumst við frá ömmu og afa á Víghólastíg og þið mamma keyptuð ykkur ykkar fyrsta heimili. Fyrir mig var það alltaf frekar erfitt að flytja frá afa og ömmu en líka ákveðið spennandi að eignast okkar eigið heimili. Í júlí 1974 eignuðust þið mamma ykkar fyrsta barn saman og ég man hvað það var spennandi að eignast lítinn bróður og hvað þið mamma voruð glöð að vera búin að eignast dásamlegan dreng. Smám saman stækkaði fjölskyld- an, í febrúar 1979 eignuðust þið mamma síðan systur mína, Eddu. Síðan, þegar ég er 14 ára, þá fluttum við í Garðabæ þar sem þið mamma keyptuð ykkur fal- legt hús á Garðaflöt. Þegar við bjuggum í Garðaflötinni eignuð- ust þið mamma síðasta barnið ykkar saman, yngstu systur mína, Þórhöllu, sem er fædd í júní 1982. Þegar ég varð 10 ára gömul var mér sagt að þú værir ekki blóðfaðir minn og ég ætti annan pabba. Þið mamma áttuð góða tíma saman en líka mjög erfiða tíma sem varð til þess að leiðir skildi þegar ég var 17 ára. Elsku Hörður, þú varst pabbi minn og eini pabbinn sem ég þekkti á þeim tíma, en þrátt fyrir oft óbærilega erfiða tíma og brot- in samskipti okkar hefur okkur þótt vænt hvoru um annað. Þú varst alltaf tilbúinn til að leggja mikið á þig til þess að geta skaff- að fjölskyldunni og átt fallegt heimili og fallega hluti en áttir erfiðara með þetta andlega. Þegar ég kveð þig, elsku Hörð- ur, þá er ég að kveðja svo ótal- margt úr fortíðinni, góða tíma og einnig mjög erfiða. Ég bið Guð að blessa og vaka yfir eiginkonu þinni, börnum þín- um, tengdabörnum, barnabörn- um, systkinum þínum og fjöl- skyldunni. Gefa þeim styrk á þessari miklu sorgarstundu. Megi minning þín vera björt og falleg. Guð blessi þig. Þín Berglind. Með söknuði og hryggum huga kveð ég Hörð, bróður minn, hinstu kveðju. Hann var tilfinn- ingaríkur maður, skapmikill en blíðlyndur, dugnaðarforkur með stálvilja, handlaginn, tónelskur og eldhugi í því sem hann tók sér fyrir hendur. Lífsvilji hans og baráttuþrek máttu sín þó lítils gegn þeim erf- iða og vægðarlausa vágesti sem sjúkdómurinn var. Baráttan við sjúkdóminn var Hörður Albertsson HINSTA KVEÐJA Þó sólin nú skíni á grænni grundu er hjarta mitt þungt sem blý, því burt varst þú kallaður á ör- skammri stundu í huganum hrannast upp sorg- arský. Megi algóður Guð þína sálu nú geyma gæta að sorgmæddum, græða djúp sár þó kominn sért yfir í aðra heima mun minning þín lifa um ókomin ár. (Höf. ókunnur) Hinsta kveðja frá systrum þínum, Sigrúnu Ingu, Hrefnu, Arndísi, Svanhvíti og fjölskyldum þeirra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.