Morgunblaðið - 25.01.2018, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 25.01.2018, Blaðsíða 20
20 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. JANÚAR 2018 Helgi Bjarnason helgi@mbl.is „Já, þetta er skemmtileg vinna. Ann- ars væri ég ekki í henni. Starfið er fjöl- breytt og maður veit aldrei hvað dag- urinn ber í skauti sér. Svo er gaman að taka þátt í allri uppbyggingunni sem er hér í Svarfaðardal,“ segir Karl Ingi Atlason, bóndi á Hóli í Svarfaðardal. Bú þeirra hjóna, Karls og Erlu Hrannar Sigurðardóttur, varð næst- afurðahæsta kúabú landsins á síðasta ári. Meðalafurðir mjólkurkúnna á Hóls- búinu jukust um rúm 600 kíló á milli ára og voru í fyrra 8.356 kg. Við það lyfti búið sér úr 17. sæti í 2. sætið á lista Ráðgjafarmiðstöðvar landbún- aðarins yfir afurðahæstu kúabú lands- ins. Þess má geta að árið þar á undan var búið í 78. sæti sama lista. Aðeins kúabúið á Brúsastöðum hefur náð betri árangri í sögunni. Karl segir að skýringa á auknum meðalafurðum sé fyrst og fremst að leita í tilkomu nýs fjóss sem tekið var í notkun haustið 2014. Í því er mjalta- þjónn. „Afurðirnar aukast þegar kýrn- ar láta mjólka sig þrisvar á sólarhring og hámjólka kýr jafnvel fjórum sinn- um. Það fylgir því vinna að hafa róbót, við eftirlit, og ef menn sinna henni vel skilar það árangri,“ segir Karl. Hann segir að nokkrar sérlega nytháar kýr haldi uppi meðaltali bús- ins en þær séu komnar á síðasta snún- ing þannig að hann býst ekki við jafn góðum tölum á nýbyrjuðu ári. Hann reiknar því ekki með að kom- ast ofar á listann. „Ég held líka að þetta sé eins og með Manchester City í enska boltanum að ekki er hægt að ná efsta sætinu af þeim,“ segir Karl og vísar til bændanna á Brúastöðum í Vatnsdal sem hafa síðustu ár verið með langhæstu meðalafurðir yfir land- ið. Segir Karl að fram hafi komið í við- tölum við bændurna á Brúsastöðum að stöðug endurræktun túna og heyöflun væri lykillinn að þeirra ár- angri. „Ég hefði gjarnan viljað hafa aðstöðu til þess en er með allt of mikið grjót í mínum túnum til að það sé hægt. Þetta er ekki landmikil jörð og grýtt og endurræktun því erfið. Ég er alltaf að brasa í henni en kemst ekki yfir eins marga hektara og þeir sem búa á frjósamari jörðum,“ segir Karl. Hann bætir því við að markmiðið sé alltaf að reyna að vera með rekstur sem skilar tekjum en ekki sýna sig á listum. „Það er vissulega gaman að vera ofarlega núna en mikilvægast er að líta á reksturinn og sjá hvar hægt er að gera betur.“ Nýtur ættliðaskiptanna Karl og Erla tóku við búinu á Hóli af foreldrum hans fyrir ári. Þau voru reyndar búin að vera viðloðandi bú- skapinn áður. „Það er allur gangur á því hvernig er að hefja búskap, fer eft- ir því við hvaða aðstæður það gerist. Við tókum við af foreldrum mínum. Það er allt öðru vísi en að kaupa af ótengdum. Ég hafði unnið við þetta með þeim og naut þess. Þetta er samt sem áður mikil fjárfesting. Það er ekk- ert mál fyrir pólitíkusana að leggja ís- lenskan landbúnað niður, ef þeir ætla sér það. Það verður alltaf pólitísk ákvörðun um það hvort hér eigi að stunda landbúnað eða ekki. Mér finnst frekar jákvæðari horfur um það núna. Að vísu hefur ekki heyrst mikið í nýj- um landbúnaðarráðherra en ég upplifi það þannig að hann tali meira fyrir okkur en forverinn,“ segir Karl. Hann segist ekki hafa hugað mikið að annarri vinnu. Alltaf verið með hugann við búskapinn, viljað komast í hann. „Áður en við byrjuðum að byggja fjósið á árinu 2011 kom til greina að hætta búskap hér. For- eldrar mínir vildu vera með í því að byggja upp. Annars hefði verið erfitt fyrir okkur að taka við jörðinni og fara síðan beint í uppbyggingu. Það hefði ekki gengið upp. Ég nýt þeirra for- réttinda að fá að taka við búinu eins og það er í dag, með nýju fjósi, og geta unnið með það.“ Svarfdælingar eru farnir að telja niður dagana til þorrablótsins sem verður um helgina. Ýmsar uppákomur voru við byggingu fjóssins á Hóli og fengu bændurnir þar á sig skot á þorrablótum öll árin sem fram- kvæmdir stóðu yfir. „Ég á ekki von á því að það breytist núna, það finnst eitthvað nýtt,“ segir Karl. Markmiðið að hafa tekjur af búinu  Nýtt fjós og róbót skilar kúabúinu á Hóli í Svarfaðardal úr 78. sæti upp í annað afurðahæsta bú landsins Kýr Kg mjólkur Bú 1. Nr. 851 14.199 Innri-Kleif 2. Fura 13.146 Hvanneyri 3. Skauta 13.132 Böðmóðsstaðir 2 4. Súla 13.062 Hallland 5. Lotta 13.022 Kúskerpi 6. Dalía 12.942 Kúskerpi 7. Aþena 12.908 Laxárholt 2 8. Gefjun 12.838 Skáldabúðir 9. Sigga 12.798 Þrándarholt 10. Stjörnurós 12.686 Kúskerpi Afurðahæstu kýrnar 2017 Meðalafurðir á árskú Heimild: rml.is Afurðahæstu kúabúin 2017 Meðaltal eftir hverja árskú 6.500 6.000 5.500 5.000 kg 2008 2009 2010 2011 2012 2013 2014 2015 2016 2017 Bú Skýrsluhaldarar Árskýr Kg mjólkur 1. Brúsastaðir Brúsi ehf. 49,2 8.937 2. Hóll Karl Ingi og Erla Hrönn 50,7 8.356 3. Gautsstaðir Gautsstaðir ehf. 104,1 8.269 4. Flugumýri Ingimar Jónsson 78,6 8.205 5. Skáldabúðir Gunnbjörn ehf. 59,2 8.183 6. Hvanneyri Hvanneyrarbúið ehf. 73,1 8.180 7. Ytri-Skógar Félagsbúið 25,3 8.179 8. Steinnýjarstaðir Kristján S. Kristjánsson 44,9 8.170 9. Hraunháls Guðlaug og Eyberg 28,7 8.124 10. Kúskerpi Kúskerpi 102,6 8.115 11. Grænahlíð Dalanaut ehf. 64,8 8.047 12. Reykjahlíð Búkostir ehf. 74,5 8.023 13. Garðakot Jakob Smári Pálmason 69,9 8.019 14. Moldhaugar Þröstur Þorsteinsson 63,1 8.010 15. Stóru-Tjarnir Stóru-Tjarnir ehf. 54,5 8.005 16. Grund Friðrik Þórarinsson 55,4 7.927 17. Egilsstaðir Egilsstaðabúið ehf. 73,7 7.907 18. Kirkjulækur 2 Eggert, Jóna, Páll, Kristín 62,0 7.903 19. Innri-Kleif Gunnlaugur Ingólfsson 53,2 7.866 20. Espihóll Félagsbúið Espihóli 61,5 7.822 5.442 6.159 Ljósmynd/Hörður Kristjánsson Kúabóndi Karl Ingi Atlason nýtur þess að vinna við kýrnar við góðar að- stæður í nýju fjósi. Hefur hann náð góðum árangri í búrekstrinum. Meðalnyt allra kúa á landinu reynd- ist vera 6.159 kg á síðasta ári, sam- kvæmt niðurstöðum skýrsluhalds nautgriparæktarinnar sem Ráðgjaf- armiðstöð land- búnaðarins held- ur utan um og birti í gær. Er þetta 30 kg meira en á árinu 2016. Meðalafurð- irnar hafa aukist á hverju ári vegna framfara í greininni og voru eðli málsins sam- kvæmt meiri í fyrra en nokkru sinni áður. Í frétt á vef RML er vakin athygli á því að þetta sé eftirtektarvert í ljósi þess að kúm í skýrsluhaldinu fjölgaði mjög á síðasta ári vegna þess að það var gert að skyldu fyrir stuðningi ríkisins að taka þátt í skýrsluhald- inu. Eru nú allir mjólkurframleið- endur sem vilja njóta stuðnings þátttakendur. Bændurnir á Brúsastöðum reynd- ust vera með mestu meðalafurð- irnar, eins og oftast síðustu ár. Nú skiluðu kýrnar 8.937 kg að meðaltali og heggur það nærri Íslandsmeti sem þetta bú setti á árinu 2016 þeg- ar kýrnar mjólkuðu 8.990 kg að meðaltali. Kúabúið á Hóli í Svarf- aðardal varð í öðru sæti nú og Gautsstaðir á Svalbarðsströnd í því þriðja. Íslandsmetið í mjólkurframleiðslu var slegið að þessu sinni. Kýr nr. 851 á Innri-Kleif í Breiðdal skilaði 14.199 kg í mjólkurtankinn sem er um 1.000 kg meira en kýrin sem varð í öðru sæti afrekaði en það var Fura á Hvanneyri. Búin stækka Innleggjendum mjólkur fækkaði um sjö á árinu og voru 573 um ára- mót. Samt jókst mjólkurframleiðsl- an í landinu. Meðalbúið stækkaði því talsvert eða um 2 árskýr og eru þær nú 45,4, samkvæmt upplýsingum úr skýrsluhaldinu. Búin hafa stækkað mjög síðustu árin því meðalbúið var um 38 kýr fyrir fjórum árum. Mestu meðalafurðir voru í Skaga- firði á síðasta ári, 6.537 kg. Stærstu búin eru í Eyjafirði, þar eru liðlega 55 kýr á hvern innleggjanda. Allir framleiðend- ur skila skýrslum  Meðalafurðir hafa aldrei verið meiri Kýr Fóðrun er alltaf mikilvæg. Smiðsbúð 10 • 210 Garðabær • Sími 554 4300 • solskalar.is Hentar mjög vel íslenskri veðráttu Við höfum framleitt viðhaldsfría glugga og hurðir í yfir 30 ár Nánari upplýsingar á www.solskalar.is Frábært skjól gegn vindi og regni Sólskálar -sælureitur innan seilingar 198 4 - 2016 ÍS LEN SK FRAML EI ÐS LA32 Yfir 90 litir í boði!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.