Morgunblaðið - 25.01.2018, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 25.01.2018, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. JANÚAR 2018 Vínbúðirnar hafa nú hætt dreifingu á brúnum einnota bréfpokum sem ætl- aðir voru fyrir eina flösku. Fram- kvæmdin er liður í því að gera Vínbúð- irnar enn umhverfisvænni, „en við leggjum áherslu á að vera leiðandi í umhverfisábyrgð,“ segir í frétt á heimasíðu ÁTVR. Sigrún Ósk Sigurðardóttir, aðstoð- arforstjóri ÁTVR, segir að brúnu pok- arnir hafi verið í umferð í áratugi. Í fyrra var gefin tæplega 1,1 milljón poka en árið áður, þ.e. 2016, var fjöld- inn 1,8 milljónir poka og hefur því fækkað um 41% á milli ára. Sigrún segir ennfremur að líklega sparist 2,3 milljónir króna við þessa ráðstöfnun. „Ég held að það sparist einnig rusl á heimilum landsmanna, þar sem pokarnir lenda líklega oftast sem rusl eða í endurvinnslutunnum,“ segir Sigrún. Á heimasíðunni kemur einnig fram að á síðasta ári seldu Vínbúðirnar rúm- lega 41 þúsund margnota poka og jókst salan um 27% á milli ára. Á und- anförnum þremur árum hafa verið seldir um 109 þúsund margnota pokar og því sé ljóst að fólki sé mjög umhug- að um að minnka einnota umbúðir. Dregur úr sölu plastpoka Talsvert hefur dregið úr sölu plast- poka á milli ára. Samdráttur í sölu plastpoka var 6,5% í fyrra á meðan við- skiptavinum fjölgaði um 4%. Á árinu 2017 var fjöldi viðskiptavina rúmlega 4,9 milljónir og seldir plastpokar voru 1,5 milljónir. sisi@mbl.is Vínbúðirnar hætta að gefa brúna bréfpoka  Í fyrra var gefin tæplega 1,1 milljón poka Morgunblaðið/Heiddi Vínbúðin Framvegis verða bréfpok- ar ekki til reiðu fyrir viðskiptavini. Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fjöldi hreindýra á Austurlandi er nú að nálgast sjö þúsund dýr og hef- ur stofninn að öllum líkindum aldrei verið stærri. Talsvert hefur fjölgað í stofninum síðustu ár og útbreiðslan aukist að sama skapi, að sögn Skarphéðins G. Þórissonar, líffræð- ings á Náttúrustofu Austurlands. Hann segir að upp úr aldamótum hafi stofnstærðin tvöfaldast á ára- tug, farið úr um þrjú þúsund dýrum í sex þúsund. Stofnstærðin sé stöðug Um ástæður þess að dýrunum hefur fjölgað svo mjög sem raun ber vitni segir Skarphéðinn: „Það hefur ekki komið hér harður vetur í mörg ár og skilyrðin fyrir hreindýrin eru mun hagstæðari heldur en var hér áður fyrr. Svo ég nefni dæmi var svæðið austan við Snæfell hvítur jökull á vorin í gamla daga og þar þurfti aldrei að horfa eftir hrein- dýri, en aðstæður þar eru nú þannig á vorin og í sumarbyrjun að hluti kúnna ber þar.“ Skarphéðinn segir að æskilegt sé að stofnstærðin sé stöðug og dýrun- um fjölgi ekki mikið meira en nú er. Miðað sé við að þéttleiki á hverju hinna níu veiðisvæða sé hvergi meiri en sem nemur 1,1 dýri á ferkíló- metra gróins lands að vetri. Sé þetta viðmið uppfyllt sé lítil hætta á að þéttleikinn verði of mikill í hög- um. Miðað við undanfarin ár hafi veiðikvótar frekar verið of litlir heldur en hitt, en nú er bætt í kvót- ann. Langstærstur hluti útgefinna kvóta er veiddur á hverju ári. Alls 100-200 dýr um 1940 Hreindýr voru flutt til landsins síðari hluta 18. aldar, en litlar upp- lýsingar er að finna um fjölda dýra á 19. öld. Byrjað var að telja hrein- dýr um 1940 en þá stóð stofninn höllum fæti. Skarphéðinn rifjar upp að í talningu sem Helgi Valtýsson gerði í og við Kringsilsárrana 1939 hafi hann metið að þar væru um 100 hreindýr og talið þau síðustu hrein- dýrin í landinu. Skarphéðinn segir að hugsanlega hafi dýrin verið um 200 þá, en á næstu árum hafi dýr- unum fjölgað. Af þessum dýrum er stofninn kominn og dreifast hrein- dýrin nú um allt Austurland. „Nú eru hreindýrin að leggja undir sig Þistilfjarðarheiðar og Vopnafjörð, en þar voru þau sjald- séð áður,“ segir Skarphéðinn. „Syðra eru mörkin núna við Jökuls- árlón, en þau voru eitt sinn á Mýr- um. Núna er línan dregin á mörkum Suðursveitar og Öræfa og menn vilja ekki fá dýrin yfir í Öræfi því þar er lítið um sauðfjársjúkdóma, en sauðfé getur tekið suma sjúk- dóma sem hreindýr geta borið með sér. Við þurfum því að tryggja að dýrunum fjölgi ekki það mikið á Mýrum og í Suðursveit að það verði þrýstingur þannig að þau ýtist í vestur.“ Hreindýrin ekki verið fleiri en nú og útbreiðsla eykst  Stofnstærð tvöfaldaðist á áratug upp úr 2000  Ekki harður vetur í mörg ár Morgunblaðið/Frikki Vetur Hreindýr við Kárahnjúka. Magnús Heimir Jónasson mhj@mbl.is Einungis 16% kvenna, sem dvöldu í Kvennaathvarfinu, fóru aftur heim til ofbeldismannsins árið 2017. Sig- þrúður Guðmundsdóttir, fram- kvæmdastýra Samtaka um kvenna- athvarf, segir þetta vera mikla breytingu frá síð- ustu árum en um 30% kvenna fóru aftur heim til of- beldismanns árið 2013. „Það hefur ver- ið allt upp í 40% og hefur eiginlega aldrei verið undir 20% nema undan- farin ár,“ segir Sigþrúður en hlut- fallið náði undir 20% fyrst árið 2016. „Fyrir þann tíma voru þetta á bilinu 20 til 35% kvenna sem fóru aftur heim til ofbeldismannsins. Við höfum alveg fullan skilning á því að það sé erfitt að slíta sig úr ofbeldissam- bandi. Það er því vissulega fagnaðar- efni að það skuli vera fleiri sem slíta því. Því það hefur oft mikið gengið á.“ Í samræmi við það hlutfall hefur hlutfall kvenna sem finna sér nýtt húsnæði hækkað gríðarlega milli ára en 28% kvenna sem dvöldu í kvenna- athvarfinu í fyrra fóru í nýtt húsnæði en einungis 17% árið 2016. „Ég held það séu fleiri konur að fá félagslegt húsnæði. Það munar öllu en aðrar eru að finna sér húsnæði á almenn- um markaði sem er mjög er erfitt, ekki síst fyrir láglaunakonur sem margar okkar konur eru“. Húsnæðismarkaður lengir dvöl Hún segir einnig að slæmt ástand á húsnæðismarkaði síðastliðin ár hafi gert konum athvarfsins erfitt fyrir að finna húsnæði og oft lengt dvölina í Kvennaathvarfinu. „Það hefur lengt dvölina hjá okkur hvað húsnæðismarkaðurinn er erfiður. Konur þurfa jafnvel þótt þær séu með allar klær úti að bíða mjög lengi eftir húsnæði.“ Konur og börn dvöldu í Kvenna- athvarfinu allt frá einum degi í 323 daga í fyrra. Sigþrúður segir hins vegar að stundum eigi löng dvöl í at- hvarfinu aðrar skýringar. „Stundum eru þær lengi hjá okkur út af því að kona er talin vera í hættu mjög lengi og ástand hefur ekkert batnað hvað það varðar“. Að meðaltali dvöldu konur í 35 daga í senn á árinu en meðaldvöl barna var 41 dagur. Sig- þrúður bendir þó á að lengri dvöl sé ekki alltaf neikvæð, en lengri dvöl má einnig rekja til hins minnkandi hóps sem leitar aftur heim til ofbeld- ismanns. Orð berst frá konu til konu Rúmlega helmingur kvenna sem leituðu til Kvennaathvarfsins í fyrra voru af erlendum uppruna, eða um 54%. Spurð hvernig gangi að ná til þessa hóps kvenna og láta þær vita af tilvist Kvennaathvarfsins segir Sigþrúður að vitneskjan berist mikið frá konu til konu. „Ég held að við höfum náð til stórs hluta af þessum konum. Má þar nefna konur frá lönd- um eins og Póllandi en þaðan er stór hópur á Íslandi. Ég held að þær viti almennt um Kvennaathvarfið. Það fréttist frá konu til konu en hluti af heimilisofbeldi er einangrun og við vitum alveg að það eru konur þarna úti sem hafa ekki hugmynd um að Kvennaathvarfið sé til.“ Alls dvöldu 149 konur og 103 börn í athvarfinu á sl. ári og hefur fjöldi íbúa ekki verið jafn mikill í rúmlega 20 ár. Samtals komu 406 konur í við- töl eða dvöl á árinu. Aldur kvennanna var á bilinu 17 til 77 ára, meðalaldur 37 ára. Börn voru frá nokkurra daga gömul til 17 ára. Færri konur leita aftur heim til ofbeldismanns  Mun fleiri konur dvöldu í Kvennaathvarfinu í fyrra en sl. ár Sigþrúður Guðmundsdóttir Konur sem nýttu sér þjónustu Kvennaathvarfsins árið 2017 Andlegt ofbeldi Kynferð- islegt ofbeldi Líkam- legt ofbeldi Efna- hagslegt ofbeldi Morð- hótanir Ofsóknir Stafrænt kynferð- isofbeldi Ofbeldi gegn börnum Heimild: Samtök um kvennaathvarf Heim til ofbeldismannsins, 16% Heim, ofbeldism. farinn af heimilinu, 6% Heim, ofbeldismaður býr ekki þar, 5% Nýtt húsnæði, 28% Ættingi/vinir, 18% Úr landi, 5% Annað, 13% Ekki vitað, 8% Eiginmaður, 28% Sambýlismaður, 21% Kærasti, 9% Fyrrv. eiginmaður, 9% Fyrrv. sambýlism., 16% Fyrrv. kærasti, 10% Annar, 7% Ástæða komu í Kvennaathvarfið Fleiri en ein ástæða geta átt við Hvert konur fóru eftir dvöl í Kvennaathvarfinu Tengsl kvenna við ofbeldismennina Árið 2017 dvöldu 149 konur og 103 börn í Kvennaathvarfinu 91% 37% 62% 41% 25% 17% 8% 26% Leitar þú að traustu BÍLAVERKSTÆÐI Smiðjuvegur 30 (GUL GATA) | 200 Kópavogi Sími 587 1400 |www. motorstilling.is SMURÞJÓNUSTA < HJÓLBARÐAÞJÓNUSTA TÍMAPANTANIR 587 1400 Við erum sérhæfðir í viðgerðum á amerískum bílum. Mótorstilling býður almennar bílaviðgerðir fyrir allar tegundir bíla. Heimilt verður að veiða allt að 1450 hreindýr á árinu, 1061 kú og 389 tarfa. Umhverfis- og auðlindaráðherra ákveður hreindýrakvótann að fengnum tillögum frá Umhverfisstofnun. Um er að ræða fjölgun um 135 dýr frá hreindýrakvóta fyrra árs. Veiðin skiptist milli níu veiði- svæða. Veiðitími tarfa er frá 1. ágúst til og með 15. september, en þó getur Umhverfisstofnun heimilað veiðar á törfum frá og með 15. júlí. Veiðitími kúa er frá 1. ágúst til 20. september. Veturgamlir tarfar eru alfrið- aðir og miðast tarfaveiði því við tveggja vetra og eldri tarfa. Óheimilt er að veiða kálfa. Leyft að veiða 1450 dýr HREINDÝRAKVÓTI AUKINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.