Morgunblaðið - 25.01.2018, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 25.01.2018, Blaðsíða 40
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. JANÚAR 2018 Þ ið þekkið örugglega New York af eigin raun, að lík- indum Boston sömuleiðis og mögulega Los Angeles. En færri hér á landi hafa komið til Cle- veland, enn sem komið er. Það er hins vegar að fara að breytast því fljótlega býðst þér beint flug til þessarar líflegu borgar og þá er eins víst að staðan breytist. Fljót- lega munu flestir sem þú þekkir hafa heimsótt borgina og næsta víst að þeir verða þá þegar með áform á prjónunum um að kíkja þangað aftur. Þannig er bara Cle- veland. Borgin þar sem sagan lifir Borgin Cleveland hlaut nafn sitt árið 1796, fyrir rúmlega 220 árum, og býr því að ríkulegri sögu. Borg- in er ekki tiltakanlega stór á bandarískan mælikvarða - þar búa um 395.000 manns - og því þægileg að skoða. Borgaryfirvöld hafa borið gæfu til þess að varðveita sögu- legar byggingar og þar er að finna stórbrotin dæmi um arkitektúr frá því um aldamótin 1900. Hér laga menn þegar þörf er á, aðlaga að nútímanum ef aðstæður kalla á það en rífa ekki eða rústa gamlar bygg- ingaperlur. Dæmi um þetta er al- gerlega stórkostleg bygging sem kallast The Arcade. Þar er á ferð- inni ein fyrsta verslunarmiðstöð Bandaríkjanna og um leið heimsins. Að ganga þar um er eins og að stíga inn í risastóra tímavél því inn- réttingarnar eru hreint með ólík- indum fallegar. Verslaðu fyrir alla muni ef þú vilt - en það kostar ekk- ert að kíkja inn og það er vel þess virði að skoða sig um í The Arcade bara til að gapa af undrun. Enn- fremur er ómissandi fyrir áhuga- fólk um sígildan arkitektúr að spóka sig um Cleveland Mall, opið svæði sem umlukið er byggingum sem reistar voru í upphafi 20. aldar í nýklassískum stíl. Þar á meðal er dómshúsið, bókasafnið og fleiri op- inberar byggingar. Afþreying á afþreyingu ofan Ertu tónlistarunnandi? Íþrótta- áhugamaður? Matgæðingur? Spennufíkill? Eða kannski allt í senn? Þá er vissara að gefa sér tíma í Cleveland því borgin sér um sína hvað afþreyingu varðar. Í Cle- veland er til dæmis sjálf frægð- arhöll rokksins - The Rock ’n’ Roll Hall of Fame - þar sem rokksagan er skrifuð í hástöfum fyrir gesti, skreytt hvers konar mögnuðum minjagripum og ljósmyndum. Fyrir íþróttaáhugamenn er spennandi að skella sér á leik með Cleveland Ca- valiers og sjá einn allra besta leik- mann NBA deildarinnar, Lebron James, taka mótherja sína til bæna. Þess utan er tilvalið að skella sér í stemninguna með heimamönnum og fá ameríska stemningu beint í æð á hafnaboltaleik með Cleveland Indians, ruðningsleik með Clevel- and Browns, hokkíleik með Clevel- and Monsters eða bara fótboltaleik með Cleveland Gladiators. Ef spennan er ekki næg á vellinum er lag að bregða sér í Cedar Point skemmtigarðinn, sem kallaður er höfuðborg rússíbananna; þar eru hvorki fleiri né færri en 70 tæki til að skemmta gestum, og þar af eru 17 mis-ógnvekjandi rússíbanar sem eru allt frá því að vera hressilega snaggaralegir upp í að vera hroll- vekjandi sturlaðir. Þá er ótalinn heljarmikill vatnsleikjagarður með fjölmörgum rennibrautum af ýms- um stærðum. Et, drekk og ver glaður – í Cleveland, nema hvað! Það er sægur spennandi veit- ingastaða í Cleveland, eins og við er að búast í stórri borg í Banda- ríkjunum, allt frá steikhúsum til sushi-staða. En eins og víðast hvar annars staðar í henni Ameríku er gríðarleg gróska í handverksbjór- menningunni í Cleveland um þessar mundir og áhugafólk um brugg á hér ótrúlega gott í vændum. Meðal áfangastaða sem bjórnördar mega ekki missa af er Great Lakes Brewing Company sem býr ekki bara til dásamlegan bjór heldur býður upp á ógleymanlegar skoð- unarferðir um brugghúsið; Butcher & The Brewer er gastro-pöbb með geggjuðum mat og úrvalsbjór; Cle- veland Brew Bus er stórskemmti- leg skoðunarferð um nokkur af helstu brugghúsum borgarinnar, í lítilli rútu, og þar er best að skella sér í smakkferðir í góðra vina hópi; Fat Head’s Brewery & Saloon er svo staðurinn fyrir vængi, borgara, pizzur og verðlauna-handverksbjór hússins og loks má ekki gleyma Forest City Brewery þar sem einn elsti bjórgarðurinn selur bjór sem bruggaður er í takmörkuðu upplagi og er til húsa í byggingu frá 1915. Þéttustu þyrpingu allra handa mat- sölustaða er svo að finna í Ohio City hverfinu, sem kalla mætti Williamsburg Cleveland-borgar, þar sem meira en 150 veitinga- staðir eru samankomnir á litlu, heillandi svæði í húsum frá 19. öld. Ef hugur gesta stendur til að ráfa í rólegheitunum um yndislega mark- aði er rétt að punkta hjá sér nafnið West Side Market, þar sem ótal fjársjóðir bíða þess að vera upp- götvaðir. Ekki bíða eftir öllum hinum… Það munu því margir fagna möguleikanum á því að geta flogið beint til hinnar líflegu Cleveland- borgar. Sumir munu eflaust bíða þess að heyra ferðasögur frá öðrum en skemmtilegast er auðvitað að vera með þeim fyrstu til að upplifa það sem þessi iðandi skemmtilega borg hefur upp á að bjóða. Heill heimur út af fyrir sig AFP King James, eins og Lebron kallar sig sjálfan sig réttilega, treður hér boltanum með tilþrifum í leik með liði sínu, Cleveland Cavaliers. The Arcade, oft kallað „Old Arcade“, er ein allra fyrsta verslunarmiðstöð eða „mall“ Bandaríkjanna. Þar hafa upp- runarlegar innréttingar fengið að halda sér og heimsókn þangað er ómissandi. Í Cedar Point skemmtigarðinum er ekki bara að finna 17 rússíbana af öllum stærðum og gerðum, ásamt rúmlega 50 öðrum tækjum, heldur líka gríð- armikinn vatnsleikjagarð með skemmtun fyrir alla fjölskylduna. Bjórnördar eru á heimavelli í Cle- veland því handverksbjórsenan lifir þar fantagóðu lífi. Ohio City hverfið er líklega mest „hipp og kúl“ hluti borgarinnar og þar liggja spennandi veitingastaðir, krúttleg kaffihús og flottir barir hver við annan í húsum frá seinni hluta 19. aldar. Bæjarstæði Cleveland er með falleg- asta móti þar sem borgin stendur við Lake Erie, sem er eitt af vötnunum miklu í Bandaríkjunum. ÁSKRIFTARHAPPADRÆTTI MORGUNBLAÐSINS Drögum alla fimmtudaga í 10 vikur og nöfn vinnings­ hafa verða birt í Morgunblaðinu á föstudögum.Cleveland
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.