Morgunblaðið - 25.01.2018, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 25.01.2018, Blaðsíða 57
MINNINGAR 57 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. JANÚAR 2018 ójöfn og óréttlát því úrslitin voru fyrirfram ráðin. Minningar um bernskubrek og ærsl okkar systkina, stríðni og gagnkvæman kærleik, sætti og ósætti, leik og alvöru er fjársjóður sem mun verða mér huggun í sorginni. Þú komst til að kveðja í gær. Þú kvaddir og allt varð svo hljótt. Á glugganum frostrósin grær. Ég gat ekkert sofið í nótt. Hvert andvarp frá einmana sál. Hvert orð sem var myndað án hljóms, nú greindist sem gaddfreðið mál í gervi hins lífvana blóms. En stormurinn brýst inn í bæ með brimgný frá klettóttri strönd. En reiðum og rjúkandi sæ hann réttir oft ögrandi hönd. Því krýp ég og bæn mína bið, þá bæn sem í hjartanu er skráð. Ó, þyrmdu honum, gefðu honum grið. Hver gæti mér orð þessi láð? (Freymóður Jóhannesson) Kolbrún (Kolla) Elsku Hörður. Með þessu fal- lega ljóði viljum við kveðja þig og þakka þér fyrir það líf sem þú fékkst hér á jörðinni. Við fengum alltaf fréttir af veikindum þínum í gegnum fjöl- skylduna og okkur þótti sárt að vita til þess að þú skyldir ekki geta unnið baráttuna við krabba- meinið og skyldir deyja á besta aldri. Þú varst ekki tilbúinn til þess að deyja og áttir eftir að gera svo ótalmargt eins og að ferðast meira um heiminn og njóta lífsins með fjölskyldunni. Þú varst alltaf svo hress og kátur við okkur krakkana í þau skipti sem við hittum þig í afmælum hjá frænd- systkinum okkar Eddu, Döddu og Jóhanni. Það er svo skemmti- legt að Jóhann og frændi okkar og sonur þinn hafi eignast svona fallega tvíbura og skírt þá í höfuð á ykkur ömmu Helgu, Annar tví- burinn heitir Helgi, eins og amma Helga, og hinn heitir Hörður, eins og afi Hörður. Það er gott til þess að vita að nafnið þitt lifir áfram og áður en við vit- um af þá fá litlu tvíburarnir að læra að þekkja afa sinn í gegnum skemmtilegar sögur, myndir og fleira. Við komum líka nokkrum sinn- um til þín í heimsókn þegar Mila- gros og Ilanita áttu afmæli og það var mjög skemmtilegt og við áttum góðar stundir saman. Við biðjum Guð að blessa Ilónu, eiginkonu Harðar, og dæt- ur þeirra, Milagros og Ilanitu. Einnig biðjum við engla Guðs að vaka yfir þeim. Við biðjum líka al- góðan Guð að vaka yfir mömmu okkar Berglindi, Jóhanni Alberti syni þínum, og dætrunum Eddu og Döddu. Við vitum að missir ykkar er mikill og sorgin er djúp og sár. Megi minningin um þig, elsku Hörður, lifa áfram. Við kveikjum á kerti og hugsum til þín. Við viljum senda systrum Harðar, barnabörnun og fjöl- skyldunni allri okkar dýpstu samúð á þessari miklu sorgar- stundu. Heyr mína bæn mildasti blær, berðu kveðju mína’ yfir höf, syngdu honum saknaðarljóð. Vanga hans blítt vermir þú sól mjúkum vörum kysstu hans brá, ástarorð hvísla mér frá. Syngið þið fuglar, ykkar fegursta ljóð og lag, flytjið honum, í indælum óði, ástarljóð mitt. Heyr mína bæn bára við strönd, blítt þú vaggar honum við barm, þar til svefninn sígur á brá. Draumheimi í, dveljum við þá, daga langa, saman tvö ein, heyr mínar bænir og þrá. (Þórunn Franz – Ólafur Gaukur) Guð blessi ykkur öll. Kærleikskveðja frá Helgu Dís, Shaun og Matthew, Sigurbjörgu Höllu, Evu Rós og Jóhanni Agli. Í dag fylgjum við góðum og dugmikl- um manni til grafar, honum Teiti Jónas- syni. Hann er nú kominn í fangið á heittelskaðri konu sinni, Ást- björgu Halldórsdóttur, og situr ef- laust á sloppnum uppi í sumarbú- stað nýkominn úr pottinum. Þar hlusta þau saman á tónlist og amma leggur kapal á meðan þau spjalla við föður minn, hann Jónas Teitsson, um heimsins mál. Þegar ég hugsa til afa dettur mér fyrst í hug eldhúsið í Holta- gerðinu. Þar sit ég á meðan afi liggur hrjótandi með blaðið á bringunni í sófanum, úrvinda eftir góðan mat og vinnu. Við amma áttum oft góð samtöl en það var einstaklega gott að tala við hana um öll þau mál sem brunnu á ung- lingnum. Hún hlustaði af athygli og var laus við alla gagnrýni og af- skiptasemi. Þegar afi vaknaði af blundinum mætti hann alltaf með breitt bros á andliti, glettni í aug- um og heilsaði með frasanum „jæja manni minn“. Síðan hló hann hrossahlátri sem smitaði út frá sér, það var erfitt að brosa ekki með afa. Hann var frekar upptekinn maður, ekki aðeins sökum vinnu sinnar, heldur hafði hann sérstakt lag á að finna sér verkefni sem honum þótti nauðsynlegt að fram- kvæma. Framkvæmdagleðin var rík í honum og ef hann var ekki að flytja inn rútur á sem arðbærast- an hátt eða byggja sér hús eða sumarbústað var hann að planta trjám eða bæta einhverju við sem honum þótti nauðsynlegt. Hann var alltaf að hugsa hvað mætti betur fara og gera og lét ekkert stöðva sig, setti meira að segja plöntur og moldarpoka í skottið á fína Bensinum sínum. Þessi háttur hans á að hugsa út fyrir kassann skilaði honum gerð- arlegu fjölskyldufyrirtæki sem hann rak í mörg ár af stakri snilld. Hann réði börnin til sín og seinna barnabörnin og fleira gott fólk sem hjálpaði honum að halda fyr- irtækinu gangandi. Það hefur ef- laust oft verið hausverkur að reka Teitur Jónasson ✝ Teitur Jón-asson fæddist 31. janúar 1930. Hann lést 1. janúar 2018. Útför Teits fór fram 19. janúar 2018. rútufyrirtæki í gegn- um þessa hálfu öld, því ekki hefur verið mikill markaður fyr- ir rútuakstur að ís- lensku vetrarlagi fyrr en nýverið. Fyrirtækinu fann hann huggulega staðsetningu í hjarta Kópavogs, byggði skrifstofuhúsnæði og myndarlegt verk- stæði og þaðan á ég ótal margar minningar um afa. Ég man til dæmis eftir því að hlusta á hann tala reiprennandi þýsku í símann við útlönd að panta varahluti og ég man hvað ég var stolt af þessum stórgerða brosmilda manni sem stóð þéttur á heimavelli sínum í skrifstofunni með parketinu. Hann var líka barngóður og ynd- islegur við okkur barnabörnin og engum þótti leiðinlegt að fá að vera með afa. Af fjölskyldufyrir- tækinu var maður líka stoltur og sagði öllum frá því að afi ætti gulu rúturnar. Það yljar mér að hugsa til þess að hann er ekki einn á himnum og að pabbi hefur loks fengið komp- aní af pabba sínum og samstarfs- manni. Ég er handviss um að þeir eru að brasa eitthvað saman feðg- arnir, kannski búnir að stofna saman annað fyrirtæki. Ég vil koma á framfæri kærri þökk til bæði afa og ömmu fyrir tímann sem þau gáfu mér í gegnum árin. Því miður voru samverustundirn- ar allt of fáar í seinni tíð, en sem betur fer bý ég að ófáum minn- ingum um fallegt og gott fólk sem mér þykir mjög vænt um. Kristín Jónasdóttir. Það renna margar minningar um Teit afa í gegnum hugann, já og hana Ástu ömmu líka. Því þau voru lið, afi og amma í Holtagerði. Tvíeyki sem stóð saman í gegnum þykkt og þunnt. Amma, frekar jarðtengd og rólyndiskona. Eldaði góðan mat, hlustaði á Þjóðarsálina og Svavar Gests á gufunni og lagði kapal við eldhúsborðið. Stalst í Winston Lights með kaffibollan- um og möndlukökunni. Lúmskur húmoristi var hún líka og þau afa var alltaf gott að heimsækja, hvort sem það var Kópavoginn eða sveitasæluna. Ólíkt ömmu var hann Teitur afi minn ekki svo mik- ið í því að leggja kapal – í það minnsta ekki kapal sem passar við eldhúsborð í Kópavoginum. Ef Teitur Jónasson ætlaði að leggja kapal voru það hundruð metra af vír af sverustu tegund. Vörubíla- og gröfukallar væru kallaðir út, sem og við bræðurnir. Sennilega Jónas Ingi frændi líka. Allir fengj- um við skilaboð um að mæta til að hjálpa til við að hola téðum kapli ofan í jörðina. Og engar refjar. Hann fór nefnilega ekki hægt í hlutina hann Teitur Jónasson. Ef hann fékk áhuga á einhverju var vaðið í málið án málalenginga. Trjárækt var t.d. eitt af hans stærri áhugamálum á meðan ég var að komast á legg og var heilu hekturunum af skóglendi holað niður í sumarbústaðarlandið fyrir austan Ingólfsfjall. Yfirleitt vel stálpuð tré upp á marga metra fengin héðan og þaðan úr nær- sveitum eftir handsalaða samn- inga við hina karlana. Afi var ekki flókinn maður, nokkur karlremba eins og gengur, og mátti dags daglega finna hann á öðrum af tveimur stöðum. Í höf- uðstöðvum rútufyrirtækisins sem enn ber nafnið hans eða heima í mat hjá ömmu. Þau voru ófá skipt- in sem tvær, þrjár kynslóðir sátu við litla eldhúsborðið og átu steikt egg, fisk eða uppáhaldið mitt, grjónagraut með kanilsykri – sem amma mín gat gert bragðbetri en aðrir á byggðu bóli. Fyrirtækið góða var líka svo stór þáttur í lífi afa að ég veit ekki hvort hann hafi sjálfur gert sér grein fyrir hvar hann endaði og rúturnar tóku við. En hann hafði svo gaman af þessu stússi svo það var sjálfsagt í lagi. Ég er þakklátur fyrir tímann með Teiti afa þótt oft hafi ég grát- ið ofan í unglingabólurnar þegar þurfti að skafa steypu af spýtum, gróðursetja fyrrnefnd tré eða hvað annað sem afa þótti þurfa þá stundina. Ég veit nefnilega að hann gerði mig að betri mann- eskju og ekki síst betri bílstjóra. Afi var nefnilega ekki endilega að láta það flækjast fyrir sér hvort barnabörnin væru með bílpróf eða ekki. Fannst það sennilega ekki koma öðrum við. Því tengt er von- andi orðið nógu langt liðið til að segja frá því að ég keyrði afa minn hundruð kílómetra á alls konar bílum, allt frá litlum pútum upp í lengdar Econoline-bifreiðar – löngu áður en ég nokkurn tíma fékk ökuskírteinið í hendurnar. Ætlar þú með mér Teitur! – var amma vön að kalla þegar hún vildi heim á leið. Nú er því kominn tími á að sameinast fyrir síðasta ferða- lagið. Ég segi því bara góða ferð, afi minn. Ég bið að heilsa ömmu. Haraldur Jónasson. Gréta elskuleg mágkona mín hefur nú skyndilega kvatt þennan heim og far- ið á vit nýrra heimkynna. Við erum búnar að þekkjast í yf- ir 60 ár, síðan Gréta var 17 ára og byrjuð að slá sér upp með bróður mínum sem hún hitti á dansleik í Breiðfirðingabúð. Gréta og Þráinn giftu sig síðan árið 1961 og eiga þau þrjú börn. Eftir giftingu hófu þau búskap á Unnarbraut á Sel- tjarnarnesi í húsi sem þeir frænd- ur Mummi og Þráinn byggðu. Árið 1970 fluttu þau síðan á Barða- ströndina. Gréta fæddist í gamla Vestur- bænum og flutti ung á Miklubraut- ina. Hún var elst sjö systra. Hún fór snemma út á vinnumarkaðinn og vann við afgreiðslu í búðum og síðar við skrifstofustörf. Þegar Margrét Björgvinsdóttir ✝ Margrét Björg-vinsdóttir fæddist 28. október 1938. Hún lést 12. janúar 2018. Útför Margrétar fór fram 19. janúar 2018. fyrsta barnið hennar fæddist þá hætti hún að vinna og var heimavinnandi hús- móðir á meðan þau voru ung. Síðar hóf hún störf sem gang- avörður í Valhúsa- skóla og við það vann hún í mörg ár. Gréta var stór- glæsileg ung kona, svo eftir var tekið. Ég minnist þess er hún fór með mér utan 18 ára gömul. Þegar við biðum á flugvellinum í London eft- ir heimferð þá kom til okkar blaðamaður og bað um leyfi til að taka mynd af Grétu og fá fréttir af ferðum okkar. Fékk hann að ganga með okkur út að flugvél. Gréta stóð síðan á flugvélatröppunum og veifaði til hans þegar hann tók myndina sem síðar átti að birta í blaði í London. Gréta varð fyrir því áfalli 48 ára gömul að fá heilablæðingu og var henni vart hugað líf, en á undra- verðan hátt náði hún bata að mestu leyti. Þau hjónin áttu sam- an fallegt heimili og var Gréta fyr- irmyndarhúsmóðir fram á síðasta dag. Garðurinn þeirra fékk eitt sinn verðlaun sem fallegasti garð- urinn á Nesinu og fyrir þremur ár- um fengu þau viðurkenningu fyrir góða umhirðu húss og umhverfis. Á afmælinu hennar í október síðastliðnum var þakið borð af kökum og ekki má gleyma hennar frægu stóru rækjubrauðtertum sem við munum seint gleyma. Við höfum búið stutt hvor frá annarri í yfir 47 ár og hafa verið mikil og góð samskipti á milli okk- ar fjölskyldna. Við höfum farið í margar skemmtilegar ferðir til út- landa og veiðiferðir hér á landi í gegnum árin. Við áttum saman sumarhús í Grímsnesi og síðan við Þingvallavatn til fjölda ára og átt- um við þar margar ánægjulegar stundir. Elsku Gréta mín, nú er komið að leiðarlokum hjá okkur, ég og börnin mín viljum þakka þér fyrir allar okkar samverustundir í gegnum árin og bið ég Guð að styrkja Þráin og börnin ykkar á þessari erfiðu stundu. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt, þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. (Þórunn Sigurðardóttir.) Ingveldur og börn. „Ef þú klárar matinn færðu hrúts- horn í verðlaun,“ sagði Svavar föður- bróðir minn, þar sem ég sat yfir fiskinum og gekk seint að koma honum niður með harðnandi flotinu. Ég leit spurnaraugum á frænda minn, þar sem við sátum í eldhúsinu hjá Gróu ömmu á Mánagötu 3 á Ísafirði. Hann brá ekki svip, en í augunum brá fyrir óræðu bliki. Ég leit á ömmu, þar sem hún sat á kollinum í horninu og reykti sína sígarettu. Hún horfði annars hugar út um gluggann. Snögglega rann fiskur- inn rétta leið ofan í maga. Verð- launin komu með skilum. Svavar tók í höndina á mér og fléttaði upp á fingurna; litla fingur yfir baug- fingur, baugfingur yfir löngutöng, löngutöng yfir vísifingur og beygði loks alla fingurna yfir þumalinn. „Nú ertu kominn með hrútshorn og getur stangað frá þér.“ Vonbrigðin í svipnum hafa ekki leynt sér. Það mátti greina örlítið glott á vörum ömmu, sem virtist enn ekkert sjá eða heyra. Svavar brosti kankvíslega og hrósaði mér fyrir að klára matinn. Það var bros sem bræddi hjörtu. Svavar var fríður maður og hafði karlmannlega rödd. Hann var bifvélavirki og rak sitt eigið verkstæði í Fjarðarstrætinu. Þar var spennandi að koma, sjá verk- færin, varahlutina, bílana og heyra samtölin. Svavar þótti vandaður fagmaður, en átti trú- lega erfitt með að rukka að fullu fyrir vinnuna. Einkum þá sem ekki höfðu mikið á milli hand- anna. Þannig var hann. Svavar og Erna Sörensen, fyrri kona hans, áttu fjögur börn sem upp komust. Kolla, Sigga, Gunnar Örn og Óttar voru ekki bara frænkur og frændur. Þau voru fjölskyldan. Fjölskyldan úr Mánagötunni, sem kom saman á tyllidögum. Og um áramótin hjá Svavari og Ernu í Túngötunni eða nýja húsinu á Seljalandsveginum. Upp í hugann koma jólaboðin hjá Magnínu, ömmusystur í Þver- götu 3, þar sem Haraldur „stóri frændi“ bjó líka. Fjölskyldan saman, endalausar umræður um pólitík og fólk. Og svo var spiluð vist. Þar voru tilfinningar í spil- um. Eins gott að trufla ekki í miðri sögn. En aðstæður breyttust. Svavar og Erna skildu. Svavar nýtti sér iðnmenntun sína, flutti til Sví- þjóðar og vann hjá Volvo-verk- smiðjunum. Í Gautaborg átti hann sitt heimili upp frá því. Gunnar Örn flutti með honum út. Fjórir ungir menn í ævintýraferð heimsóttu þá feðga og fengu að liggja á dýnum í íbúðinni þeirra og njóta félagsskapar Gunnars. Svavar heilsaði upp á okkur, en sást lítið. Hann hafði kynnst ástinni á ný. Britt varð lífsförunautur hans og sonur hennar Jörgen stjúpsonur hans. Svavar undi sér vel í sænska velferðarþjóðfélaginu. Það rímaði vel við jafnaðarmanninn frá Ísa- firði. Það var fjölskyldunni allri þungt áfall þegar Gunnar Örn fórst í sjóslysi í Ísafjarðardjúpi ásamt Vagni, tengdaföður sínum, kaldan vetrardag 18. desember 1990. Svavar kom ekki oft til Íslands á seinni árum. Nokkrum sinnum náðum við að hittast og stundum var Britt með í för. Hann var ekki margmáll um eigin hagi eða til- Svavar Gunnar Sigurðsson ✝ Svavar GunnarSigurðsson fæddist 29. ágúst 1935. Hann lést 19. desember 2017. Útför Svavars fór fram 16. janúar 2018. finningar. En það sást í augunum, að hann naut lífsins. Og í brosinu. Brosinu sem bræddi hjörtu. Við blessum minn- ingu góðs drengs og biðjum börnum hans, maka og fjöl- skyldum þeirra huggunar. Sigurður Pétursson. Góður vinur minn og skóla- bróðir, Svavar Gunnar Sigurðs- son, lést á heimili sínu í Gauta- borg 19. desember 2017. Útför hans verður gerð frá Lundby Gamla Kyrka í Gautaborg 16. jan- úar 2018. Andlát hans kallaði fram minn- ingar frá Ísafjarðarárum, vinskap okkar og skólagöngu í Barnaskóla Ísafjarðar og Gagnfræðaskóla Ísafjarðar sem lauk skólaárið 1951-1952. Margs er að minnast. Okkar árgangur var heppinn með skólafélaga og kennarar margir hverjir frábærir og skólastjórarn- ir sterkir leiðtogar sem nutu virð- ingar okkar. Í minningabók minni frá þessum tíma er margt til- greint, s.s. Sundhöll Ísafjarðar, bókasafnið og íþróttahúsið við Austurvöll, skíðasvæðið í Stórurð, útilegur í Birkihlíð, dansæfingar, morgunsöngur í GÍ, árlegar skólahátíðir, kvöldgöngur um Eyrina og um spegilsléttan Poll- inn glitra „í faðmi fjalla blárra“ o.m.fl. Sérstaklega er minnst á bók- menntatíma sem tónlistarskóla- stjórinn Ragnar H. Ragnar ann- aðist, mótaði og hafði umsjón með, en Ragnar H. var mjög sögufróður og hafði sérstakt dá- læti á íslenskum skáldskap í ljóði og riti. Hann fór með okkur á bókasafn Ísafjarðar og setti okk- ur fyrir að lesa fjölbreytt úrval skáldverka. Tilgangurinn var m.a. sá, að við greindum frá og lýstum áhrifum viðkomandi bók- ar á viðhorf okkar til söguatriða eða boðskapar og kynntum þau hvert fyrir öðru. En einmitt þarna kom fram hversu mikinn áhuga Svavar hafði á bókmenntum og sögu tengdri mannlífi og menn- ingu þjóðar okkar. Ég fullyrði að þessir „bókmenntatímar“ hjá Ragnari hafi mótað okkur fjöl- mörg og ber að þakka fyrir það. Svavar var orðheppinn, snjall í framsetningu orða sinna, og sterkan grun hef ég um að ein- hvers staðar leynist fallegt ljóð eða kvæði í fórum hans frá þess- um skemmtilega tíma. Ógleymanlegar eru þær stund- ir okkar Svavars og einstakra skólasystkina þegar við gengum upp fjallshlíðina ofan Hlíðarvegs, lögðumst þar á bakið, létum ýmist sólina eða rigninguna falla á and- lit okkar og rökræddum um efnis- atriði þeirra bókmennta sem við vorum að lesa, eða þá skiptumst á skoðunum eða þrættum um póli- tíkina og tilveruna. Við hjónin Lillý og ég áttum síðar um tíma samskipti við þau Svavar og fyrri konu hans Ernu Sörensen þegar við öll áttum heima í Reykjavík, en þau hjónin slitu samvistum og voru þau slit Svavari þungbær. Eftir að Svavar flutti til Sví- þjóðar var samband okkar minna en hann kom a.m.k. á eitt skóla- mót okkar skólasystkina sem haldið var á Ísafirði, og þar var honum vel fagnað. Svavari eru hér með þökkuð ljúf samfylgd og skemmtilegar stundir. Öllum aðstandendum hans bæði hér heima og erlendis eru sendar innilegar samúðar- kveðjur. Guð blessi minningu Svavars Gunnars Sigurðssonar. Ólafur Kristjánsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.