Morgunblaðið - 25.01.2018, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 25.01.2018, Blaðsíða 59
MINNINGAR 59 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. JANÚAR 2018 ✝ Jón Þorleifssonfæddist á Arn- ardrangi í Land- broti 21. ágúst 1934. Hann lést á hjúkrunarheimil- inu Mörk 19. janúar 2018. Foreldrar hans voru þau Þorleifur Pálsson, f. 18. sept- ember 1899, d. 1. janúar 1970, og Pálína Margrét Stefánsdóttir, f. 25. janúar 1913, d. 29. apríl 2004. Jón var næstelstur af níu systkinum. Systkini hans eru Svava, f. 1933, Helgi, f. 1936, d. 2016, Sigurlaug, f. 1939, Björg- vin, f. 1943, Óskar, f. 1945, Stef- án, f. 1951, Jóhann, f. 1953, d. 2010, Þuríður, f. 1957. Jón kvæntist Unni Halldórs- dóttur, f. 3. mars 1938, frá Syðri Steinsmýri, 31. desember 1957. Brynju og Kristján Orra og eitt barnabarn, Elvar Orra. 4) Jóna Bára, f. 16.10. 1968, á hún einn son, Jón Bjarna. Jón var í Arnardrangi með foreldrum sínum til tveggja ára aldurs en þá flytja þau að Hofi í Öræfum, vorið 1936, og eru þar til 1943 en þá flytja þau aftur í Landbrotið. Foreldrar hans hefja svo búskap í Þykkvabæ 1944 og þar ólust systkinin upp. Eftir að hann kynnist Unni (Lillu) búa þau á Steinsmýri árin 1957 til 1960 en þá flytja þau til Reykjavíkur og hafa búið þar síðan. Jón vann ýmis verkamanna- störf og var eftirsóttur í vinnu, verandi bæði stundvís og sam- viskusamur. Síðustu 25 starfs- árin vann hann í Álverinu í Straumsvík. Meðal margra áhugamála Jóns voru ferðalög, þá bæði innanlands og utan, og stangveiði. Útför Jóns fer fram frá Foss- vogskirkju í dag, 25. janúar 2018, klukkan 15. Börn þeirra eru 1) Anna Pálína, 21.10, 1958, maki Hörður Sigurðsson, f. 10.6. 1958, eiga þau þrjú börn, Öldu Ósk, Evu Björk og Bjarna Þór, og þrjú barnabörn, Brynjar Pálma, Kolbrúnu Pálínu og Patrek Bóas. 2) Halldór Þór, f. 20.2. 1961, maki Anna Valgarðsdóttir, f. 13.12. 1959, og eiga þau einn son, Arnar Má, fyrir á Þór tvö börn, Unni og Eirík Þór, og fyrir á Anna tvö börn, Fanneyju og Ásgeir. Barnabörnin þeirra eru sjö, Snorre, Maja Olina, Anna Marý, Berglind Birta, Jóhann Þór, Saru Ósk og Sóley Björk. 3) Hulda Hrönn, f. 29.8. 1963, maki Ragnar Ragnarson, f. 9.4. 1962. Hún á þrjú börn, Jóhönnu, Elsku hjartans besti pabbi minn. Að skrifa þér þessar línur fyllir hjarta mitt af sorg en ég mun hugga mig við þá hugsun að þú ert hvíldinni feginn. Um þig væri hægt að skrifa margt og bara gott því ég hefði ekki getað verið heppnari með þig sem pabba. Þú varst ekki maður margra orða heldur léstu verkin tala enda voru það ekki orðin heldur verkin sem gerðu þig að stórum manni. Mér er það minnisstætt þegar ókunnugur maður vatt sér eitt sinn að mér og spurði hvort ég væri dóttir hans Jóns í Straums- vík sem ég játti. Þá sagði hann mér að þú værir þekktur þar sem Jón sterki. Ég hef aldrei gleymt þessu og það var stolt dóttir Jóns sterka sem gekk heim af ballinu það kvöld. Ég verð þér og mömmu æv- inlega þakklát fyrir að hugsa svona vel um hann Jón Bjarna minn, sem þú kallaðir oftast „litli minn“. Þú hafðir það fyrir sið að bjóða honum í klippingu og gistingu þegar hann var lítill og úr urðu dýrmætar samverustundir ykk- ar. Það má heldur ekki gleyma ótöldum ferðum í sumarbústað- inn fyrir austan, þar sem þið nut- uð ykkar hvað best. Lífsviðhorf ykkar mömmu var ávallt að hugsa í lausnum sem þið svo kennduð okkur systkinunum. Þið voruð hjón í 60 ár og aldrei heyrðum við systkinin ykkur ríf- ast um nokkurn skapaðan hlut. Það kom síðar í ljós að þið leystuð málin með því að fara í stuttan bíltúr og ekki var komið heim fyrr en bæði voru sátt. Á brúð- kaupsafmæli ykkar síðastliðinn gamlársdag var skrifað að þitt stóra gæfuspor í lífinu var að gift- ast henni mömmu. Það er í þínum anda, gamli bóndinn, að kveðja okkur á sjálf- an bóndadaginn. Þú hefur örugg- lega talið að þú fengir betri þorramat á þeim stað sem þú ert í dag og þeir Jóhann og Helgi, bræður þínir, myndu taka á móti þér með göróttum drykk. Amma í sveitinni stóð líka eflaust álengd- ar, sló á læri sitt og hristi höfuðið brosandi yfir bræðrunum. Á ein- hverjum tímapunkti hafið þið bræður svo sungið Hamraborg- ina eins og ykkur var einum lagið. Ég vil þakka sérstaklega öllu því starfsfólki á hjúkrunarheim- ilinu Mörk sem hlúði að pabba í veikindum hans og fyrir þá nær- gætni sem okkur fjölskyldunni var ávallt sýnd. Elsku pabbi minn. Ég vil auð- mjúklega þakka þér allar þær stundir sem þú stóðst með mér eins og klettur, sama hvað á bját- aði. Það eru forréttindi að hafa verið dóttir þín. Þú munt alltaf eiga svo stóran sess í hjarta mínu. Ég mun alltaf elska þig skilyrðislaust og sakna þín sárt. Ég lofa að passa vel upp á mömmu, eða „gömlu þína“, eins og þú kallaðir hana svo oft. Guð geymi þig, elsku pabbi minn. Þín, Jóna Bára. Nú er komið að leiðarlokum, elsku pabbi, og ég kveð þig með söknuð í hjarta en með fangið fullt af minningum. Þú varst svo traustur og alltaf gott að leita ráða hjá þér sama hvað það var, og mjög áhugasam- ur um allt sem við vorum að gera. Hringdir reglulega til að fá frétt- ir af barnabörnunum og langafa- börnunum þínum. Ógleymanleg voru ferðalögin með ykkur mömmu bæði hér innanlands og utan. Þú varðst nú seint talinn þaul- sætinn þegar þú komst í heim- sókn, yfirleitt var stoppað stutt, staðið snöggt upp og sagt „takk fyrir mig og veriði sæl“ sem hef- ur verið vinsælt orðatiltæki hjá okkur í stórfjölskyldunni. Þú varst alltaf ofur stundvís og höfðum við oft gaman af því. Þeg- ar átti að fara eitthvað, sama hvert var, þá varst þú alltaf far- inn löngu áður en áætluð brottför var ákveðin. Vorum við systkinin oft að gantast með það að þú gæt- ir alls ekki verið rútubílstjóri, hvað þá flugstjóri, þú værir alltaf með tóma rútu eða flugvél því þú færir alltaf á undan öllum farþeg- unum. Yfirleitt þegar ég bað þig að sækja mig á flugvöllinn í Reykja- vík þá varst þú kominn þangað áður en flugvélin fór frá Egils- stöðum, þú sagðir yfirleitt að það væri sama hvar setið væri. Ákafinn og krafturinn í þér við alla hluti var alveg einstakur, allt sem átti að gera í dag var gert í gær. Bara að drífa þetta af eins og þú sagðir alltaf. Ég bið að heilsa þeim sem far- in eru og ég veit að amma og afi taka vel á móti þér. Það verða fagnaðarfundir hjá ykkur Jó- hanni og Helga frænda og tilefni til að setja eitthvað í bláu glösin og taka svo nokkur vel valin lög. Elsku pabbi, takk fyrir allt og allt, við skulum hugsa vel um mömmu. Þín dóttir Anna Pálína. Elsku afi okkar. Nú ert þú farinn yfir í drauma- landið þar sem fullt af góðu fólki tekur á móti þér, eins og Pálína langamma og bræður, Jóhann og Helgi. Þegar við sátum hjá þér í Mörkinni síðustu dagana þína þá byrjuðum við að hugsa og rifja upp allar þær minningar sem við áttum og við getum ekki annað en glaðst yfir því hvað við áttum margar minningar. Við eldri barnabörnin (stelpu- skarinn) vorum svo heppin að fá að fara í margar útilegur með ykkur og það var ekki leiðinlegt því við vissum að þið mynduð dekra við okkur. Svo voru þær nú ófáar tískusýningarnar í Spóa- hólum þar sem allt var bókstaf- lega rifið úr fataskápunum og klætt sig í, svo var haldin sýning á ganginum, ekki vitum við enn hvernig þið nenntuð að standa í þessu. Ekki munum við eftir að þú og amma hafið nokkurn tím- ann skammað okkur barnabörnin alveg sama hversu „frek“ við vor- um. Þegar þú varðst sextugur var farið í ógleymanlega ferð til Portúgal. Sú ferð var skemmtileg því það var í fyrsta skipti sem við systur fórum til útlanda. Þegar langafabörnin komu til sögu fannst þeim gaman að koma við í bústaðnum eða í Reykásnum og fá pönnukökur hjá ömmu. Alltaf heilsaðir þú þeim með handabandi og hristir svo dug- lega höndina þeirra að þau hrist- ust öll, þá var mikið hlegið og það var beðið með eftirvæntingu eftir að heilsa afa þar sem hann sat í sínum stól. Okkur langaði að þakka þér fyrir allar þær stundir sem við áttum. Það verður skrýtið að hafa þig ekki lengur hjá okkur en við erum svo þakklátar fyrir að eiga allar þessar ómetanlegu minn- ingar. Hvíldu í friði, elsku afi. Þótt döpur sé nú sálin, þó mörg hér renni tárin, mikla hlýju enn ég finn þú verður alltaf afi minn. (Höf. ók.) Þínar afastelpur, Alda og Eva. Elsku afi. Þú varst öllum svo góður. Ég trúi því ekki að ég geti ekki séð þig og tekið í höndina á þér, sagt hversu mikið ég elska þig enda tókstu stóran þátt í því að ala mig upp, sýna mér hvað þarf til þess að vera til, afi, og kenndir mér hvernig er að vera elskaður. Ég verð alltaf þakklát- ur fyrir að hafa fengið að vera með þér og ömmu í öll þessi ár og mun aldrei gleyma þér, afi minn. Einnig vil ég þakka þér fyrir að standa við bakið á mér og mömmu en það sýnir hversu traustur þú varst, það er sannur afi. Mitt lífsmottó er að hugsa hlutina alltaf í lausnum og ég mun gera mitt besta til að þú verðir stoltur af mér. Elsku afi, takk fyrir traustið, skemmtanirnar og ógleymanleg- ar veiðiferðir og takk fyrir að styðja mig. Í sumarbústað voru hjón litla Lilla og stóri Jón. Meðan Jón í sófa hraut færði Lilla grjónagraut. Stóri Jón og litli Jón héldu síðar niður á lón. Báðum Jónum hvorugt leiddist þótt enginn fiskur veiddist. Svo var borðaður grautur og slátur. Gleði, bros og bara hlátur. Þinn nafni, Jón Bjarni. Elsku mágur, ég held að þetta ljóð hafi verið eitt af þínum uppá- halds, en víst er að fallega söngst þú það. Sævar að sölum sígur dagsins bjarta ljós. Dimmir í dölum. Döggum grætur rós. Einn ég sit og sendi söknuð burt í ljúfum blæ. Er sem blítt mér bendi barnsleg þrá að sæ. Alda, kæra alda, eyrum fróar gnýrinn þinn, alda, ljúfa alda, eini vinur minn. (Guðmundur Guðmundsson) Kæri mágur. Þá er lokið þinni jarðvist eftir erfið veikindi og tekur nú við það eilíflega. Far- sæll maður varst þú bæði í þínu einkalífi og starfi, trúr þínum fé- lögum og vinum. Kraftmikill í öllu sem þú tókst þér fyrir hend- ur, ég man sem lítil telpa heima á Steinsmýri hvað var gaman þeg- ar bættist við í heyskapinn ungt fólk og frískt ofan úr Landbroti. Þar komst þú og fleiri með þér, þá var nú hamagangur í hirðing- unni sem lauk að mér fannst á ör- skotsstundu. Eitthvað held ég að Unnur systir mín, sem alltaf er kölluð Lilla, hafi nú spilað inn í þessar komur þínar sem og satt reyndist. Miklar gæfumanneskj- ur voruð þið hjónin. Bjugguð um tíma á jörðinni Efri-Steinsmýri og eignuðust þar ykkar fyrsta barn, Önnu Pálínu. Gott fannst mér að vita af þér og Lillu systur þarna á næsta bæ. Til Reykjavík- ur var haldið úr sveitinni, þar bættust við í barnahópinn, Hall- dór Þór, Hulda Hrönn og Jóna Bára. Heimsóknir til ykkar Lillu voru alltaf ævintýri líkastar, þar var hægt að hafa gaman saman svo um munaði og aldrei gleymd- ist söngurinn sem þú áttir svo létt með því mikill söngmaður varst þú. Stutt var fyrir ykkur hjónin að skunda niður á tjörn meðan þið bjugguð í 101. Þá var nú ekki hrossleggjunum fyrir að fara heldur alvöru skautar með börn- in í eftirdragi á sleðum. Stundum var þar fjölmennt af ættingjum og vinum, hugsa sér hvað var margt hægt að gera skemmtilegt. Þú varst framtakssamur maður að taka vinina með í gamanið. Svo voru Skaftfellingaböllin í Skáta- heimilinu við Snorrabraut mörg eftirminnileg, dansað af miklum móð þar til hælarnir undan skón- um fuku. En eigi var snúið til sætis fyrr en syrpan var á enda. Heimsókn- ir í sumarbústað ykkar að Litla Hofi í Landbroti voru alltaf skemmtilegar, þið miklir gest- og gleðigjafar. Skrafað um allt mögulegt og ómögulegt, enda af mörgu að taka. Svo samrýnd vor- uð þið að eftir var tekið, ef annað ykkar bar á góma var alltaf Jón og Lilla, þið voruð eitt og sama orðið. Ég veit að það verður vel á móti þér tekið í Sumarlandinu því nú er komið að kveðjustund. Kæri mágur, ég og fjölskylda mín þökkum þér allar þær góðu stundir sem við höfum átt með þér. Elsku systir mín, Lilla, við vottum þér og þinni fjölskyldu innilega samúð, þín Birna systir og fjölskylda. Hryggð er í hjarta, horfinn vinur á braut. Líknar ljósið bjarta leyst hefur hans þraut. Í dag fer fram útför Jóns Þor- leifssonar. Við hjónin eigum ekk- ert nema góðar minningar um góðan, hressan og staðfastan bróður og mág. Þegar Sigga syst- ir, eins Jón sagði oft, varð sextug úthlutaði hann henni lóð úr sum- arbústaðalandi sínu í Þykkvabæ. Fluttum við hjólhýsið okkar þangað úr Landbrotshólunum og byggðum við það stofu og hrein- lætisaðstöðu. Þar með hófst nýr þáttur í samveru okkar hjóna við Jón og Lillu, eyddum við sumr- unum saman meira og minna þarna á blettinum í fimmtán ár. Þau voru heldur ekki fá ferðalög- in sem við fórum um landið þvert og endilangt dragandi eftir okkur tjaldvagna og á seinni árum Jón með fellihýsi. Það er margs að minnast úr þessum ferðum okk- ar. Þegar komið var í náttstað var iðulega tekið í spil og aðeins kíkt í glas. Ógleymanleg er líka Færeyja- ferðin okkar ásamt Svövu, Helga og Diddu. Margar veiðiferðirnar fórum við saman í Geirlandsána, Hólmana, Laxá og Brúará ásamt þeim Jóhanni og Jónu. Elsku Lilla, við hjónin vottum þér og afkomendum ykkar okkar dýpstu samúð. Þótt búi sorg í sinni og söknuður í hjarta. Geymast munu í minni myndir um daga bjarta. Eggert Karlsson og Sigurlaug (Sigga). Jón Þorleifsson HINSTA KVEÐJA Elsku pabbi minn. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt (Sveinbjörn Egilsson) Þín dóttir, Hulda Hrönn. Ég þakka þau ár sem ég átti, þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir) Sjáumst í sumarlandinu. Þín, Unnur (Lilla). Í dag verður Didda frænka mín jarðsungin. Ég var svo heppin að fá að vera mikið hjá henni og Pétri þegar ég var yngri og fannst mér alltaf yndislegt að koma til þeirra. Didda gaf sér alltaf tíma fyrir mig og mér fannst ég vera hluti af þeirra fjöl- skyldu líka. Þegar þau bjuggu á Hellu fór ég oft til þeirra og eyddi helgum og fríum hjá þeim. Mér fannst gott að koma þangað og ekki skemmdi Bangsi, hundurinn þeirra, fyrir. Þau komu alltaf fram við mig eins og fullorðna manneskju en ekki krakkann sem ég var og Ásta var svona eins og stóra systir mín. Didda og mamma hafa alltaf verið nánar Sigurveig Inga Hauksdóttir ✝ Sigurveig IngaHauksdóttir fæddist 13. janúar 1942. Hún lést 26. desember 2017. Útför Sigur- veigar Ingu fór fram 11. janúar 2018. systur þannig að samgangurinn hef- ur verið mikill í gegnum árin. Krakkarnir mínir hafa alltaf litið á Diddu sem hálf- gerða ömmu og þótti þeim mjög vænt um hana. Didda var ákveðin og vissi hvað hún vildi, hún hafði gam- an af útivist, skíðum og sundi og var alltaf dugleg að fara í laug- arnar. Hún tók sig ekki of hátíð- lega og gat gert góðlátlegt grín að sjálfri sér. Það var yndislegt að sjá sambandið á milli Diddu og Ástu, hvað þær voru góðar vin- konur og nánar. Svanhildur og Sigurveig voru hennar líf og yndi og eftir að Pétur litli fæddist var loksins kominn litli prinsinn sem þær gátu dekrað við. Elsku Ásta, Helgi, Sigurveig, Svanhildur og Sigurjón, söknuð- ur ykkar er mikill. Við kveðjum Diddu með miklu þakklæti. Jórunn. Elsku Einar. Ég trúi ekki að þú sért horfinn á braut. Þetta gerðist svo snögglega, ég hefði viljað haft tíma til að sjá þig í hinsta sinn og geta að minnsta kosti kvatt þig og sagt þér hvað þú varst mér mikils virði. Við vorum góðir vinir á okk- ar yngri árum og brösuðum margt saman. Ég man hvað þú gast verið stríðinn þegar við vorum lítil, en mikið varstu alltaf skemmti- legur og stutt í brosið og hlát- urinn. Þú varst með svo skemmtilegan húmor og smit- andi hlátur. Ég gæfi mikið fyrir að geta hlegið með þér einu sinni enn. Ég mun ætíð minnast stunda okkar saman. Þú reyndist mér alltaf ofsalega vel, varst traust- ur og tryggur og gættir mín Einar Þór Einarsson ✝ Einar Þór Ein-arsson fæddist 12. apríl 1980. Hann lést 3. janúar 2018. Útför Einars fór fram 16. janúar 2018. svo vel. Það var alltaf hægt að stóla á stóra frænda. Það var svo mikið spunnið í þig, eld- klár með afbrigð- um og áttir fram- tíðina fyrir þér. Það einkenndi þig vel hvað þú varst góður við börn og dýr. Þú studdir ætíð lítilmagnann. Þannig mun ég alltaf minnast þín. Ég kveð þig með trega í huga. Við sjáumst „hinum meg- in“. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (Valdimar Briem.) Þín frænka, Heiðdís.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.